Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 14
DAGBÓK limskipafélag Xs- Iinds h. f. Brúar- oss fer frá Char- íston, í dag 15. til New York og Jteykjavík- ur. Dettifoss fór frá Keflavík 14. 10. til Rotterdam og Ham borgar. Fjallfoss fór frá Norð- firði 14. 10. iil L;.'sekil Gra- varna og Gautaborgar. Goða- foss fer frá Reykjavík 17. 10. til Vestmannaeyja, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar og Norðurlandshafna. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. I agarfos* fór frá Fáskrúðsfirði 12. 10. til Hull, Grimsby, Fjnnlands ng Leningrad. Reykjafoss fer frá Gdynia, 16. 10. til Artwerpen og Hull. Selfoss íór frá Reykja vík 13. 10. til Óublin og New York. Tröliafoss kom fil Huli 14. 10., fer þaðan íil Grimsbv og Hamborgar. Tungufoss fór frá Kristiansand 13. 10. tií Reykjavíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla fer frá Raumo i dag á- leiðis íil Vaasa. Askja kemur tii Pireusar í kvöld. Jföklar h. f. Drangajökull fer frá Hamborg í dag tii Sarpsborg og Reykja víkur. Langjökull fer frá Akur- eyri í dag til Gautaborgar, Ríga og Hamborgar. Vatnajökull er í Grimsby, fer þaðan 17. 10. til London, Rotterdam og Reykja- V'íkur. Skipadeild S. í. S. Hvassafell er væntanlegt til Arc hangelsk 18. þ. m. frá Lime- rick. Arnarfell er á Sauðár- króki. Jökulfell lestar á Ausl • :‘jörðum. Dísarfell losar á Norð- urlandshöfnum. Litlafell er á Vopnafirði. Helgafell er í Hel- eingfors. Hamrafcll fór 8. þ. m. frá Reykjavík áleiðis til BatuinL Skipaútgerð ríkisins. Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Reykjavík Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 21:00 í kvöld til Reykjavíkur. Þyrill er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Herðubreið er í Reykjavík. Hafskip. Laxá er á Akranesi. Rangá er i Sautaborg. Fiugfélag íslands h. f. MillilanUa flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í iag. Vatntanleg aftur til Reykja- vikur kl. 22:40 í kvöld. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga íil Akureyrar (2 ferðir). Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðár- króks og Vestmannaeyja. morgun er áætlað að "Ijúga tii Akureyrar (2 ’erðir). Húsavík- ur, Isafjarðar og Vestmanna- t-yja. Kvenfélagið Aldan, heldur íund, miðvikudaginn, 17. okt. kl. 8:30 að-Bárugötu 11. Samcig - inlegur undirbúningur íyrii basarinn. jb riðjudagur S. V. D. K. Hraunprýði, fyrsti fundur vetrarins verður hald- inn þriðjudaginn 16. október, kl. 8:30 í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: Venjuleg íundar störf. Skemmtiatriði: Bingó. Ferðasaga — Frú Elínborg Magnúsdóttir. Konur fjöl- mennið! Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvíkurkirkju fást á eftir- töldum stöðum: Hjá Vilhelm- ínu Baldvinsdóttur, Njarðvík- urgötu 32, Innri-Njarðvík; Guðmundi Finnbogasyni, Hvoli, Innri-Njarðvík; Jó- hanni Guðmundssyni, Klapp- arstíg 16, Ytri Njarðvík. Náttúrulækningafélag Reykja- víkur: Fundur verður haldii n í Náttúrulækn.félagi Reykja- víkur, miðvikudaginn 17. októ ber kl. 8:30 síðdegis, í G’-’ð- spekifélagshúsinu, Ingólfs- stræti 22. Grétar Fells flyt.ur erindi: Vinstri höndin. Píanó- leikur: Skúli Halldórsson. Veittir verða ávaxtadrykkir. Félagar fjölmennið og íakið með ykkur gesti. Þjóðminjasafnið og listasafn ríkisins er opið sunnudaga, þriðjudaga, Fimmtudaga og Laugardaga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Bazar V.K.F. Framsótikar verð ur 7. nóvember n.k. Konur eru vinsamlega beðnar að koma gjöfum á bazarinn iii skrif- stofu V.K.F. í Alþýðuhúsinu. Félag frímerkjasafnara. Her- bergi félagsins verður í sumar opið íélagsmönnum og almenn ingi alla miðvikudaga frá kl. 8-10 s.d. Ókeypis upplýsingar veittar um frímerki og frí- merkjasöfnun. Bæjarbókasafn Reykjavíkur — •sími 12308 Þiné hoitsstræti 29a) Útlánsdeild: Opið 2-10 alla daga nema laugardaga 2-7 sunnudaga 5-7. Lesstofan: 10- 10 alla daga nema laugardaga 10-7 sunnudga 5-7 Útibú Hólmgarði 34 opið alla daga nema laugardaga og sunnu- dga. Útibú Hofsvallagötu 16 opið 5.3017.30 alla dnga nema laugardaga og sunnudaga. Lvöld- og aæturvörðui L. a. i d*g. Kvöldvakt kl. 18.00-00.30 Á kvöld- vakt: Ólafur Ólafsson. Á nætur- vakt: Þorvaldur V. Guðmunds son. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- ir stöðinni er opin allan sólar- öringinn. — Næturiæknir kl. 18.00 — 08.00. - Sími 15030. NEYÐARVAKTIN sími 11510 hvern virkan dag nema laugar- iaga kl. 13.00-17.00 Kópavogstapótek er opið aila laugardaga frá kl. 09.15 — 04.00 virka daga frá kl. 09 15—08 00 og sunnudaga frá kl. 1.00—4 00 AF TÖÐIN Framhald af 4. siðu. ar á mjög listrænan hátt — en þegar farið er að velta fólki upp úr slíkum senum aftur og aftur, missa þær gildi sitt, verða gróf- ar og ánalegar. Auk þess verður að íordæma þær gerðir kvikmyndaeftirlitsins að banna myndina ekki eldri börnum en gert er. (12 ára.) Balling gefur í þessari mynd ís- lenzkum áhorfendum gott tæki- færi til að endurskoða hversdags legt álit sitt á íslenzkri náttúru, íslenzku umhverfi. Margir munu nú i fyrsta skipti gera sér ljósa óvenjulega fegurð íslands, en líka hérna er en. Hinn áður umtalaði grámi, sem yfir myndinni hvílir, eyðileggur myndir, sem hefðu get- að orðið hreinasta opinberun. Eg hef nú verið nokkuð lang- orður um smáatriði, en það veld- ur, að þau eyðileggja heildarsvip kvikmyndar', sem að öðru leyti er sjáanlega unnin af kærleika á verkefninu og næmu auga og ej'ra fyrir anda verksins. Það, að mynd þessi er kölluð íslenzk, er auðvitað efni í deilu- mál. Leikararnir eru íslenzkir, handrit og saga íslenzk, en'-leik- stjórn og tæknivinna dönsk. Áhrif þeirrar vinnu á myndina eru svo sterk, að ég vil alls ekki ljá því máls, að nefna myndina ís- lenzka að öllu leyti, og á það ekkert skylt við þá skoðun mína, að hinn íslenzki hluti myndarinn- ar sé sýnu betri hinum. Þrjár persónur koma einkum við sögu í myndinni. Ein kona og tveir karlmenn. Kristbjörg Kjeld leikur Guðríði Faxen, hlutverkið verður stórt í höndum hennar, heitt, lifandi og mannlegt — verð g launaverð túlkun. Gunnar Eyjólfsson leikur Ragnar af innileik og hlýju, en tekst þó tæpast eins vel og Krist- björgu að losa sig að fullu við túlkun sviðsleikarans. Engu að síður minnisverður leikur. Róbert Arnfinnsson ieikur Guðmund af mikilli mýkt og inn- lifun — einnig mjög góður leik- ur. Við getum verið stolt af írammi stöðu þessa fólks og vænst mikils af því í kvikmyndaleik í framtíð- inni, því að hér verður vonandi ekki staðar numið — og þá væri gott að vita til þess, að íslenzkir menn fengju að reyna sig við tæknilega gerð kvikmyndarinnar. Jón Sigurðsson liefur fellt hljómlist að myndinni með ein- stökum ágætum — mjög vel heoDnaða hljómlist. í heild skal að lokum um mynd- ina sagt, að hún er indæl á að sjá, en til listaverka verður hún varla talin, vegna margra smá- atriða, sem sannarlega hefði mátt gefa meiri gaum. Tragedía II. (fruinsýningin). Fyrsta stóra frumsýning ,,ís- lenzkrár kvikmyndar" varð ekki sá gleðigjafi, sem mátt hefði ætla. Sá skortur á skipulagi, sem fram kom í upphafi sýningarinnar varpaði dökkum skugga á kvöldið. Þegar heiðursgestir kvöldsins, leikarar myndarinnar og höfund- ur sögunnar komu í salinn laust fyrir kl. 9, kom í Ijós, að svo hafði úrskeiðis gengið fyrir þeim, sem skipulagningu höfðu mcð höndum, að ekkert sæti var til fyrir þá. Indriða G. Þorsteinssyni og frú hans var þó að lokum hol- að niður aftur undir salarvegg — og til þess ráðs var að lokum gripið til þess að forða algjörri skömm að sækja stóla að tjalda- baki. Á þá stóla var síðan leikur- unum skipað niður á gangvegi þeim, sem skilur efri og neðri sæti í húsinu. Ekki varð held- ur betur séð en annað stórmenni, sem til frumsýningarinnar hafði verið boðið, væri meira og minna á faraldsfæti, áður en úr rættist. Við Islendingar höfum aldrei iært að meta listamenn okkar sem skyldi, sá kotungsbragur er enn á hallarháttum okkar, að þjóðin skilur ekki enn framvarðarstöðu listamanna gagnvart umheimin- um. Við tökum geispandi gjöfum þeirra, án þess að láta annað á móti en ókærni