Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 4
 í FRÉTTUM frá Alþ.ióðasam- bafidi verkalýðsfélaga (ICFTU) segir, að lögreglan í Perú hafi sfrangar gætur á verkalýðsleiðtog- •Om, verkalýðsfélög í Líbanon •^refjist þess, að sýrlenzkum verka- •fýðsleiðtogum verði sleppt úr fláldi, og þýzkir verkalýðsleiðtogar fordæmi ómannúðlegt athæfi aust- <ir-þýzkif lögreglunnar. Ký „verkalýðsbók" hefur verið gefin út í Austur-Þýzkalandi. Hér •fara á eftir þessar fregnir frá Í.C.F.T.U. og ennfremur segir frá liúsnæðismálum í Sovétríkjflnum. PERÚ: Lögreglan í Peru hefur Btrangar gætur á heimili aðalritara verkalýðssambandsins 'í Peru (CTP), Arturo Sabroso Mnntoya, 4þrátt fyrir það loforð herstjórnar- -4nnar, sem nýlega brauzt til valda • 4 landinu, að verkalýðssamtökin Verði ekki ofsótt. Lögreglan hefur ennfremur gát á öðrum verkalýðs- feíðtogum. CtP hefur fært ICFTU og öðrum verkalýðssamtökum þakkir sínar fyrir stuðning á erfiðum tímu Segir CTP, að afskipti samtaka þessara hafi án efa gert það að Verkum, að verkalýðsfélögin héldu réttindum sínum er herinn gerði stjórnarbyltingu. LÍBANON: Verkalýðssamtökin í Líbanon hafa hvatt forsætisráð- herrann í Sýrlandi til þess að sleppa úr haldi verkalýðsleiðtog- um, er handteknir voru í júlí 1962, og tryggja það, að réttindi verkalýðsfélaga í Sýrlandi verði ekki skert. Áður hafði ICFTU einnig látið sömu ósk í ljós og ejnnfremur, að hinir handteknu verkalýðsleiðtogar fengju að mæta fyrir rétti. AUSTUR-ÞÝZKALAND: Ný „Verkalýðs- og alþýðutrygginga- bók“, verður gefin út til lianda öllum verkalýð sovézka hernáms- svæðisins í Þýzkalandi í stað nú- verandi bókar, sem notuð hefur verið í Sovétríkjunum um árabil og notuð var einnig á tímum nazistastjórnarinfar í Þýzkalandi. Hér er raunverulega um að ræða átvinnuskrá og er þar að finna upplýsingar um verðlaun eða að- varanir er viðkomandi verkamað- ur hefur fengið, loforð um aukin frama hans eða afköst, lækkun í tign, „sjáIfboðaliðsvi|nnu“ og fyrri "störf. Allt stendur þetta í nánu sambandi við stjórnmálaskoðanir hans og gerir lögreglunni kleift, að fylgjast með því hvort verka- maðurinn verður við kröfum stjórnarinnar um eftirvinnu eða hvort ha)in er afskiptalaus og áhugalaus eða hugsanlegur and- stæðingur. SÓVÉTRÍKIN: Á það er lögð áherzla í tilskipun um húsnæðis- mál í Sovétríkjunum, er gefin var út 7. ágúst, að stjórnin muni að- stoða byggingasamvinnufélög á þanh hátt, að veita þeim hagstæð kjör við veitingu lána. Samvinnu félögin mundu geta fengið að láni 60% alls býggingarkóstnaðar Og greiða peningana aftur á 10—-15 13 s'iða WINNIPEG, 18. ágúst. Skrýmslið í Manitobavatni sást tvis- var í þessari viku. Fiskimenn á vatninu kváðust hafa séð það tveim dögum áður en það var ljósmyndað af bandarískum sjón- varpsstarfsmanni. Manitoba er nú greinilega komið í fyrsta sæti í skrýmslakeppni þjóðanna. Skrýmsli þetta hefur sézt annað veifið síðan um aldamót og er kallað gælunafninu Manipogo. Manitobavatn er gífurlega stórt, næstum tvö hundrað kílómetrar á lengd. Landslag þar minnir að mögu leyti á norðurliéruð Skandínavíu, víðáttumikl ár auðnir og hátíðieg þögn yfir sterkum útlínum fjalla. Allt er morandi í tjörnum þar, sem garg anda og gæsa rífur þögn- ina annað veifið. Slíkt landslag virðist krefjast skrýmslis í vötn og Manipogo er hluti af arfsögnum íslenzkra landnema á bökkum Manitobavatns. Vísindamenn eru ekki eins tortryggnir gagnvart þessu skrýmsli og flestir blaðamenn. Fyrir tveimur árum sást Mani- pogo tuttugu sinnum yfir sumarið og lét þá yfirmaður dýra- fræðideildar Manitobaháskóla í ljós þá skoðun, að cf til vill væri þarna í vatninu eitthvert forsögulegt dýr er minnti á ýmsa fiska, sein taldir höfðu verið útdauðir ármilljónum saman en hafa samt fuhdizt lifandi á síðustu árum. Er hann sá Ijósmynd af skrýmslinu sagði hann: „Ef þetta er ekki skrýmsli, þá veit ég ekki hvað þetta er“. 