Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON MR í handknattleik: Keppnin hefst á iaugardaginn KEPPNISTIMABIL handknatt- leiksfólks innanhúss er nú að hefj ast og fyrsta mótið. Meistaramót Reykjavíkur, það 17. í röðinni hefst í íþróttahúsinu að Háloga- landi næstkomandi laugardags- kvöld kl. 8,15 og lýkur 9. desem- ber. Baldur Möller, formaður ÍBR mun setja mótið með ræðu. Að þessu sinni munu sjö félög 1 senda flokka til keppni í mótinu, j þ. e. Ármann, Fram, KR, Valur, ' Víkingur, Þróttur og ÍR. Alls er j Gunnlauyur Hjálm arsson form. HKDR AÐALFUNDUR H.K.D.R. 1962 var haldinn 29. sept. sl. Fráfarandi form. Óskar Einarsson flutti skýrslu stjórnarinnar, kom þar annars fram að H.K.D.R. sá um að útvega dómara á alla leiki, sem fram fóru í héraðinu, en mótin og leikirnir voru: Reykjavíkurmót 1961. Heimsókn Efterslægten. Landslið—Pressa. Framhald á 11. síðu keppt í 9 flokkum, þrem kvenna- flokkum og 6 karlaflokkum, 49 lið leika 96 leiki á 16 leikkvöldum og þátttakendur eru um 440 talsins. Verð aðgöngumiða á meistara- flokksleiki nú verða kr. 20 og kr. 15 á aðr^ leiki. Handknattleiksddómarafélag Reykjavíkur sér um dómarastörf- in, en formaður þess er Gunnlaug- ur Hjálmarsson (sjá frétt á síð- unni). Handknattleiksráð Rvíkur sér um framkvæmd mótsins, en formaður þess er Jóhann Einvarðs son. Ekki er að efa, að mót þettá verð ur bæði spennandi og skémmtilegt eins og undanfarin mót, hand- knattleiksfólkið hóf æfingar í ár mun fyrr en venjulega og flest lið in eru komin í góða æfingu. Reykja víkurmeistarar í fyrra voru Fram í karlaflokki og Ármann í kvenna- flokki. Á laugardagskvöldið verða háðir fjórir leikir, einn í 3. flokki karla og þrír í meistaraflokki karla. — Fyrst leika Ármann og Fram í 3. flokki og siðan koma meistara- flokksleikirnir, Víkingur-Valur, Fram—Ármann og KR—Þróttur. Víkingur sér um fyrsta kvöldið og umsjónardómari er Gylfi Hjálm- arsson. Keppnin hefst kl. 8,15 eins og fyrr segir. KEPPNISTIMAB5L hand- knattleiksfólks hefst á Iaug- ardaginn. í því tilefni birt- um við þessa mynd, en hún var tekin í sumar, er þýzka liðið Esslingen keppti hér. íslenzki leikmaðurinn virð- ist vera að gæla við boltann! TUTT Finninn Jnssi Rintamaki reyndi í fyrsta sinn við 800 m. á móti í Lathis. Hann hafði forystu á fyrri 400 m., sem hann hljóp á 50,8 sek. en hafði ekki úthald í meira en 600 m. og fékk tímann 2:00,2 mín. Salonen sigraði á 1:49,2 og Juutti laninen varð annar á 1:50,1 mín. Nyström vann nú Tékkann Toma- sek í stangarstökki og háðir stukku 4,60 m. NORÐMAÐURINN Harald Petter- son stökk 7,47 m. í langstökki um helgina. UM HELGINA sigraði ..A.-Þýzka- land Rúmeníu í knattspyrnu með 3-2. JAZY setti nýtt franskt met í 800 m. hlaupi um helgina, hljóp á 1.47,2 mín. Rætt vib hjálfara Fram og KR: Margir forfal liði Fram BIKARKEPPNIN hófst árið 1960. Keppni þessi hefur átt vaxandi vinsældum að fagna, með henni lengist knattspyrnutímabilið til muna, og gefur öllum liðum 1. og 2. deildar tækifæri til þátttöku. Úrslitaleíkur keppninnar, að þessu sinni, sem er hinn þriðji í röðinni, ■ verður háður n. k. laugardag kl. JÆJA drengir, þá hefst vertíð handknattleiksins og verið vel- komnir, sagði Ásbjöm Sigur- jónsson, formaður Handknatt- leikssambandsins við frétta- menn á fundi í síðustu viku. Já, það má með sanni segja, að þetta er orðin vertíð og hún mikii og stór, hvemig, sem á hana er litið. Handknattleikssamband Ts- lands (HSÍ) varð 5 ára á sl. ári og þetta sérsamband hefur ver- ið sérstaklega athafnasamt þennan stutta starfstíma, þrátt fyrir slæma aðstöðu til iðkun- ar handknattleiks. Landslið fs- lands hefur tvívegis tekið þátt í heimsmeistarakeppni og í þeirri síðari 1961 komst lið íslands í fremstu röð og vakti athygli handknattleiksunnenda um heim allan. Kvennalið ís- lands tók þátt í Norðurlanda- móti sama ár og varð nr. 2. Ung lingalandsliðið var í fyrsta sinn með í Norðurlandamóti sl. vet- ur og vakti verðskuldaða at- hygli. Ýms félagslið hafa sótt okkur heim og okkar beztu lið farið í utanferðir með góðum á- rangri. