Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 16
250 IÆSTA skip cr nú tilbúið til bess að liefja síldarleit við Suður- land, sagði Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra á alþingi í gær. Mun skipið hefja leit strax og samningar hafa náðst milli sjó- manna og útvegsmanna um kjör síldveiðisjómanna. Háðherrann upplýsti þetta í til- e'fni af fyrirspurn frá Eysteini Jónssyni um það hvað liði undir- búningi að síldarleit hér syðra. Til umræðu var í sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar um síldarleyt frá Jóni Skaftasyni o. fl. Er tillagan þess efnis, að síldar- leit skuli stunduð árið um kring ailt í kringum landið. JÓN SKAFTASON fylgdi tillög- unni úr hlaði. Sagði hann, að hann hefði á síðasta þingi flutt sams konar tíllögu, er gert hefði ráð fyrir því, að 3 síldarleitarskip yrðu staðsett við Norður- og Aust- urland á síðustu síldarvertíð nyrðra í stað tveggja skipa eins og áður hefði verið. Sagði Jón, að tillaga þessi hefði dagað uppi á aiþingi en samt sem áður hefði það WWWWMMWWMMMWWW Þriðjungur íbúa Græn- lands sýktist TÍU þúsund manns sýktust og 50 létu lífið í mislingum og öðrum fylgikvillum þeirra í Graenlandi í sumar,. en þar hefur þessi skæða farsótt geisað síðan í aprll í vov. Varð fullur þriðji hluti allra íbúa Grænlands veikur af mislingunum. Þessi sýki hefur komið einna harðast niður á íbúun- um í Umanak og Angmagsa- lík-héruðunum, þar sem hún hefur ekki áður geisað. Að- eins Thule, Upernavik og Scoresbysund sluppu algjör- lega við veikina. Fylgikvillar veikinnar voru aðallega lungnabolga, ill - kynjuð eyrnabólga, hjarta- sjúkdómar og truflanir á taugakerfinu. Jafnframt þessu hafa menn veitt eftir- tekt því að berklar hafa auk- izt til muna í þeim héruðum, sem menn urðu harðast úti vegna mislinganna. Fólk á öllum aldri fékk þessa kvilla. 23 þeirra, sem dóu, voru pela börn, 13 voru yfir fimmtugt og 11 um 15 ára aldur. WWWWWWWWWWWM verið gert að láta 3 skip leita síld- ar við Norður- og Austurland i stað tveggja. Væri það mál sjó- manna að síldarleitin hefði átt stóran þátt í þeirri góðu síldveiði, er orðið hefði sl. sumar. En Jón sagði, að mikla nauðsyn bæri einn- ig til þess að hafa öfluga síldarleit syðra og gerði tillaga hans ráð fyr- ir því að svo yrði. EYSTEINN JÓNSSON annar flutningsmaður tillögunnar kvaðst vilja spyrja í framhaldi af um- mælum Jóns Skaftasonar, hvað liði undirbúningi að síldarleit syðra. Kvað hann brýna nauðsyn bera til þess, að síldarleitin hæf- ist strax. Þá ræddi Eysteinn nokk- uð um kjaradeilu sildveiðisjó- manna og útvegsmanna. Sagði Ey- steinn, að ríkisstjórnin ætti að skerast í leikinn og jafna metin úr ríkissjóði til þess að koma flot- anum á veiðar. Mætti kalla rikis- styrkinn t. d. tækjauppbót, þ. e. uppbót til skipanna vegna liinna dýru tækja, er þau hefðu orðið að kaupa undanfarin ár. GYLFI ÞI GÍSLASON viðskipta málaráðherra, er gegnir störfum sjávarútvegsmálaráðherra meðan Emil Jónsson er erlendis, sagði, að s j á varútvegsmálaráðuney tið hef ði gert allar nauðsynlegar ráðstafan- ir til undirbúnings þvi, að síldar- leit gæti hafizt. Hefði verið feng- ið til leitarinnar 250 lesta skip, einn af austurþýzku togurunum og væri það útbúið öllum hinum full- komnustu tækjum. Jakob Jakobs- son fiskifræðingur mundi ekki get- að stjórnað leitinni eins og í sum- ar, þar eð hann yrði að vinna úr gögnum þeim, er safnað hefði ver- íð nyrðra í sumar en Jón Einars- son skipstjóri mundi stjórna leit- inni. BANDARISKI rithöfundurinn Eric WiIIiams hefur búið í Dan- mörku um eins árs skeið. Inn- an skamms munu hann og kona hans leggja af stað í ferðalag umhverfis jörðina á þessum litla farkosti. Hér sést hann standa í stafni að víkinga sið, þar sem báturinn liggur bund- inn við bryggju í Tuborg höfn- inni nálægt Kaupmannahöfn. Þau hjónin munu lengi hafa haft þessa ferð í huga. Bátinn kalla þau „Every man III” iklar kornrækt- 40 kornafbrigði eru rannsökuð MIKLAR kornræktartilraunir eiga sér nú stað á vegum ríkisstjórnar- innar, sagði Ingólfur Jónsson land-; búnaðarráðherra á alþingi í gser.' Er verið að gera tilraunir með 40, kornafbrigði til þess að finna út hvaða afbrigði henti íslenzfcum staðháttum og veðurfari bezt. Landbúnaðarráðherra vcitti þessar upplýsingar við umræður um þingsályktunartillögu, er Karl Guðjónsson og fleiri þingmenn flytja þess efnis, að ríkissjóður verðbæti íslcnzkt korn á sama hátt og innflutt erlent korn. KARL GUÐJÓNSSON sagði, að kornrækt hér á landi v&ri nú af tilraunastigi og allmargir bændur stunduðu nú kornrækt. Hefðu ánð 1960 komið 3000 tunnur af korni til þreskingar en árið 1961 um 6000 tunnur. Hins vegar ættu þeir íslenzkir bændur er legðu stund á kornrækt við erfiðar aðstæður að búa, þar eð innflutt korn væri nið- urgreitt en íslenzka kornið ekki. Sagði Karl, að það mundi ekki kosta ríkissjóð nema svo sem hálfa milljón að greiða niður ís- lenzka kornið. INGÓLFUR JÓNSSON landbún- aðarráðherra kvaddi sér hljóðs. Sagði hann, að það væri mikill misskilningur hjá Karli, að ís- lenzk kornrækt væri komin af til- raunastiginu. Umfangsmiklar tii- raunir stæðu einmitt nú yfir og miðuðu að því að finna það korn- afbrigði, er bezt hentaði hér á landi. Teldu íslenzkir vísindamenn, er að þessu ynnu, að það gæti ekki dregizt um mörg ár, að slíkt af- brigði fyndist. Kvaðst Ingólfur telja það mun mikilvægara að verja fjármunum til þessara til- rauna heldur en að verðbæta það litla magn af korni, er nú væri framleitt hér. Kvaðst ráðherrann þeirrar skoðunar, að hið opinbera ætti ekki að hvetja bændur til kornræktar með niðurgreiðslum, meðan svo mikil áhætta væri henni samfara eins og nú væri raun á. En strax og tilraunum þeim, er nú stæðu yfir. væri lokið og unnt væri að benda bændum á hið rétta kornafbrigði væri sjálf- sagt og eðlilegt, að íslenzk korn- framleiðsla fengi aðstoð. WWWWWWMWWWMl Enn einn gervihnöttur Rússa á loft MOSKVA, (NTB-lteuter), 17. október. Rússar scndu í dag gervi- hnött á loft, sem kallaður er Kosmos 10., upplýsti Tass- fréttastofan í dag. Kosmos 10. er liður í áætlun Rússa um að rannsaka geislavirkni í háloftunum. ‘Geimskotið heppnaðist ágætlega, að því er Rússar segja. Fjarlægð gervihnattarins frá jörðu er mest 380 km. en minnst 210 km. Rússneskir vísindamenn eru þegar byrj- aðir að vinna úr þeim upp- lýsingum er Kosmos 10. sendir frá sér, sagði Tass- fréttastofan að lokum. ' HMMMMMMIMMMMMMMW Á móti í Þrándheimi stökk Svein Ilytten 2.00 m. í hástökki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.