Alþýðublaðið - 17.05.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 17.05.1962, Page 3
Frá ALSÍR: Sprengingar og morð OAS HRYÐJUVERK OAS-manna heldu áfram í Alsír í gær. í gærkvöldi var talið, að yfir 40 serkir hefðu fallið fyrir vopnum ofstopamann- anna. í hópi hinna föllnu var einn prestur og lítill drengur. Dráp barnsins þótti hvað hroðalegast, en það vildi til með þeim hætti, að OAS-maður gekk að honum, þar Ný rósa- tegund MÖRGUM finnst afskorín blóm standa illa, og sums staðar deyja blómin ofan í vasann á öðrum eða jafnvel fyrsta degi. — Stöðugt er unnið að því að rannsaka, hvaða aðferðum megi beita til að fá fram: fallegar blómategundir sem kaup-j endur hafa mikla og langrarandij ánægju af. Rósir vilja falla allra blóma fyrst, en nú hefur tekizt að framleiða nýja rósafegund, sem þegar er orðin vinsæl erlendis. — Þessi tegund heitir BACCARA. Baccara-rósir eru ekki enn komn- ar í ræktun á íslandi. Aftur á móti hefur garðyrkju- bændum í Mosfellssveit tekizt að fullþroska chrysantemum eða prestakraga, sem að jafnaði koma hér ekki á markaðinn fyrr en að haustinu. Garðyrkjumenniinir hafa orðið að byrgja blómin með svörtum plasttjöldum. til þess að þau döfnuðu vel, en chrysar.tem- um þolir ekki dagsljós nema á- kveðinn tíma daglega. Bjartar vor næturnar á íslandi slá glýju í aug- un á þeim. Chrysantemum frá gróðurhúsum í Mosfelissveit eru væntanlegar á markaðinn innan skamms, — en þau blöm eru mjög falleg og standa ákaílega vel. sem hann var að leik úti í sólskin- inu og skaut mörgum kúlum í höf- uð hans. OAS-menn héldu uppteknum liætti með sprengjuskeyti á ibúð- ai-hverfi Serkja og oliu bæði manntjóni og eignatjóni. Þrír ráðherrar úr stjórn de Gaulle, sögðu af sér í dag, en þeir sögðust ekki geta aðhyllzt þá stefnu, sem de Gaulle befði lýst yfir á fjölmennum blaðamanna- fundi, sem hann hélt í fyrradag. Þar lýsti de Gaulle því in. a. yfir, að höfuð markmið stjórnarinnar væri að koma á fót öflugum her, sem búinn væri fullkomnustu at- ómvopnum og vinna að póUtískri einingu allrar Evrópu. Rússar sprengja að nýju NIKITA Krustjov, forsætis- ráðherra, tilkynnti í ræðu, sem hann hélt yfir fjölmörg- um búlgörskum verkamönn- um í gær, að Sovétríkin mundu bráðlega hefja nýjar kjarnorkusprengingar, en þessi ákvörðun væri bein af- leiðing af þvi, að Bandaríkja menn hófu aftur tilraunir með kjarnorkuvopn. Ódýrar körfur í stað dýrra RAMMGERÐAR blómakörfur, sem kosta stundum næstum helming þess, sem blómin, sem í þeim eru, kosta, hverfa að öllum líkindum á komandi árum, en í þeirra stað koma liandhægari kórf ur, verðlitlar, sem má fleygja þeg- ar í stað, — en sú verða oftast endalok hinna rammgerðari líka, þótt dýrar séu. — Þetta kom fram á blaðamannafundi með garðyrkju bændum í Mosfellssveit í gær. Staðreyndin er sú, að blómin standa illa og lifa skammt í blómakörfunum, sem hér tíðkast, og þegar blómin deyja er karfan fólki aðeins til trafala, og loks lendir hún að likindum í ösku- tunnunni. í Ameríku hcfur nú ver- SEÁTO sam- ið tekinn upp sá liáttur, að selja blóm í snotrum en