Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargj ald kr. 55,00 á mánuði. I lausasölu kr. r,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ' Afturhald Framsóknar SÓLSKINIÐ 'virðist hafa örvandi áhrií á í- ahyndunarafl Tímaritstjóranna. Þeir skrifa af ■ bjartsýni um þátttöku Fraansóknar í ríkisstjóm, Qg ætla auðvitað að frelsa þjóðina frá ógnarástandi viðreisnarinnar, þegar þeir komast í hina lang- þráðu stóla. ’ 1 Tíminn tilkynnir, að Framsókn sé bæði á móti íhaldi og kommúnisma. Nú vill að vísu svo til, að ekki eru aðrir flokkar á þingi en þeir, sem Fram- sóknarmenn kalla íhaldsflokka og kommúnista. Kemst Framsókn ekki hjá því að vinna með þess- úm höfuðórvinum, því ekki fær hún ein meirihluta 4 þingi. Reynir Tíminn að bjarga sér úr þessari ' fyrirsjáanlegu klípu með því að lýsa yfir, að þessir ilokkar muni batna, ef þeir aðeins vinni með Fram- ^ókn, ög verði þá frjálslyndir. Menn muna eftir slíkum stökkbreytingum á flokkum. Einu sinni var í landinu minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem Framsókn átti ýkki nógu sterk orð til að svívirða, meðal annars fyrir þá íhaldssemi, að leggja til lækkun krónunn- ar. Lagði Framsókn fram vantraust á Sjálfstæðis- menn, fékk það samþykkt, en skreið síðan til sam- starfs við þá og lækkaði gengið með þeim ! Þarna hefur Sjálfstæðisflokkurinn líklega snöggbreytzt í vinstri flokk á því einu að vinna með Framsókn! Skyldi Tímann dreyma um að endurtaka þetta fræga pólitíska sjónarspil ? Það er annars furðulegt, að Framsóknar- flokkurinn skuli leyfa sér að kalla sig vinstri flokk: Þarf ekki að benda á annað en tryggingamálin til að sýna, að flokkurinn er í veigamestu umbóta- málum okkar samtíðar hinn mesti dragbítur. All- ar meiri háttar breytingar á tryggingalöggjöfinni, sem stefnt hafa að aukinni tekjujöfnun og meiri aðstoð þjóðfélagsins við lítilmagnann, hafa verið gerðar, þegar Framsókn hefur verið utan stjórnar. Er fil dæmis sláandi, að í vinstri stjóminni gat Alþýðuflokkurinn engan stuðning fengið við til- Iögur sínar um stóraukningu trygginganna, og :þær breytingar voru ekki gerðar, fyrr en í tíð nú- verandi stjórnar. Framsóknarflokkurinn er harðskeyttur sér- hagsmunaflokkur, sem hefur verið fjandsamlegur verkalýðshreyfingunni alla tíð, nema hann geti sjálfur haft gagn af henni, afturhaldssamur í fé- Iagsmálum og að ýmsu leyti mesti íhaldsflokkur landsins. Þetta eru staðreyndir, sem hreytast ekki, þótt Framsókn sjái sér stunarhag í að þykjast vera róttækur vinstriflokkur. atMiiiMiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiii’uiiiiiiifiiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiim.iimiiiuiiiiiiiiiiii ........ Iþróttamenn í öllum löndum hressa sig á COC^ ~ COLA Þessi vinsælasti svaladrykltur veraldar gefur þægilega hressingu, sem eykur ánægjuna og gerir skapið létíara. HANNES Á HORNINU ★ Tjöld í Öskjuhlíð. ★ Ferðafólk á hrakningi ★ Nauðsyn á útbúnaði. ★ Tjaldsvæði nauðsyn- leg við fjölmenna byggð. NOKKRUM SINNUM á þessu sumri hef ég veitt því athygli að erlendir ferðalangar hafa slegiö tjöldum á Öskjulilíð. Þar hafa þeir búið um sig meðan þeir hafa áð í Reykjavík, en allir hafa þeir haldið lengra, upp á jökla og inn á öræfi, og komið svo aftur og slegið tjöldum aftur á hlíðinni þar til þeir hafa haldið heim. Smáveg is bar á þessu í fyrrasumar, en áður hafa nokkrir sett upp tjöld annars staðar. HÉR MUN FYRST og írcmst vera um að ræða skólafólk, sem farið hefur hingað í námsferða- lag og því haft ákveðinn íiigang með ferðinni. Þetta fólk hefur ekki mikið fé handa á milli, enda verður það ráðið af búskap þess og útbúnaði, en vitanlega vcrður maður að taka ekki síður á móti því en hinu, sem er loðnara um lófana. Þetta er allt ungt fólk, scm. leggur mikla stund á nám sitt og hver véit nema það komist í fremstu röð meðal þjóða sinna þegar tíma líða. EN VIÐ UEYKVÍKINGAR ger um ekkert fyrir það. Aðbúnaður á Öskjuhlíð er bókstaflega enginn. Ég hef komið í tjaldbúðasvæði er- lendis og séð hvernig þau eril skipulögð og hvernig borgirnar búa í haginn íyrir þetta fólk. Við höfum einnig kynnst því á Akur- eyri, en Akureyri er íyrirmynd um þetta mál. Þar hafa bæjaryfir völdin haft uppi forystu um goit tjaldbúðasvæði, enda er ír.ór sagt að þar uni fólk sér vel. ÞAÐ ER MIKIÐ vafamál að Öskjuhlíðin sé gott tjaldbúða- Framhald á 14. síðu. ÚTSALA - IJTSALA Borðdúkar, 20% — 50% afsláttur. GARDÍNUBÚÐIN Laugavegi 28. 2 25. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.