Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 7
TALVÉLIN PAT EDINBORG, sunnuclag. ÉG FÓR Á Fnattspyrnukapp- leik hér í gær, sem var mjög spennandi og skemmtilega leik- inn. Það var þó ekki knattspyrn- an ein, sem vakti athygli mína, heldur líka tungumálið, sem nokkrir stuðningsmenn Glasgow- liðsins Cettic, er stóðu fyrir aft- an mig notuðu í umtali sínu um gang lciksins. Það er ég viss um, að Prófessor Higgins hefði al- gjörlega sleppt sér, ef hann hefði heyrt það. Á einum af fundunum á rit- höfundaráðstefnunni í síðustu viku, sagði rithöfundurinn Law- rence Durrell m. a., að erfitt væri að segja nokkuð fyrir um framtíð skáldsögunnar, því að í málvísindadeild Edinborgarhá- skóla hefði hann þá um morgun- inn verið að skoða vél, sem gæti samið sonnettur, og sú vél mundi áreiðanlega vera farin að skrifa skáldsögur fyrir jól! Hvort tveggja minnti þetta mig á vél, sem ég hafði heyrt sagt, að væri til i hljóðfæradeild há- skólans og ékvað ég að fara og fá að skoða hana. Þessi vól er nefnilega þeim kostum búin, að hún taíar, og er hún notuð bæði við rannsóknir 1 hljóðfræði og við kennslu í þeirri grein. (Það má skjóta þvi hér inn i, að Edin- borgarháskóli mun v'era eini há- skólinn í Bretlandi. og þó víðar sé. leitað, sem leggur sérstaklega áherzlu á að þjálfa kennara í „Phonetics". Hinir leggja höfuð- áherzluna á rannsóknir.). Það er nú orðin löng „tradis- jón“ hér í þessum vísindagrein- um. Þegar árið 1378 voru tveir menn, Professor FJeenning Jen- kin og J. A. Ewing, farnir að gera tilraunir með að greina þau hljóð og önnur atriði, sem verða til þess, að menn geta talað. Gerðu þeir sér í þessu augnamiði vél, er gerði þeim að nokkru leyti kleift að sundurgreina eða „analysera“ hljóð. Var sú aðferð betri en nokkur, sem þekkzt hafði til þess tíma. Sú vél náði þó aðeins til sérhljóða. Árið 1943 var svo ,,talvél“, gerð af Sir Richard Paget, sýnd hér við háskólann af Dr. Douglas Guth- rie, fyrirlesara í læknasögu, sem enn hefur mikinn áhuga á rann- sóknum á mannlegu tali, þó að hann sé nú hættur störfum. Sú vél, sem nú er notuð hér, var í upphafi íeiknuð af sima- verkfræðingnum W. Lawrence fyrir birgðamálaráðuneytið, og mun það ráðuneyti enn eiga vél- ina, þó að hún sé geymd og starfrækt í háskólabænum. Þá er þess og að geta, að sá starfs- maður háskólans, sem mest hef- ur með vélina að gera, Mr. J. Anthony, hefur endurbætt hana á ýmsan hátt, enda er hann al- mennt talinn einhver reyndasti og hugmyndaríkasti sérfræðing- ur í Bretlandi í allri tækni, er varðar tilraunir í sambandi við hljóðfræði og slíkan „gervitil- búning“ hljóða. Smíðaði hann vélina sjálfur oftir teikningum Lawrence og hefur endurbætt hana mjög síðan, eins og fyrr getur. Vélin heitir fullu nafni a Paranutric Artifical Talking de- vice, sem er alltaf í daglegu tali stytt, PAT, og alltaf er talað um vélina í kvenkyni, eins og stytt- ingin krefur. Ég var svo óheppinn, þegar ég kom til að skoða vélina í Minto House, að Mr. Anthony var í Kaupmannahöfn á einhverju málvísindaþingi og enginn þeirra, sem viðstaddir voru, höfðu „kó- keterað" ríóg' við Pat til þess, að þeir gætu komið henni til að tala. Ég fékk hins vegar' að hlusta á segulbandsupptöku af hljóðunum, sem hún framleiðir. Fyrst hverju hljóði fyrir sig og síðan las hún upp heilt ævintýri. Það er sannarlega ævintýri líkast að heyra þetta. Það verð- ur ekki greint, nema á einstaka hljóði, að það er ekki maður. sem er að lesa. Og það hef ég eftir mönnum, sem kynntust Pat 1958 fyrst, að þær endurbætur, sem Anthony hefur gert á henni síðan, séu stórkostlegar. Ef við lítum snöggvast á að- ferðina, sem notuð er, þá er það svo, að vélin getur apað eftir átta atriði í tali manna. Helztu I atriðin eru þessi: „grundvallar-1 tónn“, „hávaði“, „hávaði blást- i urs“ og „tónhæð sveiflufjölda \ lægstu sérhljóða“. Það, sem gert er þegar Pat á | að tala, er í stuttu máli, að gerð er hljómburðarrannsókn á hverju því, sem hún á að segja. Er niðurstaðan síðan sett inn á gler þynnu með sérstakri tegund af1 málningu og þá tekið tillit til | fyrrgreindra atriða (sjá teikn. 