Alþýðublaðið - 18.09.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 18.09.1962, Qupperneq 15
Neville Shute , Við vorum mjög nánir vinir, er mér óhætt að segja. Ég sagði lienni aldrei neitt írá Brendu, það var of viðkvæmt mál. En ég held að eftir nokkra mánuði hafi hún vitað allt annað um mig, en það. Það var svo auðvelt að tala við hana. Hún sagði mér líka mikið frá sjálfx-i sér. Hún sagði mér samt ekkert um ástamál sín. Að því leytinu vorum við lík. Þótt við sæjumst ekki mikið í Nandi, fyrir utan veruna á tenn isvellinum, sem var eins og hver önnur vinna, þá hvarf hún varla úr huga mér. Ég byrjaði að hugsa um það með löngum fyrirvara, hvað við ættum nú að gera í Honolulu í næstu viku. Ég átt- aði mig þó að vissu leyti. Ég gam all karlskröggur var á góðri leið með að verða ástfanginn í stúlku, sem var helmingi yngri en ég og vel það. Ég ætti vissulega að vita betur en að láta það ske. Þetta hafði ekki komið fyrir síð an Brenda dó. Þetta hlutu að vera ellimörk. Ég reyndi að bæla þetta niður, en það var ekki auðvelt. Einu sinni í Honolulu þurfti ég að fara út á flugvélaverkstæðið, og ég sagði að ég vissi ekki hvað ég mundi verða lengi, og hún skyldi ekki bíða eftir mér. Hún varð undrandi og þetta olli henni von brigðum. Mér leiddist mjöé að særa hana. Þeir voru hissa að - sjá mig á verkstæðinu. Ég slæpt ist þar í klukkustund, þá hélt ég að hún hlyti að vera farin út, svo ég fór til baka á hótelið. Þar sá ég .að hún sat ein í for salnum og las í blaði. Hún virt- ist jafnánægð að hitta mig og ég hana. Ég hafði tekið bíl á leigu og við fórurn í langa ökuferð um ' eyjuna og skemmtum okkur kon unglega. Undir lok október fór ég í vikufrí á nýjan leik. Ég fór til Buxton og fékk inni á hótelinu. Þar hafði ekkei-t breytzt síðan ég var þar. Eg yrði að hætta hjá Aus Can í lok janúar. Nú hafði ég bara þrjá mánuði til að taka ákvörðun. Það gerði ég þama. Eg náði sambandi við annan af tveim lögfræðingum, sem þarna störf- uðu. Hann gerði fyrir mig sarnn- ing um leiguna á skýlinu og af- not af flugvellinum. Þegar það var allt komið í gang, fór ég að athuga með hús. Eg vildi búa við veginn, sem lá út á flugvöllinn. Eg fékk lóð undir hús þar, mjög nálægt flug- skýlinu. Svo gerði ég samning um byggingu hússins. Eg vildi kaupa þrjár flugvélar, verkfæri, varahluti og notaðan bíl. Það þýddi að ekki mundi verða fé eft- ir til hússins. Eg valdi teikningu að litlu húsi og þegar ég kæmi hingað aftur í desember mundi næstum verða komið upp. Eg greiddi fimm hundruð pund upp í byggingar- kostnað hússins og samningur- inn var gerður. Þegar þetta var búið. hafði ég ekkert að gera til klukkan fjög- ur, að áætlunarbíllinn færi til Ho- bart. Ég gekk því um flugvöll- inn með myndavélina mína og tók myndir af öllu, sem mér datt í hug. Eg vissi, að ég mundi segja Peggy Dawson frá þessu öliu í næstu viku, og þá var eins gott að geta sýnt henni myndir. Til Hobart kom ég klukkan 11 um kvöldið. Eg gisti á hóteli þar og daginn eftir fór ég í banka til að biðja um lán. Síðan fór ég að líta á ný og notuð húsgögn til að sjá hvers ég mundi þurfa með. Eg fór til Melbourne síðar um daginn og þaðan fór ég með sporvagni til Suður-Yarra, — og