Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 5
TYRKÍET^ iTibris Mtschhi Hamadan T^htran ÍSYRIEN §)Damaski ■f'it 'Olsfahaff ©ÁmTfíani> ^|IpI31|f^erusale|jífaC íæriimw .Abádan' oKermáit A ■OSchiras Akaba Zahtdan ^Minaal Ahmddi KUWAIT Benáertóbas Dharan SSAUDl-ARABIEN ÍJanbo . oMedina ; KATAR; EÍHófufi ErRiad • B’- >Assuan Maskat^ -^ipabj LQMAN | piratKystea SUPAW iH mwwwwtwMwwwwwwwMwwwwwMMtMmmwwwwitHwmmwwwMMwwa BEIRUT, maí — (UPI) ÞEGAR Kúrdar í Norður-írak gerðu uppsteit á dögum Hasje- míta-konunganna komu íraksk- ar liersveitir og brazkar flug- vélar á vettvang og komu aftur á lögum og reglu með valdi. Þegar hershöfðingi að.nafni Ábdul Karim Kassem steypti konungnum af stóli og rak Breta úr landi fyrir fjórum ár- um, héldu Kúrdar að þeir vaeru lausir undan okina og nýtt tímabil væri hafið. Til þess að tryggja sér stuðning stærsta þjóðabrotsins í landinu lýsti Kassem yfir stofnun .,sam- bandsríkis Araba og Kúrda”, iét Bagdad-útvarpið útvarpa dagskrá á máli Kúrda og setja hið forna sverð Kúrdanna við hlið sveðju Arabanna í þjóð- fána liins nýja lýðveldis. En svo gerðist það í r’yrva- sumar, að Kúrdar hurfu aftur til sinnar gömlu iðju og gerðu árásir á lögreglustöðvar og þorp. Þeir voru reiðir stjórn Kassems, sem liafði- ekki efnt loforð sín um samkomulag við Kúrdana. Kassem brá hart við eins og fyrirrennarar hans höfðu gert á undan honum, og sendi hersveitir og flugvélar til þess að brjóta uppreisnar- mennina á bak aftur. SIGURSÆUIR Þegar vetur gekk í garð á hinu hrjóstruga en fallega há- lendi Norður-íraks í fyvrahaust hættu. bardagarnir. Kassem ' lýsti því yfir, að hersveitir hans hefðu farið með sigur af hólmi, en þegar vorsólin tók a) skína og snjóa leysti brutust bardag- arnir út aftur. Síðan í lok marzmánaðar hafa grimmir stríðsmenn Kúrda sótt fram um 200 mílur í Norður- og Norðaustur-írak — frá svæðinu vestur af Zakho til svæðisins suður af Sulai- maniya. Samkvæmt hernaðar- áætlun, sem samin var á árun- um- 1920 —’30 taka uppreisnar- mennirnir lögregluvarðstöðv- ar, sækja inn í þorp í leit að vistum og. vopnum, stöðva sókn hersveita nieð því að sprengja upp brýr og gera álilaup á vopnageymslur hersins. Hvernig svo sem uppreisn þessari Iýkur verða Kiirdar enn óleysanlegt vandamál. Vanda- mál þetta fjallar um stofnun sjálfstæðs Kurdistan-ríkis 3,5 milljón Kúrda, sem búa á víð og dreif á svæði, sem er á stærð við Kaliforníu, en landssvæði þessu hefur þegar verið skipt á milli Tyrklands, Sýrlands, íraks og írans. UPPREISNIR Yfirgnæfandi meiri’nluta þessa fólks (starfsmaður vest- rænnar leyniþjónustu segir 98%) stendur annað hvort svo að segja á sama um livort það tilheyri Kúrdaríki eða telur.að það tilheyri því nú þegar. Ætt- bálkar eiga í sífelldum inn- byrðis deilum og ólíkar mál- lýzkur gera það að verkum, að nauðsynlegt atriði varðandi einingu er ekki möguiegt — þ. e. a. s. liagnýtt, sameiginlegt