hræódýrum körfum eða ódýrum glerkrukkum, sem geta verið fagurlega skreyttar en hafa þann kost fram yfir allar blóinaköríur, að í þeim getur staðið vatn„ en vatn er mestur líf gjafi afskorinna blóma eins og allir vita. Garðyrkjubændur voru á einu máli um það, að körfur og krukk- ur sem þessar þyrítu að koma til þess að fólk eyddi ekki fé sínu að óþörfu í kaup; á rammgerðum blómakörfum en í þess stað væru lifandi, reisuleg blóm á hverju heimili. tMMMHUMHMtMMMMMtM* þykkt USA BANDARÍKJAMENN hafa sent fjölmennt herlið til Thailands til þess að taka á móti hugsanlegri kommúnistískri árás frá nágranna Iandinu Laos. Bandaríska utanríkis ráðuneytið tilkynnti U Tliant, fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, þetta í gær, en lögð var á það sérstök áherzla, að herliðinu væri einkum falið að gæta réttar þess lands í Suð-Austur Asíu- bandalaginu, sem er i vinartengsi um við Bandaríkin. 1000 hermenn voru í ciag send- ir til Thailands frá Bandaríkjun- um, en þar eru um 1000 ameriskh- liermenn fyrir og 1800 verða send- ir úr áhlaupasveitum flotans. — 1200 hermenn eru tilbúnir að fara frá Filipseyjum til Thailands og búizt er við, að þegar allt ainer- íska liðið er saman komið muni það vera um 5000 manns. Fastaráð Suð-Austur-Astu-banda lagsins(SEATO)lýsti sig í gær samþ þessum aðgerðum Bandaríkja- manna, en herir kommúnistans Pathet Lao standa gráir fyrir vopn um í um 80 km. fjarlægð austur af landamærum Thailands. Vitað er, að leitað verður til fleiri ríkja um aðstoð við Thailend inga og í gærkvöldi tilkynnti for- ! sætisráðherra Nýja-Sjálands, að leltað hefði verið til stjórnar sinn- •ar um aðstoð. Hvort þeirri mála- leitan verður sinnt, verður ákveð ið í dag. 100^0 dýrari hlóm ÞEIR, sem leggja leið sína í blómaverzlanir og láta freist ast til að kaupa einhver af þeim fögru blómum, sem jafnan eru á markaðinum, vita það fáir, að þessi unaðs- fögru blóm eru miklum mun dýrari í verzluninni en hjá garðyrkjumönnum, sem rækta blómin. Álagningin á blóm, sem liingao eru flutt frá gróðurhúsum í nágrenni bæjarins er gífurleg eða allt upp í 100%. En garðyrkjubændur eru bundnir samningi við blóma- verzlanir og selja ekki blóm til einstaklinga, — og þar stendur hnífurinn í kúnni. IMMMMMMHMMMIMMMMM ELGO LOSAÐ: ÞRJÚ norsk flutningaskip bíða nú eftir síld á Akranesi, Steinfell, Vestkyst — og Vimi. Tvö síldar- flutningaskip eru á leiðinni frá Noregi. í gær var byrjað að losa úr sjötta síldarflutningaskipinu, Elgo, í Vestmannaeyjum. Síldarflutningaskipið Vimi kom til Akraness um kl. 3 í gær frá Eskifirði þar sem farmurinn var seldur. Hvasst hefur verið á mið- unum, bátarnir hafa átt c-rfitt með að athafna sig og lítil síld borizt til lands. Bíða skipin á Akranesi þangað til þau fá afgreiðslu. Talið var, að langt yrði komið með I að losa Elgo í Eyjum í gærkvöldi. Ætlunin er, að skipið færi síðan til Akraness að taka þar sildarfarm, ásamt hinum skipunum. Þó fær skipið ekki að fara írá Eyjum fyrr en trygging hefur ver- ið sett fyrir björgunarlaunum gagn vart varðskipinu Þór, sem bjarg- aði skipinu