Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 2
t Ritstjórar: Gísli J Ástþórrson (áb) og Eenedikt Gröndal,—AóstoSarritstjóri Björgrin GuSmuudsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Iijálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. i'uglýslngasími: 14 906 — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — Prentsmiöja A'þýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriffcargjald Jtr. 65.00 6 mánuði. J lauaasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Réttíáfari tryggingar ÞEGAR almannatryggingarnar komust á lagg irnar, var ákveðið að skipta landinu í tvö verðlags- svæði. Annars vegar skyldu vera borgir og kaup- staðir með yfir 2000 íbúum, en hins vegar aðrir hlut ar landsins. Skyldu bætur trygginganna, og þar með gjöld sem renna til þeirra, vera þriðjungi hærri á 1. verðlagssvæði í kaupstöðum en á 2. verð- lagssvæði utan þeirra. Byggðist þetta á þeirri trú, að framfærslukostnaður væri hærri í þéttbýlinu og því þörf hærri bóta þar. Þessi skipting hefur til dæmis þýtt, að gamal- menni eða örkumla fólk í Garðahreppi hefur feng- ið mun lægri laun frá tryggingunum en gamal- menni og örkumla í Reykjavík, Kópavogi eða Iíafn 1 arfirði. Þannig hefur þeíta verið um land allt, og hefur verið vaxandi cánægja með þessa skiptingu, þar sem grundvöllur hennar, mismunandi fram- færslukostnaður, hefur horfið úr sögunni. Hefur Alþýðuflokkurinn unnið að því síðustu ár að fá þessu breytt, og var ákveðið með hinum miklu fjöl skyldubótum viðreisnarinnar, að þær skyldu vera eins um land allt. Eftir þann sigur má segja, að breyting á hinum bóíunum hlyti að koma í kjöl- farið. Hefur verið unnið að endurskoðun trygginga laganna og má nú vænta þess, að landið verði allt gert eitt verðlagssvæði á þessu þingi. Er gert ráð fyrir því í fjárlögum þeim, sem ríkisstjórnin hef- ixr lagt fyrir Alþingi. Þegar þessi breyting verður að lögum, munu gamlir, örkumla, einstæðingar og sjúkir á 2. verð- lagssvæði fá mikla bót sinna mála með þriðjungs hækkun svo til allra bóta. í heild mun hér verða um I ©ð ræða yfir 30 milljónir króna, sem enn ■verða teknar í hina miklu tekjudreifingu milli þegnanna, sem tryggingakerfið er. Er það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í tryggingamálunum, sem mjög greinir þessa stjórn frá fyrri ríkisstjórnum, ekki sízt vinstri stjórninni. Hefur Emil Jónsson félagsmálaráðhierra lagt mikla áherzlu á endurskoðun tryggingalaganna til að þau fylgist með öðrum breytingum í þjóðfélaginu og fyllsta réttlæti ríki innan þeirra. Þessi breyting þýðir þó ekki aðeins þá útgjaldaaukningu, sem fjár lagafrumvarpið gerir ráð fyrir, heldur og nokkra hækkun hjá sveitarfélögum, atvinnurekendum og einstaklingum. Þessu til viðbótar kemur 7% hækk un á bótagreiðslum trygginganna til samræmis við þá hækkun kaupgjalds, sem orðið hefur i landinu. Er óhjákvæmilegt, ef fyllsta réttlæti á að ríkja, að tryggingarnar fylgist með þeim breytingum, sem verða á almennum launum í landinu, svo að hinir fjárhagslega minni máttar fái sinn hlut í þjóðar- fekjunum á hverjum tíma. Tryggingarnar hafa í heild nálega fimmfaldazt á fjárlögum í tíð núverandi stjómar. Það er glæsi- legt minnismerki um starf hennar. 43 ;2 26. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sjötíu og Ný útgáfa með mörgum myndum úr kvikmyndinni er komin út. 79 af sföðinni fer sigurför — bæði sem bók og kvikmynd. Tvær fyrri út- gáfur bókarinnar eru gersam lega uppseldar. . IÐUNN Skeggjagötu 1 — Sími 12923 HANNES Á HORNINU ★ Það, sem við höfum gert á aldarfjórðungi. ★ Rafmagnið gjörbreytti öllum aðstæðum. ★ Þá vorum við hyggjusamir. fyrir- ALDARFJÓRÐUNGUR er ekki langur tími, en svona er það þó samt, að okkur finnst hálft í hvoru að liðnar séu aldir síðan hafizt var handa «m virkjun Sogsins. Þetta stafar af því, að þróunin er svo ör, svo ótal margt hetar gerzt og* landið breytzt og heimurinn hréytist og við sjálf höfum breytzt Einhver sagði einhverntíma, að það væri alls ekki hægt að mæla tímann í mánuðum og árum, held- ur ætti að mæla hann í viðburðum og breytingum. Þetta er víst að nokkru leyti rétt. ÉG MAN ÞAÐ VEL, hve stór- kostleg tíðindi það þóttu. íyrir ald- arfjórðungi, þegar ákveðið var að ráðast í virkiun Sogsins og ekki held ég að nokkrum hafi þótt tíðindin eins merkileg og atvinnu- lausum verkamönnum. sem fengu með þeim von um það, að eitthvað mundi glæðast um atvinnu. enda bóttust þeir verkamenn hafa him- in höndum tekið, sem réðust í þessa vinnu. En vitanleea var at- vinnuspursmálið ekki aðalatriðið, heldur sú þróun, sem hófst — og hægt var nokkurn veginn að siá fyrirfram, um leið og rafmagnið frá Soginu kom. Enda hefur þeim, sem sáu hana fyrir , ekki missýnzt, þó held ég að vonir, jafnvel hinna allra bjartsýnustu, hafi ekki brugð- izt. RAUÐKA, NEFND, sem sett var á laggirnar, og hafði það Iilutverk með höndum, að rannsaka og gera áætlanir um möguleika fyrir nýj- ungar í atvinnulífinu, starfaði þá af miklum krafti og hún hugsaði sannarlega um þær leiðir til auk- ins iðnaðar, sem rafmagnið frá Soginu opnaði. Þar voru til dæmis upptökin að íslenzkri raftækja- verksmiðju, en vitanlega þótti mjög hagkvæmt að stofnsetja slíka verksmiðju um leið og ný raforka streymdi til byggðarinnar. ÉG MAN ÞAÐ LÍKA, hvað ég varð bæði hrifinn og undrandi, þegar ég sá fyrstu eldavéiina frá Rafha ég ætlaði ekki að trúa mín um eigin augum, og má eí til vill ráða af þessum viðbrögðum mín- um, hvað skammt við vorum komn- ir, hve litið þjóðin gat, liversu I frumstæðir og takmarkaðir at- Ivinnuvegir okkar voru. Þessi ald- j arfjórðungur og viðbrögð okkar, þegar rafmagnið kom hefur sýnt okkur það og sannað, að við ís- lendingar erum ekki all’.af íyrir- hyggjulausir. ÞANNIG MÆTTI LENGI telja. f'rystihúsin risu upp fyrir atbeina Rauðku, og þannig var þetta á fjöldamörgum öðrum sviðum. Þetta vekur athygli á íyrirbrigðl í nútíma stjórnmálalífi okkar. Þá var Rauðka nídd — og allir sem komu náiægt Jienni Þá var stjórnar andstaðan að verki, eins og hún er enn að verki. Þá gleymdu menn því, að baráttan sjálf er ekki aðal- atriðið helduv málefnin, sem um, er rætt. NEI, VID VORUM EKKI fyrir- hyggjulausir þá. Fyrstu Rafhaelda vélarnar komu á markaðinn sömu dagana og Sogsrafmagninu var veitt til borgarinnar. Og aliir vildu fá vélar, en verksmiðjan átti *f byrjunarerfiðleikum, eins og raun- ar er alltaf, þegar um nýjar at- vinnugreinar er að ræða. En vel tókst til — og enn er rafvirkjun í fullum gangi, æ stórfenglegri raf- virkjanir hafa verið gerðar svo að segja á hverju ári. i VIÐ HÖFUM LÝ.ST LANDIÐ, við höfum skapað fjölmargar nýj- ar iðngreinar, við höfum breytt athafnalífinu, við höfum útrýmt atvinnulevsinu. — En kunnum við að vernda uppbygginguna? Kunn- um við eins vel að vernda það, scm við höfum og okkur tókst að skapa það? Þe.ssi sourning er miög ofar- lega í hugum manna. Þetta vildi ég megi segja á aldarfiórðungsaf- mæli Sogsvirkjunarinnar. Hannes á horninu. Kornræktartibaun- ir tókust aiivel Húsavík í fyrradag*. Eins og komið' hefur fram í fréttum voru tilraunir með korn- rækt hér nyrðra í sumar. Þessar tilraunir hafa tekizt allsæmilega, enda þótt stormur í september liafi að allmiklu leyti skemmt uppskeruna. Korn var skorið af Einarsstaða- akri í október. Var þá talið, að náðst hefðu um 10 tunnur af korni af hektaranum. Er sú útkoma eft- ir öllum vonum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.