Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 11
WWWWWWWMWWWIW Knattspyrna Framhald af 10. síðn. og fyrr segir var furðu vel sam- stillt, bar mest á h. innherjanum, Jörgen Jörgensen, 19 ára gömlum. Hann er mjög snjall leikmaður, bæði „taktiskur og tekniskur". Hann átti sinn mikla og góða þátt í öllum mörkunum, einkum þó tveim þeim síðari. Aðspurður eftir leikinn, sagðist hann hafa byrjað að æfa knatt- spyrnu 6 ára gamall og farið að keppa, er hann hafði aldur til, og m. a. leikið með úrvali DBU. Hér er á ferðinni piltur, sem áreiðan- lega á eftir að láta að sér kveða í danskri knattápyrnu, ef honum endist líf og heilsa, svo glæsilegur leikmaður, sem hann er þegar orðinn. HIB - VÍKINGNR'-4:0. Þegar að leik Þróttar og gest- anna loknum hófst leikur Vikings og þeirra í III. fl. Var þar næsta enn meiri munur á, en í fyrri leiknum. Eftir 7 mínútur lá knött- urinn í fyrsta sinni í Víkingsmark inu. H. innherjinn sendi knöttinn inn með laglegum skalla, úr send- ingu frá v. útherja. Bæði sending- in og skallinn var mjög vel fram- kvæmt. Aftur skora gestirnir með skalla 10 mínútum síðar, það gerði h. innherjinn. Meginhluta hálf- leiksins lá knötturinn á Víking- unum, en loks rétt fyrir hlé, tókst þeim að sækja svo að knötturinn komst út fyrir endamörkin Dan- anna megin, voru það einu sóknar- tilþrifin hjá þeim. En allan leik- inn tókst Víking ekki að setja mark Dana í neina hættu. í síðari hálfleik bættu svo Danir tveim mörkum við. H. innherji skoraði það fyrra og v. innherjinn það síð- ara. Leikurinn í heild var ójafn, þar sem annars vegar, reyndar eins og í fyrri leiknum iíka, þó enn meira áberandi í þeim síðari, áttust við, hraðinn byggður á staðgóðri sendingu, stöðukunnáttu, og samleiks, en hinsvegar meira og minna skortur á leikrænum skiln- ingi og yfirsýn — blindri tilvilj- un. Hversu fer um úrslit þeirra leikja, sem Danirnir eiga eftir að leika hér, skal ósagt látið, en þeir munu nú í kvöld hitta fyrir KR í II. og III. fl. á Melavellinum, þá er það víst, að af piltum þessum geta jafnaldrar þeirra hér margt lært, sem til góðrar knattspyrnu tekur. og eins hitt, að þeir, sem á annað borð hafa gaman af lipurri og fágaðri knattspyrnu verða ekki fyrir vonbrigðum að horfa á leiki þeirra. _______ EB Landskeppni Framhald af 10. síðu. SPJÓTKAST 1. Elvira Ozolina, Sovét, 55,89 2. Alevitna Sjastitko, Sovét, 51,13 3. Renae Bair, USA, 44,83 4. Karen Mendyka, USA, 43,47 KRINGLUKAST ' I. Tamara Press, Sovét, 57,73 2. Olga Conolly USA, 50,94 3. Antonina Zolothukina, So. 49,53 4. Sharon Stepherd, USA, 46,10 4x100 m. BOÐHLAUP 1. USA (White, McGuire, BrQ\vn, Rudolph) 44,6 2. Sovét (Motina, Moslovskaja, Itkina, Povova) 44,9. SÍLDIN Framh. af 1. síðu Páll Pálsson 700 tn. Ágúst Guömundsson. 1000 tn. Fákur 1800 tn. Sæfell SH 900 tn.> Baldur 500 tn. Einar Hálfdáns .... 900 tn. Andri 600 tn. Haraldur 600 tn. GuSrún Þorkelsdóttir 700 tn. Víðir II 400 tn. Rán ÍS 400 tn. Árni Þorkelsson .. 300 tn. Sæþór 300 tn. Sigurður SI 750 tn. Hafrún IS 1200 tn. Meta 100 tn. Steingrímur trölli .. 1550 tn. Hafþór RE 700 tn. Sæfari BA . . .. .. 