eins og kunnugt er, og þegar skipið hefur verið losað, stendur aðeins á tryggingunni. Það er fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, sem kaupir farm Elgos, en forstjóri hennar er Þor- steinn Sigurðsson, útgerðarmaður. Seljandi farmsins er vátrygginga- félag í Oslo, en umboðsmenn þess hér á landi eru Trolle & Rothe h.f. Á Akranesi er verið að ganga frá afurðum til útflutnings þessa dagana. T. d. er verið að pakka saltfisk, sem verður aðallega seld- ur til Ítalíu. Fjallfoss lestaði 948 tunnur af súrsíldarflökum til Þýzkalands á Akranesi í fyrradag og á morgun tekur Brúarfoss afganginn, um 3—400 tunnur. Skilrúmin í norsku síldarílutn- ingaskipunum verða lagfærð áður en skipin fara frá Akranesi. Eink- um verður gengið betnr frá þeim að ofan til þess að fyrirbyggja að farmurinn renni til. Ekki verður sett meira í lestarnar en lileðslu- merkin leyfa. •MHMHMMMMMMMMMMW Grænlandssly sið: DANSKIR og kanadiskir sérfræðingar hafa komizt að raun um, að flugslysið, sem varð við Godtháb á Græn- lndi s. I. laugardag, orsakað- ist af því, að lokur, sem eru yfir nefhjólunum, opnuðnst, þegar vélinni var lent á sjón- um á mikilli ferð. Það var vél af Catalinagerð, sem fórst þarna með 15 manns. Áður hafði verið hald manna, að vélin hefði rekizt á eitthvað í sjónum svo sem ísjaka, hval eða flotholt. Nú eiga sérfræðingarnir aðeins eftir að rannsaka, hvers vegna lokurnar opnuðust. SALAN IÐR- AST EINSKIS ÞEGAR réttarhöldin yfir Raoul Salan, fyrrverandi hershöfðingja og foringja OAS-hreyfingarinnar í Alsír, hófust í París í gær, reis Salan úr sæti sínu og lýsti því yf- ir, að hann iðraðist einskis og að hann tæki glaður á sig ábyrgð þess, sem gerðist í Alsír þessa dag- ana. Salan sagði, að hann hefði jafn- an þjónað fósturjörð sinni af trú- mennsku í herforingjastöðu sinni fjarri heimalandinu. Hann hafði áður sýnt í réttinum heiðursmerki þau, sem hann hefur hlotið fyrir vasklega framgöngu og góða her- stjórnarhæfileika, en Salan er einn sá, sem mest hefur fengið af sæmd ★ TVEIR franskir hershöfðingjar voru í gær sviptir stöðu sinni fyr- ir slælega frammistöðu í því að berja niður ofsóknir OAS-manna í umdæmi þeirra. ★ LÖGREGLAN í Madrid handtók í gær marga háttsetta embættis- menn og menntamenn. armerkjum, allra franskra hers- höfðingja sem nú eru uppi. Salan sagði í gær, að hverju sem fram yndi liti hann svo á, að hann hefði gert sitt ýtrasta til að halda á lofti sóma og heiðri Frakklands og klykkti út með þessum orðum: Ég elska Frakkland. Engin vopn, segir í sím- skeytinu ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær símskeyti frá Berlín, þar sem full- yrt var að „íslenzkir stúdentar í Austur-Þýzkalandl“ hefðu aidrei tekið þátt í heræfingum né borið vopn. Undirskriftin er „íslenzkir námsmenn I Austur-Þýzkalandi", en ekkert nafn er undir skeytinu, eða frekari skýringar, enda þótt vitað sé að námsmenn frá íslandi eru víðar í Austur-Þýzkalandi en í Austur-Berlín. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 17. maí 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.