Alþýðublaðið - 18.09.1962, Page 9
L
BÖRN
ÞEGAR ÞEIRRA
ER ÓSKAÐ
ir það, að vera algjörlega eðli-
legt fyrirbrigði, fullt af hugmynd-
um, sem enginn lætur í ljós og
eru afskræmdar með hroðalegum
afleiðingum.
Ef nógu fljótt er tekið í taum-
ana, má hindra þessar afleiðing-
ar í mörgum tilfellum.
Hlutverk skipulagðra barn-
eigna, sem komið var á í Varsjá
í Póllandi árið 1957, er að leysa
þessi vandamál, bæði hvað sjón-
armið og gerðir snertir. Þetta er
stofnun á vegum borgarinnar,
stofnuð af fólki með gott eitt í
huga, læknum, rithöfundum,
blaðamönnum, lögfræðingum og
ferystumönnum borgarinnar. —
Stofnunin nýtur fullrar aðstoðar
ríkisstjórnarinnar. Til að byrja
með vorum við fáir. í dag getum
við lýst yfir, að mál okkar hefur
hlotið hljómgrunn meðal fólksins
og náð jafnvel til fjarlægustu og
afskekktustu héraða landsins.
Stofnunin okkar lofar viðskipta
mönnum sínum engu, né heldur
neyðir aðra til að ganga í félags-
skapinn, en samt berast stöðugt
gjafir. Meðlimir eru um 50 þús.
og þeir borga dálítið ársgjald.
Stofnunin naut þegar aðstoðar
blaða, útvarps, sjónvarps og ef svo
mætti segja alls almennings. —
Þetta mátti sjá af hundruðum
einkabréfa, mörgum hverjum
breytilegum um efni og uppsetn-
ingu, af greinum sömdum af á-
hrifamönnum og blaðamönnum
fyrir blöð þeirra, og af hjálpsemi
margra heimsfrægra manna.
Stjórn þessa sambands hóf þeg-
ar víðtæka kynningu á áætlun
sinni og skipulagningu samvinnu-
stofnana um landið.
Eftir tveggja ára útbreiðslu-
starfsemi og kynningu, hélt
stjórnin fyrsta þing sambandsins
í janúar 1960.
Niðurstöður og ályktanir þessa
fyrsta þings hafa orðið megin-
reglur félagsskapar okkar.
Þessar meginreglur miða að
því, að fræða ungt fólk um kyn-
ferðislíf, sköpun tvíhliða afstöðu
í sambúð hjóna, meiri hjálp til
mæðra sem einar verða að sjá
fyrir börnum sínum, samvinnu
foreldra um fyrirsjá fjölskyld-
unnar, og framtíð barnanna (bæði
faðir og móðir eru jafnt ábyrg
fyrir börnum sínum), og bundinn
verði endir á fáfræði konunnar
og kæruleysi karlmannsins í kyn-
ferðismálum.
Starf sambandsins er aðallega
byggt á kynferðislegri fræðslu,
séðri frá hvaða hlið sem er, og
við allar aðstæður í þjóðfélaginu.
Þegar samb^ndið fann áhuga
blaðanna á starfsemi sinni, skrif-
uðu rnenn þess og stuðningsmenn
hundruð greina í þau um starf-
semi þess, rædda á breiðum grund-
velli ásamt kynningu á markmið-
um og leiðum.
Útvarp og sjónvarp hafa einn-
ig verið okkur hjálpleg.
Sambandið hefur aðstoðað við
útgáfu sölurita að upplagi 853
þúsund eintök og ókeypis rit
hafa verið 7.760 þúsund að ein-
takafjölda. Þessi rit fjalla yfir-
leitt um getnaðarvarnir.
Við höfum mestmegnis stuðlað
að því að hjálpa mæðrum, sem
eiga stóran barnahóp en voru
hjálparvana vegna fáfræði sinnar
og hræðslu, sífellt að eiga börn
og missa fóstur og sífellt í ótta
við að eignast einn krakka til við-
bótar. Það er augljóst, að eftir að
fræðslan hófst meðal fátækra for-
eldra, sem ekki gátu séð börn-
um sinum farborða, að ungbarna-
dauði hefur minnkað til muna.
Leiðbeiningastöðvarnar, sem
tilheyra heilbrigðismálaráðuneyt-
inu, eru aðalstöðvamar, sem gefa
ráð í sambandi við getnaðarvarn-
ir og önnur viðlíka mál. Slíkar
leiðbeiningarstöðvar eru yfir þús-
und talsins í Póllandi og er þeim
stjórnað af læknislærðum mönn-
um, launuðum af rikinu. Þess
vegna geta þessar leiðbeininga-
stöðvar gefið ráð sín án endur-
gjalds.
