Alþýðublaðið - 01.09.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 01.09.1962, Page 2
BBtstjörar: Gísli J. Ásipórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AðstoSarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. —Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentoniðja Alþýðubiaðsins, Hverfisgötu •—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Utgef- * andi: Alþýðuflokkurinn. -- Framkvæmdastjóri: Asgelr Jóhannesson. . Þetta viljum við... : HVAÐ ER ALÞÝÐUFLOKKURINN að gera í rákisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? Hvernig get .1 íir jafnaðarmannaílokkur, sem ber hagsmuni al- þýðunnar fyrir brjósti og vill koma á lýðræðis- sósíalisma, starfað með öflugum hægri flokki? Þannig spyrja menn, og eiga rétt á svari. Hér á Islandi hefur enginn flokkur haft meiri- hluta á þingi og eru samsteypustjórnir því nauð- syn. Þess vegna hafa allir flokkar unnið hver með öðrum fyrr eða síðar. Innan þessa ramma verður A1 þýðuflokkurinn að koma áhugamálum sínum fram. Hver ríkisstjórn á bæði við etj,a dægurmál, vanda mál líðandi stundar, og umbótamál fyrir lengri framtíð. Af hinum síðarnefndu má nefna nokkur, sem núverandi ríkisstjórn hefur framkvæmt og teljast til sérstakra áhugamála lýðræðissinnaðra iafnaðarmanna. Þetta telja Alþýðuflokksmenn vera þjóðfélagsumbætur í anda jafnaðarstefnu: lj) Stórauknar almannatryggingar, sem núverandi stjórn hefur framkvæmt, en vinstri stjórnin fékkst ekki til að sinna. Aukið réttiæti, tekju- [ skipting og jafnrétti þeirra, sem eru minnimátt ar, við hina. 2) Full atvinna og framleiðsla. Ríkisstjórnin hefur starfað eftir þeirri grundvallarreglu, sem engir hagspekingar fá breytt, að full atvinna skuli vera í landinu, hvað sem það kostar. S) Æðsta stjórn peningamálanna hefur með stofn un Seðlabankans og fleiri ráðstöfunum verið gerð mun styrkari. Þannig hefur vald alþingis og ríkisstjórnar yfir efnahagskerfinu verið stór aukið, og er það þýðingarmeiri sósíalismi en þjóðnýting tíu fyrirtækja. 4) Núverandi ríkisstjórn hefur látið gera fimm ára framkvæmdaáæílun fyrir þjóðina, hina fyrstu í sögu íslands. Þetta er gamalt stefnuskrárat- riði jafnaðarmanna, sem aldrei fékkst fram- kvæmt, þegar kommúnistar og framsókn voru í stjórn. * Fleiri mál mætti nefna, en þetta dugir að sinni. A!lt eru þetta málefni, sem jafnarðmenn geta ver- ið stoltir af að koma fram í anda stefnu sinnar'. ...en hvað vilja þeir? HEFUR NOKKUR orðið var við, að kommúnist- qr legðu fram tillögur eða berðust fyrir sérstökum riiálum, sem snerta breytingu á þjóðfélaginu í átt- ilia til sósíalisma? Verður nokkur yfirleitt var við hugsjónamál í baráttu þeirra? Gera þeir nokkuð annað en berjast fyrir upplausn þjóðfélagsins og fijóna hagsmunum kommúnistaríkjanna austan ijalds? Eru þeir ekki á móti neytendum og alþýðu Íkndsins í hverju málinu á fætur öðru? an VORUHUSIÐ Hafnarstræti 98, Akureyri — Stofnað 1940. Stofnendur Vöruhússins h.f. voru Ásgeir og Matthías Matthías- synir og ráku það í nokkur ár. Þá keypti Páll Sigurgeirsson verzl- unina og rak hana samfleytt í 10 ár. Núverandi eigandi og verzl- unarstjóri er Ásbjörn