Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 7
TÚGAL Framh. af 4. siðu muni taka töluverðan tíma að þjálfa nýliðana frá herbúðunum í Kongó, og þeir gera sér jafnvel ekki vonir um sigur, þrátt fyrir þennan væntanlega liðsauka. En þeir eru þolinmóðir og segja, að tíminn sé þeirra bezti vinur. ,,Við getum komið miklum vand- ræðum af stað unz stjórnmála- mennirnir komast að samkomu- lagi“, segir Kalundungo ofursti. Portúgalir munu hafa rúmlega 20 þús. menn gegn skæruliðum uppreisnarmanna, og aðallega er barizt á litlu svæði nálægt landa- mærum Kongó. Hermenn upp- reisnarmanna hafa íæstir notið herþjálfunar og aðeins fáir þeirra hafa sómasamleg vopn, en þau koma aðallega frá Tunis. ★ „KETTIR í KOLANÁMU '. Danskur blaðamaður, sem ný- lega var á ferð í Angola, segir, að tunglskinið sé bezti banda- maður Portúgala. í myrkrinu eru uppreisnarmennirnir ósýni- legir eins og svartir kettir í kola- námu. En i tunglskininu er nógu bjart til þess, að hægt sé að semja um vopnahlé við nóttina. Blaðamaðurinn dvaldist í bæn- um Carmona, sem er „kaffihöf- uðstaður" Norður-Angola. -Áð. næturlagi er það allt ljósum FAUM prýtt, svo að auðveldara sé'að fylgjast með ferðum óboðinna gesta. Á götum Carmona úir og grúir af hermönnum. En í fyrra var enginn hermaður þar, er upp- reisnarmenn gerðu árás á bæ- inn. Árásin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, og þegar upp- reisnarmenn tóku rafmagnið úr sambandi, greip um sig mikil skelfing meðal bæjarbúa. ★ ÁRÁS HRUNDIÐ. En bæjarbúar sóttu út á göt- urnar með þau fáu yopn, er þeim tókst að safna saman í flýtinum, og ráku uppreisnarmenn á flótta. Aðeins 26 manns biðu bana í hinum Jiörðu átökum og þannig var komið í veg fyrir fjöldamorð. í Carmona, sem er höfuðstaður „Kongó-héráðs“, búa um 30 þús. manns. Árið 1950 var aðeins ein gata í bænum og um .50—60 hús og voru það yfirleitt lélegir bragg ar. Carmona er helzti kaffiút- flutningsbær landsins og .þar eru. nú fallegar breiðgötur með pálma vrjám. AUt er með ró og spekt á nokkrum virðulegum vínstúkum bæjarins, enda eru Portúgalir þeir, er í bænum búa, einnig ró- legir og virðulegir. Stolt bæjar- búa var til skamms tima ný ov glæsileg útisundlaug, en þegar hermennirnir gerðu „innrás“ i bæinn lögðu þeir hald á hana. ★ EINMANA PORTÚGALAR. Umræddur blaðamaður leggur á það áherzlu, að portúgölsku yfirvöldin hafi á engan hátt reynt að hefta ferðir hans og enginn hafi skipt sér af því við hvern hann talaði eða um hvað. Stað- reyndirnar hefðu talað sínu máli og engin hætta hefði verið á að villast af upplýsingum þeim, er yfirvöldin létu honum í té. Á ferðum sínum um Kongó- hérað komst hann að raun um, að landbúnaðarframleiðslan í Norður-Angola væri hafin á ný. Óeirðir í fyrra urðu þess vald- andi, að kaffiframleiðslan fór forgörðum, og Portúgalir draga engan dul á það, að fjárlögin mundu ekki þola annað slíkt áfall. Hinir einmana Portúgalar á plantekrunum eru gestrisnir og gleðjast vfir heimsóknum. Á sumum plantekrunum mátti enn sjá ummerki eftir uppreisnar- mennina. Fólkið á þessum plant- ekrum býr á bak við gaddavírs- girðingar og þar eru byssur lagð- ar á borð ósamt göfflum og skeið- um. ★ ..VINNUSVEtTIR". Suður-Angolamenn af Bailun- do-stofni vinna á plantekrum ÝJA EINA grannþjóð okkar, s..r.' hefur átt í meiri erfiðleikum með verðlags- og peningamál en við, eru Finnar. Hjá þeim hefur verið að heita má stöðug verðbólga og hefur gildi finnska marksins farið sífellt minnk- andi, en kaupgjald og verðlag dansað hinn illraemda hring- dans upp á við ár eftir ár. Nú ætla Finnar að grípa í taumana. Þeir hafa ákveðið að taka upp nýtt mark, jafngUt 100 gömlum mörkum, um næstu áramót. Breytist gildi marksins gagnvart íslenzkri krónu úr 13 aurum í 13 krónúr, eða yel það. Verður markið þá verðmesta mynt Norðurlanda, sama og 1,60 sænskar, 2,15 danskar og 2,20 norskar kr. Jafnframt þessari breytingu gera Finnar margvíslegar ráð- stafanir til að halda verðgildi marksins og skapa meiri festu í allt efnahagslíf sitt. Er þegar mikið um þessi mál rætt og ýmis konar aðgerðir að koma til framkvæmda, sem stuðla að þessu markmiði. Þessar fréttir hljóta að vekja upp hugmynd um nýja, íslenzka krónu, sem hefur verið á sveimi um langt árabil. Fyrir nokkr- um vikum skrifaði glöggur Al- þýðuflokksmaður nafnlausa grein liér í blaðinu, þar sem hann tók þetta mál upp og spurði, hvort ekki væri tíma- bært, að athuga það í alvöru. Ef til þess væri gripið að auka