tungumál. Engu að síður hafa nokkrir ættbálkahöfðingjar reynt að stofna lýðveldi síðan Kúrdar gerðu fyrst byltingu gegn Tyrkjasoldán árið 1909. — Sam kvæmt Sevres-sátímála banda- manna frá 1920 var lagt til, að Kúrdistan yrði hérað í Tyrk- landi, sem hlyti sjálfstjórn, en héraðið var aldrei stofnað. Á árunum milli heimstyrjaldanna gerðu Kúrdar hvað eftir ann- að uppreisnir gegn hinum nýju húsbændum sínum í Tyrk landi, írak og Iran, MAHABAD- LÝÐVELDIÐ Árið 1945 var Kúrdaríki, sem var kallað Mahabad-lýðveldið, stofnað með stuðningi Rússa í Norðvestur-írak, en íranbúar kölluðu . Bandaríkjamenn sér til hjálpar og leystu lýðvelilið upp tæpu ári síðar. Nú hefur stjórnin í Tyrk- landi eftirlit með Kúrdunum í austurhéruðum Iandsíns, sem eru um ein milljón talsins, en stjórnin viðurkennir þá ckki sem Kúrda heldur kallar þá „Fjalla-Tyrki”. í íran er svip- aður fjöldi Iíúrda löghlýönari og vingjarnlegri í garð ná- granna sinna þar eð þcír tala ÁRÁSIR j: Síðan bein vopnaviðskipti < j hófust á nýjan Ieik í aprílbyrj- <; un hafa úppreisnarmenn og aðr ir Kúrdar af ýmsum ættbálkum, sem styðja málstað þeirra, gert árásir hvarvetna í Noröur- írak. Kassem hefur aukið um helming f jölda sinna manna- í heriiðinu í norðurhéruðunum, sem undir venjulegum kringmn stæðum telur 1800 menn. — Hundruðir manna, uppreisnar- menn, hermenn og þorpsbúar hafa fallið, og sennilega aiít að því 200 þorp hafa verið lögð í eyði í átökunum. Rússar, sem að. líkindum geta ekki hætt á það að útskúfa írak, sem er það ríki í Mið-Austur- löndum, er fylgir þeim ein- dregnast að málum, hafa ber- takmarkað núverandi stuðning sinn við Barzani við nokkrar árásir á Kassem í blöð- um og útvarpi í kommúnistaríkj unurn. Kommúnistar írak hafa krafizt þess, að samið verði um „RAUÐI MULUA“ — lumbrar á Kassem. sömu tungu og eiga sönm for- fe'ður. Þótt undarlegt sé er það í írak þar sem óánægja Kúrd- anna hefur fengið iitrás á síð- - ustu árum og Kúrdar hafa vak ið mesta athygli. Á dögum kon ungsríkisins og Kassem hafa þeir fengið ráðherra í stjórn- um og ráðuneytum. Þó að þeir séu aðeins 1,5 mill.jóii talsins, en íbúar alls landsins eru 7 milljónir, er þriðjungur her- manna og lögreglumaima íraks stjórnar Kúrdar. ÚTLEGÐ Foringi uppreisnarinnar nú er MULLA MUSTAFA BAEZ- ANI, sem- lengi hefur staðið að baki uppreisnum Kúrda í írak og kröfum þeirra um sjálfs- stjórn. Barzani skipulagði upp- reisnir úr þorpi sínu, Barzan, með vissu millibili á þriðja ára tug aldarinnar, og að lokum ráku íraksmenn hann á flótta. 