2). j Þynnan er síðan sett í vélina, þar sem stjórnunar-mekanism- inn lítur yfir“ hana. Þau átta atriði, sem tekið er tillit til, breytast síðan við „yfirlitið" i rafmagnsstraum, mismunandi sterkan, er stjórnar „hljóðfram- leiðslunni“, svo að vélin hermir i eftir þeim hljóðum, sem voru í j upphaflegu setningunni, sem j maðurinn sagði og síðan var1 gerð hljómburðarrannsókn ó. At- riðin koma samsíða inn í vél- ina (parametriskt), þ. e. a. s. grundvallartónn hljóðsins „há- vaði þess“, hávaði blísturs (ef um blísturshljóð er að ræða o. s. frv.). Þegar Pat er látin tala fyrir ókunnuga, þá er það aðeins til að leyfa henni að „taka sig út“, enda er hún kvenkyns. Aðalstarf hennar er að sjálfsögðu allt ann- að. Það er að segja, að gera hljóðfræðingum kleift að gera sér grein fyrir því hvernig menn mynda hljóð. Fram til þessa hafa ýmsir haldið, áð tal sé samsett af í Framkald á 13. síðu. J MARGA fýsir að vita, hver höfundurinn að smíði rússnesku Vostok geimskipanna er, en enginn hefur þorað að geta sér til um hver hann kunni að vera. Á blaðamannafundinum á þriðjudaginn, er géimfararnir Nikolajev og Popovich tóku þátt i, talaði prófessor M. V. Keld- ysh um „vin sinn, manninn, sem smíðaði Vostok-geimförin“ Þessa dularfulla manns hafði áður ver- ið getið í skýrslum um geimferð þeirra Nikolajevs og Popovichs. ★ EF TIL VILL ÞJÓÐVERJI ? Valdhafarnir í Kreml hafa gætt þess stranglega, að nafni „yfirsmiðsins“ sé haldið leyndu. Hins vegar hafa aðrir helztu sér- fræðingar Rússa í geimferðum og eldflaugasmíði oft haldið fyr- irlestra, talað í útvarp og komið fram í sjónvarpi. Að sumu leyti hafa þó Rússar ★ reynt að koma í veg fyrir, að sú manns um, hvort skoða mætti geimferð Nikolajevs skref í átt til tunglferðar, á þessa leið: „Já, að vissú leyti, á sama hfitt og allt annað, sem við gerum. Leið okkar liggur frá rannsókn- um okkar á neðri lögum hins ytra geims til skilnings á hinum fjarlægu slóðum. Tunglið verðbr án efa framtíðar takmark uþp- götvunarferða geimfara okkar.'* 7Í illllTII' M| . — v—— *I í ★ SEX NÖFN. I Vísindafréttaritari „Daily Te- legraphs” nefnir sex menn, cr mikilvægu hlutverki hafa að gegna í geimferðaáætlun Rússa : ★ S. P. Koroslev Að sögn vai' hann einn af helztu mönnum þeím, er smíðuðu Sputnik ogi Vostok flugskeytin. Ári5 1934 samdi hann bók umi flugskeyti og flug þeirra; í háloftunum. V. P. Gluskho er annar. Ilann var annar af tveim höf* Svona er talið, að Vostok líti út. hugmynd gerði vart við sig, að afrek Rússa í geimvísindum væru einhverjum ákveðnum afreks- mönnum að þakka. Alltaf hefur verið mikil áherzla á það lögð, að sérhvert geimskot væri sov- ézkt vísindaafrek. Vegna þessarar leyndar er hvilir yfir manninum, sem stjórn ar smíði Vostok-geimfaranna, hefur getum verið að því leitt, hvort hann sé ef til vill Þjóð- verji. ★ „RÚSSNESKT ANDLIT." Hins vegar kom það fram í Viðtali einu, að þessi dular- fulli maður hefði „rússneskt andlit," og þetta er það eina, sem vitað er um hann. Talið er, að þessi athugasemd hafi átt að eyða orðróminum um, að „yfir smiðurinn" væri einn hinna þýzku vísindamanna, er Rússar tóku til fanga í lok síðustu heims styrjaldar. Fréttir frá Moskvu hermdu, er þeir Nikolajev og Popovich voru enn í geimferð sinni, að „yfir- smiðurinn" hefði faðmað Niko- lajev að sér og kysst hann, áður en hann steig upp í geimfarið ..Vostok 3." Því næst svaraði hann spurningu rússnesks blaða- undum bókar um flugskeyti er út kom 1935. ★ M. K. Tikhonravov heitir hinn höfundur bókarinnar. Hann smíðaði flugskeyt* 1934. ★ A. G. Kostikov smíðaði litla hemaðarflugvél, sem var mikið notuð á rússnesku víg- stöðvunum í síðustu styrjöld. ★ Y. A. Pobedonostev hafði eftirlit mejð þýzku verkfragð- ingunum frá V2-bækistoð- inni í Peenemúnde. ★ L. S. Dushkin smíðaði • fltíg-i skeyta-hreyfil, sem reyncíur var árið 1941. j ★ HULUNNI SVIPT. Fréttaritarinn segir, að aHir þessir menp hafi haft áhuga A flugskeytum frá upphafi. En yf- irleitt hafi nöfn þeirra verið nefnd í sambandi við drifkrafts- tækni. Þegar smíði flugskeyta hófst var það eina tæknin. Enginn gat byrjað sem geim- hylkja-smiður, flugskeytin u^ðu að koma fyrst. Þess vegna er mjög sennilegt, að einhvcr þ<?ss- ara manna sé maðurinn að baki Vostok-geimfaranna. Ef til vill kemur bráðlega í ljós hver haim er. ALÞÝÐUBLAÐIB - 1. sept. 1962 : ‘öl' Ája ,1 *f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.