Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 3
FABA EGYPTAR UR ARABÁRANDALAGI SHTURA, Libanon, 28. ág. NTB-Reuter. Sendin'efnd Arabíska sambands lýðveldisins frekk út af fundi Ar- ababandalagsins í dag og hótaði því, að Arabíaíska sambandslýð- veldið segði sig úr bandalaginu vegna ásakana Sýrlendinga í garð lýðveldisins. Sýrlenzku fulltrúamir héldu því fram, að Egyptar óttist að at- hæfi þeirra verði fordæmt af bandalaginu. I’egar egypzka Sendinefndin hafði farið af fundi, héldu for- menn hinna sendinefndanna fund fyrir luktum dyrum til þess að ræða ástandið. Fréttamenn í Kairó telja, að liér sé um alvarlega úrslitakosti að ræða. Ef Egyptar hverfa úr bandalaginu missir bandalagið einn þriðja tekna sinna, og sam- éiginlegar varnarráðstafanir mundu bíða alvarlegan hnekk. Fundurinn í Shtura var haldinn að kröfu Sýrlendinga, sem halda því fram, að Egyptar hafi hlut- ast til um innanríkismál Sýr- lands. Samkvæmt frétt í Kairó-útvarp inu í kvöld er egypzka sendi- nefndin komin til Beirút í Líb- anon. I fréttasendingunni sagði, að sendinefndin hefði farið frá Shtura eftir að hafa tilkynnt, að Egyptaland hefði sagt sig úr bandalaginu. Arabiska sambandslýðveldið , segir ástæðuna til þess, að sendi-; nefndin fór af fundinum, vera þá, að hún geti ekki unað við lygar og baktal Sýrlendinga í garð landsins. Formaður egypsku sendinefnd- arinnar í Shtura, Akarm Deiri, lýsti yfir því í morgun, áður en sendinefndin fór af fundi, að hún gæti ekki tekið þátt í viðræðun- um, þar eð sendinefnd aðskilnað- armanna frá Damaskus, héldu á- fram lygum sínum. Hann sagði, að Arababandalag- ið gæti ekki í núverandi mynd sinni eflt arabíska einingu. Sýrlenzka sendinefndin hefur lagt fram skjöl, sem hún telur sanna, að Arabíska sambandslýð- veldið hafi haft afskipti af innan ríkismálum Sýrlands. Svrlendingar lögðu til, að sam- bykkt yrði tillaga um að víta Arabíska sambandslýðveldið. Aðildarriki Arababandalagsins eru írak, Jórdanía, Libanon, Li- bya, Marokkó, Saudi-Arabía, Su- dan, Túnis, Arabiska sambands- lýðveldið, Kuwait, Sýrland og Al- sír. Egyptaland og Sýrland mynd- uðu Arabíska sambandslýðveldis 1958, en síðan ríkjasambandið var rofið i haust hefur verið mikil spenna í sambúð landanna, að undanskiidu stuttu tímabili í ár, er Basyir el Azmah, forsætisráð- herra Sýrlands, stakk upp á ríkja sambandi. Tillagan náði ekki fram að ganga, og sambúð landanna hefur farið versnandi síffan. Arababandalagið var stofnað í marz 1945 að frumkvæði Egypta. Aðildarrikin voru þá fimm: Eg- yptaland, írak, Jórdanía, Sýrland og Libanon. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var sá, að efla sam- skipti aðildarríkjanna og sam- ræma stefnu þeirra. Bandalagið hefur bækistöðvar 1 Kairó og að- aiframkvæmdastjóri þess er Eg- yptinn Abdel Khalak Hassouna. KONRAD ADENAUER: FAGNA AÐ ILD BRETA n Senda Rússar far til Verius? KANAVERALHÖFÐI, 28. á- gúst (NTB-AFP) Bandaríska greim farið „Mariner 2“ fer eftir fyrir hugaðri braut sinni og vísinda- menn telja, að það muni fara fram hjá Venusi 14. desember í 16.0008 km. fjarlægð. Reuters-frétt frá Jordell Bank athugunarstöðinni í Englandi hermir, að vísindamenn þar telji, að Rússar mupi áður en langt um líður senda geimskip til Venusar. BERLÍN, 28. ágúst. NTB-Reuter. Konrad Adenauer kanzlari hélt þvi fram í sjónvarpsviötali í Berlín í dag, að aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu og þáttur landsins að evrópskri stjórn málaeiningu framtíðarinnar væru tvö vandamál, sem halda ætti að- skildum, er um þau væri fjallað. laðeins aukaaðild?, sagði kanzlar- inn. Eg hygg, að við getum ekki Jlagt til við Noreg og Danmörku að þau verði aðeins aukaaðUar. Þau liggja mjög nærri meginland- inu, einkum Danmörk. | Er kanzlarinn ræddi um Bret- land og stjórnmálaeiningu Evr- ópu í viðtalinu sagði hann: „Nú verða Bretland, Noregur, Dan- mörk, ísland og írland aðilar að | Efnahagsbandalaginu, og við það [ vaknar spurningin um atkvæðis- réttinn og stjórnmálaeininguna.