Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 4
 skrifar um helgina: VXÐ LÉTUM það fjúka í leið- ara l vikunni, að enn einu sinni væri Framsókn ekki með réttu ráði í utanríkismálum, enda þyrfti jafnan að múta flokkn- ■um, þegar mikið lægi við á þvi sviðí. Eins og vænta mátti hlupu Tíminn og Þjóðviljinn á loft út af þessum ummælum. Töldu báðir víst, að hér væri um er- lendar fémútur að ræða. En svo er alls ekki. Það er skoðun okkar við Alþýðublaðið, að eng- inn ’ íslenzkur flokkur taki við erlendum mútum, nema komm- únistar. H^ns vegar var átt við þ£ söguiegu staðreynd síðustu 15 ára, að Framsóknarflokkurinn hefur aldrei tekið ábyrga af- 'stöðu til utanríkismála, þegar hann hefur verið í stjórnaran.i- stö«i. Þá reynir flokkurinn jafnan að nota þessi mál sjálf-- um sér til pólitisks framgangs. Þess vegna þarf að múta Fram- sókji með völdum, helzt ráð- herrastólum, til að hugsa um þjóðarhag í utanrikismálum. Ðæmin um afstöðu F ram- sóknar á þessu sviði eru mörg. Tökum til dæmis eitt: I»egar Alþingi samþykkti, að ísland skyldi ganga í Sameinuðu þjóðirnar, greiddu aðeins tveir Framsóknarmenn atkvæði með því, en allir hinir voru á móti eða sátu hjá. Þetta gerðist, þeg- ar flokkurinn var í stjórnarand- stöðu. Þótti sjálfsagt að róa í málinu, vekja tortryggni, spila á Xægstu hvatir skammsýnna manna. Það gerði Framsókn. En flokknum var lftiJl eómL að þeirri framkomu. Þegar Keflavíkursamningur- inn var gerður, var Eramsóltn enn utan stjórnar, og auðvitað öll á móti (nema Jónas Jóns- son). Samningurinn bjargaðist gegnum þingið á 3"—4 atkvæð- um — þar til í lokaatkvæða- greiðslunni, að Eysteinn Jóns- son og fáir menn með honum skiptu um afstöðu og sam- þykktu hann. Það brást heldur ekki, að nokkrum mánuðum síð- ar var Eysteinn kominn í ráð- herrastól. Nú var aðstaðan önnur. Fram sóknarmenn samþykktu, að ís- land gengi í Atlantshafsbanda- iagið og varnarlið mætti koma til landsins. En svo kom 1956. Hermanh var áð sprengja stjórnina og þá var samþykkt að láta herinn fara. Um haust- ið, þegar Hermann sat sem fastast í ráðherrastól, var öllu snúið við. Herinn mátti vera. Þetta vor gerðist eitt and- sfyggilegasta atvikið í sögu Framsóknar og utanríkismál- anna. Þá var dr. Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra fyrir tilstuðlan Hermanns. Hann sat í forsæti í ráði At- lantshafsbandalagsins í París og marglýsti þar yfir, að banda- lagsþjóðirnar yrðu að styrkja varnir sínar. En sömu daga gekkst Hermann fyrir þeirri samþykkt á Alþingi í Reykja- vík, að ísland skyldi verá' vam- arlaust. Við getum haft hvaða stefnu, sem við viljum í þessu máli sem öðrum. En að láta utanríkisráðherra íslenzku þjóð ariimar halda einu fram á al- þjóðlegum vettvangi, meðan flokksformaður hans og einka- vinur gerir þveröfugt hér heima, er framkoma, sem lítil- lækkar þjóðina alla. Þetta at- vik sýnir, hversu ábyrgðarlaus- ir Framsóknarmenn eru, þegar þeir meðhöndla utanríkismál til að reyna að draga til sín örfá atkvæði hér heima. Það er þetta, sem átt er við, þegar sagt er að Eramsóknarmenn séu varla.með réttu ráði í utan- ríkismálum. Ríkisstjómin hefur komið mjög drengilega fram við Fram sóknarflokkinn í efnahagsbanda - lagsmálinu. Ráðherrar hafa mánuðum saman átt einka- fundi með forustumönnum Framsoknar og skýrt þeim frá því, sem var að gerast. Við er- um allir sammála um að verja hagsmuni íslands eins vel og unnt er I þessu máli, en það er ekkert vit áð ákveða, hvernig það verður bezt gert, fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir, og útséð er um samninga ann- arra fiskveiðiþjóða við banda- lagið. Þess vegna hefur stjórn- in ekki enn tekið sína afstöðu eða lagt málið fyrir Alþingi til afgreiðslu, eins og gert verður. En nú hamast Tíminn ná- kvæmlega eins og Þjóðviljinn. Hann lætur þjóðarhagsmuni lönd og Ieið — en hugsar ein- göngu um að gera þetta við- kvæma hagsmunamál að sem mestu áróðursmáli til að skaða stjórnarflokkana. sem halda á málinu á ábyrgan hátt. Sérstak- lega er sorglegt að sjá eysteinsk una spretta eins og arfa í huga hinna yngri Framsóknarmanna, sem ættu að skilja þessi mál betur en eldri menn flokksins. Mál þetta er o£ alvarlegt til að gera það að pólitískum leik- soppi. Þjóðin verður að hafna þeim mönnum, sem það reyna. Það er óþarfi að bæta við enn einum kafla í hina ábyrgðar- lausu sögu Framsóknar í utan- . rikismáltnn. Údýr Blóm Símar 22822 og 19775 Sfúlka óskast til afgreiðslustarfa á skrifstofu, 4 klukkutíma á dag (frá kl. 1—5). Starfstími liefst í byrjun september næstk. Ritvélarkunnátta nauðsynleg. — Umsókn sendist blað- inu merkt: „5 0 8“ fyrir 12. ágúst næstk. 