verðgildi íslenzku krón- unnar, mundi sennilega valinn sá kostur að 1 ný króna komi í stað 10 gamalla. Þetta er þó ekki einfalt mál, því hér eru peningaviðskipti flókin og mjög mikið um skuldir, sem að sjálf- sögðu yrði einnig að færa niðor. Samtimis yrði að gera víðtækar ráðstafanir til að tryggja, að hið nýja verðgUdi héldist, en krónan tæki ekki þegar að hrapa aftur. Því fylgja vissu- lega margir kostir að festa verð maeti gjaldmiðilsins, gera ís- lenzku krónuna verðmeiri en sænska, norska og danska, og auka traust peninganna innan- lands og uian. í þessu sambandi verða menn að gera sér ljóst, að slík ráð- stofun er að flestu leyti óskyld gengisiækkunum, yfirfærslu- gjöldum, uppbótum eiða öðru þru, sem hér hefur verið gert M að halda atvinnuvegunum gangandi undanfarin ár. Það er allt annar handleggur, og verður að taka upp nýja krónu a sem föstustum gruhni til að von sé um að varðveita hana sem lengst. Mér er ekki kunnugt um, hvort þessi möguleiki hefur ver.ð alvarlega athugaður hjá yfirvöldum í seinni tíð, en bankar og hagfræðingar hljóta fyrir löngu að Iiafa gert sér grein fyrir, hvort þetta er fram- kvæmanlegt og hvernig fram- kvæmdin yrði. Fregnirnar frá Finnlandi hljóta að vekja um- ! ræður um málið, og væri vissu- ’ lega fróðlegt að heyra um það ; álit sérfræðinga. Efnahagsmálin, hin öra hækk ! un verðlags og launa, eru al- ' menningi mikið áhyggjumál. Spyrja menn hvert stefni og hvort draga muni til nýrra stór tíðinda í efnahagsmálunum. Ríkísstjórnin mun hafa rætt mál þessi ítarlega á fundum undanfarna daga. Hins vegar eru aðeins 3—4 vikur, þar til þing kemur saman, svo að telja má víst, að þessi mál komi þar til umræðu. Er augljóst, að framundan er viðburðaríkt þing, því mörg stórmál verða fyrir það Iögð, dýrtíðarmúlin, efnahagsbandalagið, fram- kvæmdaáætlun, ný vegalög, hafnarlög og fjölmörg önnur mál. Ekki mun það drága úr þingstörfum, að þetta verður síðasta þing fyrir kosningar. Bendir nú alít til, að Alþingi muni í fyrsta sinn í 20 ár sitja heilt kjörtímabil, og sama rík- isstjórn verði allt kjörtímabil- ið í fyrsta sinn í meira en 30 ár. Er þetta óneitanlega vottur um nýja festu og ábyrgð í Is- lenzkum stjórnmálum, hvað sem öllu öðru líður. tMWWWMWWWWtWWWWMtMWWWMW WWWWWWWWWWVMV1ÆUWVW.WMV þessum. Þeir eru í vinnusveitun- um „Corpo de Trabalho“ (CT) og eru stoltir af einkennisbún- ingum sínum. ,,Ég hef aðeins einn fána, og hann er portú- galskur", sagði einn þeirra. Þess- ir menn eru bæði vingjarnlegir og glaðlegir. Vegna neyðarástandsins eru skattar mjög háir í Angola, en ef halli verður á rekstri plant- ekru greiðir ríkið hann. Blaðamanninum var að sjálf- sögðu sýndar beztu hliðar portú- gölsku stjórnarinnar í Angola, en þannig mun það vera víðast ^ hvar í heiminum, ekki sízt í Rússlandi og Kína, segir hann. I tæk grimmdarverk gegn hinum innbornu Afríkubúum í/ skýrslu til Sameinuðu þjóðanna. Herlæknirinn gegndi áður her- þjónustu í Maquela do Zobo í Angola, en flúði í október 1961 til Kongó ásamt portúgölskum undirliðþjálfa og hefur fengið hæli í landinu. Ásakanir hans beinast einkum gegn öryggis- lögreglunni, nokkrum liðsfor- ingjum í hemum og hinu „sér- lega“ fótgönguliði, er bann sakar um dráp á þúsundum afriskra manna kvenna og bama. Herlæknirinn segir m. a. é skýrslunni: „Portúgalskir her- menn, sem hafa engan stjórn- málalegan þroska til að bera,, voru hvattir til morðanna af liðsforingjum sínum, útvarpinu, blöðunum og borgurum. Sem betur fer eru til undantekningar, en hinir fáu Portúgalir, sem áhrif hafa og andvígir eru þess- um grimmilegu aðferðum, verða að vera hlutlausir áhorfendur að þessum ógurlegu grimmdarverk- um, án þess að geta skorizt í leikinn". ★ GRIMMDARVERK. Pprtúgalskur herlæknir, Mario Mouthino de Padua lautinant, hefur nýlega bent á hinar slæmú hliðar stjómarfarsins i nýlend- unni og sakað portúgölsk yfir- völd og óbreytta borgara um víð- KÆTI yfir því að blöffin skuli vera byrjuff aff koma út aftur? Kúluvarp í meistaraflokki nunna? Nel, hvorugt. Hins vegar byrjuffu nunnurnar i klaustri einu i Kanada aff taka alvarlega kenninguna: Heil- briff sál í hraustum líkama, og var árangurinn leik-' fimi og fyrirlestrar um líkamsrækt. Litla nunnan á I myndinni sýnist vera aff æfa sig meff bolta. Laugardalsvöllur í dag kl. 4 leika Fram-KR til úrslita í Eeykjavíkurmótinu. Framlengt verður ef með þarf. A^ÝÐUMÐ -,,16. sejPt, 1362 '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.