Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 1
43. árg. - MiSvikudagur 25. júlí 1962 — 167. thl. HLERAÐ AÐ RíkisútvarpiS hafi ráðið ame- ríska hljómsveitarstjórann Strickland til að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni næsta vetur. dagar til stefnu GOTT SKAP í afleitu veðri. Alþýðublaðsmynd af skátastúlk- unni Hafdísi Pétursdóttur í úrhellisrigningu austur á Þingvöllum. Þetta er endinn á girðingarstaur, sem hún er með á öxlinni. Hún er að vinna við undirbúning skátamótsins mikla, sem hefst á Þing- völlum á sunnudaginn kemur. Fyrstu erlendu skátarnir komu í gær- morgun, og við segjum fréttir af þeim og aðrar skátafréttir á 5. síðu- LDVEIÐ VEIÐIVEÐUR var mjög gott á síldarmiðunum í fyrrinótt. Veiðisvæðin voru aðallega norður af Siglu- firði, um 50 mílur úti, og norð-austur af Rifsbanka um 50 mílur undan landi. Fyrir austan var veiðisvæðið austur af Bjarnarey, frá 26 míium upp í 42 úti, 18-*- 20 mílur aust-norðaustur af Gletting og grunnt út af Dalatanga. Vitað var um afla 82 skipa með samtals 60.100 mál og tunnur. ' Töluverð löndunarbið er nú víðal fyrir austan, en í gær voru síldar- i flutningraskip á Seyðisfirði og gekk ' löndun vel. Togarinn Freyr fór þaðan í gær með fullfermi, sem fer í bræðsiu fvrir norðan. Þá voru þar tveir aðrir togarar. Víðast hvar austan og noröan var saltað. Siglufirði: SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins höfðu tekið á móti 430 þúsund málum síldar á hádegi í dag. Skipt ingin milli verksmiðjanna er þann- ig: Siglufjörður: 275 þúsund mál: Raufarhöfn 123 búsund mál. I Skagaströnd: 129 þúsund mál. Húsavík 3.700 mál. SR er nú með fjögur skip í síld- arflutningum, og geta þau daglega flutt um 6 þúsund mál. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan Klettur er nú að senda 4—5 togara austur til síldarflutninga suður, og hefur SR leyft að löndunartækin á Seyðis- firði verði notuð til að lesta tog- arana, a. m. k. fyrst um sinn. Verksmiðjan á Húsavík tók til starfa í dagð og getur hún unnið úr 16 — 1700 málum á sólarhring. Hér hefur verið saltað töluvert í dag, en engin löndunarbið er. Seyðisfirði í gær: HÉR hefur verið saltað í alla nótt og í dag. Það var saltað á öllum stöðvum nema einni. í dag hefur -verið landað í tvo togara, en Freyr fór í dag fullhlaðinn áleiðis til Norðurlandshafna. Löndunin geng ur mjög vel, og reynast löndunar- tæki verksmiðjunnar hið bezta. Nú er verið að reyna bræðsl- una, og líklegt að hún komist í gang um helgina. A hún að geta brætt um 5000 mál ásólarhring, og þrær hennar taka um 24 þús- und mál. Þær hafa ekkert verið notaðar enn. — G.B. Raufarhöfn í gær: HÉR hefur verið saltað í alla nótt, og fram eftir degi í dag. Alls hef- ur verið saltað hér í rúmlega 60 þúsund tunnur, og bræðslan tekið á móti 120 þúsund málum. Hér er nú töluverð löndunarbið, en lönd- un gengur yfirleitt mjög vel. G.Þ. Eftirtalin skip tilkynntu afla sinn í gærmorgun: Frá síldarleitinni á Siglufirði: Eldey................ 1400 tn. Hrönn II............. 1000 tn. Framli. á 11. síðu SÍLDIN Síðustu fréttir : EKKERT var að frétta af niiðunum fyrir norðan seint í gærkvöldi, en þar gerði nokkurn kul, en veður fór batnandi með kvöldinu. — Flest skipanna voru á útleið.. Fyrir austan var útlit mun betra. Síldarleitarfiugvéi fór i gærkvöidi, og fann mikla síld vaðandi hjá Glettingi, út af Gerpi og skammt frá Bjarnarey. Þá fann hún einn ig síld út af Langanesi. — Nokkrir bátar höfðu kastað og fengið góðan afla. Útlit var heldur gott á veiðisvæð- unum, og væntu menn mik- illar veiði. Vinnu- deil- urnar PRJáR I GÁ Taugaveikibróðir: TVÆRÁ FELAG islenzkra kjötiðnaðar- manna hefur boðað verkfall frá og með 1. ágúst næstk. hafi samn- ingar ekki tekizt fyrir þann tíma. Rakarasveinar hyggja á vinnu- stöðvun, og þrjár vinnudeilur eru komnar tii sáttasemjara, — þjón- ar, trésmiðir og yfirmenn á tog- urum. Enginn sáttafundur hefur verið boðaður í þessuin deilum, m og hiiui taxti trésmiða geiigui- |í gildi á föstudag. Samningaumleitanir hafa stað- lið yfir að undanförnu við kjötiðn- 1 aðarmenn, en þær hafa engan á- i rangur borið. Ef til verkfalls kem- I ur, tekur það fyrst og, fremst til | allra kjötiðnaðarmanna, en þeir ivinna aðallega í kjötvinnslustöðv- 'um hér í bæ. Þeir gera kröfu til !að fá sama vikukaup og járnsmið- ir, sömu aldurshækkanir, sömu greiðslu fyrir aukavinnu og laug- ardagsfrí á sumrin til jafns við aðrar stéttir iðnaðarmanna. Þá hefur Bakarasveinafélag Reykjavíkur boðað til fundar ann- að kvöld til að ræða samninga sína við Bakarameistarafélag Reykjavíkur. Samningaumleitanir i hafa staðið yfir að undanförnu, en ekki dregið saman. Að loknum I ramhald á 5. síðu. ENN er rannsóknum haldið áfram til þess að finna orsak ir taugaveikisbróðurins. Björn L. Jónsson, læknir tjáði blaðinu í gær að ekkert lægi enn fyrir um aukningu sjúkdómstilfclia síðan um helgina. Sagði Björn að unn ið væri að því að rannsaka hænsnahús hér í nágrenni bæjarins, þar eð vitað væri að sýkillinn getur borist ut- an á eggjum. Björn sagði, að fólk þyrfti ekki - að vera hrætt við að neyta cggja. Hins vegar yrði að gæta ýtrasta hreinlætis við meðferð hrárra eggja og ætti fólk að þvo sér vandlega um hendur eftir að hafa handleikið hrá égg. Með því móti væri engin hætta á ferðum. Eins sagði Björn að ráð- legar væri að sjóða eggin það mikið að rauðan hlaupi og stafaði þá ekki lengur sýkingarhætta af eggjaskurn mu. r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.