Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 4
 Guðni Guðmundsson: ERLENÐ TIÐINDI VIÐ EBE SENN AÐ UUKA Samningaumlcitainr Bretn fií ÍEfnahagsbandalag Evrópu virS- rast nú vera aö komast á lokastig, aS því er sum brezk blöð tclja. •Segja þau blöð, að sexveldin hafi nú komið sér saman um hve langt þau séu reiðubúin að ganga til móts við skilyrði Breta fyrir því, að þeir geris't aðilar. Jafnframt berast fregnir um, að Spaak, utanríkisráðherra Belgíu hafi nú skipt um skoðun að því er varðar viðræður um pólitíska einingu Eviópu og sé nú fús til viðræðna, áður en fullvíst er orðið um aðild Brcta. Segjai] má, að fundur jafnaðarmanna í Brussel um fyrri helgi liafi breytt viðhorfum talsvert mikið. Fréttaritari Observer í Bruss el segir, að sexveldin séu nú reiðubúin til að taka upp stefnu „skynsamlegs verðlags“ á landbúnaðarafurðum gagn- vart „hvítu“ samveldislöndun- um þ.e.a.s. Kanada, Ástralíu og ,sennilega Nýja Sjálandi. Þessi stefna mundi hafa í för með sér að takmörkúð yrði framleiðsla landbúnaðarafurða, þannig að jlandbúnaðarvörur frá Samveld inu og öðrum ríkjum kæmust að á Sameiginlega markaðn um, sem annars mundi vera sjálfum sér nógur á næstu tiu árum eða svo. í öðru lagi séu forsvarsmenn sexveldanna reiðubúnir til að Hugh Gaitskeil kalla saman alþjóðaráðstefnu til að tryggja verðlag og magn helztu landbúnaðarafurða. Þá segir fréttaritarinn, að sér skilj ist, að samkomulag sé um þörf- ina á að gefa sérstakan gaum að smjörútflutningi Nýja Sjá- lands til Bretlands. Þetta er hins vegar viðkvæmt mál, þvi að á það er bent, með réttu, á meginlandinu, að miðað við smá bændur á Suður-ítaliu eru bændur í N'ýja Sjálandi miUjón ungar. Segii fréttaritarinn. að sexveldin telji sig sýna mikinn skilning með því að vilja slaka til í þessu máli. Paul Ilenry Spaak Þá munu sexveldin eftmig liafa gert samkomulag að því er varðar aðstöðu samveldis- landanna í Asíu. Ef við snúum okkur að hinu atriðinu, breytingunni á af- stoðu Spaaks, þá kemur hins vegar dálítið annað í Ijós. Svo er að sjá, sem Spaak liafi orðið all heitt í liamsi á fundinúm í Brussel og jafnvel liaft við orð að svo virtist, sem brezkir jafn aðarmenn vildu, að „allt Efna- hagsbandalagið gengi í Samveld ið“. Það er a.m.k. alveg Ijóst, að fundurinn í Brussel, og aðallega afstaða Gaitskells, leiðtoga brezkra jafnaðarmanna, og þá sennilcga fulltrúa Dana og Norð manna, sem tóku í sania streng og hann, hafi valdið Spaak von- brigðum, svo mikluin, að hann liefur skipt um skoðun, að þvi er varðar að vilja ekki ræða hina pólitísku einingu fyrr en útséð væri, hvort Bretar gerðust aðilar eða ekki. Gaitskell lagðist mjög hart gegn pólitískri einingu Evrópu í því formi, sem Spaak hefur ár um saman stefnt að, þ.e.a.s. ríkjasambandi Evrópu. Og hann hafði alla fulltrúa frá þeim löndum sem þegar eru aðilar að EEC, á móti sér. Það er svo að sjá, sem þessi munur á af- stöðu jafnaðarmannaflokkanna sé nokkuð djúpstæður, því að svipað sjónarmið sjónarmiði Spaaks kom fram á þingi Al- þjóðasambar.di frjálsra verka- lýðsfélaga í Berlín um svipað Icyti. Kom það fram í einka- viðræðum, að verkalýðsfélög sexvcldanna mundu krefjast for gangsréttar fyrir sitt fólk til vinnu í Bretlandi, fram yfir fóik frá Samveldinu. Áreksturinn milli Spaaks og Gaitskells virðist nú þegar hafa haft þær afleiðingar, að Spaak hefur fallizt á að ræða við for- ustu menn annarra ríkja Sam eiginlega markaðsins um hin pólitísku mál, áður én útséð er um aðild Breta. Þó tclja sumir að hann hafi enn einhverja von um að komast upp á milli dc Gaulle og Adenauers að því er ■varðar pólitíska einingu Evrópu Svo sem kunnugt er vill de Gaulle helzt fá fram samband ríkjanna án nokkurs „yfir-þjóð Iegs“ valds, en í versta falli eitthvert