Athyglisverð er hin vinsæla
stofnun, sem annast bréfaskipti á
vegum sambandsins. Fræðslu bréf-
leiðis var komið á vegna þess að
margir sem búa utan borgarmúra
Varsjár og annarra stórborga eiga
erfitt með að ná beint til samtak-
anna og svo lika vegna þess, að
margir eru feimnir við að fara
beint til læknis. Fyrir dálitla
þóknun getur hver sem er feng-
ið bréflega ráðleggingar færustu
manna í kynferðismálum. Um það
bil 35 þús. bréfum, sem fjalla um
kynferðismál hefur verið svarað.
Leiðbeiningarstöðvum fyrir ó-
gift. fólk hefur verið komið á fót
í mörgum stærstu borgum Pól-
lands. Þar getur ógift fólk, sem
er í vanda statt, fengið leiðbein-
ingar og hjálp ókeypis.
Áróðurinn fyrir notkun getnað-
arvarna var ekki árangursríkur
meðan skortur var á lyfjum, ekki
haldbetri en svo, að þau grófu
undan áliti manna á getnaðar-
vörnum og gerðu baráttumönnum
okkar erfitt fyrir. Samtökin voru
neydd til að taka upp eigin fram-
leiðslu á getnaðarvarnalyfjum,
reyna betur þau útlendu og end-
urbæta sín í samræmi við þau. Nú
framleiða samtökin getnaðarvarn-.
ir og tekjurnar af sölu þeirra gera
kleift að halda uppi starfsemi
sinni án mikils styrks frá ríkis-
stjórninni. Þar sem sambandið er
almenningi til heilla en ekki rek-
ið í gróðaskyni, er öllum tekjum
þess varið til að annast barna-
uppeldi og heilsugæzlu.
Til að ná sem allra beztum ár-
angri, hefur félagsskapurinn feng-
ið í þjónustu sína færustu menn
sem völ er á, hvern í sinni grein.
Fjöldi manna vinnur að rannsókn
um á vegum stofnunarinnar, og nú
þegar hafa verið gefin út mörg rit,
byggð á rannsóknum sérfræðinga
í kynferðismálum,- sálfræði og í
ýmsum þeim greinum, sem til
greina koma í starfsemi okkar.
Mörg fræðslurit um kynferðis-
mál fyrir unglinga hafa verið gef-
in út. Eitt þeirra rita hefur verið
tekið til kennslu í skólum. Tekn-
ar hafa verið upp rannsóknir á
skyldum sviðurn, fjölskyldufræði,
tíðni og ástæðum fyrir fóstureyð-
ingum, barnauppeldi á heimilum
og í stofnunum, og hversu mikið
er um beinkröm í Póllandi.
Það er dæmi um sigur okkar,
að áróður fyrir getnaðarvörnum
fer sífellt minnkandi á meðan
notkun lyfja færist í vöxt, fólkið
veit, hver gagnsemi þeirra er og
það þarf ekki að hrópa hana leng-
ur í eyru þeirra. Árangurinn mun
hafa orðið svipaður í öðrum lönd-
um, sem löglega hafa tékið upp
fræðslu um notkun getnaðarvarna,
leyfa fóstureyðingar eða berjast á
móti þeim. Þetta á rætur sínar að
rekia til fjárhags, þjóðfræði og sið
ferðislegs anda viðkoman^ landa.
En, við höfum þó í huga, að
börnum heldur fækkar heldur en
hitt í þróuðum löndum, og það
getur leitt til þess að hugsa verði
upp ráð til að stækka fjölskyld-
urnar.
Samband skipulagðra barneigna
hefur haft hendur í taumi með
þessu, með því að aðstoða við næst
um því milljón fæðingar á ári.
Þessi starfsemi er tiltölulega
skammt á veg komin ennþá, vegna
þess, hve stutt er síðan starfsemi
sambandsins hófst. Markmiðið er
að heyja baráttu fyrir því, að
barn fæðist í þökk beggja for-
eldra, sem hafa notað kennslu
stofnunarinnar, og að hún geti
hjálpað til að foreldrarnir eigi
eins mörg börn og þau hafa á-
Framh. á 14. síðu
eftir Marcin Kacprzak
rektor læknadeildar
Háskólcms í Varsjá
J
NYJUNG! NYJUNG!
Vitawell-permanent, sem þoíir rigningu.
Vitawell-permanentið er komið
TJ ARNARSTOFAN
Tjarnargötu 10 — Sími 14662.
Pökkuncerstúlkur óskast
hálfan eða allan daginn-
HraMrystistöð Kefiavíkur
símar 1105 og 1341.
Húseigendur céthugið
Getum útvegað hin smekklegu og hagkvæmu aluminíun*
handrið með stuttum fyrirvara.
Sendum hvert á land sem er.
Járnsmiðja GRÍMS og PÁLS
Bjargi v/Sundlaugaveg sími 3 26 73.
Smábarnakennsla
Smábarnaskóli minn byrjar í október næstkomandi.
Upplýsingar í síma 34440.
UNA SVEINSDÓTTIR.
Kambsvegi 13.
HEKLUPEYSUR HEKLUSOKKAR
/ A i /t
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. sept. 1962 9