Magnússon, sem keypti fyrirtækið 1961. Verzl unin selur aðallega matvörur, búsáhöld og leikföng, og ýmsar aðrar smávörur eru þar að jafnaði fáanlegar. Vöruhúsið er í braut allra ferðamanna, sem heimsækja Akureyri. VÖRUHÚSIÐ H. F. Hafnarstræti 98 — Sími 1420 — Akureyri. Verðbólga vakin upp ÞEGAR ÞETTA ER RITAÐ er ekki annað sjáanlegt en að fólk fái ekki blöðin sín fyrst um sinn. Prentarar hafa gert kröfur, samn- ingar hafa ekki tekizt og prent- arar hafa boðað verkfall. Hér er sagan endurtekin enn einu sinni, skrúfan heldur áfram að snúast, venjuleg ski-úfa knýr skip áfram, en þessar kaupgjalds- og verð- lagsskrúfur færa skútuna I kaf. Það er engum blöðum um þetta að fletta, menn trúa því að vísu ekki, en „uppdráttarsýkin er viss eins og dauðinn". HÉR ER ÉG ekki að ásaka prentara. Það er að minnsta kosti hsegt að. segja það, að þeir hafa oft á tíðum sýnt meiri þegnskap og tiliitssemi en aðrár stéttir, en þeir geta ekki þolað það að sitja á rassinum eftir að allir aðrir hafa tekið á sprett. — En glæsi- legt er þetta ekki fyrir þjóðfé- lagið og óhugnanlegt upp á fram- tíðina. Þetta er allt okkar eigið sjálfsskaparvíti, þó að enginn þykist nærri koma og kenni öðr- um um allt. HÉR ER VERÐBÓLGAN mikil og hefur verið, og ekki tekizt, þrátt fyrir lieiðarlegar tilraunir, að stöðva hana. Það hefur verið sagt hvað eftir annað, að meinið liggi í stjórnmálabaráttunni Morgunblaðið hvatti til verkfalla meðan vinstri stjórnin sat, nú hlakkar görnin í Tímanum við hverja kröfugerð — þó að engin gleðitíðindi ylji honum nú eins vel og hótun bænda um sölustöðv un á landbúnaðarafurðum. EN ÞÓ AÐ verðbólgan sé mikil hér, þá er fyrirbrigðið sannar- lega ekki óþekkt annars staðar Nú virðist- vera komið kast á verðfestingarmálin í Danmörku. Allt hefur verið gert til þess að ■ halda þar öllu i skefjum og það virtist ætla að takast. En nú þykjást fróðir menn sjá að svo muni ekki fara. Nýlega hélt aðal- stjórnarflokkurinn stórfund með fulltrúum sínum, og forsætisráð- herranum og fleiri ráðherrar skýrðu nákvæmlega frá málum, en það bar ekki árangur, menn risu hver um annan þveran á fætur og kröfðust' kaupliækkana. ÞAÐ MÁ NÆSTUM ÞVI segja að það ríki byltingarástand I löndum, þar sem verðbólgan marsérar. Verkafólkið heimtar fleiri krónur, atvinnurekandinn hækkar afurðirnar — og skrúfan fer á hraða ferð. Menn hafa allt af haldið að þeir hefðu ákveðið mark fyrir augum í byltingum, en útkoman hefur allt af orðið önnur en þeir gerðu ráð fyrir. í þessu byltingaástandi þykjast menn vera að gera tilraun til að bæta kjör sín, en útkoman verður önnur. Þeir fá að vísu fleiri seðla, en seðlarnir eru eins og fjúk í lófum þeirra — og það bráðnar cg verður að engu. NÚ HAFA HÉR allir meira en nóg að gera. Og hvað sem hver segir, virðist fólk hafa ótrúlega mikið fé handa á milli. Hér er ekki fátækt, sem betur fer. Hér eru allsnægtir. En okkur nægir það ekki. Þanspretturinn gefur okkur alls ekki tima til þess að gæta tálmananna, sem á braut- inni eru, — enda munum við steypast á hausinn að lokum, langt frá því marki, sem við ætl- uðum okkur að ná. 2 1. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.