Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 16
■<yW»WWtWMWWWWvMV/AtWMWWVWMW ÞESSI myad er tekin er Jón G. Sólnes, forseti bæj- arstjórnar Akureyrar kvaddi forseta íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson á Akureyrar flugvelli í gærmorgun. For- setinn kom til Akureyrar á þriðjudag með varðskipinu Óðinn og var viðstaddur há- tíðahöldin á miðvikudag og fimmtudag. Hann flutti Ak- ureyringum ávarp á miðviku dag, og var við staddur opn- un iðnsýningarinnar, sögu- sýningarinnar og hins nýja byggðasafns. 280 MILLJÚNUM JAFNAÐ NIÐUR NHJURJÖFNUN útsvara í Reykjavík er nú lokið og var út- svarsskráin lögð fram í gærmorg- on. í allan gærdag var ös í Iðn- skóianiiin gamla og á Skattstof- unni en á þeim stöðum liggur skráin frammi .Þetta er í síðasta skipti, sem niðurjöfnunarnefnd leggur útsvörin á, því samkvæmt nýju skattalögunum verður skipuð framtalsnef nd og ákveður hún1 fekju og eignastofna, en síðan tekur skattstjóri við. Skattskráin mun liggja frammi í 14 daga og er kærufrestur jafn- langur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borg arinnar hefði átt að leggja á 281,- 191.-900 kr. Ekki var þó lagt al- veg svo mikið á, því samanlögð út svör og aðstöðugjöld í Keykjavík nema 280.767.600 kr. Skiptist sú tala þannig, að 225.953,200 kr. eru útsvör, en 54.814,400 kr. eru að- stöðugjöld. í fyrra var alls jafnað niður 4 ára drengur mjaðmagrindarbrotnar Alvarlegt slys í Blesugrófinni ALVARLEGT slys varð í Blesu gróf rétt fyrir hádegi I gær. — Lárus Kristjánsson, 4 ára drengur varð fyrir bifreið með þeim af- lei'ðinguin að liann mjaðmárbrotn. aði og hlaut fleiri meiðsli. Láruc hafði ásamt fleiri börn- tim verið að leika sér í bifreið, sem stóð mannlaus í brekku í Clesugrófinni. Tóku þau kubba, er voru fyrir hjólum bifreiðarinn- ar og einn 11 ára gamall dreng- ur, sem var inni í bílnum, mun hafa losað hemlana. i Skyndilega fór bíllinn af stað, ! og hlupu krakkarnir út. Einhver jtók í Lárus og dró hann út, en j missti af honum. Lárus litli féll viö og undir afturhjól bílsins og fór það yfir hann. Hann var strax fluttur á sjúkra- liús Hvítabandsins, og þar voru mciðsli hans rannsökuð. Hann reyndist vera mjaðmarbrotinn og mun hafa slasast eitthvað meira. Honum leið vel eftir atvikum í gærkvöldi. rúmlega 248 milljónum, en 49,7 milljónir af því voru veltuútsvör á fyrirtæki. Aðstöðugjald kemur eins og kunnugt er í stað veltuútsvarsins, sem fellt var niður á síðastliðnu ári. í fyrra var gefinn 11% afslátt ur frá útsvarsstiganum, en í ár voru fyrst dregnar frá 800 kr. og síðan 15,5%. Gjaldendur í Reykjavik eru í ár 24.614, en voru í fyrra 23.719. Fé- lög eru 974, en voru í fyrra 1132. Fækkunin á félagatölunni stafar af þeirri breytingu, er veltuútsvar- ið var fellt niður og aðstöðugjöld kom í staðinn. Eins og áður er sagt hættir niðurjöfnunarnefnd nú störfum og við tekur framtalsnefnd jog skattstjóri. Niðurjöfnunarnefnd hefur verið starfandi í Reykjavík í 90 ár. Þegar hún var sett á lagg- irnar var svo kveðið á, að hún slcyldi „jafna niður gjöldum eftir efnum og ástandi." Framvegis verður nær eingöngu farið eftir hinum lögbundna skala. Frederik IX. Danakonungur hefur sæmt Ármann Snævarr há- skólarektor, kommandörkrossi Dannebrogsorðunnar. Hinn 28. ág- úst afhenti ambassador Danmerk- ur, Bjarne Paulsen, háslcólarekt- or heiðursmerkið. (Frá Danska Sendiráðinu). 43. árg. - Laugardagur 1. september 1962 - 298. tbl. GÓÐ síldveiði var í fyrradag og fyrrinótt út af Hvalbak og fengu 49 skíp samtals 43.050 mál og tunnur. í gærmorgun var einnig góð veiði á svipuðum slóðum, og í gærkvöldi var vitað um 16 skip, með mikinn afla. Þá voru mörg skip að veiðum norður af Langa- nesi i gærkvöldi og öfluðu vel. Neskaupstað í gær. Síðastliðinn sólarhring hafa 1G-17 bátar komið hingað mcð síld. Arnarfell er hér að taka salt síld og annað skip er hér að taka 600 tonn af síldarmjöli. Bræðslan hér hefur nú tekið við um 200 þús. málum og saltað hefur verið í 24 þús. tunnur. Annars hefur lítið verið salt- að hér síðasta sólarhring. Útlit mun vera sæmilegt fyrir áframhaldandi vciði. G.Á, Seyðisfirði í gær. SALTAÐ hefur verið á öll- ■um stöðvum liér siðan í gær- kvöldi. Síldin er mjög sæmileg til söltunar og koma sum skipin með ágætis síld. Aðal veiði er suð- austur af Hvalbak, 8-10 tíma sigl ing liéðan. Ekkert lát virðist vera á veiðinni þar, því skipin liafa verið að veiða í allan dag. Bókbindar- ar fengu 14% hækkun BÓKBINDARAR samþykktu á fundi í gær samningsuppkast, sem hafði verið undirbúið af stjórn Bókbindarafélags íslands, Félagi Bókbandsiðnrekenda og forstjóra Gutenberg. Aðalákvæði nýju samninganna eru þau, að allir kauptaxtar hækka um 14%. Stúlkur vinna sig upp í fullt kaup á fjórum árum, í stað fimm áður. Nokkrar smá- lagfæringar voru og gerðar á samningunum. Bókbindarar höfðu boðað til vinnustöðvunar frá og með deg- inum í dag, hefðu samningar ekki tekizt. Bræðslan hér hefur tekið við 85 þúsund málum. Verið er a8 lesta flutníngaskipið Baldur meff síld til Siglufjarðar. í sumar hafa vcrið flutt liéðan yfir 250 þús. mál af síld með flutningaskipunv til vinnslu annars staðar. G. B. Eskifirði í gærkvöldi: í NÓTT og í morgun komu eftirtaldir bátar með síld hingað; Dofri með 600 tunnur, Vattar- nes 450, Seley 1200, Guðfinnur 400, Hólmanes 1000. Vattarnes kom svo aftur í kvöld með 900. Hér hcfur nú verið saltað í 1140 tunnur í dag, og alls 9-10 þús. tunnur. Þá hafa 3300 tunnur far- ð í frystingu og bræðslan tekið i móti 50 þús. tunnum. A.J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.