reyndi að gera mér í hugarlund hvernig hún hefði búið þar. Eg stóð góða stund og horfði á húsið, sem hún hafði átt heima i. Skelf- ingar kjáni var ég, því ég fór líka og skoðaði spítalann þar sem hún hafði unnið að utan. Næsta morgun flaug ég til Syd ney með ACA. Þegar ég var kom- inn í sæti mitt, sá ég á áhafn- arlistanum, að Ronnie Clarkc var flugstjóri, hann hafði lært að fljúga hjá mér þetta yndislega ár í Leacester. Þá hafði ég verið hamingju- samur, ég var það líka núna. Þeg- ar vélin var komin upp, bað ég aðra flugfreyjuna að segja flug- stjóranum, að Johnnie Pascoe væri meðal farþeganna. Hún kom strax aftur og bauð mér fram í stjórnklefann. Aðstoð- arflugmaðurinn stóð upp og ég settist í sæti hans. Það var gam- an að sjá Ronnie aftur. Hann hafði verið flugmaður lengi og var í góðu áliti hjá félaginu. Eg sagði honum frá Buxton, og hvað ég ætlaði að gera. Við þurftum báðir að bíða þrjá tima i Sydney. hann eftir að fara til baka með vélina. og ég eftir vélinni til Nandi. Mér hafði alltaf geðjast vel að Ronne og hann var einn elzti vin urinn, sem ég átti. Hann bjó í Melbourne og við mundum geta hitzt öðru hverju, þegar ég flytti til Buxton. Eg hugsaði með sjálf- um mér. Hvað skyldi lxann vita mikið um samband okkur Brcn- du? Eg hafði það einhvern veg- inn á tilfinningunni, að hann vissi heilmikið. Annað var, að öll þau ár, sem við höfðum þekkzt, þá hafði hann aldrei minnst á hana. Við fengum okkur kaffisopa og spjölluðum heilmikið saman um þá gömlu góðu daga. Vélin, sem ég fór með lenti í Nandi um tíuleytið um kvöld- ið. Mér fannst gott að koma þangað aftur, þótt loftslagið væri ekki sem bezt. Eg sá, að það var ljós í herberginu hennar, svo ég fór inn á barinn og fékk mér einn viskí og beið, ef hún skyldi koma og tala við mig. Hún kom ekki. Hún hefur sennilega alveg verið í þann veginn að fara að sofa. Þá fór ég sjálfur í rúmi* og hugsaði um ljósmyndirnar, sem ég gæti 'sýnt henni 1 næstu viku. Eg sýndi henni myndirnar í Honolulu. Hún hafði mjög mik- inn áhuga á þessu öllu, eins og ég hafði reyndar gert mér í hugarlund. Sérstaklega skoðaði hún vandlega myndimar af teikn ingu hússins. Þegar hún var búin að skoða allar myndirnar, sagði hún: „Þetta er ansi snoturt þorp, — Hver er aðalatvinnuvegurinn þama?“ „Landbúnaður," sagði ég. — „Kindur og nautgripir. Nokkrir hafa kýr.” „Hvað skeður, ef þú verður veikur?“ spurði hún. „Er læknir þama?” „Ekki enn þá,” sagði ég. „En hann kemur innan skamms. Ann- ars ætla ég ekkert að verða veik- ur.“ Hún hló. „Það ætlar sér víst ekki neinn.” Eg bauð henni sigarettu — og kveikti í fyrir hana. „Þú ert bú- inn að leggja þetta allt niður fyr- ir þér,“ sagði hún. „Þér líður sennilega aldrei vel, nema ná- lægt fíugvélum og flugvöllum." ,,Það er líklega rétt hjá mér,“ sagði ég. „Eg er búinn að vera svo len’gi í þessu.“ „Eg vildi að þú þekktir ein- hvem þarna,“ sagði hún. „Þetta hlýtur að verða einmanalegt í byrjun." Þetta var í annað skipti, sem hún hafði sagt þetta. „Eg á ekki svo erfitt með að kynnast nýju fólki,“ sagði ég. „Annars kem ég til með að fara til Melboume við og við býst ég við. Eg á kunn ingja þar.“ „Hvern þekkir þú í Melbour- ne, fyrir utan mig?