Alþýðublaðið - 29.05.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 29.05.1962, Side 15
!>!>[> í> FRA SOVÉT rétt við skínandi maga manns- ins. Hún horfði í augun honum. Skyndilega barði hún með geysilegum hraða, og með allan þunga sinn bak við höggið, í bringspalir manninum með ,þungu hnúajárni. Grant gaf frá sér eins konar urr af undrun og sársauka. Hann kinknaði aðeins í hnjánum, en rétti síðan úr sér. Andartak lok uðust augu hans af sáraukanum. Síðan opnuðust þau aftur og horfðu nú rauð inn í köld, gul augun bak við ferköntuðu gler- augun. Að undanskildum mikl- um roða á húðinni, rétt fyrir neð an bringubeinið, sýndi Grant engin merki um liögg, sem hver venjulegur maður hefði fallið veinandi fyrir. Rosa Klebb brosti hörkulega. Hún stakk hnúajárninu aftur í vasann, gekk að borðinu og sett ist aftur niður. Hún leit til - Kronsteens með nokkru stolti. ,,Að minnsta er hann nógu hraustur", sagði hún. Það rumdi í Kronsteen. Nakti maðúrinn brosti, klók indalegur og ánægður. Hann neri magann með annarri hend- inni. Rosa Klebb hallaði sér aftur í sætinu og horfði hugsandi á vægt verk. Veiga meira en nokk uð annað, sem þér hafið fengizt við. Það er verk, sem þér mun uð fá heiðursmerki fyrir“ — augu Grants glóðu — „því að verkið er erfitt og hættulegt. Þér verðið í erlendu landi og einn. Er það ljóst?“ „Já, félagi ofursti“. Grant var æstur. Hér kom tækifærið. Hvert mundi heiðursmerkið verða? Leninorðan? Hann hlust aði gaumgæfilega. „Skotmarkið er enskur njósn ' ari. Langar yður til að drepa enskan njósnara?“ „Mjög mikið, félagi ofursti“. Ákafi Grants var ósvikinn. Hann óskaði sér einskis fremur en drepa Englending. Hann þurfti að gera mikið upp við þá and- skota. „Þér þurfið marga vikna þjálf un og undirbúning.' Starf yður verður að látast vera enskur njósnari. Hegðun yðar og útlit eru rustaleg. Þér verðið að minnsta kosti að læra eitthvað af hegðunarvenjum chentil- manns. Þér verðið fenginn í hend ur Englending nokkrum, sem við höfum hér. Fyrrverandi chentil manrii úr brezku utanríkisþjón- ustunni. Það verður hans verk að fá yður til að líta út, eins og einhvers konar enskur njósnari. Þeir hafa margs konar menn í þjónustu sinni. Það ætti ekki að vera erfitt. Og þér verðið að læra margt fleira. Verkið verð- ur unnið í lok ágúst, en þér byrjið þjálfun yðar strax. Það er margt, sem þarf að géra. Farið í fötin til aðstoðarmanns míns. Skilið?" „Já, félagi ofursti." Grant vissi, að ekki bar að spyrja spurninga. Hann flýtti sér að klæða sig, og skeytti ekkert um augnaráð konunnar, sem beind- ist að honum, og gekk til dyra um leið og hann hneppti að sér jakkanum. Hann snéri sér við. „Þakka ýður fyrir, félagi of- usti.” Rosa Klebb -var að skrifa hjá sér það, sem gerzt hafði í við- talinu. Húri leit ekki upp og svaraði ekki, og Grant gekk út og lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér. Konan henti frá sér pennan- um og hallaði sér aftur á bak. „Jæja, félagi Kronsteen. Er nokkuð, sem þarf að ræða, áður en framkvæmdir hefjast? Eg skal geta þess, að forsætisnefnd- in hefur fallizt á skotmarkið eg staðfest dauðadóminn. Eg hef skýrt félaga Grubozboyschikov hershöfðingja frá áætlun yðar