Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 16
í gærkvöldi FINNSKI karlakórinn Muntra Musikanter kom til Reykjavík- ur í fyrrakvöld, og hélt eina samsöng sinn í Reykjavík í Há- skólabíó I gærkvöidi við mikla hrifning-u. í hópnum eru 74, og munu þeir dveljast hér fram á sunnudagsmorgu n. Á morgun munu þeir fara til Akureyrar, og syngja þar í tii efni 100 ára afmæii bæjarins. Þeir koma aftur til Reykjavíkur á föstudag. Á laugardag er þeim boðið til forseta íslands og til Hafnarfjarðar. Þá verður farið með kórinn í ferðalög um ná- grenni Reykjavíkur og víðar. Myndin var tekin við komu kórsihs í fyrrakvöld. ★ MOSKVA: U Thans, aðalritari ræddi við Krústjov forsætisráð- herra í Jalta á Krím í gær. Á fímmtudag heldur hi|nn blaða- mannafund. Á mánudag ræddi f»attu við-Gromyko. Jóhann strauk og stal bifreið mzmj) 43. árg. - Miðvikudagur 29. ágúst 1962 — 295- tbl. Metflutning- ar Flugfélags- ins í sumar JÓHANN Víglundsson, sem gist faefur I,itla Hraun af og til undan- farin ár. og verið mikill vandræða Semlingur, strauk úr fangelsinu aðfaranótt sunnudagsins, stal bíl og hálf eyðilagði hann. Jöhanni mun hafa tekizt að etrjúka einhvern tímann um mið- nættið. Komst hann úr fangaklefa ^ínum með því að saga sundur rtmla, sem voru fyrir gluggunum. Flóttinn virðist hafa verið vel und írbúinu og komst Jóhann í burtu én þess að nokkur yrði var við faanní • - Jóliann komst piður að Stokks- eyri þar sem hann fann bíl, og þurfti. hann lítið fyrir hlutunum að fcafa;1 þar eð -svisslykiilinn stóð í fcílnum. Eigandi bílsins Tómas I Karlsson, skipstjóri hafði skroppið áAn— í-'Uæeta>-hús- og hafði -þar- ekamma- viðdvöl. Er hann kom út, var bíllinn horfinn og gerði hann lögreglunni-á Selfossi þegar aðvart. Frá Selfossi var haft samband við lögi-egluna í Reykjavík og Hafnarfirði, og á sunnudagsmorg uninn um klukkan hálf sex varð vart við ferðir Jóhanns, en þá var hann hjá Ingólfsfjalli. Ók Jóhann þá mjög Ilratt, og er talið að hann hafi farið með allt að 160 km. ln-aða. Nokkru seinna fannst bif- reiðin við Geirako.t skammt frá Eyr arbakka og var hún þá mannlaus. Hálftíma seinna fannst Jóhann, og var hann þá á leið að Litla Hrauni, og hefur ugglaust ætlað að komast þangað án þess að vart yrði við hann. Jóhann hefur að undanförnu hagað sér mjög sóma- Framhald á 5. síðu. Kaupmannahöfn, 28. ágúst (NTB-RB) Jens Otto Krag ut anríkisráðherra var í dag sett ur forsætisráðherra í annað sinn í forföllum Viggo Kamp manns, er lagður var á sjúkra hús í morgun vegna hjartabil unar. í opinberri tilkynningu, sem skrifstofa forsætisráðherrans gaf út í dag, var gefið í skyn að forsætisráðlierrann kynni að láta alveg af störfum for sætisráðherra. Ilann mun taka ákvörðun um þetta eftir nokkra daga. í SUMAR hafa flugvélar Flug-1 félags íslands flutt fleiri farþega innan lands og milli landa en nokkru sinni fyrr. Vélar félagsins hafa flutt 30.663 fai-þega innan lands frá 1. apríl-31. júlí og 12.004 farþega í áætlunarflugi milli Ianda frá 1. apríl til 31. júní. í fyrra voru. á sáma tímabili fluttir 16.639 farþegar innan lands en 10.389 milli landa. Flugvélar F. í. fljúga nú 12 I sinnum á viku áætlunarflug frá j íslandi til Bretlands, Noregs, Dan- | merkur og Þýzkalands og hafa við j komur á 6 stöðum í þessum lönd- um. Innanlands er flogið reglu- bundið áætlunarflug milli 14 staða. Nýr viðkomustaður. Með tilkomu sumaráætlunar millilandaflugsins sl. vor bættist nýr viðkomustaður, Björgvin í Nor egi við áningarstaði „Faxanna“ erlendis. Sú breyting var einnig |ákveðin að í stað tíu ferða á viku lyfir sumarið, skyldu nú flognar tólf fex-ðir. í Á tímabilinu frá 1. apríl til 31. júli hafa flutaingar aukizt um , nær 16%. í samanburði við inn- 1 i ahlandsflugið ber þess að