Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 15
eftir Vicky 21 Baum , ann. Dauðinn kemur um leið. Þetta er langæskilegasta aðferð- in.“ „Mjög athyglisvert," sagði dómarinn og leið ekki alls kostar vel. Hann missti smátt og smátt alla löngun til að halda áfram rannsókn í þessu óendanlega máli, sem saksóknarinn hafði lagt á hann. Ambrósíus fór ofan að brúnni, þegar hann losnaði. En hve þessi á var þolinmóð Dag eftir dag rann hún þarna áfram eftir sama farvegi. Það var munur eða mennirnir, þeir áttu þess kost, að breyta til. Maðurinn gat breytzt úr þvi, sem hann er, í pinulítið duft af et’n- um. Menn létu brenna sig í mjög hentugum líkbrennsluofn- um og urðu að lítilsháttar 002 og H20, lítilsháttar vatni og kol- sýru. Ambrósíus hló óhugnan- lega. Honum gatst vel að hug- myndinni, sem þó var dálítið for- skrúfuð, séð frá bæjardyrum sérfræðingsins. Hann setti lítið eitt af hvítu efni í glas, ofan af hillu tók hann gríðarstóra flösku og helti dálitlu úr henni í annað glas. Hann litaðist um, tók þriðja glasið, fleygði því í gólfið og rispaði sig með einu brotinu á vísifingri vinstri handar. Andar- tak horfði hann þungbrýnn á blóðdropann, sem myndaðist. Heili hans var tómur, hann hugs aði ekki. Svo hellti hann ögn af vatni og vökvanum yfir hvíta efriið. Dauf lykt eins og af beiskum möndlum steig upp frá glasiriu. Þetta var fjarska ein- falt, það fljótvirkasta. Skjótt eins og elding og alveg öruggt. Hver getur kafað djúp manns- sálarinnar til botns. Hver er fær um að sjá alla sína eymd, sinni broslega vesaldóm. Þarna stóð Ambrósíus efnafræðingurinn við endi lífs og hugsaði ekki um neitt annað, en þurrka sjálfan sig út úr tilverunni. Þarna stóð glasið, þar sem blásýran mynd- aðist, þar var fullkomið öryggi dauðans. Ambrósíus lokaði dyr- unum, þreif skammbyssu upp úr bakvasanum, þá, sem hann liafði skotið á málverkið, hann bar hana án þess að hika upp að hægri þunnvanganum og hleypti af um leið. — x — Það var Hörselmann líkskurð- armaðurinn, sem setti að lokum endahnútinn á rannsóknina, en liún hafði staðið á þriðju viku. Hinn rólegi og greinagóði maður gat á óv.éfeng.ianlegan hátt vitn að, að Fritz Rainer læknanemi hefði alltaf verið örvhentur og framkvæmt allar innspýtingar með vinstri hönd. Þetta skýrði fullkomlega innspýtinguna í hægri handlegg, slðan fór emb- ættismaður nokkur til klefa Helenu og las þar úrskurð rétt- arins um, að vegna skorts á sönnunum væri hún látin laus. Það var engin sigurganga, þegar hún fór. Hún snéri aftur til þeirrar tilveru, sem nú hafði skipt um svip, kvíðafull og hik- andi, vegna þeirra atburða, sem orðið höfðu. Frídel beið hennar við fangelsisdymar með Aster- blómavönd. „Asterar?" spurði Helena for- viða. Nú var haustfríið byrjað og borgin var hljóðari en venju- lega. Helena spurði hikandi frétta og var svarað af gætni og yfirvegun. Fridel sjálf hafði breytzt mikið, hún var fölari, grennri og þroskaðri og hin brosmildu augu hennar báru vott um meiri skilning en áður. „Hvað segirðu af Marx?“ spurði Helena strax. Það var allt í lagi með hann. Hann hafði farið til Göttingen og ætlaði að ljúka þar doktorsprófi; það gat dreg- ist um 2 eða jafnvel 3 ár. Fridel ætlaði að bíða hans þar til allt væri komið í lag. Þannig hafði verið frá því gengið. Það var ekki gert mikið veður út af því kvenlega þrekvirki, sem unnið hafði verið og bjargað mannslífi. Þær klemmdu varirn- ar fast saman og þögðu um stund. Svo sagði Frídel: „Eg er þér þakklát.