1945 flúði Barzan til írans. Þar gerðist hann yfirhershöfð- ingi Mahabad lýðveldisins og gekk í einkennisbúningi sov- ézks marskálks. Þegar lýðveld- ið féll árið 1946 laumaðist hann aftur til íraks, en var hundelt- ur. og loks rekinn úr landi. Að þessu sinni fór hann í útlegð til Moskvu. Eftir byltinguna í íralc í júlí 1958 sneru Barzani, sem var kallaður „Rauði Mulla” og 1500 Kúrda flóttamenn aftur til íraks samkvæmt boði Kasscms sjálfs. í fyrstu voru þeir sam- vinnuþýðir. „KOMMAVINUR” Kommúnistavinurinn Barzani hjálpaði liðssveitum kommún- ista frá Bagdad, sem voru þó ekki hersveitir í eiginlegri merk ingu, að bæla niður uppreisn Nassersinna í bænum Mosul í Norður-írak í marz 1959. En í júli sama ár gengu þeir aftur í lið með írökskum Araba- kommúnistum og unnu hryðju- verk og skemmdarverk í olíu- bænum Kirkuk í Norður-írak Seinna leyfði Kassem Bar- zani að stofna eigin „T.ýðræð- isflokk Kúrda“. Þetta var svo- kallaður „Marxistaflokkur”, sem sagt var að væri eini flokk urinn, er gæti gætt hagsinuna Kúrdauna í írak. Ágreiningar þeirra Kassems og Barzanis jókst samt sem áður þegar for- ABDUL KAREM KASSEM — í stríSi við Kúrda. sætisráðherrann gerðist ugg- andi um vald Kúrdahöfðingj- ans og Barzani varð óþolinmóð- ur vegna þess, að aðstoðin. sem stjórnin hafði iofað, gerði ekki vart við sig. Barzani fór nú að stjórna skæruliðaárásum stríðsmanna sinna á bækistöðvar lögregl- unnar og þorp í norðurhéruð- unuin í ágúst. Kassem svaraði með því að fyrirskipa sprengiu árásir á vígi uppreisnarmanna, og í september tilkynnti Iiann, að uppreisnin hefði verið bæld niður. Þegar bróðir Barzanis, Sheikh Ahmed, heimsótti Kas- sem félist Kassem á að draga hcrlið sitt til baka. frið við Kúrda með því að gefa út bæklinga þar að Iútandi og með hópgöngum í Bagdad, en þeir liafa stillt sig um að siyðja kröfur Barzanis um sjálfstjórn. KASSEM ÓRÓLEGUR Iíúrdar hafa jafnvel snúið sér til sendiráða Bandaríkjá- manna og Breta til þess að íá affstoð en án árangurs, sam- kvæmt díplómatískum heimiid uin. Þrátt fyrir góðan árangir geta uppreisnarmennirnir á engan hátt gert draum Barzan- ís um Kúrdistan að veruleika. Og Kassem mundi ekki afla sér neinna vinsælda eða styrkj ast í sessi vegna þessa, jafnvel þótfr honum tækist að bæla uppreisnina niður strax á morgun. Samtímis þessu á hinn grann- vaxni og taugaóstyrki foringi í Bagdad það á hættu, að her hans geri uppreisn gegn hon- um .sjálfum, að því er frétta- menn í Bagdad telja. Sagt er, að liösforingjar. saki hann um, að í fyrsta Iagi hafi hann blás- ið að glæðunum áður en Bar- zani gerði uppreisnina, og í öðru lagi hafi honum ekki tek- izt að sjá hernum fyrir næg- um mannafla og hergögnum lil þess að binda skjótt enda á hana. KASSEM í KLÍPU Nýlega var fjöldi lið’storingja úr öryggisþjónustunni handtek- inn í Bagdad, og siðan hefur nýr orðrómur verið á kreiki um tilraun til þess að steypa stjórn Kassems af stóli. Diplómatar í höfuðborg ír- aks, sem hafa fylgzt með aðferð um einræðisherrans í nær f jög- ur ár næstum sífelldra deilna, eru of varkárir til að spá falli hans. En samt er enginn fús til þess að spá því, að hann muni haldast lengi við vöIcL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.