22. ágúst síðastlið- inn voru hundrað ár liðin frá fæðingu 'franska tónskáldsins Claude Debussy. Hann er einn af meiri hátt- ar tónmeisturum síð- ari tíma, nýskapandi í Iistinni. Hér fer á eft- ir útdráttur úr grein eftir Alf Due um De- bussy. Á ÁRUNUM kringum 1870 hófst ný stefna í ljóðlist og mynd- list Frakka. Þessi nýja stefna rak listamennina úr vinnustofum sínum og frá skrifborðunum. Út í náttúrunni áttu þeir að íinna ti^ótív sín, bæði í sveit og bæ. Augnabliksmyndin var talin fyr- ir öllu. Þetta kom greinilegast fram í málaralistinni. Þar var hætt að mála með nákvæmum út- lítium og vandlega gerðum pens- ildráttum, heldur var stemning, fegurð augnabliksins gripin og fest á léreftið. Menn áttu að mála þannig, að eins væri og eCj menn líta snöggvast út um jglugga og sjá í sjónhendingu h^nin, gras og regn. Nafnið á þessari stefnu var Impressio- nismi. Málarar impressionismans mála glampandi sólskSn, þoku sudda, ský á himni, og þeir upp- götvuðu að grasið hefur fleiri en einn grænan lit. Frcmstu fulltrúar þessarar stefnu voru Pisarro, Manet og Renoir. Tónlistin fylgdi á eftir. Þar voru teknir upp nýir og áður bannaðir hljómar. Tónarnir leiða hlusta,ndann inn í tilfinninga- heim, sem er alls ólíkur þeirri rómantík, sem átti sína fremstu fulltrúa í Massenet og Wagner. Forgöngumaður impressionism- ans í tónlist var Claude Debussy. Æska Debussy var erfið, for- eldrar hans voru bláfátækir og hann varð að þræla frá unga aldri. Hann ætlaði um sinn að fara til sjós og um eiginlega skólagöngu var ekki að ræða. Um þrítugt gat hB>m skrifað rétta frönsku. En snemma kom í Ijós, að drengurinn var hneigð- ur til tónlistar og foreldrarnir lögðu hart að sér til þess að hann gæti lært á píanó, og ein- hvern veginn tókst þeim að út- vega honum hljóðfæri til að æfa sig á. Ellefu ára að aldri var hann tekinn í tónlistaskólann í París. Þar vakti hánn þegar at- hygli félaga sinna fyrir að koma með nýja og bannaða samhljóma. Ilann sagði í gríni, að það gerði hann til þess að eyðileggja eyru vina sinna. Hann gætti síh þó að styggja í engu kennara sína og lauk námi með prýði. Bizet, höfundur hinnar ódauðlegu Carmen, eign- aðist hann sem vin og læriföður, sem hafði mikið álit á hæfileik- um hans. C. Debussy 18 ára að aldri tók frú Nadesja von Meck, hinn mikli velgerðar- maður Tjakovskis, hann að sér og með henni dvaldist hann þrjú ár á Ítálíu og lék mikið á píanó. Hann var svo ósvífinn að biðja um hönd hinnar 16 ára dóttur frúarinnar, en auðvitað kom ekki til mála, að hinn bláfátæki listamaður væri talinn hæfur eiginmaður hinnar auðugu, rúss- nesku aðalsmeyjar. En Úebussy komst aftur til Ítalíu. Hann vann styrlc tónlista- skólans í París, sem gaf honum tækifæri til þess að dveljast í þrjú ár í borginni eilífu. Honum leiddist þó í Róm og þráði París, heimaborg sína. Hann sneri heim leiðis og settist við að „kompó- nera“, en líkaði lífið illa og fannst hugur sinn fullur af „hlægilegum hugmyndum“. Sannleikurinn var sá, að hann hafði ekki fundið sjálf?>n sig. f París vann hann fyrir sér sem píanókennari og rétt dró fram lifið. En sem betur fór komst hann smórn saman í kynni við skáld og listamenn, sem höfðu mikil áhrif á þróun hans. Um þessar mundir voru Masse- net og Wagner helzt í tízku í París, og jafnvel Debussy var um hríð gripinn aðdáun á hinni hörkulegu list og fór tvivegis á hátíðaleikana í Bayruth. En síðar lospaði hann við áhrifin frá hin- um ..sykursætu" tónverkum Mas- senet og hetjudýrkun Wagners og finnur eigin stíl. Fyrstu tónverk hans í persónu- legum stíl voru lítil svíta fyrir píanó, verk með auðskiljanlegum stemningi. E,'n fólk skyldi í fyrstu ekki hina óvenjulegu tónsetn- ingu. Auk von Meck voru þrjár kon- ur í lífi Debussy. Á yngri árum var það söngkonan madame Vasnier. Hún var einnig mjög Ijóðelsk og lauk upp fyrir hon- um fjársjóðum fra,nskrar nútíma- ljóðlistar og fyrstu sönglög sín skrifaði Debussy við Ijóð Ver- laine. 1889 kvæntist hann ungri fag- urri saumakonu, Lily Texier. í fyrstu vav hjónaband þeirra mjög hamingjusamt, en Lily var ekki fær um að fylgjast með hinni öru þróun manns síns. Hann kynntist líka menntaðri og auð- ugri söngkonu, madame Emma Bardac. Þau urðu ástfangin hvort í öðru og skildi Emma við mann sinn og fór að tiúa með Debussy. Lily reyndi að fremja sjálfsmorð og úr þessu varð eitt allsherjar- hneyksli. Margir vinir hans sneru við honum bakinu og ásökuðu hann um að hafa „selt sig ríkri konu‘‘. Þau giftust síðar og De- i 4 29. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ * ■ - '* .ící'ýa:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.