4skriftarsíminn er 14901 RÚMAR 5 milljónir manna i heiminum þjást af krabbameini, sem á ári hverju veldur dauða 2 milljóna manna. í skýrslu sem Alþ.h.brigðism.stofnunin (WHO) sendi frá sér í vikunni, segir, að krabbamein sé allsstaðar að íinna og ekkert krabbameinslaust svæði sé til í heiminum. ísland er það land í heiminum, þar sem krabba mein sé hlutfallslega tiðast, þar eð 20% af öllum dauðsföllum stafa af krabbameini. Af þessum dauðsföllum stafa 50% af maga krabba hjá karlmönnum en 33% hjá kvenfólki. í skýrslunni er bætt við, að ef það hefði einhver á:hrif á tíðni krabbameins af hvaða kynþætti maður er, þá hefði mátt búast við jafnhárri hundraðstölu t.d. í Noregi eða Bretlandi, en svo mun ekki vera. Ennfremur segir í skýrslunni að í Japan sé magakrabbi eins tíð ur og á íslandi, jafnvel þó að mat aræðið, sem menn hafa þó haldið að gæti staðið í sambandi við tíðni magakrabba á íslandi, sé allt annað í þessum tveim löndum Krabbi í brjóstum kvenna er tíður í Bandaríkjunum, Ástralíu og Finnl., fer vaxandi í Evrópu ríkjunum yfirleitt og ísrael, en er sjaldgæfur í Japan, Indlandi og mörgum. hlutum Afríku. Segir í skýrslunni, að svo virðist sem skortur á getnaðarvörnum, gift- ingar á imgúrn aldri og mikili barnsburður hindri brjóstkrabba. Um lungnakrabba segir í skýrsl unni, að hann hafi fyrst fundizt meíSal iðnverkamanna í Tékkóslóv akíu. Einnig er verkamönnum, sem vinna við hreinsun á nikkel, framleiðslu asbests og framleiðslu gass úr kolum mjög hætt við lungnakrabba, en hann kemur þó ekki nærri því eins oft fyrir hjá þeim, sem slík störf vinna, og hjá fóiki, sem reykir mikið, segir í skýrslunni. Þá segir skýrslan, að húðkrabbi sem er algengasta tegund krabba meins geti stafað af kenúskum og fýsískum orsökum, at geislun og af solskini. „Húðkrahha er oft að finna meðal .bænda, sjómanna og ann arra sem mjög verða fyrjr hinum útfjólubláu geislum sólarir.nar. Mörg tilfelli koma fyrir í Ástralíu og Suður-Ameríku og sjúkdóm urinn er yfirleitt algengur meðal hvítra manna, sem búa í hitabelt inu.“ í skýrslunni segir, að húð- og varakrabbi komi fyriv tuttugu sinnum oftar meðal hvítra manna í Suðurríkjum Bandarík:atma en í Norðurríkjunum, en bessar teg- undir krabba komi fyrir fjórum til fimm sinnum oftar í suður- hluta Sovétríkjanna en í norður hlutanum. Krabbi í lifur veldur helmingn um af öllum dauðsföllum af vöid um krabbameins meðal Bantu- negra í Afríku, en þessi tegund krabbameins veldur hins vegar innan við 4% af krabbameins- dauðsfölium í Evrópu og Norður- Ameríku. í skýrslunni er tekið sérstakt dæmi af Bandaríkjunum, og seg ir, að þar hafi myndin gjörbreytzt frá 1915, er fyrstu skýrslur um dauðsföll voru gerðar og fram til 1954. Árið 1915 var krabbameins- dauði tíðastur hjá efiirtöldum hópum og í þessari röð: hvítum konum, ekki hvítum konum, hvít um körlum, ekki hvitum körJum. Árið 1954 hafði þessi röð snúizt við, þá var dauðsfallaíjöldinn af völdum krabbameins orðinti mest ur hjá ekki hvítum körlum og minnstur hjá hvítum konum. „Engin skýring er til á þessu,“ segir í skýrslunni. Þá segir enn, að krabbi í munni tungu og innan á kinn finnist mikið í Indlandi, þar sem þessi tegund krabbameins er tíðust, og telja menn, að það standi í sambandi við. það, að Indverjar sjúga gjarna blöndu af tóbaki, kalki og betelblöðum og betel hnetum. Krabba mein orsök á en annars staðar „í mörgum löndum hafa menn tekið eftir verulegri aukningu á dauðsföllum af lungnakrabba á sl. fjörutíu árum, og margir vís- indamenn íelja, að sígarettureyk ingar eigi þar mestan blut að máli. En þetta þýðir ekki, að önnur atriði komi ekki til greina, og eitt af þeim gæti verið mengun lofts, segir í skýrslu WHO, sem bætir því við, að vísindin séu enn langt frá því að skilja orsök krabbameins eða eðli sjálfs sjúk- dómsins. Úr skýrslu WHO $ 21, júlí 1962 - ALÞÝðUBLAÐIO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.