eina. Við eigum fáar traditionir, við erum ekki vön því að eiga að hylla listamenn opinberlega við frumsýningar kvikmynda, en það afsakar ekki, að farið sé með listamennina eins og þá, sem ekkert hafa lagt að mörkum. Það er óafsakanlegt skipulags- og kæruleysi, að þeir, sem sitja eiga innst í kór, skuli settir frammi við kirkjudyr og jafnvel undir hælinn lagt, hvort þeim er leyft að ganga í kirkjuna. Hvað veldur slíkum ósköpum? Námsbækur.. Framhald af opnu. Einmitt af þessum ástæðum er rétt að fagna sérstaklega þessu kortakveri. Það er síðasti vottur lim vaxandi áhuga námsbókaútgáf unnar og viðleitni hennar til að bæta úr því ástandi, sem ríkt hef- ur. Landabréfabókin er þannig úr gerði gerð, að hún hlýtur að vekja gleði ungra jafnt sem gamalla, sem fara höndum um hana. Hún er svo vel unnin, kortin svo skýr og að- gengileg, að þau hljóta að lokka börnin til sjálfsnáms í einni skemmtilegustu og um leið nauð- synlégustu námsgrein skólanna. Það er sérstaklega lofsvert við þessa bók, að henni fylgir greina- góð nafnaskrá, og hefst hún á ein- j földum útskýringum á því, hvern- j ig nota á skrána. Hingað til hef- j ur vantað í kennslu íslenzkra skóla að leiðbeina nemendum um notkun han«ibóka og bókasafna, og það er I raunar einkenni á íslenzkum rit- ! um, hve sjaldan höfundar léggja J á sig þá vinnu, að semja nafna- sk’-ár. Útgáfa þessarar bókar er vottur um sterkan vilia til að gera ve’ga- miklar brevtingar á námsbóka- kosti skólaæskunnar. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut og Ríkisútgáfa námsbóka sköpuð aðstaða til að kvnna æskunni vand aðar, vel samdar og fagrar bæk- ur. sein hlúa að ást á bókum en ekki fyrirlitningu. Albanía .... Framhald af opnu. Hljómsveitin, sem var léleg, lék nú jazz af miklum krafti. Stúlkurn ar buðu Sviunum upp og meðan allir hlógu og sungu dönsuðu þeir við stúlkurnar í portinu. Fréttaritarinn kveðst iús íil að taka undir orð iúgóslavnesks dipló mats í Moskvu, sem starfað hafði í Tirana, án þessarar lífsreynslu — og skilyrðislaust: „Víti er forgarður Aibaníu." bg. Námsstyrkir... Framhald af opnu. in á vegum samtakanna og dvalið þar við nám og starfsþjálfun um 5-6 mánaða skeið. Meðal þeirra eru 4 íslendingar, sem nú eru nýkomnir heim frá dvöl sinni vestan hafs. Eru það fyrstu ís- lenzku styrkþegarnir, sem dvalið hafa í Bandaríkjunum á vegum Cleveland International Program, þau Guðrún Jónsdóttir, starfs- maður hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Séra Stefán Eggerts- son, sóknarprestur á Þingeyri. Jóna Hansen, kennari og formað- ur Kvenskátafélagsins og Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari. CIP — samtökin hyggjast nú bjóða fram 5 styrki til íslendinga fyrir starfsárið 1963, og er hér með auglýst eftir umsóknum um þá. Væntanlegir umsækjendur geta fengið umsóknareyðlblöð hjá Menntamálaráðuneytinu, Stjórnar ráðinu, eða hjá Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna, Hagatorgi 1, Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borizt þefísum stofnunum! eigi síðar en 31. október n. k. Styrkir þessir verða veittir þeim, sem starfa að hverskonar æskulýðsmálum, leiðsögn og leið beiningum fyrir unglinga og að barnaverndarmálum, livort heldur sem þeir stunda þessi störf sem aðalstarf, eða sem áhugamál. Þeir sem eru sérmenntaðir á þessu sviði verða látnir ganga fyrir um styrkveitingu. Umsækjendur skulu vera íslenzkir ríkisborgarar, og eigi mega þeir vera yngri en 21 árs gamlir og ekki eldri en 40 ára. Að öðru jöfnu verða um- sækjendur á aldrinum 25 til 35 ára látnir siitja fyrir um styrk- veitingu. Það er algert skilyrði fvrir styrkveitingu að umsækj- andi hafi gott vald á enskri tungu, geti notið fyrirlestra, sem haldnir eru á ensku, og geti starfað með enskumælandi börnum og ungl- ingum án þess að málið valdi þar nokkrum örðugleikum. Nánari upplýsingar um styrki þessa verða veittir hjá Mennta- málaráðuneytinu og Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna. 14 16. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.