Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 11
Húsmæöraskólinn Ósk 50 ára 1. okt. í ÁR eru fimmtíu ár liðin síðanfiutti núverandi formaður skóla- kvenfélagið Ósk á ísafirði stofn- aði húsmæðraskólann þar. Skól- inn var stofnaður 1. október árið 1912. í tilefni afmælisins var hal(l- ið veglegt afmælishóf í húsmæðra- skólanum 5. þessa mánaðar. Skóla- stjórinn, Þorbjörg Bjarnadóttir, stjórnaði hófinu, en margt gesta var þar. Afmælishófið var haldið í húsa- kynnum húsmæðraskólans. Gestir í hófinu voru m. ». bæjarstjórn ísafjarðar, núverandi stjórn kven- félagsins Ósk, fyrrverandi kennar- ar og ýmsir velunnarar skólans. Þarna voru viðstaddir ýmsir eldri nemendur skólans, þeirra á meðal Elín Jónsdóttir, ljósmóðir og Karl- inna Jóhannesdóttir, sem voru í fyrsta nemendahópnum fyrir 50 ár um. Sigríður Jónsdóttir, kaup- kona, var sérstaklega heiðruð í hófinu, en hún hefur átt sæti í stjórn skólans í 37 ár. Skólastarfið lá niðri árin 1917 — 1924 og einnig árið 1947. Skólinn hefur því ekki starfað nema í 42 ár, þótt 50 ár séu liðin frá stofn- Un hans. Kvenfélagið Ósk rak skól- ann með styrk frá ísafjarðarkaup- stað og ísafjarðarsýslum til ársins 1941, en síðan hefur hann verið rekinn af ríki og bæ, samkvæmt lögum um húsmæðrafræðslu. Árið 1948 flutti skólinn í nýtt og vand- að hús, þar sem hann hefur starfað síðan, og var þá ákveðið að skíra hann Húsmæðraskólann Ósk. í hófinu í gær var sérstaklega minnzt nokkurra kvenna, sem mestan þátt áttu í því að móta skólann og afla honum álits, en það voru Kamilla Torfason, sem átti frumkvæði að stofnun hans 1912: Fyrsta forstöðukonan Fjóla Stefánsdóttir Fjeldsted, Gyða Maríasdóttir, sem var skólastjóri í 12 ár, Kristín Sigurðardóttir og Anna Björnsdóttir, sem störfuðu árum saman í skólanefnd. Þessar konur eru allar látnar. í hófinu stjórnar, Marías Þ. Guðmundsson aðalræðuna og rakti ýtarlega sögu skólans. Auk hans töluðu Þor- björg Bjarnadóttir, skólastjóri, Sigríður Jónsdóttir, Bjarni Guð- björnsson, forseti bæjarstjórnar, Anna Sigfúsdóttir, formaður kven- félagsins Ósk og Lára Eðvarsdótt- ir. Ragnar H. Ragnar stjórnaði söng og Anna Ragnarsdóttir lék einleik á píanó. Skólanum bárust margar góðar gjafir í tilefni af- mælisins, þar á meðal vandað seg- ulbandstæki frá kvenfélaginu Ósk og 10 þúsund krónur til sjóðs- stofnunar til minningar um Gyðu Maríasdóttur frá nemendum 1932 og auk þess peningar, bækur og blóm. Að þessu sinni var hús- mæðraskólinn settur 23. septem- ber. Eins og jafnan áður er hann er fullskipaður nemendum. Þar eru 34 námsmeyjar í vetur. Þor- björg Bjamadóttir hefur verið skólastjóri í 14 ár, en auk hennar eru 3 fastráðnir kennarar við skól- ann og nokkrir stundakennarar. — Skólastjórn er þannig skipuð: For- maður Marías Þ. Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir, Lára Eðvarðardóttir og Margrét Bjamadóttir. ÍÞRÓTTIR Framh. af 10. síðu íslandsmót innanhúss 1962. íslandsmót (karla og kvenna) ut- anhúss. Heimsókn Esslingen. Afmælismót H.K.R.R. Afmælismót Í.S.Í. Auk þess vora dæmdir nokkrir aukaleikir og 4. fl. mót. Leikjafjöldi alls 374 samtals 10025 mín. Nú verður sú nýbreytni tekin upp að skipaðir verða markdómar- ar á alla leiki í mfl. karla og ÚT80Ð Þeir sem gera vilja tilboð um að byggja dælustöð Vatns- veitu Reykjavíkur við Háaleitisbraut vitji uppdrátta og út- boðslýsingar í skrifstofu vora Tjarnargötu 12, III. hæð gegn 2.000,— skróna skilatryggingu. kvenna. Er það gert til að tafir komi ekki til greina milli leikja. Starfandi eru nú 13 landsdóm- arar og 33 héraðsdómarar, en þar af útskrifuðust 13 héraðsdómarar á sl. ári. Fráfarandi stjórn gaf kost á sér til endurkjörs, en í hina nýju stjórn voru kjörnir: Gunnlaugur Hjálmarsson form. Gylfi Hjálmarsson ritari Gunnar Jónsson gjaldkeri Frúarleikfimi í Langholtsskóla í kvöld EINS og áður hefur verið skýrt frá hafa nokkur af íþróttafélögun- um gengizt fyrir frúaleikfimi víðs- vegar um bæinn. í kvöld hefst slík starfsemi á veg um ÍR og verður hún í leikfimisal Langholtsskóla og hefst kl. 8.30. Verður kennt á mánudögum kl. 9,20 og fimmtudögum kl. 8.30. Hefur aðsókn að þeim stöðum, sem frúarleikfimi hefur verið tekin upp, verið mjög mikil, og geta konur, sem búsett- ar eru í Langholti og Vogahverfi, sótt hressingarleikfimi í hverfinu; í Langholtsskóla. stílabækur reikningsbækur teikniblokkir rúðustrikaðar blokkir rissblokkir skrifblokkir vasablokkir blýantar y d d a r a r plastbindi skólatöskur kúlupennar skólapennar o. ni. fl. Bátasala: Fasteignasala: Skipasala: Vátryggingar: V erðbréf aviðskipti: Jón 6. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Sími 20610 — 17270. Tryggvagötu 8, 3. hæð. Heimasími 32869. degi. Bíla og M U N C KS RAFMAGNS TALÍUR til allra lyftinota Vélaverkstæöi Sigk Sveinbjörnsson h.f. Reykjavík búvélasðlan Simca Ariane. Nýr, óskráður Superluxc. Opel Reccord '60-01. Opel Caravan 60’-61’. Consul 315. ekin 8. þús. ’62. Opel Caravan ’55. Chevrolet ’55, góður bill. Chevrolet ’59, ekin 26. þús. Verkamenn HafnfirÖingar — Reykvíkingar Okkur vantar verkamenn, í steypuvinnu á Keflavíkurvegi. — Upplýsingar í síma 51233. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Atvinna Vierkamenn óskast í fasta vinnu. LÝSI HF. Grandavegi 42. Bíla- & búvélasalan við Miklatorg, sími 2-31-36. Járnsmiðir m 'inningary>/o SJjRS. Æ Lesið Alþýðublaðið og menn vanir járnsmíðavinnu óskast stíax. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson hf. Skúlatúni 6. — Sími 15753. I | ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. október 1962 1|,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.