“ ístuttu mól ★ BERLIN: Austur Þýzka blaðið Neuer Tag hvatti á þriðjudag vest- urveldin til þess að semja við aust- ur-þýzku stjórnina um samgöngur við Berlín. Blaðið sagði, að Austur- Þjóðverjar mundu verja lofthelgi Hindrunarhlaup hesta er orðin bessa tízku, — en hún er sem kunn ein vinsælasta skemmtun Englend ugt er einlægur hestaaðdáandi er inga í dag, segir í fréttum frá ekki vitað með vissu> en hitt er t nniíiímin, rr , , * , , , víst, að hér ot einn frægasti kn'api Lundunum, Hvort það var Ehsabet Rretaveldis, Dick Stillwell, á ferð Englandsdrottning, sem innleiddi inni. sína á sama hátt og þeir vörðu landamæri s:'|i 13. ágúst í fyrra er múrinn í Berlín var reistur. ★ WASHIN GTON: Bandaríkja- stjórn hefur grípið til réttarfars- legra gerða gegn kosningalögum Missisippis-fylkis, en samkvæmt þeim er íbúum fylkisins torveldað að kjósa. Kennedy dómsmálaráð- herra kveður sum ákvæði landanna brjóta í bága við stjórnarskrána ★ ★ BRÚSSEL: Belgíustjórn hefur viðurkennt áætlun U Thants aðal ritara, um sameiningu Katanga og annarra hluta Kongó. ★ London, 28 ágúst (NTB-Reuter.) Frú Elsie Derbishyre var í búðar ferð í dag er hún ól skyndilega tvíbura. Ilún ól stúlku á götunni og stundarfjórðungi síðar fæddist henni sonur í sjúkrabílnum á leið M1 fæðingardeildarinnar. ★ París, 27. ágúst (NTB). D» GAULLE hélt til Parísar í dag frá sveitasetri sínu. Hann fór nákvæmlega sömu Ieið og á mið v’kndag er tilraun var gerð til að rá*a hann af dögum. Mikill fjöldi Irgreglumanna fylgdi bíl forset- ans. Franska lögreglan leitar enn að árásarmönnunum. Talið er, að mað urinn, sem leigði flutningabíl þann, sem notaður var við árás- ina sé Rene Souetre, fyrrverandi liðsforingi í fallhlifarsveitum franská hersins. ADENAUER En þegar um það er að ræða, hvort Bretland eigi að verða að- ili að efnahagsbandalaginu, segi ég sem Evrópubúi og Þjóðverji: Eg fagna brezkri aðild. Þetta hef ég alltaf sagt og þetta mun ég alltaf segja, sagði Adenauer. Adenauer sagði, að menn yrðu að íhuga vandamál smáríkjanna, einkum Norðurlandanna. Þau hafa takmarkaða efnahagslega hagsmuni en á stjórnmálasviðinu hefur hvert þeirra eigin hug- myndir. — Eigum við að láta þau fá í tilefni þess, að Adenauer nefndi ísland meðal þeirra þjóða, sem sótt liefðu um aðild að Efnahagsbandalaginu, vill blaðið minna á deilur út af meintum ummælum lians í Bonn fyrir nokkru. Adenauer hefur ekkert haft skriflegt í sjónvarps viðtalinu í Berlín og virðist helzt, sem þessi villa um umsókn ís- lands hafi fest rætur I huga gamla mannsins. Hefur slíkt komið fyrir yngri menn en hann. Hins vegar hefur verið margyfir- lýst, svo að ekki verður véfengt, að ísland hefur ekki sótt um neins konar aðild og íslenzkir ráðamenn telja fulla aðild okkar alls ekki koma til greina. Undirrituðu qjörðarbækur PARÍS og ALGEIRSBORG, 28. ágúst (NTB-Reuter) Franskir og alsírskir fulltrúar undirrituðu í París í dag gjörðarbækur um stjórn Alsírs, er aðilarnir urðu sam mála um í friðarviðræðunum í Evi- an. Þeir undirrituðu einnig samjn- inginn um stofnun ríkisbanka í Al- sír. Belkacem Krim varaforsætisráð- herra gagnrýndi harðlega stjórn- málanefndina á blaðamannafi|ndi í dag. Hann kvað hana reyna að koma skæruliða-herstjórnunum fyr ir kattarnef til þess að undirbúa persónuleg völd og einræði. I Hann kallaði stjórnmálanefndina ; klíku og kvað einu leiðina út úr ó- göngunum í Alsír nú stofnun nýs FLN-flokks, er gæti vakið traust alsírsku þjóðarinnar og hvatt hana tjj dáða. Hann hvatti til þess, að stjórnmálabrotin í landinu hæfu viðræður sín í.milli í því skyni að finna nýja FLN-forystu. AFP sagði seint í kvöld, að a.m. k. 50 handtökur hefðu verið gerðar í Algeirsborg og nágrenni aðfara nótt þriðjudags. Hinir handteknu eru fylgismenn stjór'nmálanefndar Ben Bella, og 3. herstjórnin (Wila- ya 4) fyrirskipaði handtökurnar. Fundu OAS- vopnageymslu PARÍS 28. ágúst (NTB-Reuter) I Franska lögreglan heldur áfram jleitinni að hryðjuverkamönnunum sem reyndu að ráða de Gaulle for- seta af dögum í fyrri viku. Lögreglan hefur fundið leyni- lega vopnageymslu í bílskúr í Par ís og fiokkur vopnanna eru af sömu gerð og vopnin er notuð voru í tilræðinu við forsetann. Lögreglan fann leynigeymslu þessa eftir að hún handtók í gær þrjá unga menn í Saint Jean de Monts í Vestur-Frakklandi. Einn þeirra hafði lykil að bílskúrnvnn, og þeir voru allir með fölsuð slyl- ríki. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. ágúst 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.