Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 3
*WWWWWWiMMW%»wmWWW4WWWWWWmww SÍÐUSTU FRÉTTIR ★ BANDAttlSKA heraflanuTii liefur verið skipað, að vcra við öllu bú- inn, hvar sem er í heiminum. Bandaríska landvarnaráðuneytið seffir, að valdi verði beitt, ef nauðsyn krefji til þess að koma í veg fyrir, aö skip fiytji vopn til Kúbu. ★ LEITAÐ verdur í öllum í kipum sem sigla til Kúbu. ★ BANDARÍSKI flotinn befur lart til 40 herskip og 20 þúsund sjó- liöa til bess að framfylgja vopnabanninu. ★ BKEZKA stjómin liefnr verið kvödd saman til sérstaks fundar til þess að ræða ástandið. ★ MACMILLAN forsælisráðherra var skýrt frá efni ræðu Kennedys skömtnu áður en hún v'ir haldin. ★ DIEFENBAKER, forsætisráðlicrra Kanada hefur lagt til, að nefnd 8 hlutlausra ríkia, sem fulltrúa eiga á afvopnunarráðstefnunni í Genf. veiði send t?I Kúbu, og gefi hún skýrslu um hernaðarfram- kvæmdir þar. %%%%%%%%%%%%%»%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^%%^^^%%%%%%^%%» rramhald af I. sí3u. að þessi flugskeyti verði notuð gegn landi okkar, eða nokkru öðru landi, og við viljum tryggja að þau verði flutt á brott úr Vcstur- álfu.“ Forsetinn ávarpaði kúbönsku þjóðina og sagði: „Bandaríkin óska þess ekki að þið þutfið að þjást. Við erum ekki að þröngva upp á ykkur sérstökum stjórnar- háttum. Við vitum, að líf ykkar og I land er að veði hjá þeim, sem neita ykkur um frelsi.“ Kennedy sagðist ekki vera í vafa unt það, að flestir íbúar Kúbu litu vonaraugum til þess tíma, er þeir mættu njóta fulkomins frelsis. frelsis undan erlendum yfirráðum, frelsis til að kjósa sjálfir leiðtoga þjóðarinnar, frelsis til að velja -ér stórnmálafyrirkomulag, frelsis til að segja það sem þeim í brjósi býr og án ótta. Þá mun Kúba boðin vclkomin að nýju í fylkingu frjálsra þjóða. ísland var þar WASHINGTON, 22. okt. - Tuttugu og tveir ambassadorar frá 46 löndum, sem Bandaríkin hafa samkomulag við um varnir voru ballaðir á fund í utanríkisráðuneyt- inu í dag, þar sem þeim var skýrt frá aðalefninu í væntanlegri ræðu forsetans. Meðal þeirra landa, sem þar áttu ambassadora, voru 14 ríki Atlants- hafsbandalagsins: Bretland, Kan- ada, ísland, Noregur, Holíand, Dan- mörk, Belgía, Lúxemborg, Portu- gal, Frakkland, Ítalía, Grikkland, Tyrkland og Vestur-Þýznalantí. Þar voru ciimig aml assadorar frá Río-bandalagsríkjunum: IHexí- kó, Haiti, Dómíníkanska lýðveldið, Hondúras, Gnatemala, E1 Salva- dor, Nicaragua, Cocta rica Pan- ama, Colombia, Vene/.uela. Ecua- dor, Perú, Brazilía, Bolivia, Para- guay, Chile, Argentina og Uru- guay. Meðal annarra ambassadora voru þar ambassadorar Nýja Sjálands, Ástralíu, Filipseyja, Japan, Tai- lands, Pakistan, Formósu, Viet Nam, Spánn, íran, Jamaica, Kórea og Trinidad — Tobago. Auk vopnabannsins minntist Kennedy á eftirfarandi aðrar ráð- stafanir sem Bandaríkin munu gera. „Ilafðar munu nánar og auknar gætur á byggingu hernaðarmann- virka á Kúbu — Ef þessum árásar- ráðstöfunúm verður haldið áfram og spennan þar með aukin í Vest- urálfu þá réttlætir það frekari að- gerðir.