Alþýðublaðið - 05.07.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.07.1962, Blaðsíða 11
Knalfspyrna Framhald af 10. síðu. þverslá og niður fyrir fætur Kára, er skorar af stuttu færi. Þetta virt ist hvetja íslendinga til dáða, þá ekki væri nú hægt að segja að samleikur þeirra væri rismikill. .— Þeim tekst þó að skora aftur á 25. mín. og minnka bilið niður í 3:2. Garðar skoraði þetta mark. Lék hann í gegn á hægri væng og spyrnti að marki Sjálendinga; snún ingur var á knettinum og hafnaöi hann efst í vinstra horni marksins. Síðustu 15 mín. leiksins sækir í sama horfið, Sjálendingar eru mestu ráðandi á vellinum, á Jens Olsen þá tvisvar góð tækifæri, eu í bæði skiptin tókst Heimi að veria, enda virtist hann nú vera allur annar en í fyrri hálfleiknum. Á 40. mín. hálfleiksins er dæmd aukaspyrna á íslendinga, rétt fyr - Félagslíf - Frá Ferðafé- lagi íslands Ferðafélag íslands fer þrjár eins og hálfs dags ferðir um næstu helgi: Þórsmörk, Land- mannalaugar og inn á Hveravelli og í Kerlingarfjöll. Lagt af stað í allar ferðirnar kl. 2 á laugardag, frá Austur- velli. Farmiðar seldir á skrifstofu félagsins í Túngötu 5, símar 19533 og 11798. ir utan vítateig á vinstri væng, Mogens Nielsen framkvæmir, — spyrnir föstum knetti með jörð fyrir markið og tekst Jens Olsen að stýra honum yfir í hægra horn marksins. Þar með var staðan 4:2 fyrir Sjálendinga, en við lá að Þór ólfi tækist að skora úr langskoti skömmu fyrir leikslok, en Johansen markverði tókst að bægja hættunni frá. Sigur Sjálendinga var í alla staði verðskuldaður og hefði 3—4 marka munur verið eðlileg úrslit leiksins. Þeir voru mun fljótarí á knöttinn og einnig við að finna samherja og senda til hans. Yfir- leitt var hraði þeirra slíkur, að íslendingar fengu ekki við ráðið, en það gerði gæfumuninn. Framlínan: Börge Andersen, Jörgen Bendsen og Orla A. Mad- sen var sterkasti hluti liðsins, — einnig voru þeir ágætir, Hans And- ersen og Jens Olsen í framlínunni. Johansen í markinu var og góður ef frá er tekíð mistök hans við fyrra mark íslendinganna. Lið landsliðsnefndar olli mikl- um vonbrigðum. Það náði aldrei saman og vart hægt að tala um það sem eina heild £ þessum leik. Heimir var eins og áður segir langt frá sínu bezta. Bakíerðirnir Árni og Bjarni sluppu einna bezt frá leiknum. Hörður er mjög þungur í stöðu miðframvarðar og er ekki vansalaust að nefndin hefur ekki reynt að þreifa fyrir sér um annan mann í stöðuna. Framvörðunum Garðari og Orm- ari tókst ekki að byggja upp nein- ar sóknaraðgerðir að ráði, enda var hraðinn þeim ofviða. Tilraunin með framlínuna, sem segja má að hafi verið það esm uppstilling nefndarinnar snerist fyrst og fermst um, tókst engan veginn í þessum leik og er nefndin því eftir sem áður í nokkrum vanda með skipan framlínunnar. Stein- grímur virðist alls ekki eiga heima í stöðu hægri útherja. Hins vegar tókst nýliðanum Sigþór allvel í þessum fyrsta leik í landsliðsúr- vali. Kári var einhvernveginn ut- angátta í framlínunni ög náði svo til aldrei sambandi við þá Þórólf og Rikharð. Stóru nöfnin okkar Ríkharður og Þórólfur voru ekki sannfærandi í þessum leik, lítið sást til þeirra og mega þeir vafa- lítið herða sig er í iandsleikinn kemur á móti Norðmönnum á mánudaginn kemur. Dómair var Hannes Þ. Sigurðs- son og slapp hann sæmilega frá leiknum. .— V. N auðungaruppboð Eftir kröfu dr. juris Hafþórs Guðmundssonar hdl. verður sá hluti jarðarinnar Bakka á Seltjarnarnesi, sem skipulags uppdráttur er ekki til að, þinglesin eifen Kjartans Einarssoh ar, seldur á nauðungaruppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júlí kl. 2 e. h. Uppboð þetta var auglýst í 47., 53. og 56. tbl. Lögbirting- arblaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. ÚTEOÐ Tilboð óskast í að byggja íbúðarhús nálægt Eyvindarholti á Álftanesi. Uppdráttur og út- boðslýsing afhendast á teiknistofunni Tómas- arhaga 31 gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð kl. 11 f. h. föstudaginn 13. júlí 1962. Teiknistofan, Tómasarhaga 31. 