slíkt vald. Hins vegar er hershöfðinginn alveg á móti ríkjasambandi Evrópu, eins og Spaak vill hafa það. Er nú talið að Spaak muni gcra tilraun til að kljúfa í þessu máli og fá Ade nauer á sitt mál. Það, sem Spaak óttast, er, að, de Gaulle hyggist reyna að koma upp einskonat „þriðja afii“ í Evrópu undir forustu Frakka, er sé hlutlaust milli Bandarikjanna og Rússa. Óttast hann ennfremur, að í samein- aðri Evrópu muni smáríkin hafa eitthvað að segja, þar sem í hinu kerfinu verði aðeins um að ræða, að liinir sterku ráði. Hefur hann til þessa talið, að mjög mundi draga úr hættunni á þessu, ef Bretar gerðust aðil ar. Hefur hann einkum verið bjartsýnn á þetta undanfarið, þar eð allt útlit er fyrir, að næsta stjórn Bretlands verði jafnaðarmannastjórn. Ilann hef ur nú hins vcgar rekizt á þann þröskuld að Gaitskell. líka minn ugur þess, að hann kann að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, vill ekki skuldbinda sig tii að láta Samveldið róa með það fyrir augum að verða hluti af Sameinaðri Evrópu. Þessi mál eru enn öll í deigl unni og erfitt að segja um framvinduna, en nú alveg á næstunni kann að vera, að mál in skýrist nokkuð, bæði í samn ingaviðræðunum í Brussel og á ráðherrafundinum I Róm. Afstaöa Macmillans hefur hingað til verið eindregin í þá átt að koma Bretlandi inn í Sam eiginlega markaðinn. Suiuir vilja þó álíta nú, að einhver svartsýni kunni að vera farið að gæta hjá brézku stjórninui. Draga menn þá ályktun fyrst og fremst af því, að Macmillan skipaði Reginald Maudling fjár málaráðherra, en hann kvað vera fremur á móti aðild að Efnahagsbandalaginu. Þetta á væntanlega einnig eftir að skýr ast á næstunni. WMðWWHWWWWWWWWWMWWIWMWðWWMWWtWMWWIMMWMttMMMWWW 4» 25. júlí 1962 - ALÞÝ6UBLAÐIÐ Athugasemd við greinargerð meist- arafélagsins STJÓRN Meistarafélags húsa- smiða hefur sent frá sér greinar gerð, hina furðulegastu smíð, um kjaradeilu Trésmiðafélags R-vík- ur við Meistarafélagið og Vinnu- veitendasamband íslands. Þar sem í greinagerðinni er ýmist farið rangt með, ellegar þagað yfir staðreyndum til hagrseðis þeirra „málstað" þykir okkur rétt að fara um hana nokkrum orðum án þess að við teljum slík blaða- skrif vænleg til lausnar kjara- deilu, en skorumst heidur ekki undan framhaldi þeirra eí óskað er. Áður en U1 auglýsingar kaup- taxta kom, hiiiðu samningavið- ræður staðið nolckuð á annan mánuð, án þess að nokkuð þokað ist í samkomulagsátt, og hafði Trésmiðafélagið veilt vinnuveit endum frest á aðgerðum af sinni hálfu. Það er íyrst að þe m fresti loknum. að okkur er tjáð, að íramkvæmdanefndafundur Vinnuveitendasambandsins, ekki Meistarafélagið, hafi samþykkt að vísa deilunni til sáttasemjara, og buðu Trésmiðafélaginu sam- flot þar um. Til þess íöldum við ekki ástæðu, né vænlegt íil 1 tusn ar meðan meistarar sýndu engan vilja í samkomulagsátt. í gre'.nar gerð sinni birta meistarar íilboð sem þeir segjast hafa gert Xré- smiðafélaginu meðan á samninga viðræðum stóð', en hvers vegna að birta rangt boð, þegar bæði Trésmiðafélagio og sátt.lsomjari hafa rétta tiiboðið í höndum', en það er þannig. 25.66x46.28=1.187.54 1.187.54x110 = 1.306.29 (10%) 1.306.29x106 = 1.384.67 (lífeyrissj) Verkfæragjald 1.20-j-10%=1.32 Framhald á 14. síðu. FJALLAGARPAR UM þessar mundir stendur yfir námskeið fyrir 8 til 14 ára drengi í íþróttaskóla Höskuldar Karlssonar og Vil hjálms Einarssonar að Reykjadal í Mosfellssveit. Drengirnir leggja stund á ýmsar íþróttir og m.a. fara þeir í fjallgöngur, en þessi skemmtilega mynd er ein mitt tekin við slíkt tækifæri. Námskeiðin standa yfir í 10 daga og það næsta hefst 8. ágúst. Þessi starfsemi er öll hin merkilegasta og til gagns og ánægju fyrir unglingana. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.