Alþýðublaðið - 05.07.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.07.1962, Blaðsíða 13
 NY-NAZISTAR , eru ekki af' ' baki dottnir í Bretlandi. Sir - - : Oswald Mosley, sem hafður var haldi í Bretlandi stríðsárin til 1943 vegna aðdáunar sinnar á Hitler heldur enn áfram störfum sínum. Óg'nýr flokkur, Þjóðernislega sósíalistahreyfingin (The National 1 ; " , Socialist Movement), gerir nú orð j ið nokkuð af því að fara göngur um götur með fána og hið nýja . nazistamerki sitt á lofti. S.l. sunnudag hélt hreyfingin ja? f, fyrsta útifund sinn á Trafalgar- torgi, og endaði sá fundur með ósköpum. Um tvö þúsund manns voru á fundinum og yfirgnæfandi meirihluti ákaflega fjandsamleg- ur nazistunum. Hélt mannfjöld- inn uppi sttöðugum hrópum að ræðumönnum og íét dynja á þeim fúlegg, tómata og penny- peninga. Þeir fáu, sem heilsuðu með nazistakveðjunni, virtusf mjög svo taugaóstyrkir. Um 18 manns voru handteknir. Tvisvar sinnum gerðist mann- fjöldinn svo æstur vegna um- mæla ræðumanna, að hann brauzt gegnum röð lögreglu- manna, sem vörðu fótstall Nel- son-styttunnar. í bæði skiptii stöðvaði lögregluforinginn fund- inn til þess að kæla hugi manna nokkuð. Colin Jordan, sem er leiðtogi hreyfingarinnar, hélt því fram, að lætin stöfuðu af örfáum Eauðliðum og var fund- inum þá haldið áfram. Er fundurinn hafði staðið um tvo tíma lægði hrópin nokkuð. aðallega vegna þess að menn Framh. á 12. síði Litla myndin. Einn ræöumanna, aö baki fáninn, sem kveikt var í. hans Háa myndin. Tveir af leiðtogunum í aðalstöðv um ný-nazista í Kensington. Ro- land Ker-Ritchie (t. v.) og John Tyndall (t.h.). Að baki þeim er mvnd af nazistanum Arnold Leese, sem á sínum tíma var hægra meg- in við Mosley. Neðsta myndin. Brezkir ný-nazistar á göngu und ir lögregluvernd. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5. júlí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.