“ spurði hún. Eg sagði henni frá Ronnie Clark og hvernig við hefðum liitzt fyrir fáum dögum. Nokkrum dögum síðar fór hún í frí. Meðan hún var í burtu hafði ég tíma til að hugsa málið. Það var rétt hjá henni, það mundi verða einmanalegt í Bux- ton. Eg mundi ekki verða ein- mana á þann hátt, sem hún meinti. Eg átti auðvelt með að afla mér vina meðal karlmanna. í því hafði ég næstum ævilanga reynslu. Eg mundi vissulega verða einmana, því ég mundi sakna hennar mjög. Eg gerði mér alveg Ijóst, hvað af því mundi leiða, ef ég bæði hana að giftast mér. Eg vissi, að það var heimskulegt. Hún mundi sennilega bara hlæja að mér og GRANNARNIR Þér verðlð að fyrirgefa að ég kem of seint, en það voru marg ir hjá kaupmanninum. það mundi binda endi á vináttu okkar. Þess vegna ákvað ég að gera það þá ekki fyrr en rétt áður en ég hætti hjá félaginu. Þótt ég gerði það ekki, — mundi vinskap okkar að mestu ljúka, er ég hætti hjá félaginu, og þá mundi ég dauðiðrast að hafa ekki gert þetta. Þetta var mikið vandamál. Ég var að verða sextugur, hún var mitt á milli tvítugs og þritugs. Hún mundi að sjálfsögðu vilja eignast börn. Það var ekki gam- anmál að verða pabbi sextugur. En það var ekkert við því að gera. Eg var mjög vel á mig kominn líkamlega. Eg fór í lækn- isskoðun á þriggja mánaða fresti og það fannst aldrei neitt að mér. Undir vikulokin var ég komin á þá skoðun, að ég yrði að freista gæfunnar. Ef lxún tæki mér, yrði þetta vissulega óvenjulegt hjóna- band, en það var svo sannar- lega ekkert þvi til fyrirstöðu, að við yrðum ekki hamingjusöm bæði tvö. Ef hún hins vegar hafn aði mér, þá yrði auðvitað við það að sitja, en það var betra held- ur en að biðja hennar ekki. Það mundi vera ágætt að láta til skara skríða um jólaleytið, þá væri um það bil mánuður þar til ég hætti. Hún mundi sennilega þurfa um- hugsunartíma til að svara svona óvenjulegu bónorði. Ef hún hafn- aði mér, yrði þessi mánuður ekkert skemmtilegur, en við því var ekkert að gera. Hún kom til baka úr leyfinu og við héldum áfram eins og fyrr í Honolulu. Þó var þetta ekki alveg eins og áður, því mér fannst ég ekki geta talað við hana um framlíðina fyrr en úr þessu væri skorið. Það var einhver breyting á. Einu sinni eða tvisv- ar stóð ég hana að því að horfa á mig með furðusvip. Hvaff skyldi hún vita mikið, hugsaði ég með mér. í desember var loftslagið af- skaplega rakt þarna, maður svitnaði við minnstu hreyfingu, og það rigndi oft mikið. Þaff var munur, þegar við vorum í Honolulu, því þar var mikið svaL ara. Við hættum að leika eins mikinn tennis, því það var ekki nokkur leið. Þess í stað syntum við við ströndina. Eg gekk meira að segja úr skugga um að þau syntu góðan spotta til að halda sér við. NÝKOMIÐ - Skútugarnið Regattae, Zermatt, Kompas, Babygarn Grazia, Babybarn Stella m/silkiþr. o. fl. gerðir. Kakíefni, mjög góð tegund, 140 cm. breitt, dökkblátt, ljósblátt,- grænblátt, brúnt og hvítt. Japanskar kven-krepbuxur. Þýzkar kvenbuxur, baðmullar. Þýzkt kápupoplín, rautt ,ljós- blátt, ljósgrænt. Sendum gegn póstkröfu. Verzlunin H. TOFT, Skólavörðustíg 8. Dalbraut 1. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. sept. 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.