Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 11
AUGLÝSING UM OPNUN GJALDHEIMTUNNAR í REYKJAVÍK Á grundvelli laga nr. 68/1962 um heimild ti’l sameiginlegrar innheimtu opinberra gjalda, hefur verið gerður samningur milli ríkissjóðs, borgarsjóðs Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykja víkur, um sameiginlega innheimtu- stofnun, sem nefnist Gjaldheimtan í Reykjavík. Stofnuninni er í byrjun falið að innheimta þinggjöld, er áður hafa verið innheimt samkvæmt skattreikningi (þ. e. tekjuskattur, eignarskattur, náms bókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, alm. tryggingasjóðsgjald, lífeyris- og slysatryggingagjöld atvinnurekenda og atvinnuleysistryggingagjald),, borgargjöld (þ. e. útsvör og aðstöðugjald) og sjúkrasamlagsgjöld. Álagningu gjalda er lokáð, og verður gjaldendum sendur gjaldheimtuseðill, þar sem sundurliðuð eru þau gjöld, er þeim ber að greiða á árinu 1962, til- tekin fjárhæð þeirra samtals, svo og sú fjárhæð, sem gjaldendur kunna að hafa greitt fyrirfram upp í gjöld álagn ingarársins. Sérstök athygli er vakin á, að það sem talið er fyrirframgreiðsla á gjald- heimtuseðli er sú fjárhæð, er gjaldendur hafa greitt 1 þinggjöld, útsvör og sjúkrasamlagsgjöld samtals á árinu 1962 fram að 15. ágúst s. 1. Greiðslur er kunna að hafa verið inntar af hendi frá þeim degi og fram að opnun Gjald- heimtunnar, verða færðar inn á reikning viðkomandi gjaldanda í Gjald- heimtunni. Það sem ógreitt kann að verða af sameiginlegum gjöldum yfirstandandi árs, ber gjaldendum að greiða með fjórum, sem næst jöfnum afborgunum þ. 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Næsta ár ber gjaldendum að greiða fyrir- fram upp í gjöld ársins 1963 fjárhæð, sem svarar helmingi gjalda yfirstand- andi árs, með fimm jöfnum afborgunum þ. 1. febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, og er sú fjárhæð tiltekin samtals og einnig sundurliðuð eftir gjald- dögum á gjaldheimtuseðli 1962, enda verður ekki sendur út nýr seðill vegna fyrirframgreiðslu 1963. Fari svo af einhverjum ástæðum,' að gjaldheimtuseðill komist ekki í hend ur réttum viðtakanda, leysir það að sjálfsögðu ekki undan gjaldskyldu. Eftirstöðvar hinna ýmsu gjalda frá 1961 og eldri, hefur Gjaldheimtunni einnig verið falið að innheimta og ber þeim, sem þannig er í vanskilum að gera skil hjá Gjaldheimtimni, hvort sem um er að ræða ógreidd þinggjöld, útsvör eða sjúkrasamlagsgjöld. Gjaldheimtan í Reykjavíkur verður opnuð til afgreiðslu í Tryggvagötu 28 þ. 1. sept. og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9 — 16, föstudaga kl. 9— 16 og 17 — 10 og laugardaga kl. 9 — 12. Reykjavík 30. ágúst 1962. G j aldheimtust j órinn. Samvinnuskólinn Bifröst Inntökupróf verður haldið í Menntaskólanum í Reykjavík, dagana 18. — 22. september. Þátttakendur mæti til skrásetningar í Bifröst, fræðsludeild, Sambandhúsinu, mánudaginn 17. september. Samvinnuskólinn, Bifröst. 12000 VINNINGARÁÁRt! Hæsti vinntngur i hverjum flokki 1/2 milljón krónur. Dregid 5. hvers mánaðar. Skrifstofustúlka óskast til afgreiðslu á skrifstofu vorri’ frá n.k, mánaðarmótum. Vinnutími seinni hluta dags ins flesta daga. Ritvélarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 17458 næstu daga frá ki 10 árdegis til 5 s. d. Happdrætti Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 4. Auglýsing um greiðslu samlags- iðgjalda, samlagsréttinda o.fl. • Frá og með 1. september skal greiða iðgjöld til Sjúkrasamlags Reykjavíkur Gjaldheimtunni í Reykjavík, hvort sem um er að ræða iðgjöld þessa árs eða eldri iðgjaldaskuldir. Til næstu áramóta gilda fyrri samlagsbækur og samlagskírteini sem sönnunargögn fyrir samlagsréttindum manna, og veita réttindi ti| næstu áramóta, ef þau sýna greiðslu á ein- hverjum hluta iðgjaldsins 1962. Jafnframt skal þó athygli vakin á því, að ein» göngu þeir, sem eiga lögheimili í Reykjavík, mega vera í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og nota skírteini þess. Þeim sem flutt hafa ún bænum, en hafa undir höndum samlagsskír- teini frá S. R., ber því brýn skylda til að af- henda þau til samlagsins nú þegar og fá í stað inn flutningsvottorð til þess samlags, er starl , ar þar sem þeir nú eiga heima. Þeir sem öðlast eiga réttindi í samlaginu 1. september eða síðar á árinu, fá útgefin sams- konar skírteini, þó þannig, að engin greiðsla verður innfærð á þau. SJÚKRASÁMLAG REYKJAVÍKUR. 7/7 skattgreiBenda í Reykjavík Frá deginum í dag að telja hættir tollstjóra- skrifstofan að innheimta þinggjöld, þ. e. tekj-u og eignarskatt, námsbókar- kirkju-, kirkju garðs- og tryggingargjöld, sem innheimt hafa verið sameiginlega samkvæmt skattseðli. Gjöld þessi ber framvegis að greiða til Gjalcl- heimtunnar í Tryggvagötu 28. Öll önnur gjöld, sem tollstjóraskrifstofan hef ur innheimt að undanförnu, ber framvegis sem hingað til að greiða til hennar, þ. á. m. sölu- skatt og bifreiðaskatta og skipulagsjöíd. s Af gefnu þessu tilefni þakkar tollstjóraskrif- stofan skattgreiðendixm og kaupgreiðendum í Reykjavík samskiptin á undanförnum árum. Tollstjórinn í Reykjavík, 1. september 1962. Torfi Hjartarson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. sept. 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.