Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 8
■~~m fcorvaldur Guffjónsson: Hægt aff lifa góffu lífi aff söðlasmíði. — Ljósm.: Rúnar A. Fyrst förum við eftir Lauga veginum og þar verður á vegi okkar búff, þar sem hnökkum og fögrum stangarbeizlum er stilit út í glugga. Við göngum inn fyrir og hittum þar fyrir eiganda verzlunarinnar, Þorvald Guð- jónsson, söðlasmið. Hann var einn á verkstæði sínu og sneið leður. — Hvað hefur þú stundað söðlasmíðina lengi sem aðal- atvinnu? — Ja, ég hef nú verið við þetta síðastliðin átta ár svo til eingöngu, og svo þar áður öðru hverju, jú, lærði fagið ungur fyrir vestan, hef dútl- að við þetta gegnum árin. — Hvernig hefur þér líkað starfið, hefðuru viljað velja þér einhverja aðra iðn að ævi starfi en söðlasmíðina? — Nei, það held ég afsalútt ekki, þetta er ágætis vinna hæg, skemmtileg og þrifaleg. Annars eru náttúrlega allt önnur viðhorf í þessum mál- um nú til dags, það er svo margt sem kemur íil greina þegar ungu mennirnir eru að velja sér starf, — og svo er söðlasmíðin ekki eins mikil- væg nú eins og hún var áður. — Hverja telur þú aðal- ástæðuna fyrir því að söðla- smiðum fer svo fækkandi nú eins og raun bér vitni? Ja, tímarnir eru náttúr- lega breyttir, engir taka við af þeim gömlu sem leggja upp laupana fyrir elli sakir, það vantar lærlinga. Svo er eins ég segi, það kemur svo margt til greina nú til dags, og ungu mönnunum finnst víst flest girnilegra heldur en söðlasmíðin. Annars ræð ég ekki neinum ungum manni að fara út í söðlasmíði nema hann hafi áhuga á starfinu, — og hann þarf líka að hafa áhuga á hestum, án þess að vera hestamaður er ekki hægt að verða góður söðlasmiður. Ef maðurinn er á annað borð laghentur og hefur áhuga á hestum, þá hlýtur hann að hafa áhuga á því að hnakk- arnir séu fallegir og hestinum og eigandanum til sóma. Það er hið rétta viðhorf, og slíkur maður er efni í góðan söðla- smið. — Hefur verðlag á reiðtygj um ekki breytzt mikið síðan þú varst að hefja söðlasmíði hér í gamla daga? — Jú, það hefur orðið mik- il verðlagsbreyting. Þegar ég var að byrja á þessu um 1930 kostaði kílóið af leðrinu þrjár krónur, nú kostar það orðið á þriðja hundrað krónur, það hefur orðið meira en sjötug- föld hækkun á hráefninu til söðlasmíði, það er ekkert annað. Annað er náttúrlega að at- huga. Verðgildi krónunnar hefur fallið á þessum árm, en það er alveg sama, hækk- unin er alveg gífurleg, og orsökin er kannski sú, að út- lenda leðrið er nú flutt inn sem lúxusvara, það er á lista yfir sportvörur, en ekki nauð synjavöru eins og áður var. Menn kaupa heldur ekki hnakka nema upp á sport, hestamennskan á íslandi er að verða ekkert annað en sport. — O, það held nú ég. Annars bjó ég til í fyrra ein fimm aktygi, og þau gengu öll upp, furðulegt nokk það síðasta fór í vor. — Hvað kosta góðir hnakk- - ar nú til dags, með öllu þessu hækkaða verðlagi? — Fyrsta klassa hnakkar kosta frá 4500—5000 krónur, og dýrustu stangarbeizlin hjá mér kosta 1400-5000 krón- ur, úr ekta nýsilfri, sem ekki ryðgar og ekta leðri frá Ak- ureyri fléttuðu. — Telur þú ekki, að hægt sé að lifa góðu lífi í framtíð- inni af söðlasmíði, rétt eins og hingað til? — Jú, alveg tvímælalaust, það er líka svo margt annað að gera, framleiða bönd fyrir símann m.a. og allskonar leð- urvinna, t.d. hef ég alltaf nóg að gera, hef meira að segja ekki undan. En það vantar unga áhugasama menn það vantar menn sem vilja læra söðlasmíði, það vantar lærlinga. SÖÐLASMIÐIR eru fámennastir allra stétta hér á landi. Þessi ágæta iðn er að deyja út samfara auknum bílainnflutningi og fækkandi hestum til nytja. Það er mikil list að smíða góða hnafcka, list sem er ekki á allra færi, og jþað væri skömm fyrir jafnmikla hestamenn og við Is- lendingar þykjumst vera að láta hana fara í gröfina með þeim fáu gamalmennum sem enn eru eftir og stunda söðlasmíði sem aðal atvinnu. Eins og nú er komið málum er að- eins einn maður í læri sem söðlasmiður, og er hánn austur á Selfossi hjá Jóni Guðna- syni söðlasmið þar. íslendingar eiga nú orðið hesta fyrst og fremst vegna ánægjunnar af þeim en ekki sem púlshesta eins og áður gerðist. Að eiga hest er að vera þjóðrækinn og hestamaður að auki. Manni virðist sjálfsagt að allt hald ist í hendur hjá góðum hestamönnum: Is- lettzkir menn á íslenzkum hestum með ís- lenzkt brennivín, — og í íslenkum hnökk- um. Og til þess að hressa upp á minni ýmissa aðila sem geta bætt úr skák, með það síð- asttalda birtum við hér rabb við söðíasmiði í Reyk ja víkurborg: ■:% 1. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á Óffinsgötu númei einn af fulltrúum J hverfandi stéttar aff Maðurinn heitir Gunr geirsson. Hann situr og hnakkpútu þegar viff ] dyra og göngum inn. — Ert þú ekki elztui sem stunda þessa ií söfflasmíðina hér á la — Ég? Elztur? Ó, deilis. Ekki einu sinr hérna í bænum. Niú tveimur eðá þremur á man ekki hvort, flutti að frá Vík í Mýrdal f Einarsson söðlasmií hann er elztur okka held ég, 83 ára gama ars er hann að mes hættur að vinna, t orðinn svo gamall ka ið. Svo er einn eld norðan á Sauðárkróki, man ég hvað hann h< einn er enn hérna í eldri en ég, en hann ur í helgan stein. Það Þorkell Ólafsson og <

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.