800 tn. Dofri 700 tn. Straumnes 700 tn. Guðbjartur Kristján 1000 tn. iGjafar 900 tn. Eldborg 600 tn. Draupnir 500 tn. Anna 1300 tn. Steinunn .. .. v. 600 tn. Bjarni Jóhnnnesson 700 tn. Hugrún ÍS 700 tn. Höírungur 700 tn. Bjarni 700 tn. Jón á Stapa 400 tn. K Frá síldarleitinni á Raufarh. Björgvin ......... Ólafur Tryggvason Héðinn......... Jón Garðar Ólafur Magnússon A Smári ......... Helgi Flóventsson Júlíus Björnsson Akraborg . . . . Farsæll........ Grundfirðingur II Ásgeir Torfason Sigurður AK . . Björn Jónsson Höfrungur II .. Garðar........... Máni HU .. .. Jón Jónsson .. Guðm. Péturs . . Halldór Jónsson 400 tn. 800 tn. 700 tn. 1100 tn. 1000 tn. 900 tn. 600 tn. 550 tn. 400 tn. 200 tn. 800 tn. 550 tn. 1200 tn. 1100 tn. 1000 tn. 400 tn. 1000 tn. 900 tn. 400 tn. 600 tn. Frá síldarleitinni á Seyðirf. Einar 1100 mál Þorgrímur 800 tn. Valafell 1000 tn. Glófaxi 750 mál Ásgeir 700 tn. Reykjaröst 450 tn. Stígandi VE 700 tn. Gullfaxi 1200 tn. Hrefna 400 tn. Gylfi EA 300 tn. Erlingur IV 700 mál Mummi GK 600 mál Sæljón 400 tn. Fram 700 mál Rifsnes 500 tn. Gullver 900 tn. Hoffell 500 tn. Hafþór NK 900 mál Ingiber Ólafs 1100 tn. Gunnar SU 500 tn. Kambaröst 300 tn. Heimir SU 700 tn. Ól. Magnús. EA 1400 tn. Kristbjörg 450 tn. Hannes Hafstein 300 mál Svanur IS Reykjanes 750 mál 400 tn. Bæjarbíó: Nazarin verk Bunuels. snilldar Hér í Alþýðublaðinu hefur áð ur lítillega verið minnst á þessa einstæðu kvikmynd, einn igr hefur Pétur Ólafsson gert Bun uel og myndum hans nokkur skil í lesbók Morgunblaðsins. Bæjarbíó hefur nii hafið sýn- ingar á Nazarin og þar með gert þeim, sem áliuga hafa á kvik myndalist- og sannmennskri leit hennar að fullkomnun, hinn mesta greiða.. Luis Bunuel er landflótta Spán verji, sem hefur frá lokum borg Vrastyrjaldarinnar á Spáui að mestu dvalizt í Mexieo og átt hvað ríkastan þátt í að gera kvik myndagerð þess lands heims- fræga. Eins og hjá flestum hinna mestu snillinga kvikmyndalistar- innar fyrr og síðar er maðurinn höfuðviðfangsefni hans — mað urinn og mannssálin. Honum er eins og fleiri stór mennuin, sem skapandi geta kall ast og enn eru stórvirkir, dimmt fyrir augum. Maðurinn verður ekki ofurmennsk heíja, guðlegt gæzkuljós eða annað slíkt fyrir- bæri í tjáningu hans: nema í Ijós komi, áður en lokið er, að' mann skepnan er of samsett til þess og geta virst og verið' það sama. Sumum hefur þótt Bunucl um of djarftækur ti! þeirra hluta er sýna mannkynið í skuggalcgu og jafnvel óhugnanlegu ljósi — En einkennileg tilviljun er það', að meistararnir, sem dýpst hafa skyggnst í mannlegt sálarlíf og atferli hafa yíirleitt komizt að þeirri niðurstöðu, að mannkynið verði ekki sýnt í réttu Ijósi, án þess að kafa í afglöpum þess og svívirðu. Nazarin, mynd Bunuels, sem hér er gerð að umtalsefni, er ekki þeirrar gerðar, sem mcsi hefur hneykslað frómar sáli>' á undan förnum áratugum, en liún er engu að 'síður stórkostiegt dæmi um leit Bunuels að manninum í manninum. Klerkur nokkur af neitar öllum lífsgæðum, til þess að geta miðlað öðrum — en lifir sjálfur á ölmusu. Ilann tekur undir sinn verndarvæng gleði- konu, sem drepið hefur starfs- systur sína — og kemst með því í kast við lögin Hann heldur út á þjóðveginn til þess að vera «ig um til ama og kemst þar að raun um trúgirni og hjátrú kvenna — það verður til