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema að allir handknattleiksunnendur hér, — bæði leikmenn og forystumenn stæðu saman sem einn maður og það hefur gerst. A því keppnistímabili, sem nú er að hefjast stendur mlkið til, þátttaka í Unglingamóti Norðurlanda og tveir landsleik- ir ytra, við Frakkland og Spán. Ekki er að efa, að vel mun tak- ast eins og áður. Unglingarnir hafa stundað æfingar af kappi undanfarnar vikur og innan skamms verður valið lið til æf- inga vegna leikjanna við Spán og Frakkland. Við viljum vekja athygli á góðu starfi HSÍ og annarra for- ystumanna handknattleiksins með von um að haldið verði á- fram á sömu braut í framtíð- inni. Ö. 3.30 e. h., á Melavellinum. íslands- meistarar Fram og Reykjavíkur- meistarar KR munu eigast þarna við. Er þetta í þriðja sinni, sem KR er i úrslitum, en í hin tvö skiptin hafa KR-ingar orðið sigur- vegarar. Engu skal spáð um úrslitin að þessu sinni, enda erfitt að segja fyrir um úrslit knattspyrnukapp- leikja yfirleitt, svo sem dæmin sanna. Íþróttasíðan hefur átt stutt samtal við þjálfara keppend- anna. Sigurgeir Guðmannsson, þjálf- ari KR sagði: Það er nú lítið farið að hugsa um þetta enn, enda nægur tími til stefnu. Hinsvegar vil ég láta þess getið, að við KR- ingar erum ólíkt ánægðari með það hlutskipti, að eiga að leika við Fram til úrslita í Bikarkeppninni, heldur en ÍBK. Það er líka vissu- lega eftir meiru að slægjast, þar sem íslandsmeistaramir eru ann- arsvegar, en nýgræðingarnir í I. deildinni, þótt þeir séu sannarlega harðir í horn að taka, sbr. leikinn við Fram á dögunum. Guðmundur Jónsson þjálfari Fram, kvaðst lítlð geta sagt í sam- bandi við þennan úrslitaleik, nema það, að Fram ætti í miklum erfið- leikum. Geir, aðalmarkvörður fó- lagsins, yrði ekki með, vegna fing- urmeiðsla, sem hann hlaut , leikn- um við ÍBK. Þá væri Baldur She- ving einnig meiddur eftir þann leik. Snerist um hné, og yrði vart leikfær á láugardaginn. Guðmund- ur Óskarsson tognaði í nára, því einnig vafasamur leikmaður. Loks væri Birgir Lúðvígsson ekki enn búinn að ná sér fullkomlega eftir meiðsli. Hann gat t. d. eklci leikið með gegn ÍBK. Af þessu mætti ljóst vera að Fram ætti sannarlegá í erfiðleikum, vegna þessara miklu vanhalda í hópi liðsmanna meist- araflokks. Hinsvegar mun verða fyllt í skörðin, eftir því sem efni standa til, með yngri leikmönn- um, sagði Guðmundur. „Og við munum ábyggilega selja okkur eins dýrt og við getum”, bætti hann við. EB iWWMWWWWWWWM Ivöföld umferð íl. deild? I FLESTUM löndum, þar sem komið hefur verið á deildakeppni í handknatt- leik er háð tvöföld umferð í 1. deild. Ýms vandkvæði eru á því, að hægt sé að koma þessu við hér, en talsvert mun hafa verið rætt um þetta undanfarið. Til tals hefur jafnvel komið, að fá íþróttahúsið á Keflavíkúr- flugvelli fyrir aðra umferð- ina. Ekkert mun hafa verið ákveðið í þessu efni ennþá, en þetta mál barst í tal á fundi með forráðamönnum IIKRR f gær. WVWMVWWMWWWMWV 10 18. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ :u S8BÍ <3H0 }'QA13U0Y<j.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.