“ Bandaríkin munu líta svo á, að verði k jarnorkuflugske.vf i skotið frá Kúbu á eitthvert Ameríkuríkj- anna, sé þar um að ræða árás af hálfu Sovétríkjanna á Bandaríkin, sem svara beri í sömu mynt gagn- vart Sovétríkjunum. Styrkja þyrfti flotastöðina í Guantanamos og flytja burt fjöl- skyldur bandarískra ríkisborgara þar. Kalla þyrfti þegar í stað samau fund ráðgefandi nefndarinnar í sambandi Ameríkuríkjanna, „til uð ræða þessa ógnun og krefjast þess að farið verði eftir 6. og 8. gr. Rio-samningsins um stuðning við nauðsynlegar ráðstafanir." Fara þess á leit við Krústjov, „að stöðva þessa leyndu, skeytingar- 'fausu og hættulegu ógnun við lieimsfriðinn — Að láta af iieimsyf - irráðastefnu sinni, og taka þátt í tilraunum til að binda endi á víg- búnaðarkapphlaupið.“ Beiðni um að öryggisráð S.Þ. verði þegar boðað til aukafundar. Forsetinn sagði: „Bandaríkin cru tilbúin til að skýra málsraö slnn hvenær sem er, og á hvaða vett- vangi sem er, bæði fyrir sambandi Ameríkuríkjanna og hjá S.Þ. eða á hvaða öðru þingi sem gagn gæti hlotizt af. Við óskum ekki eftir stríði við Sovétríkin,, bættí for- setinn við. „Við erum friðsöm þj ið og viljum lifa í friði við allar aðr- ar þjóðir.“ Blaðafulltrúi forsetans, Pierre Salinger, tilkynnti um hádegið í gærj, að Kennedy mundi halda mjög mikilvæga útvarps- og sjón- varpsræðu þá um kvöldið, Hann sagði, að efni ræðunnar væri mjög mikilvægt, en ekki vildi hann gefa nánari skýringu á þeim um- mælum. Kennedy sat fund með Öryggis- ráði Bandaríkjanna klukkan 19.15 íísl. tími) í gærdag og annan fund sat hann með ráðherrum sínuin klukkan hálf níu um kvöldið. Einnig hélt hann fund með Iielztu þingmönnum beggja flokka úr báð- um þingdeildum. Flutningur ræð- unnar hófst klukkan 23 í gær- kveldi eftir íslenzkum tíma og var henni útvarpað um allan heim. Fyrr um daginn hafði Dean Rusk utanríkisráðherra átt hálfrar klukkustundar viðræðufund við Dobrynin, ambassador Sovétríkj- anna. ATBURÐIRNIR á Kúbu eru einhverjir hinir alvarflegustu, sem gerzt hafa, síðan í styrjald- arlok, af því að nú standa risa- veldin tvö hvort andspænis öðru. Rússar hafa ögrað Bandaríkja mönnum með því að koma upp árásarstöð fyrir kjarnorkuskeyti 200 km. frá ströndum þeirra, 1600 km. irá Washington. Þeir hafa reynt að kollvarpa þvi jafnvægi, sem ríkt hefur um árabil. Að þola slíka ögrun án mótaðgerða er sama og að hopa í alþjóða átökum. Vopnabann Bandaríkjanna þýðir þetta: Amerísk* flotinn mun skoða hvert'skip, sem fer til Kúbu og nokkrar iikur eru til að flytji árásarvopn. Finnist slik vopn, verður skipinu vísað frá — með valdi ef þess þarf. Hættan er sú, að Rússar sendi enn skip með flugskeyti eða önnur vopn til Kúbu. H að ger- ist, ef ameríski flotinn þarf að reka rússneskt skip frá? Fyrir 50 eða 100 árum hefði ögrun Rússa þegar ieitt til styrjaldar, hvaða ríki sem í hlut áttu. Nú stinga Bandaríkja- menn við fæti og segja: hingað og eklci lengra. Þeir eru fyrst og fremst að eyða ölium vafa um, að þeir ætli sér a? veita útþenslu Sovétríkjanna viðnám á Kúbu, í Berlín eða hvar sem er. Lýðræðisríkin munu ekki láta kúska sig takmarkalaust án varnaraðgerða. Sovétríkin hafa enn tækifæri til að sýna, hvort þau ætli aö halda áfram útþenslustefnu sinni og reyna að mala lýðræð- isríkin, eins og Iírústjov hefur sagt — eða