Alþýðublaðið - 05.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1962, Blaðsíða 4
Komið sem fyrst, og gerið góð kaup Allt á að seljast Skóbúð Reykjavíkur Aðalstræti 8. ÚTSALA a skófatnaði UNDANFARIN ár hefur ver- ið mikið ritað og rætt um holda nautarækt á íslandi. Hefur ver- ið einkennilega mikil mótstaða móti innflutningi hreinrækt- aðra stofna í þessu augnamiði, og það e. t. v. ekki að ástæðu- lausu, þar sem allir núlifandi íslendingar þekkja það tjón, sem hlaust af innflutningi sauð- fjár fyrir nokkrum áratugum og fluttu með sér mæðiveikina, sem olli landsmönnum stórtjóni. En með aukinni vísindalegri tækni og þekkingu á meðhöndl- un innfluttra gripa í tilrauna- skini ætti öll hætta að vera úti- lokuð. 1960 var skipuð nefnd af bún- aðarþingi að athuga þessi mál, sem ferðaðist til Noregs, Eng- lands og Skotlands. Skilaði nefndin síðan áliti, sem virtist að sumu leyti all einkennilegt. Var það samþykkt á búnað- arþingi og fer það hér á eftir: „1. Að nú þegar verði unnið að því með innflutniugs djúp- frysts sæðis að hreinrækta liinn erlenda lioldanauta- stofn, sem fyrir er í Iand- inu. 2. Jafnframt séu athugaðir möguleikar á því að koma hér upp í landinu fleiri hrein ræktuðum holdanautastofn- um með innflutningi ný- fæddra kálfa, svo sem Here- ford og Aberdeen Angus kyn um, enda verði þeir aldir upp í öruggri sóttkví með innlendum nautgripum, þar Naut af Galloway-kyni. til fullkomið öryggi fæst um heilbrigði þeirra. Inn- flutningur á sæði og gripum fari fram samkvæmt gild- andi Iögum um innflutning búfjár“. Þrátt fyrir sameiginlegar til- lögur nefndarmanna, komu fram tvær greinargerðir. Var önnur frá formanni nefndgrinn- ara Sveini Jónssyni bónda á Egilsstöðum, en hin frá þremur öðrum nefndarmönnum, þeim Þorsteini Sigurðssyni form. Bún aðarfél. íslands, Einari Óiafs- syni í Lækjarhvammi og Garð- ari lieitnum Halldórssyni alþing ismanni. Var greinargerð Sveins miklu jákvæðari fyrir málið í heild. Byggir hann hana á nokkurra ára reynslu Norðmanna, og vitn ar í umsögn eins fylkisráðu- nauts, sem segir orðrétt: „Hér er fengin reynsla, og þeir sem voguðu fé og fyrirhöfn og höfðu forustu í þessu máli, eru yfir- leitt ánægðir með árangurinn og áhugi fer ört vaxandi". . Sveinn segir í grcinargerð- inni orðrétt: „Nokkrir bændur hafa komið sér upp sjálfstæðum bústofni af þessum innflutta lioldanauta- stofni og þá jafnframt lagt nið- ur mjólkurframleiðslu. Ástæðuna fyrir þessum breyt- ingum töldu bændur þá, að mjólkurframleiðslan væri svo rúmfrek og bindandi, auk þess að ekki væri hægt að fá, að- keypta vinnu til hennar. Hins vegar væri holdanautabúrekst- ur ekki eins vinnufrekur og ekki eins bindandi. Fjölskyldan kæmist af án aðkcyptrar vinnu með svipuðum búrekstri til inn- tektar, en hefðu það’ bæði frjáls ara og erfiðisminna“. Sveinn segir ennfremur í greinargerðinni, að vart hafi orð'ið mikils áhuga á svæði því er þeir fóru um í Noregi (Roga- land), fyrir útbreiðslu holda- nautanna, bæði til fjölbreytni í landbúnaði, og einnig að fram- leiða verðmætara og betra kjöt fyrir markaðinn. Er auðséð á greinargerð Sveins, að hann telur að af til- raun Norðmanna á þessu sviði eigum við frekar að læra, en af reynslu Skotanna og cr það ekki óeðlilegt. En einn skuggi finnst mér gægjast fram, og það er að norskir bændur leggi niður mjólkurframleiðslu, með til- komu holdanautanna. Væri það ekki heppilegt, ef sú stefna yrði tekin upp hér, þegar holdanauta búreksturinn kemur hér á landi, ef að mjólkurframleiðslan minnkaði í sama hlutfalli og holdanautabúræktin færðist í aukana. Með auknum fólksfjölda í landinu, þarf mjólkurframleiðsl an að aukast en ekki minnka. En fyrst hér hefur verið ' minnst á holdanautabúrekstur- inn, er rétt að geta þess hér, er forgöngumaður um, holdanauta- rækt á íslandi hefur að segja í þessu merka máli. í útvarpserindi, sem Páll Sveinsson sandgræðslustjóri flutti s. 1. vetur kom hann inn á þetta merka málefni. Hann sagði þar meðal annars orðrétt- „Ég harma hversu lengi ís- lenzkum bændum hefur verið * Framh. á 12. síðu Kvenkór með hæl ■•••..••........kr. 150,00 Kvenskór með hæl............. — 200,00 Kvengönguskór (rúmenskir) • • • • — 125,00 Flatbotnaðir kvenskór......•••• — 175,00 Flatbotnaðir kvenskór ....••..•• — 200,00 Kvenstrigaskór ................. — 75,00 Kventöflur ................••.. — 125,00 Telpnainniskór ................. — 35,00 Telpnaskór ..-•................ — 125,00 Herrainniskór ................. — 75,00 Herrainniskór ......-•••••■•.. — 95,00 Herrainniskór .................. — 125,00 Karlmannaskór úr leðri ■ •.......— 200,00 Karlmannaskór úr leðri...........— 250,00 Karlmannaskór úr leðri ••....•••• — 350,00 Drengjaskór ............•..... — 100,00 Drengjaskór ............•••••• — 200,00 Telpnastrigaskór................ — 75,00 i Gondólaskór .................... — 35,00 Drengjabússur..............•.. — 95,00 Margskonar annar skófatnaður Nylon-sokkar með saum kr. 25.00 Skóáburður í túbum kr. 6,50 Skóáburður í dósum kr. 7,50. Skókrem í glerdósum kr. 9,00 Sérlega lágt verð. 4 5. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.