geta, að jenda þótt nokkrar truflanir yrðu 'á millilandaflugi vegna verkfalla, í júní 1961, lagðist flugið ekki niður og er prósenttala millilanda flugs því ekki eins há og innan- lands flugs. Framh. á 14. síðu Gjaldheimtan tekur til starfa um mánaðamót Einar í Austur- Evrópu í allt sumar í nær allt sumar hefur Einar Olgeirsson, helzti for sprakki íslenzkra kommún- ista, dvalizt erlendis, einkum í Rúmeníu í boði kommún- ista þar. Er það nú orðin föst venja, að Einar fari utan á SÍÐASTLIÐIÐ vor voru sam- þykkt á alþingi iög um lieimild til sameiginlegrar innheimtu op- inberra gjalda. Vél hlekktist á EINNI af flugvélum Flugskól- ans Þyts hlekktist á í æfingaflugi «pp í Mosfellssveit á mánudag- 4j»n. -Hæpið er talið, að það muni borga sig að gera við vélina. í vélinni voru tveir ungir menn og sluppu þeir báðir við meiðsl. ijegar þetta skeði var verið að refa nauðlendingar og hafði þegar verið lent einu sinni. Þegar vél- tfx var- áftur-komin á loft stöðvað fst hreyfillinn og þurfti þá að nauðlenda. Annar vængbroddur- inn rakst í háspennulínu, rétt áð ur en lenda skyldi og við það féll flugvélin til jarðar og brotnuðu þá undan lxenni hjólin og einnig brotnaði hún talsvert að öðru leyti. Flugvél þessi, sem var af Piper Cup gerð, kom hingað til lands árið 1947 og. var hún elzta kennsluflugvélin lijá Þyt. A grundvelli þessara laga var 26. maí sl. gerður samningur til 5 ára milli ríkissjóðs, borgarsjóðs Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur um sameiginlega inn- heimtu á sérstakri stofnun, sem nefnd hefur verið Gjaldheimtan í Reykjavík. Gjaldheimtan í Reykjavík mun verða ,til húsa í Tryggvagötu 28, liúsi Sjúkrasamlags Reykjavikux-. Vonir standa til, að liún geti opn- að nú næsta laugai-dag, en ekki er það þó fullvíst enn. Innan skamms verður sendur gjaldheimtuseðill til allx-a þeirra, sem greiða opin- ber gjöld. Á sbðli þessum verða bæði sjúkrasamlagsgjöld, þing- gjöld og gjöld til borgarsjóðs. — Gjalddagar til áramóta verða 4. I og er gjalddagi hinn 1. hvers mán- aðar. Gjalddagi átti að vera 1. ágúst, en þá var ýmissa hluta vegna ekki hægt að hefja starf- semina. i framtíðinni verða 10 gjalddagar á ári. Fólki skal bent á að geyma gjaldheimtuseðilinn vandlega, því þar hefur það yfir- lit yfir gjöld sín fram á mitt næsta ár. Nýr gjaldseðill er ekki sendur út vegna fyrirframgreiðslnanna upp í gjöld ársins 1963. Gjaldendum skal einnig bent á að þegar þeir greiða til Gjald- heimtunnar greiða þeir ekki eitt einstakt gjald liverju sinni, held- ur greiðist upp í öll gjöldin. Núverandi sjúkrasamlagsbækur verða í gildi til áramóta, en þá koma væntanlega ný persónuskil- ríki frá samlaginu. Sjúkrasamlags Fraxnh. á 14. síðu m&m sumn hverju í ílslfc!i!k ,$a boði kommúnistarikjanna í Au,- Evrópu. Hið sama er raun- ar að segja um ýmsa aðra kommúnistaforingja. Ferðir þeirra til Austur-Evrópu verða æ tíðari. En hver borg- ar þessar ferðir kommún- istaforingjanna til Austur- Evrópu? Það gerir alþýðan í þessum löndum. Verkamenn- irnir í Rúmeníu verða að borga lúxusflakk Einars um landið. Það er ekki unnt að borga verkamönnunum I Austur-Evrópu sómasamiegt kaup, en kommúnistaforingj- arnir í löndum þessum lil'a sjálfir við allsnægtir og veizluglaum og taka á móti erlendum kommúnistafor- ingjum, sem stöðugt þiggj.x heimboð þeirra. Þessi atriði ættu lesendur Þjóðviljans að hafa í huga næst, þegar mál gagn íslenzkra kommúnista ræðir um „arðránið“ á Vest- urlöndum. Því fer nefnilega fjarri, að bundinn hafi ver- ið endi á arðránið í Auslur- Evrópu. Breytingin er aðeins sú, að nú er það ný yfirstétt kommúnistaforingjanna sem hirðir ávöxtinn af erfiði al- þýðunnar I stað hinna gömlu kapitalista.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.