í stórum dráttum. Framkvæmdin í smáatriðum hefur verið falin mér algjörlega. Menn hafa verið valdir til undirbúnings og fram kvæmda og bíða aðeins eftir að hefjast handa. Nokkuð, sem yð- ur liggur á hjarta, félagi?” » Kronsteen sat og horfði upp í loftið og studdi saman fin:;ur- gómunum. Lítillætið i rödd kven mannsins snerti hann ekki. — Púlsinn sló á gagnaugum hans, merki um einbeitingu hugáns. „Þessi Granitsky. Er hann á- reiðanlegur: Er hægt að .rcysta honum utan Sovétríkjanna? — Stingur hann ekki af?” „Það er búið að reyna hann í tíu ár. Hann hefur haft rnarga möguleika til að sleppa. — Það hefur verið höfð gát á honurn, einmitt með tilliti til þessa. Það hefur aldrei fallið minnsti grun- ur. Maðurinn er eins og eitur- lyfjaneytandi. Hann mundi eltki yfirgefa Sovétríkin fremur en kókainisti yfirgæfi þann, sem sér honurn fyrir eitrinu. Hann er eftir lan Fleming æðsti böðull minn. Það er eng- inn til betri.” — Og þessi stúlka, Roman- ova. Er hún í lagi?” Konan sagði treglega. „Hún er mjög falleg. Hún mun þjóna tilgangi okkar. Hún er ekki hrein mey, en hún er tepruleg og ekki vöknuð kynferðislega. Hún verð ur þjálfuð. Hún er ágæt í ensku. Eg hef gefið henni ákveðna mynd af starfi hennar og til-| gangi þess. Hún er samvinnu- ] lipur. Ef hún skyldi sýna merki þess að bugast, þá hef ég heirn-| ilisfang ýmissa ættmenna, þar á meðal barna. Eg fæ einnig nöfn fyrri elskenda hennar. Ef nauð syn krefur, verður henni sagt, að þetta fólk verði gíslar, þar lil verki hennar sé lokið. Hún er blíðlynd að eðlisfari. Slikt mundi nægja. En ég á ekki von á nein- um erfiðleikum með hana.” „Romanov. Þetta er nafn á buivshi — gamla fólkinu. Það virðist einkennilegt að nota konu af ætt Romanovanna í svo vandasamt starf. „Afi hennar var fjarskyldur keisarafjölskj'ldunni. En hún um gekkst ekki neina buivsha. Og hvað sem öðru líður, þá voru afar og ömmur okkar allra gam- alt fólk. Það er ekkert liægt við því að gera.” „Afar okkar og ömmur hétu ekki Romanov,” sagði Kronsteen þurrlega. „En, ef þér eruð á- nægð,” Hann hugsaði sig um stundarkorn. „Og þessi Bond. Er búið að hafa upp á því, hvar hann cr niður kominn?” „Já, deild MGB í Englandi seg ir, að hann sé í London. Á dag- inn er hann í aðalstöðvunum. Á nóttunni sefur hann í ibúð sinni í því hverfi Lundúna, sem heit- ir Chelsea.” „Það er gott. Við skulum vona, að hánn verði þar næstu vikur. Það þýðir, að hann er ekki að vínna að rieinu sérstöku verkefni. Hann getur þá runnið á lyktina, þegar beitu okkar hefur verið kastað. Annars,’” •- sagði Kronsteen og hélt áíram að rannsaka gaumgæfilega é- kveðinn punkt uppi í loftinu, — „annars hef ég verið að kanr.a. hvaða staðir erlendis kæmu helzt til greina. Eg hef ákveðið Istanbul fyrir fyrsta fund. Við höfum gott „apparat” þar. Brezka leyniþjónustan héfur þar aðeins smástöð. Yfirmaður henn ar er sagður góður maður. Hon- um verður útrýmt. Staðúrinri er þægilega staðsettúr fyrir, stutt til Búlgaríu og Svartahafsins. Tiltölulega langt frá f.ondon. Eg er að \dnna að þyí að ákvaröa hvar þessi Bond skuli tekinn af og hvernig honum skuli þangað komið. eftir að liann hefur haft samband við stúlkuna. Það verð- ur annað hvort