Alþýðublaðið - 27.06.1962, Qupperneq 2
Jfcitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. —Aöstoðarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
8—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
' { 1 '
Hernám og varnarlið
ÞAÐ er orðinn fastur liður í starfsemi kommún
ista að senda árlega hóp manna í göngugerð utan
af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Og jafnframt
má segja, að það sé að verða eins konar árlegt
skemmtiatriði fyrir Reykvíkinga að horfa á hina
göngumóðu komma þramma inn í borgina eftir að
hafa gengið 50—60 km. spöl utan af landi. En hvers
vegna eru kommúnistar að þessu? Tæplega gera
þeir það eingöngu til þess að skemmta Reykvíking
um. Nei, kommúnistar eru góðir áróðursmenn og
þeir vita að í fyrirtæki eins og gönguferð, sem
farin er í mótmælaskyni við utanríkisstefnu ís-
lendinga geta þeir fengið ýmsa nytsama sakleys-
ingja með sér. Og til þess er leikurinn gerður.
Eitt þeirra félaga er kommúnistar hafa komið á
fót hér á landi síðari árin heitir „Samtök hernáms
andstæðinga“. Kommúnistum tókst að fá marga
Þjóðvarnarmenn með sér í félag þetta svo og
nokkra framsóknarmenn. Þessi samtök efndu til
. göngunnar frá Keflavík sl. ár. Fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar í vor virtist svo sem samtökin
(hefðu leystst upp og kenndu Þjóðvamarmenn um of
ríki kommúnista. Kommúnistar gerðu sér Ijóst,
að nauðsynlegt var að endurreisa samtökin sem
fyrst og þess vegna matreiddi Þjóðviljinn í skynd
ingu sögu um það, að Bandaríkjamenn ætluðu
senn að koma upp kjarnorkukafbátastöð í Hval-
firði. Og nú skyldi gengið í mótmælaskyni við þá
fyrirætlan. Og ekki stóð á hinum nytsömu sakleys
ingjum.
Kommúnistar eru vel að sér í öllum áróðurs-
brögðum. Þess vegna gera þeir sér það vel Ijóst,
• <að jafnvel nafnið á áróðurssamtökunum getur haft
mikla þýðingu. Þannig felst mikill áróður í nafn-
inu „Samtök hernámsandstæðinga11 einu. Allir,
sem eitthvað hafa fylgzt með utanríkismálum ís-
lands vita það að ekkert hernám á sér stað hér á
landi nú. Bandaríska varnarliðið kom hingað til
lands vegna óska íslendinga en hernám nefnist
það er eitthvað ríki setur her á land í öðru ríki
gegn vilja hins síðarnefnda. Mikill meirihluti ís-
lendinga hefur hvað eftir annað lýst yfir stuðningi
við dvöl varnarliðsins hér í almennum þingkosn-
ingum. Kommúnistar geta því ekki lýst andstöðu
sinni við neitt „hernám“ hér á landi. En þeir geta
samt sem áður barizt gegn hernámi, þ. e. hernámi,
Rússa í Austur-Evrópu. Þegar ungversk alþýða
gerði uppreisn gegn kúgurum sínum 1956 var upp
'reisnin bæld niður með rússneskum bryndrekum.
Rússneski herinn, sem þar vann ódæðisverk sín
gerði það svo sannarlega ekki samkvæmt vilja;
fólksins. Hvernig væri að „Samtök hemámsand-
stæðinga,, efndu til einnar göngu í mótmælaskyni-
við hernám Rússa í Austur-Evrópu?
2 27. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
odak
Kodak
Kodak
Kodak
Kodak
Kodak
Kodak
Ko
dak
Kodak
Kodak
Kodak
FILMUB
Verichrome»pan
Plus-X
Tri-X
HANS PETERSEN HF
HANNES
Á HORNINU
★ Stúdentahúfur í Bessa
staðakirkju.
★ Hefur stúdentshúfan
einhver sérréttindi?
★ Gömul kona í vandræð-
um.
★ Rasskelling á miðri
götu.
ÁLFTNESINGUR skrifar mér:
„Stúdentar heimsóttu Bessastaði og
þágu boð forsetans. Þeir voru boðn
ir til kirkju og þar ræddi forseti
við þá um sögu staðarins, kirkjuna
og gripi hennar. Ég álít að það sé
góður siður að bjóða hinu unga
fólki, sem lokið hefur meikilegum
áfanga í námi sínu, á höfuðból
landsins til frcmstu hjóna þjóðar-
innar. Það eitt út af fyrir sig er
þeim, eða ætti að vera þeim, nokk
ur minning um þessi tímamót í lífi
þeirra.
EN ÁSTÆÐAN til þess að ég
sendi þér þessar línur er mynd,
sem birtjst af athöfninni í kirkj-
unni. Myndin sýnir að studentarn-
ir hafa ekki fylgt þeim sið þjóðar-
innár frá upphafi að taka ofan höf-
uðfat sitt á lielgum stað. Þeir sátu
ál- * w
allir, eða ekki verður annað séð af
myndinni með húfur sínar meðan
þeir hlýddu á ræðu forsetans íkirkj
unni. Og nú langar mig að spyrja:
Stafar þetta af kunnáttuleysi og ó-
kurteisi hins unga menntafólks?
Eða: Nýtur stúdentshúfa einhverra
sérstakra réttinda fram yfir
menntastigið, meðal annarra höf-
uðfata?
ÉG SPYR vegna þess að 17.
júní sá ég það á Arnarhólstúni, að
margir stúdentar tóku ekki ofan
þegar þjóðsöngurinn var leikinn
— en nokkrir gerðu það af þeim,
sem stóðu nálægt mér. Ef það er
rétt að stúdentum beri ekki að taka
ofan eins og öðru fólki er þeir
ganga í kirkju, held ég að það
eigi að afnema þau „sérréttindi“.
Ef þetta er svona, er um ósið að
ræða. Auk þess eigum við alls ekki
á neinn liátt að stuðla að því að
breikka bilið milli menntafólks og
annarra þjóðfélagsþegna. En það
gerum við með því að tildra upp
sérréttindum fyrir annan aðilann".
ÉG HEF orðið var við það, að
stúdentahúfurnar í Bessastaða-
kirkju haf vakið gremju margra.
En um skýringu á þessu veit ég
ekki.
NÁGRANNI skrifar mér á þessa
leið: „]Hérna í nágrenninu á heima
einmana gömul kona. Hún býr í
einu herbergi og lítilli eldhús-
kompu. Gamla konan á ekki ís-
skáp og er því oft í hálfgerðum
vandræðum með að geyma það
sem hún dregur að sér til dæmis
fyrir helgar og hátíðisdaga. Til
þess að verja til dæmis mjólk hefur
hún tekið það til bragðs að láta
litla vatnsflösku standa við dyrnar
hjá sér og lætur hún mjólkurflösk
una standa í vatninu..
EN HÚN verður að hætta þessu.
Hérna í nágrenninu er einhver svo
einkennilega innréttaður til sálar-
innar, að hann stelur mjólk gömlu
konunnar, stelur yfirleitt öllu því,
sem gamla konan geymir á þennan
hátt. Ég veit að þessi orð mín, við
þig, Hannes minn, skiljast. Þeim
er beint til nágranna okkar. Vildu
þeir nú ekki taka höndum saman
um að koma upp um óþokkann?
Við skulum svo í sameiningu taka
hann, leysa niður um hann og rass-
skella hann við hátíðlega athöfn á
malbikaðri götunni“.
Hannes á liorninu.
REYKT0 EKKI
í RÚMINU!
Húseigendafélag Reykiavfluir
V