“ — Það var allt og sumt. En Gullvör? Hún hafði náð doktortitlinum og var farin til Berlínar, þar sem hún áleit auð- veldara að koma sér áfram, þá ekki væri beint við fornleifa- fræði, þá — En „blátt áfram Maier“ hefði líka náð í doktors- titilinn og verið svo heppinn að fá þegar stöðu í Darmstad. En Kranich? Því miður var ekki hægt að lieimsækja hann. Það hafði orðið mjög slæm breyting á honum, hann hafði fengið blóðspýting eða fast að því. Hann var aftur kominn á spítalann, mátti ekki tala við neinn, ekki sjá neinn og enginn mátti trufla hann. Veslings lífs- þyrsti Kronich. En það versta og það sem Frídel gekk verst að segja hinni beygðu Helenu, var um Ambrósíus. Ambrósíus. Já, Ambrósíus, sem í þung- lyndiskasti hafði skotið sig í þunnvangann, hann sveif enn milli heims og helju, og ef bezt léti, mundi hann verða blindur alla ævi. Helena þakkaði með fáum orð um fyrir blómin, fylgdina og upplýsingamar og gekk upp til kytru sinnar. Hún settist hugs- andi á rúmstokkinn. Hún varð að skapa sér nýja tilveru, einmana og vinalaus eins og nú var kom ið. Allt var svo nöturlega tóm- legt. Ekkjan Grosmuche kom.og afhenti henni uppsögn og blaða úrklippur lagðar innan í. Hel- ena las þær ekki, hún sat aðeins og hlustaði eftir því, sem gerðist innra með henni sjálfri og á það líf, sem þar bærðist, og hvernig hinir örsmáu línur báðu um yl og ástríki. Helena mannaði sig nú upp til að gera nauðsynlegustu ráð- stafanir. Hér í borg gat hún ekki verið lengur, til þess vakti hún of mikla athygli. Hvar sem hún fór, fann hún hvíla á sér starandi augu. Hún varð að skipta um háskóla. Svo skrifaði hún nokkur bréf, tók út banka innstæðu sína, bjó dót sitt nið- ur og gekk svo dag einn um haust ið upp í hæðirnar þar sem hún safnaði í eina sjónhending öllu umhverfinu og því liðna: borg- inni, ánni, brúnni, námunni, bar áttunni og lífinu í heild, hún var nú að kveðja það allt. Með þögulli hlýju minntist hún Rain ers, en Amrósíusar minntist hún lengur og það olli henni óróleika. Hún hafði tekið sér það mjög nærri, að þetta bjarg, þessi mað ur, gerður af anda og stáli, skyldi brotna, út af svo lítilfjörlegu efni, sem ástin var að öllu sam anlögðu. Hún tíndi burkna, klukkublóm og bromberja grein ar skipti þeim í tvo vendi og sendi þá í tvær sjúkrastofur, ann ar var til Kranich hinn til Am- brósíusar. -0- Kæri Kronich!— Nei þér meg ið ekki hafa neinar áhyggjur mín vegna. Þér eigið ag liggja alveg rólegur á svölunum yðar og verða frískur. Þér megið ekki bjóða mér hjálp, það er ákveðið mál. Álítið ekki, að það sé heimskulegt stærilæti, þegar ég segi, að ég geti séð um mig sjálf, að ég verði og skuli gera það. Ég verð að sannfæra sjálfa mig um, að ég eigi krafta til að sjá mér farborða og standa á eigin fótum. Geti ég það ekki, á ég ekki annað skilið en að troðast undir. Hvað segir skáldið okk- ar: Erfiðleikarnir skapa beztu skilyrðin! Eftir því verðum við bæði tvö að fara. Ég veit, að líf ið er yður sannarlega ekki létt, kæri Kronich, og ég sem nýlega hljópst á brott frá dauðanum, verð að sanna, að ég hafi hug- rekki til að lifa. — Ekki meira í dag. Ég hefi ekkert herbergi ennþá og skrifa yður sitjandi á bekk í enska garðinum. Það er fegursta sumarveður og sól, þó nú sé miður október. Snjór í fjöllunum hjá ykkur? Yðar einlæg Helena Willfuer. -0— Kæri Kronieh! — Ég vil gjarn an segja yður allt um hagi mína liér, og um leið á það að hjálpa mér til að skilja sjálfa mig. Nú er allt komið í lag. Ég hefi verið innrituð hér, hlýði á nauðsyn- lega fyrirlestra og vinn að efna fræðirannsóknum. Prófessorinn okkar leyndarráð Brokhaus, er náttúrlega enginn Ambrósíus, en hann er nú