í Frakklandi eða þar í grennd. Við höfum ágæt áhrif 1 frönsku blöðunum. Þau munu gera sem mest úr slíkri frétt,' með sínum stórkostlegu uppljóstrunum um kynferðismál og njósnir. Það er einnig eftir að ákveða hvenær Granitsky kem- ur til skjalanna. En þetta eru smáatriði. Við verðum að velja myndatökumauninn og aðra starfsmenn og flytja þá með leynd til Istanbul. „Apparat” okkar þar má ekki verða of fjölmennt, það má ekki verða vart við neina óvenjulega athafnasemi. Við verðum að aðvara allar deildir um, að loft- skeytasamband við Tyrkland verði að vera algjörlega eðlileg- ar á meðan á aðgerðum stendur. Brezku gagnnjósnararnir mega ekki fá neinn grun. Dulmáls- deildin hefur samþykkt, að ekki sé neitt á móti því frá öryggis- sjónarmiði, að afhentur sé tóm- ur kassi Spektorvélar. Það lað- ar þá að. Vélin verður send í „Framkvæmdadeild”, sagði karlmannsrödd. Föl augu Rosu Klebb litu yfir á landakortið á veggnum og stað \ næmdust við England. „Klebb ofursti talar. Sam- særið gegn enska njósnaranum Bond. Framkvæmdir þegar í stað.” hefjist lí i II. HLUTI. — AFTAKAN. ! 11. kafli. . \ 1 Þægindalíf. Mjúkir armar þægindalífsins héldu um hálsinn á Bond og voru að kæfa hann smám sam- an. Hann var stríðsmaður, og þegar hann fékk langtímum sam- an ekki að stríða, hnigniði hon- um andlega. í starfi hans hafði ríkt algjör friður í næstum heilt ár. Og frið urinn var að drepa hann. Tækjadeildina. Þeir sjá um und- irbúninginn.” Kronsteen hætti að tala. Hann leit hægt af loftinu. Hann stóð hugsandi á fætur. Hann leit yf- ir herbergið og í hugsandi og at- hugul augu konunnar. Kosningar Framhald >af 12. síðu. Stokkseyri: Alþýðufl. og óháðir 70-2 kjörnir Sjálfstæðisfl. 67-2 kjörnir. Alþýðubandalag 74 - 2 kjörnir. Óháðir verkamenn 27-1 kjörinn Á kjörskrá 283, 246 kusu, 86,9%, Auðir og ógildir 8. Alþýðuflokkurinn hefur unnið 1 fulltrúa af Sjálfstæðisflokknum. 1958: A og B 59 (1), D 92 (3), G 68 (2), Utanflokka 39 (1). Reyðarf jörður : Framsóknarfl. 58-2 kjörnir Sjálfstæðisfl. 56-1 kjörinn Vinstri menn 51-1 kjörinn inn. V Framfarasinnaðir kjós. 39-1 kjör- Á kjörskrá 305, 280 kusu. 5 Auðir og ógildir 2. y .-.t 1958: B 100 (2), Frjálsl. 43 (1), "> Óháðir 97 (2). -> Ej'rarbakki : Alþfl. og Frams. 153 - 5 kjörnir ' Sjálfstæðisfl. 84 - 2 kjörnir '• Á kjörskrá 288, 250 kusu, 87,5%'. Auðir og ógildir 13. Fulltrúatala óbreytt. 1958: A og B 166 (ð), D 82 (2). \ Selfoss : Sjálfstæðisfl. 323 - 3 kjörnir. » Samvinnumenn 531 - 4 kjörnir. Á kjörskrá 937, 895 kusu, 95,5%. Auðir og ógildir 41. 1958: D 296 (3), Samvinnumenn 424 (4)! Egilsstaðir : Óháðir 20 - 1 kjörinn Sameiningamenn 67-3 kjörnir. Óháðir kjósendur 29-1 kjörinn. Höfn í Hornafirði: Framsóknarfl. 136 - 2 kjörnir. Sjálfst.fl og óháðir 97-2 kjörnir Alþýðubaridalag 65-1 kjörinn. . 1 Á kjörskrá 369, 301 kaus, 81,6%. Auðir og ógildir 3. 1958: B 129 (2), D 93 (2), G 47 (1). ' Hveragerði : Sjálfstæðisfl. 131 - 2 kjörnir Óháðir Alþfl., Alþýðubandalag og Framsóknarmerin 172 - 3 kjörnir. Á kjörskrá 323, 314 kusu, 97,2%. Auðir og ógildir 11. 1958: A 31 (0), B 37 (1), D 142 (3), Vinstri menn 67 (1). ALÞYÐUBLA9I9 - 29. maí 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.