Alþýðublaðið - 27.06.1962, Qupperneq 4
SKYLMINGAFELOG þýzkra
stúdenta. virðast vera í örum
vexti og veldur sú þróun mörg-
um hugsandi mönnum áhyggj-
um. í New York Times birtist
nú fyrir helgina grein um
þetta efni, sem hér verður að
nokkru þýdd og að nokkru
endursögð.
Stór purpurarauður, hvítur
og gullinn fáni svífur yfir
þriggja hæða húsi úr múrsteini
og steinsteypu,. ófullgerðu, sem
stendur við Rathausgasse 20, rétt
fyrir aftan ráðhúsið í Bonn. .—
Númer hefur enn ekki verið
sett á húsið og það eru aðeins
nokkur orð, krotuð á brúnan
sinnaðra studenta, sem binda
meðlimi sína alla ævi með því
að heimta af þeim, að þeir stand
ist heilt haglél af höggum, sem
veitt eru með hnífsblöðum.
Félög þessi eiga sér langa og
að mestu leyti óhugnanlega sögu.
Einvígi voru í fyrstu bönnuð
af hérnámsliðunum, en síðar
var banninu aflétt á þeirri for-
sendu, að unglingarnir í Þýzka-
iandi nútímans, sem væru bún-
ir að fá nóg af byssum, hlytu
að sveigja frá svona wagnerísk-
um hetjuskap.
Fleiri stúdentar eru nú með-
limir í skylmingafélögum en
nokkru sinni fyrr. Sugambra
Öh u g n a nlegu r
upp v akn f ngur
hetjudraums
umbúðapappír, sem gefa skýr-
ingu á hinum stolta fána. Þetta
er fáni Sugamþria, eins af sex
skylmingafélögum við háskólann
í Bonn.
Hár og veiklulegur læknastúd
ent, scm er formaður Sugamb-
r:a þetta skólaár, segir afsak-
andi við blaðamanninn, að hús-
ið líti ekki vel út svona á með-
an verið sé að vinna við það,
,,en þetta verður fallegt hús, —
haldið þér það ekki?”
Það verður það. Gamlir með-
limir Sugambria — Die Alte
Herten — hafa lagt fram fé til
rúmgóðs húsnæðis fyrir hina 12
starfandi meðlimi félagsins og
hafa einnig í hyggju að greiða
húsgögnin, hið geysilega bjór-
magn, drekka á við borðið i
barnum, sem er í laginu eins og
slórt U, og fyrir stoppuðu jakk-
ana, sverðin og vírgleraugun,
sem notuð eru í hinum þöglu
einvígjum, er mynda tilverurétt
félagsins.
ÁKAFUR STUÐNINGUR.
Samblandið af svo áköfum
stuðningi Die Alte Herren og
vaxandi áhuga meðal unglinga
er á góðum vegi með að vekja
•upp að nýju hin svokölluðu
Schlagende Verbindungen —
hin lokuðu smáfélög þjóðernis-
heldur því fram, að 40% félags
bundinna stúdenta við háskól-
ann í Bonn séu í slíkum félög-
um. Þar eð hvert félag fyrir sig
er sjálfstætt, eru engar örugg-
ar tölur til um skylminga-stúd-
enta í Vestur-Þýzkalandi, en
talið er, að þeir séu um 25.000
af 180.000 karlstúdentum.
annað er enn óljóst .og óvíst,
eins og framtíðarsvipur þýzks
þjóðfélags á þessum umbrota-
tímum.
Mikill fjöldi prófessora — þó
alls ekki allir þeirra — og senni-
lega meirihluti háskólastúdenta
í Vestur-Þýzkalandi eru ósam-
mála. Fimmtán prófessorar frá
nokkrum háskólum sendu fyrir
skemmstu opið bréf til allra
þingmanna og til blaðanna, þar
sem hvatt va rtil þess, að skylm-
ingaeinvígi yrðu gerð ólögleg.
Og stúdentaráð Frjálsa háskól-
ans í Berlín gaf út langa yfir-
lýsingu, skrifaða af kennurum,
þar sem skylmingafelögin voru
köíluð úrelt og ólýðræðisleg til-
raun til að skapa aftur yfirstétt.
í yfirlýsingunni frá Berlín var
bent á, að hættan væ;i ekki svo
mikil í sjálfri „Mensúrunni” —
(skilmingunum), — heldur í
þeini hugsjón, sem hún væri
merki um. Og „bardagastúdent-
arnir”, eins og þeir kalla sig,
mótmæla ekki þessu atrrði, því
að líkamleg sár, sem þeir hljóta
eru sjaldnast dýpri en svo, að
þau ná rétt inn úr húðinni.
í núverandi formi eru félögin
komin frá tilraunum snemma á
nítjándu öld til að standa gegn
Napoleon og engja hin þýzku
ríki saman í eina heild. Þá var
þjóðemiskennd tengd frjáls-
lyndi, og það er stolt félaganna,
að meðlimir þeirra tóku sér stöðu
við götuvígin árið 1848 við hlið
verkamanna.
