Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 9
Spölkorn frá eru múrveggir annarrar kirkju. Það er Magn- úsarkirkjan og kóngsbóndinn heldur áfram að segja frá: — Þetta er síðasta kirkjan, sem byggð var í Kirkjubæ. Talið er, að Erlendur, sem var biskup frá 1269 — 1308 hafi látið byggja þessa kirkju. Kirkjan er vígð heilögum Magnúsi í Orkneyjum, og var ætlazt til, að hún yrði dóm kirkja í Færeyjum. Innmúraður í vegginn er steinn með mynd af Kristi á krossinum og Maríu Magdalenu. Á hann var ritað á latínu, hverjir helgidómar eru ír, 7 að tolu, voru geymdir í blýöskju í steininum. Þar á meðal er flís úr krossi Krists, pjatla úr klæðum Maríu meyjar, beinflís úr Magnúsi jarli i Orkn- eyjum og köggull úr litla fingri Þorláks biskups helga. Innmúraður í vegginn voru einnig 12 myndir og skraut- steinar voru hér með því lagi, sem hvergi hafa sést utan hér og í Soffíukirkju í Konstantin- ópel. Það ríður á að koma þaki yfir kirkjuna, því að steinand- litin veðrast. Nú skulum við koma í reyk-' stofuna, sem við byrjuðum að tala um. Við röltum á eftir kóngsbónd- anum og framhjá steinum yfir Jóannesi Paturssyni. Þar stendur skrifað: Allvæl ræður Herrin happi. sem maður nokkur sat á úti á sjó langtímum saman eða þar til Jóannes Paturson bjargaði honum úr Sjávarháska. Þar er kista með selskinni úr búi Nolseyjar-Páls, steinn með krossmarki, sem notaður var sem brauðmót, andlit Sverris konungs í steini, fyrsta elda- vélin, sem flutt var til Fær- eyja, stóli úr hryggjarlið úr IMYNDIRNAR hér á síð- J J unni voru teknar í Kirkjubæ J! í sumar. Hér efra er mynd af !! kóngsbóndanum Páli í < > Kirkjubæ og íslenzkri ung- ; J frú. Lága myndin er af kóngs ;! bænum í Kirkjubæ. iMWWWWMWmWWMWW** hval og að mig minnir teppi, sem móðir kóngsbónda kom með heiman af íslandi til Kirkju- bæjar. (Kona Jóannesar Pat- urssonar var alíslenzk, enda taiar Páll kóngsbóndi hér um bil lýtalausa íslenzku). — Hér í reykstofunni höfum við veizlur á vetrum, segir kóngsbóndinn. Þá er snætt við þetta langborð og dansað og sungið að færeyskum sið. Pabbi orti mörg kvæði. Eitt þeirra er um Gunhlaug Ormstungu. Það er yfir 300 erindi og tekur að minnsta kosti tvær klukkustund- ir að kveða það. — Hafið þið stórt bú hér í Kirkjubæ? 14 kýr í fjósi og um 400 fjár Framh.’ á 14. síðu í honum fóignir. Helgidómarn- í reykstofunni er rammlegt langborð, gert af þeirn fjölum, RENNILÁSAR Hafin er framleiðsla á rennilásum hér- lendis. Við munum kappkosta vöruvönd- un og góða þjónustu. Iðnrekendur og verzlanir, reynið viðskiptin, styðjið ís- lenzkan iðnað. A/erksmiðjan Snæsk-ísl. frystihúsinu, Rvík. Sænsk-ísl. frystihúsinu, Rvík. SUMARAUKI Komið og lítið á hið fjölbreytta úrval pottablóma. Látið einungis fagmann annast plöntuval og plöntun I blómaker fyrir yður. Gróðurhús PAUL V. MICHELSEN Hveragerði. Hafnfirðingar Nokkrir verkamenn geta fengið góða bygging arvinnu strax- Upplýsingar næstu daga í síma 51427. '■>«1 ■1 ■ ' Haustskórnir komnir í fjöíbreyttu úrvaii. Skóval Austurstræti 18 (Eymundssonar kjállara). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. sept-;1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.