hvort þau vilja frið Þeirra er valið. ínverjar ráðast inn i Indland NEW DELHI: 22. okt. (NTB-1 Reuter). Barizt er nú á þrem stöð- um á landamærum Indlands og Kína. Kínverjar berta skriðdrekum og þungum vopnum og veiíir viðast hvar betur. Bardagar þeir, er nú geysa, hóf- ust á laugardag er Kínverjar hófu geysimikla sókn á öllum vígstöðv- um. Þeir nota nýtízku vopn, stórar fallbyssur og skriðdreka. Kínvcrj- ar nota svipaða hernaðartækni og þeir höfðu r Kóreu-stríðrnu. Þeir sækja fram með ofurefli liðs og láta sig mannfallið engu skipta. Nehru ávarpaði indversku þjóð- ina í dag og hvatti þjóðina til að duga vel í þessum átökum, sem standa mundu lengi og kosta mikl- ar fórnir. Hann sagði, að engin fórn væri of stór til að varðveita frels- ið. Við getum ekki gefizt upp íyrir ofbeldinu og við munum aklrei láta ofbeldismennina stjórna landi okkar meðan nokkur Indverji stend ur uppi til að verja fósturjörð sína, sagði Nehru. Indland hefur gert allt til að halda vináttunni við Kína, en nú er tími til kominn fyrir alla Indverja að gera sér Öryggisráð kvatt saman NEW YORK, 22. október - Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fór þess á lcit í kvöld, að boöað yrði til auka- fundar í Öryggisráði þegár á morgun, þriðjudag. í bréfi til núverandi ráðsforscta, V. A. Zorin aðstoðarutanrikisráð- herra Sovétríkjanna kemst Stevenson svo að orði, að at- ómvopn á Kúbu séu ekki einasta alvarleg ógnun við frið og ör- yggi Ameríkuríkjanna hcldur allrar veraldar. í framhaldi af ósk Bandaríkj- amanna um skyndifund í Örygg- isráði, hefur talsmaður utan- ríkisráðuneytisins í Washing- ton gcrt grein fyrir þcim til- lögum, sem bandaríska stjórnin hyggst leggja fyrir ráðið. Þær eru í stuttu máli svohljóðandi. 1) Að allar flugskeytastöðvar á kúbanskri grund verði rifnar eða fjarlægðar. 2) Að ráðið heimili fram- kvæmdastjóra S.Þ., að hann sendi eftirlitsnefnd til Kúbu. 3) Að ráðið beiti sé.' fyrir fundi Rússa og Bandaríkja- manna um lausn Kúbumálsins. ljósar þær hættur, sem nú vofa yfir sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar Nehru hefur beðið stjórn Bret- lands um að selja Indverjum vopn, til vamar innrásarmönnunum. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki skipta sér af landa- mæradeilum Indlands og Kí»a þar sem bæði þessi ríki séu vina- i ríki Rússa. Rússar hafa selt Ind- ver jum orrustuþotur fram að þessu. Peking-stjórnin lýsti þvi yfir í dag að Indverjar hefðu ráðist inn í Kína og yrði þeim svarað í sömu mynt og kínverskum hermönnum yrði skipað að hrekja árásarmenn- ina burt úr kínversku landi. Tals- maður Peking-stjórnarinnp.r sagði að kínverska varnarliðið hitðí náð á sitt vald flestum þeim stöðvum, sem Indverjar hefðu verið búnir að sölsa undir sig, en átökin hefðu verið mjög mannskæð og að m'argir hefðu fallið í árásunum. Talsmaður indversku stjórnar- innar sagði að árás Kínverja'væri vel skipulögð og að þeir heíðu ó- grynni liðs. Indveriar héldu gamt uppi hetiulegri vörn og rr.aiVnfall væri mikið meðal Kinverja. A^nars væri erfitt að gefa nákvæmar upp- lýsingar um gang bardagamUi að svo komnu máli. D ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.