Þeir, sem skylmast, þekkjast
ekkl og stillt upp svo að sverðs
lengd sé milli þeirra. Félagsbræð
ur berjast aldrei, nema á æfing-
um og þá með deigum blöðum.
Skylmingakeppni fer fram milli
félaga og er henni komið á með
mjög svo formföstum hætti, og
það heyrir til algerra undantekn-
inga, að utanaðkomandi mönnum
sé leyft að horfa á einvígi. Þetta
er éinkaseremonía, sem ætlað er
að tengja saman nokkra ein-
staklinga með blóðláti.
Skylmingamennirnir eru í
Þýzku stúdentarnir kalla skylmingar sínar — Mensur. Á mynd-
inni búa þeir sig undir að há einvígi. Sá til vinstri með gleraugun á
gð berjast, en sá til hægri verður aðstoðarmaður hans.
fá í Vestur-Þýzkalandi í dag,
þar sem húsnæðisleysi ríkir. —
Fyrstu tvö árin, sem menn eru
meðlimir, taka félögin svo til
allar stundir félaganna utan
kennslustunda.
Það er ekki auðvelt fyrir Men-
súrstúdenta að tjá sig. Hvað eft-
ir annað hafa þeir að lokum
orðið að enda á þeirri staðhæf-
ingu, að utanaðkomandi getl
ekki með nokkru móti skilið
gildi félaganna. Það er örsjald-
an að svo ákveðin rödd heyrist
sem rödd Werner Kroll, er skrif-
aði hinu útbreidda tímariti Der
Stern eftir að það blað hafði
birt myndskreytta háðsgrein um
Mensúrinn.
„Þetta eilífa óp smámennisins
gegn stórmenninu!” skrifaði
Kroll með sínu eigin upphróp-
unarmerki. „Eiga bardagastúd-
entar að sleppa erfðavenjum sín
-jíá
Sumt í sambandi við skilm-
ingaféiögin hefur breytzt frá
þeim tíma, er þau settu fram
sem hinn dæmigerða Þjóðverja
stálharðan, þráðbeinan mann
með þjóðernisrembing og ljótt
ör á kinninni sem heiðursmerki,
En sumt hefur ekki breytzt og •
stoppuðum jökkum og bera gler-'
augu, sem fyrr getur, svo að
aðeins ennið og kinnamar eru
opin fyrir sverðinu.
Vegna stuðnings Die Alte
Herren eru hús félaganna oft ó-
dýrasta og þægilegasta húsnæði,
sem stúdentar geta vonazt til að
um vegna þess, að bleyðurnar
eru með minnimáttarkennd? ..
Þýzkaland hefur í dag fleiri
skóla fyrir vangefin börn en
venjulega barnaskóla. Þetta er
árangur hinna frjálslyndu end-
ur-menntunar. Hver haldið þér
að muni stöðva kommúnismann?
Hugrekki það, sem kenna á úr-
valsfólki þjóðarinnar, er gert
hlægilegt og barizt gegn því.
Háskólastúdentar, sem aldir eru
upp eins og bleyður með van-
gefin böm sem fótgöngulið? Ef
þér haldið áfram með hinn ó-
svifna áróður yðar, munuð þér
stuðla að því að eyðileggja
þýzka þjóð.”
BJORGUN ERFÐAVENJA.
•1
Af öllu þessu kemur í ljós
næstum áþreifanleg löngun til
að bjarga erfðavenju úr hinni
eyðilögðu fortíð, nú þegar verið
er að byggja-allt annað upp.
Það er ekkert beint samband
á milli Mensúr og hinna háværu
og kjaftforu yfirgangsseggja, er
mynduðu nazismann. En þjóðern
isgorgeirinn, dýrkun ofurmenna
og ofbeldi það, sem tengt var
erfðavenjum skilminganna,
voru nokkrar af þeim tilfinning-
um, sem nazistar fundu styrk
sinn í. Nvi vísa stúdentar á bug
sem „ótrúlega heimskulegum”
þeim hugmyndum, að félög
þeirra haldi lífinu í nazistasýkl-
inum.
Bardagastúdentarnir eru há-
værir í að prísa lýðræðið til að
verja sig, og halda því fram, að
þessi félög, með algjöru jafn-
rétti innan félagsins, séu full-
komnar smámyndir lýðræðis. —
Þeir vara sig hins vegar ekki á
þeirri staðreynd, að lýðræðishug
sjónin getur ekki orðið til í lok-
uðum félagsskap. En þeir fyrir-
líta þó ekki lýðræðið, eins og
kollegar þeirra fyrir stríð.
Mensúrstúdentarnir eru, óg
þeir viðurkenna það sjálfir, í
vörn í leit sinni að einhverju
úr fortíðinni, sem ungur Þjóð-
verji geti verið stoltur af að
haldið fast við.
‘„Úrelt og ólýðræðisleg tilraun til að skapa aftur yfirstétt"
$ 27. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐlÐ