Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 15
Neville Shute
Við snerum við og gengum í
lieitri sólinni, þangað til við kom
um að búðinni og sáum kjólinn
í glugganum. Mér fannst þetta
vera kjóll handa fimmtugri
konu. En hún var svo ánægð að
ég sagði ekki neitt. „Þetta er
ansi fallegur kjóll“, sagði ég.
„Hann fer þér úreiöanlega vel“.
Hún kinkaði kolli. „Það held
ég líka. „Við fórum inn í búðina
og hún fór að máta. Það þurfti
að gera smávægilegar breytingar
á kjólnum, og það mundi taka
nokkrar klukkustundir. Meðan
hún var að máta kjólinn fór ég
og keypti mér vindla. „Við skul
um svo fara og borða saman, síð
an getum við náð í kjólinn hing
að“.
„Það lízt mér vel á“, sagði
hún, ,,en ég ætla að fá að borga
fyrir mig.
„Þú um það“, sagði ég. „Þegar
ég kom til baka beið hún eftir
mér.
„Hvert eigum við að fara?“,
spurði hún.
Við völdum okkur þægilegan
stað, sem ekki var alltof dýr.
Við fengum okkur fyrst ávaxta
safa, því við áttum að fljúga um
kvöldið, og þá máttum við ekki
bragða vín um daginn.
„Hvernig gekk í Buxton?"
spurði hún. v
„Það gekk ágætlega", sagði
ég. „Ætli ég flytji ekki þang-
að“.
„Kemurðu til með að hafa nóg
að gera þar?“
„Ég hugsa það“, sagði ég hægt
„Það vcrður ekki mikið, en eitt
hvað verður það. Svo smá eykst
þetta og getur sennilega orðið á
gætt áður en yfir lýkur“.
Ég fór að segja henni frá Bux
ton og hún hlustaði með athygli.
„En það er ekki eins og þú
þurfir að vinna“, sagði hún. ,Þú
færð eftirlaunin þín“.
Ég kinkaði kolli. „Ég gæti lif
að á þeim. Svo hef ég sparað
mér svolítið saman, nóg fyrir
tveim eða þrem litlum flugvél-
um. Jafnvel nóg fyrir húsi líka“.
„En hvað um húsgögn?" spurði
hún.
Ég hló. „Ég er nú ekki farinn
að hugsa svo langt enn þá“.
Ég er ekki einu sinni búinn
að ákveða hvort ég fer til Bux-
ton. Þetta verður allt í lagi“.
Hún kinkaði kolli. ,Þú verður
að fá einhverja konu til að koma
á daginn og vinna húsverkin.
„Það endar víst með því“.
„Hvenær ætlarðu að ákveða
þetta?“, spurði hún þegar við
vorum farin að borða.
„Ég sagði þeim að ég mundi
taka ákvör,un varðandi leigu á
flugskýlinu í október", sagði ég.
„Bóndinn, sem hefur það verður
að flytja sitt hafurtaks burt, áð-
ur en ég kem. Það þarf að gera
dálítið við það, áður en hægt er
að setja flugvélar þar inn. Svo
verð ég að athuga með hús, því
hótelið er alveg hryllingur”.
„Hvenær heldurðu að þú farir
þangað?“
„Ég verð sextugur í febrúar“,
sagði ég. „Þá vei'ð ég að vera
hættur hér“.
„Þá verða breytingar á áhöfn-
inni, þegar þú hættir?"
Ég hafði verið alltof uptekinn
af mínum eigin áhugamálum til
að hugsa um það. „Ég býst við
því“, sagði ég. „Ég veit að Pat
Peterson vill heldur vera á Norð
urleiðinni“.
„Það er út af konunni hans.
Hún þolir ekki hitann".
„Ég veit. Hvenær ætlar Mollie
Hamilton að giftast?" Hún hafði
opinberað í síðasta fríi.
„Þau eru held ég ekki búin að
ákveða það. Hún verður út ár-
ið“.
„Wolfe á stúlku í San Franc-
isco“, sagði ég. „Það lítur út fyr
ir heilmiklar breytingar eftir
áramótin?“ sagði ég.
Hún kinkaði kolli. „Ég hugsa
að ég hætti líka“, sagði hún.
Ég leit á hana. „Ertu orðin
þreytt á starfinu?“
„Nei, ekki beint“, sagði hún
hugsandi. „Þetta er dásamlegt líf
á margan hátt. Ég er búin að sjá
svo margt. En mér finnst þetta
starf ckki jafnast á við hjúkr-
unarstarfið".
„Ætlarðu þá aftur á spítal-
ann?“
Hún kinkaði kolli. „Það hugsa
ég.“ Það varð smáþögn. „Mig
langar til að fara á bæklunar
sjúkrahús. Þar sem eru lömunar
veik börn“.
Skammt frá okkur var sund-
laug og þar í voru nokkrir frísk
legir menn að svamla. „Það er nú
hálfgerð mótstæða við þetta“,
sagði ég og benti.
Hún brosti. „Satt er það. Að
hjálpa fötluðum börnum til að
verða heilbrigð, er þó í sambandi
við þetta“. .
„Ég skil hvað þú átt við“, sagði
ég.
Ég leit til hennar og brosti.
„En hvað um giftingu? Er hún
ekkert á næstu grösum?"
Hún hló. „Ekki ennþá að
minnsta kosti“.
Þú ættir nú ekki að bíða oE
lengi. Það ættu allir að gifta
sig“.
„Þér ferst að t.ala“, sagði hún.
Ég leit á hana. „Ég hef verið
giftur".
„Fyrirgefðu“, sagði hún. „Það
vissi ég ekki“.
„Það er ekkert að fyrirgefa",
sagði ég. „Það eru næstum fjöru-
tíu ár síðan“.
„Hvað skeði?“ spurði hún.
„Hún skildi við mig“, svaraði
ég. „Fékk skilnað í Rene. Hún
var leikkona, — Judy Lester.
Hefurðu heyrt hennar getið?“
Hún hristi höfuðið.
„Það var auðvitað löngu fyrir
þína tíð. Hún var töluvert fræ,g.
Ég hafði vinnu í Englandi eftir
stríðið, en henni bauðst kvik-
myndasamningur í Hollywood.
Hún kom ekki einu sinni til Eng
lands til að fá skilnaðinn".
„Hvernig stóð á skilnaðinum?
Er þetta kannski of nærgöngul
spurning?"
„Nei, alls ekki“, sagði ég. „Hún
vildi giftast hljómsveitarstjóra í
Hollywodd og fékk skilnaðinn fyr
ir brotthlaup".
Hún setti í brýrnar. „Ég skil
ekki. Hver hljóp frá hverjum?"
Ég brosti. „Ég hljóp frá henni
af því að ég fór ekki með henni
til Hollywood".
„Gat hún fengið skilnað fyrir
þessa sök?“
„Það var hægt í Nevada þá. Nú
er búið að gera reglurnar eitt-
hvað stangari". .
„Áttuð þið böm?“
Ég kinkaði kolli. „Við áttum
eina dóttur. En ég hafði aldrei
neitt með það að gera. Við
bjuggum aldrei saman eftir að
barnið fæddist. Móðir henn fór
með hana til Ameríku“.
„Heyrðirðu ekkert frá þeim?“
Ég hristi höfuðið. „Ég var dá
lítið sár yfir þessu öllu, og ég
hafði ekki efni á því að fara til
Ameríku. Ég kom þar ekki fyrr
en tuttugu árum síðar, í seinna
stríðinu, og þá vildi ég ekki fara
að grafa þetta allt upp“.
Hún kinkaði kolli. „Þá hlýtur
stúlkan að hafa verið orðin full
orðin".
„Það var eins gott að láta bara
við svo búið standa".
Það voru mörg ár síðan ég
hafði talað við nokkum um hjóna
band mitt. Ég hafði bara talað
um það við Bxendu og Arthur
Marshall, hann var skotinn nið
ur í stríðinu, og Brenda var líka
dáin. Stundum hittir maður fólk,
sem maður getur talað við um
svonalagað, en það er ekki oft.
Það varð að vana hjá okkur að
fá okkur gönguferðir saman á
morgnana, þegar við vorum í
Honolulu. Við skoðuðum bátana
og snekkjurnar í höfninni, einu
sinni eða tvisvar fómm við á
hljómleika. Ég fékk nokkmm
sinnum leigðan bíl og við ókum
dálítið um eyjuna. Á Nandi vor
um við ekkert saman. Þar litu
þau til mín sem flugstjóra. En
hér töndumst við í mannhafið á
götunum.
Ég hlakkaði alltaf mjög til
þeirra stunda þegar vlð vorum
saman í Honolulu. Ég held að
hún hafi gert það líka. Ég var
ekki neitt að gera hosur mínar
grænar fyrir henni. Til þess var
ég sennilega orðinn of gamall.
GRANNARNIR
Ég tók saumavélina þína í sundnr, en ég skal setja hana aft
ur saman, þegar ég er orðin stór.
Loftleiðir
Framh. af 16. síðu
Gert er ráð fyrir tveim álmum
sem mynda 90 gráða horn, og
verða þær tengdar með sambygg-
ingu, þannig, að innangengt verð-
ur þeirra í milli. Verður önnur
álman aðallega afgreiðsla, en hin
einkum skrifstofubygging. Snýr
afgreiðslubyggingu frá norðri til
suðurs, en hin frá yestri til aust-
urs. Grunnflötur bygginganna
verður um 1400 fermetrar. Þrigg-
ja akreina braut verður innan
skeifunnar, sem myndast við
byggingarnar, og í grennd við
þær verða 250 bifreiðastæði.
Milli hinna fyrirhuguðu bygg-
inga Loftleiða og flugtumsins
verður um 70 metra breitt bil. Er
þar nægilegt landrými fyrir al-
menna flugafgreiðslu, og er bygg-
ingum Loftleiða hagað þannig, að
þær geti seinna orðið hluti stórr
ar flugstöðvarbyggingar, ef á-
kvarðanir verða síðar teknar um
að reisa hana.
Gert er ráð fyrir, að veitinga-
salir rúmi um 350 manns, en um
200 geta þar að auki verið í setu
stofum og biðsölum. Er þetta lág
markstala þeirra farþega, sem
gera má ráð fyrir, að þurfi ú
næstunni að eiga samtímis við-
dvöl í salarkynnum Loftleiða á
Reykjavikurflugvelli, þar sem 3
fullsetnar Cloudmasterflugvélar
hafa stundum að undanförnu ver-
ið á sama tíma hér í Reykjavík,
en farþegafjöldi þeirra er 255
manns.
Myndin var tekin, þegar fyrsta
skóflustungan var tekin.
Lét loka sig inni
Framhald af 8. síðu.
síðan inn í skólavöru og barna-
bókadeild inn af aðalverzluninni
og stal þar 250 krónum í seðlum.
Aðfaranótt föstudagsins var brot
izt inn í Selásbúðina. Ekki varð
séð að neinu hafi verið stolið! þar.
BEN-GURION
Framhald af 3. síðu
að Hótel Sögu. KL 16 í gærdag
hélt hann blaðamannafund í for-
sætisráðherrabústaðnum. — Frá
þeim fundi verður nánar skýrt í
þriðjudagsblaðinu.
t gærkvöldi héldu Ben-Gurion
og kona hans kvöldverðarboð í
Þjóðleikhúskjallaranum.
Eins og áður er sagt, áttu þess-
ir góðu gestir að halda á brott
I árla í morgun. Nokkrir blaða-
j menn úr föruneyti þeirra verða
jhins vegar eftir og fara ekki fyrr
len á mánudag.
BILVELTA <
Framh. af 16. siðu
fannst þó innan skamms, það
hafði leitað til bæja. Meiðsl þess,
voru smávægileg, y
Um svipað leyti varð barn fyrir,
bíl í Sólheimum. Það var flutt á,
á Slysavarðstofuna. Ekki var þar(
unnt að fá upplýsingar um meiðslj
þess í gærdag. t
Stöðin sýnd
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja~
víkur hefur skógræktarstöð sína íi
Fossvogi opna til sýnis almenningi,
í dag kl. 2—7.
Framleiðsla stöðvarinnar eru,-
300 þúsund trjáplöntur árlega, er
þar mest um að ræða skógarplönt-
ur, en einnig nokkuð af garðplönt-
um. Myndin er tekin í skógræktar-
stöðinni. 1
\
ALÞÝDUBLftÐIO - 16. sept-1962