þess að hann fær á sig dýrlingsnafn og tvær konur fylgja honum á göngu hans eftir það, sem meistara sínum og herra. Hann vonar allt, trúir öllu, umber allt, en staðreyndir veraldarinnar eru honum ókunn ar og hann þrjózkast við að við urkenna þær. Þannig heldur hann áfram. göngu sinni, og hann sem vill reynast algóður kemst smám sam an að raun um það að veröldin viðurkennir ekki slíkt líf, slíka menn. Glæpamaður nokkur verður til að kenna honum speki, sem fær hann til að skelfast og efast og að lokmn bíður hann algjört skip brot. — En hverju veldur það skipbrot, því lætur Bunuel ó- svarað. Eins og út úr öðrum miklum listaverkum geta menn úr þessari mynd lesið það, sem þeim sýnist, það er ekkert unnið fyrir þá — það er tæpt á ýmsu, en þýðing þess er ekki algjör fyrir áhorf- endann. Myndin virðist við fyrstu sýn allt að því grunn, en hún dýpkar því meira, sem menn sökkva sér í hana og loks verða menn þess fullvissir, að hún eigi fáa sína líka. Hún er í senn einföldust allra ýnynda og sú margsluugnasta. Hana skyldu allir sjá — H.E. Áætlunarbíll frá Norðurleiðum valt: TVÆR FLUTTAR Á SJÚKRAHÚS ER áætlunarbíll frá Norðurleið- um var að fara upp brekkuna fyrir ofan Bakkasel í Öxnadal í gærdag, brotnaði vegarkanturinn undan bílnum og valt hann út af. Tvær konur slösuðust og voru fluttar á sjúkrahús á Akureyri. Önnur þeirra var viðbeinsbrotin, og hafði hlotið skrámur, en hin var lítið meidd. Aðrir farþegar sluppu með litlar skrámur. Lögreglan á Akureyri var köll- uð á staðinn um kl. 11 í gærmorg- un, og lá þá bíllinn á hliðinni fyrir neðan veginn, en þarna varj kanturinn all hár. I bílnum voruj 13 manns, og eins og fyrr segir,' voru tvær konur fluttar á sjúkra-j hús. Alþýðublaðið ræddi i gær við Jón Egilsson, forstjóra Norður- leiða á Akureyri, og sagði hann/ að bíllinn hefði verið á lítilli , ferð, er hann fór út af, en ekið heldur nærri kantinum, og svo, að kanturinn gaf eftir. Ekki var áætlunarbíllinn að víkja þarna fyrir neinum öðrum. Bifreiðin skemmdist mjög mikið. L vatR „ tk#* .'ll KHQKt | Umboðsmenn HAB á! Norður- og Austur-l landi. Ilrútafjörður: Magnús Gíslason, kaupm. StaSarskála Hvammstanga: Bjöm Guðmundsson, bafnarv. Sauðárkrókur: Konráð Þorsteinsson, kaupm. Varmahlíð: Sigurður Haraldss., hótelstjóri. Hofsós: Þorsteinn Hjálmarss., símstjórl. Siglufirði: Jóhann Möller, fulltrúl. Ólafsfirði: Sigurður Ringsteð Xngimund- arson, bifreiðastjóri. Dalvík: Jóhann G. Sigurðsson, bóksall. Akureyri: Stefán 'Snæbjörnsson, verzLm. Húsavík: Þorgrímur Jóelsson, fiskasH.^ Raufarhöfn: Guðni Þ. Ámason, verzl.m. j Þórshöfn: Jóhann Jónsson, verzlunann. Bakkafirði: Jón A. Árnason, útibússtjóri Neskaupstað: Sigurjón Kristjánss., verzl.m. Egilsstöðum: Gunnar Egilsson, útvarpsvirkL Seyðisfirði: Ari Bogason, bæjarfuiltrúi Eskifirði: Bragi Haraldsson, verzlm. Reyðarfirði: Egill Guölaugsson, kaupmaður. Fáskrúðsfirði: Óðinn G. Þórarinsson, kaupm, Dregið verður næst 10. ágúst um Tatrnus fólksbifreið. Verðmæti kr. 164 þúsund krónur. Aðeins 5000 númer. Endurnýjun er hafin. LÁTIÐ EKKI HAB ÚR HENDI SLEPPA. WWWWWWWWWWI ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. júlí 1962 H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.