Alþýðublaðið - 05.07.1962, Side 7

Alþýðublaðið - 05.07.1962, Side 7
Túss eða BALMAN er þó eftir sem áður meistari í að skapa dragt fyrir hina fullkomnu konu. Honum finnst, að dragtin eigi að vera einföld, glæsileg með einstaka nýjum smátilbrigðum, og kápan lýtur sömu lögum. Hann kemur með prinsessusniði og drögtum sínu áliti á framfæri með kápum með sígildu sniði á .iakkanum og útvíkkandi pilsi. Sum dragtar- pilsin eru með íellingum. HJÁ NINU RISSI er uzkusér- fræðingurinn Francois Chrahay. Hann vil'l, að kona vorsins sé ung og kát í léttum kjólum með klukkusniði á pilsinu, kjólum, sem sýna vel hennar mjóa mitt; og mjúklegu mjaðmir. Löngu kragaböndin á drögtnum hans eru með kögri, og sólpiíseraðir kvöldkjólarnir hans eru iéttir og litríkir: gulir, gulllitaðir, gulrauð- ir og rauðir. Það eru litir sólar- ljóssins. En það, sem er mest áberandi hjá Ricci eru breiðu beltin, sem eru um annað hvert mitti í því húsi í ár. Beltin eru skreytt með alls konar keðjum og hnöppum úr málmi. Þau skreyta dömurnar hjá Ninu Ricci allt frá því að sólin kemur upp yfir tvídkápuna þar til sólarlagið signir siffon- kjólinn. * LAVIN-CASTILLO er á sömu línu og Nina Ricci. Hann er# í ár einnig einlægur aðdáandi belt- anna, — en beltin hans sitja hærra, — allt að því eins hátt og á tímum empire-stílsins. Og kjól- arnir hjá Lavin Castillo eru svo ■flegnir og æsilegir, að það er eins og þeir séu beinlínis gerðir fyrir vorhús á Maxim og Tour d- ’Argant (eða ágústhúmið í Klúbbnum!) * KONA VORSINS í hverju íer hún út úr gráum íízkusölunum út í sól vorsins. Auðvitað er hún i dragt, hvort, sem hún er á ferð inni seint eða snemma. En hún ræður því sjálf, hvernig dragt hún velur sér. Hvort efnið er tvíd eða þunnt krep eða jafnvel ennþá þynnra siffon. Vill hún Framhald á 14. síðu. ★ MINNSTA hreyfing kemur hreyfingu á tvíhnepptu káp- una frá Ninu Ricci. Þessi kápa er nokkuð einkennandi fyrir káputízkuna í ár. Kragalausar kápur sjást varla, og þessi stíll virðist ætla að slá í gegn. Einfaidur frakki með eilítið útvíkkandi pilsi og eilítið dreg- inn inn í mittið — (en ekki aðskorinn). Kraginn er lítill og hornin pen. Ermarnar eru þröngar fram. Það eru klaufar upp í liliðarnar á þessum frakka — en það er ekki nema einkahugdetta Ninu Ricci. ★ TAKIÐ eftir hattinum — hann minnir á stílinn 1930. ÞAÐ er ekki sagt, að þetta sé fallegasta dragtin í blaðinu og þess vegna sé myndin tvídáika, en hún er dálítið einkennandi fyrir íízk- una, sem kom með vorinu. Sléttu skrautlausu fötin eru að faverfa, alls konar krúsindúllur og skraut setja svip sinn á vortízkuna. Sumt er ákaflega fallegt og kvenlegt, rósir. pífur og slaufur í hæfilegum mæli, —^ sumt virðist aftur á móti allt að því ofhlaðið eins og þessi dragt frá Pierre Cardin. Jakkinn er með stórum tölum og mjó- um kraga, breiða beltið, sem alls staðar er að sjá í vor sést hér undan jakkanum og pilsið er með þessari nýju hálfvídd — og þó í víðara ★ HÉR KOMA léttu efnin ljós- lega fram. Þessi kjóll frá Marc Bohan hjá Dior er úr laufléttu efni og plíseraður allt um kring. Beltið er yfirílekkt úr sama efni og kjóllinn, og undir plíseraða yfirpilsinu er annað slétt pils. ★ HÉR ER Hior-dragt með slétt- um, einhnepptum jakka og út- sniðnu, ,,ferhyrndu“ pilsi. Tak- ið eftir hvítu silkiblússunni og svarta leðurbeltinu á mjöðm- unum. ★ ÞESSI STtJLKA er þó enn þá líkari mynd frá 1930. Húfan situr úti í öðrum vanganum, og pilsið er hálfvítt. Jakkinn er tvíhnepptur og stuttermað- ur, og takið eftir því að á pils- inu koma einnig tvær tölur í stíl við jakkatölurnar. Beltið er úr sama efni og situr niður á mjöðmum. Þetta er dálítið strákslegur klæðnaður, enda kallast sííllinn Garconne og er frá Dior. lagi með óreglulegum saumum. Takið eftir litlu blússunni, sem cr ómissandi undir dragtinni í ár og takið eftir smáköflótta hálsklútn- um. . . . Hann er líka ómissandi í ár . . . ALÞYOUBLAЮ - 5. júlí 1962 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.