7,3 millj... Framhald af 16. síðu. My Fair Lady hefur verið getið hér að framan. Næsta leikár Þjóðleikhússins hefst nokkru fyrr en venjulega, eða 21. ágúst. Þá kemur hingað hinn heimsfrægi José Greco bal- lett, sem undanfarin 15 ár hefur sýnt í flestum stórborgum Evrópu og Ameríku, og hlotið einstakar viðtökur. Greco höfundur og stjórnandi ballettsins kemur hing- að sjáifur og dansar aðalhlutverk í mörgum dönsum. Flokkurinn verður þér í viku. Leiksýningar munu svo hefjast fyrri hluta september með gaman leiknum „Hún frænka mín”. Síð- an kemur leikritið „Sautjánda brúðan,” en bæði þessi leikrit eru nær fullæfð. Leikstjórar verða Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson. Meðal annarra verka leikhússins næsta vetur verða „Pétur Gautur” eftir Ibsen með tónlist eftir Grieg. Þá kemur „Ei- ríkur XIV. eftir Strindberg, nýtt barnaleikrit eftir höfund Karde- mommubæjarins, nýtt íslenzkt leik rit „Dimmuborgir” eftir Sigurð Róbertsson. Auk þess verða væntanlega sýnd tvö nýstárleg erlend leikrit, „The Hostage” eftir Brendan Be- han og „Andorra” eftir Max Friseh, sem báðir eru ungir og umdeildir höfundar. Með vorinu verður að öllum líkindum flutt ó- pera. EIPSPÝTUR ERU EKKI BARNALEIKFÖNG! Húseigendafélag Reykiavíkur Munið að greiða iðgjaldaskuldir við Sjúkrasamlag Reykjavíkur í fyrri hluta júli og auðvelda með því yfirtöku Gj aldheimtunnar á innheimtu samlagsgjalda. T ilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald samkv. III. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga sbr. reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, samkvæmt eftir- farandi gjaldskrá: 0.5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, nýlenduvöruverzlun, kjöt- og fiskiðnaður, kjöt- og fiskverzlun. 0.7% Verzlun ótalin annarsstaðar. 0.8% Bóka- og ritfangaverzlun, útgáfustarfsemi. 0.9% Iðnaður ót.a., ritfangaverzlun, matsala, landbúnaður. 1.0% Rekstur farþega- og farmskipa, sérleyfisbifreiðir, lvfja- lireinlætisvöruverzlanir, smjörlíkisgerðir. 1,5% Verzlun með gleraugu, sportvörur, skartgripi, hljóð- færi, tóbak og sælgæti, kvikmyndahús, sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkjagerðir, gull- og silfur- smíði, fjölritun, söluturnar og verzlanir opnar til kL 23,30, sem greiða gjald fyrir kvöldsöluleyfi. 2.0% Hverskonar persónuleg þjónusta, myndskurður, list- munagerð, bíómaverzlun, umboðsverzlun, fomverzl- un, ljósmyndun, hattasaumastofur, rakara- og hár- greiðslustofur, barar, billjarðstofur, söiuturnar og verzlanir opnar til kl. 23.30, svo og hverskonar önnur gjaldskyld starfsemi ót. a. Jafnframt því sem allir hlutaðeigendur eru hvattir til att kynna sér rækilega ákvæði greindra laga og reglugerðar um aðstöðugjald, er sérstaklega vakin athygli á eftirgreind um atriðum: 1. Þeim, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts, en eru aðstöðugjaldskyldir, ber að senda skatt- stjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. regiu gerðarinnar. 2. Atvinnurekendum í Reykjavík, sem reka aðstöðugjald- skylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, ber að senda skattstjóra sundurliðun, Öf sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeim er framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en reka hér aðstöðugjaldskylda starfsemi, ber að skila til við- komandi skattstjóra, eða skattanefndar, yfirliti um út- gjöld sín vegna starfsemi sinnar í Reykjavík. Aðstöðugjald þeirra, er ekki hafa sent áðurgreind gögn fyrir 20. júlí næstk., verður áætlað, sbr. ákvæði 7. og 8. gr. nefndrar reglugerðar. Loks er þeim, er margþætta atvinnu reka, þannig að út-' gjöld þeirra teljist til fleiri en eins gjaldflokks skv. ofan- greindri gjaldskrá, bent á, að ef þeir senda ekki skattstjóra sundurliðun þá er um ræðir í 7. gr. nefndrar reglugerðar, fyrir 20. júlí næstk., og verður skipting í gjaldflokka áætluð eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum sínum skv. þeim gjaldflokki sem hæstur er. Reykjavik, 5. júlí 1962. Skattstjórinn í Reykjavík. Alþýðublaðið vantar ungling til að bera blaðið til áskrif- enda á Kársnesbraut. Afgreiðsla Alþýðublaðsins, sími) 14 900. 1 ‘ ALÞÝÐLIBLAÐIÐ - 5. júlí 1962.-H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.