samt ekki svo slæm- ur. Hann er fremur lítill og snaggarlegur með hökutopp sem sýnist úr tré og hoppar upp o'g niður á mjög spaugilegan hátt, þegar hann talar. Uppáhalds um ræðuefni hans eru angandi kol- efnasambönd, og hann vill helzt halda fyrirlestra sína kl. 7 að morgni, en af því eru stúdent- arnir ekki sérlega hrifnir. Sjálf bý ég töluvert langt í burtu. Spor vagn hefi ég ekki efni á að nota og verð því að fara á fætur kl. 5 því morgunleikfimi og baði get ég ekki sleppt án þess að verða linari til starfa. Að lokum verð- ur það líka vani að fara snemma á fætur. Það, sem verra er, er ástand mitt. — Það fer að sjást á mér, að ég á von á bami, þó að kyrtillinn og frakinn minn skýli nokkuð gildleika mínum. En sól- arbirtan leiðir allt í ljós, og menn vita nú þegar, hvað að mér er. Kæri Kronick, þér þekkið stúd- enta, svo þér vitið, að kvenstúd- ent með bam er fjarstæða í þeirra augum, svo þér getið í- myndað yður, hvernig framkoma þeirra er gagnvart mér, allt frá vikapilti til prófessors. í því and- rúmslofti verður maður ekki bein línis mildari, en ég skal halda það út, og það er aðalatriðíð. — Það versta og það var mér þungt áfall, var, að þurfa að byria á nýrri doktorsritgerð: byrja alveg að nýju. Eg vissi raunar, að það mundi leiða af því að skipta um háskóla; en samt hefur það orðið mér eins og óvænt og þungt bögg. í þetta sinn á hún að fjalla um pýrasólefnasambönd og guð hjálp ar mér, að eiga að byrja á henni. Eg hefi sóað miklum tíma, dýr- mætum tíma, sem aldrei vinnst aftur, því ég er engin May Kold- ing, sem geti dregið námið á lang inn, eftir því sem mér sýnist. Eg ber í brjósti þá fjarstæðukenndu von, að ég geti með jámhörðum vilja lokið doktorsritgerðinni, áð- ur en ég fer á spítalann. En ég mú ekki vera óþolinmóð, þá eyði- legg ég allt. Þolinmæðin er stærsta dyggð efnafræðingsins. Eftir eina jilraun, sem hefur heppnast, koma hundrað mis- heppnaðar; þá þýðir ekki að brjóta tilraunaglasið og þjóta á kaffihús, eþis og andbýlingur minn er vanur að gera. Óhugn- anlegasti maðurinn í efnafræði- stofnuninni er alltaf andbýlingur minn. Hann heitir ekki Strehl, — heldur Bedruin, en er alveg sams konar manntegund. Við hliðina á mér vinnur lítill, iðinn maður, sem heitir Morgentau, niðurdreg- inn, hæðnislegur með skemmdar tennur, vingjamleg augu og allt af órakaður. Hann tilheyrir Gyð- ingasamtökum og ætlar til Haifa. Hvað Haifa er, veit ég ekki, og þori ekki að spyrja hann um það. Hann ber traust til mín og ég til hans, og stundum skiptumst við á nokkmm orðum. Að öðm leyti lifi ég eins og í eyðimörk, — án samneytis við menn. Eg þarf ekki heldur á þeim að halda. Mér þótti svo vænt um að heyra, að þér væruð betri. Vic? tvö ætlum að vera hugrökk, kæri Kronich, og við ætlum að vera bæði úthaldsgóð og þolinmóð. — Þér vitið, að rófan getur vaxið aftur á froskinum. Það er eitt- hvað af þessum mætti frosksins í okkur, og við munum endumýja okkur, að svo miklu leyti, sem það er hægt. Nú verð ég að hátta; augun em nð lokast. Þín Helena Willfiier. — x — Kæri Kronich ! En hvað þér eruð orðinn for- vitinn í legurúmi yðar þarna hátt 1 uppi í sniónum og þunna loftinu. Hvnr ég búi, hvar ég borði, —„og hvernig fjárhagurinn sé? Já, — ef það gæti stytt yður stundir, vil ég segja yður frá því öllu. Eins og þér getið ímyndað yð- ur, bý ég elcki í neinni höll. Eg bý úti í Sclnvabing, og það hjá Dísa — mannstu að þú lofaðir að ná í nokkrar kartöflur út í garð fyrir hádegismatinn? )PIB n6i ALÞÝÐUBLADIÐ - 18. október 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.