Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 13
Barnaverndardagurinn er á morgun. Seld verða merki Barnaverndar- félagsins og hin vinsæla barnabók Sólhvörf. Sölubörn komi í Skrifstofu Rauðakrossins (við Austurvöll), Thorvaldsenstr. 6 — Melaskóla — Hlíðaskóla — íssaksskóla — Langholtsskóla — Laugames skóla — Vogaskóla — Barnaskóla Vesturbæj- ar — Austurbæjarskóla — Laugalækjarskóla — Mýrarhúsaskóla — Breiðagerðisskóla — Kópavogsskóla — Kársnesskóia. Foreldrar, leyfið börnum ykkar að selja fyrir Barnaverndarfélagið. Sýlubörn, komið hlýlega klædd. — Góð sölu- laun og bíómiði í söluverðlaun. Byjar kl. 9. Barnaverndarfélagið. Álþýðuflokksfélag Kópavogs heldur almennan félagsfund sunnudaginn 28. okt. n.k. í félagsbeimilinu Auðbrekku 50. Fundurinn befst kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing 2. Önnur mál. Stjórnin. Vinnuhagræðingarnámskeið IMSI Þriðji og síðasti áfangi námskeiðanna hefst mánudaginn 29. okt. kl. 9:00 árdegis. Iðnaðarmálastofnun íslands. Albýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Rauðalæk, Miðbænum, Laugarási, Eskihlíð, Laufásvegi. AfgreiSsla Alþýðublaðsins Sími 14-900. Skemmtir í Klúbbnum Til vinstri er Valerie og til hægri Kimi. En Valerie og Kimi er sama manneskjan. Valerie skemmtir um þessar mundir á Klúbbn- um og er stundum hún sjálf og stundum Kimi. Hún syngrur og dans- ar og fólkið hlær. Héraðsfundur Kjal- arnesspróf astsdæm is ABALFUNDUR Kjalarnespróf- astsdæmis var lialdinn síðastliðinn sunnudag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga um að prestsembætti verði framvegis veitt með sama hætti og verið hef- nr. Ennfremur var skorað á kirkju- stjórnina að koma þegar í stað á fastri prestsþjónustu á Keflavík- urflugvelli fyrir íslendinga þar. Héraðsfundur Kjalarnespróf- astsdæmis var haldinn í Keflavík sl. sunnudag. Hófst hann með messugjörð í Keflavíkurkirkju. — Séra Kristján Bjamason prédikaði — séra Bjami Sigurðsson og séra | Bragi Friðriksson þjónuðu fyrir altari. Prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson, setti síðan fundinn og stjórnaði honum. Til fundar voru mættir allir prestar prófastsdæmisins, nema prestarnir í Vestmannaeyjum, og 12 safnaðarfulltrúar. Tillögur kirkjuþings um veit-1 ingu prestsembætta, án almennra j prestskosninga, var aðalmál fund- arins. Að loknum umræðum voru tillögurnar felldar með 16 atkv. gegn 2, en því næst samþykkt ein- róma, að prestsembætti verði veitt með sama hætti og verið hefur, að undangenginni kosn- ingu, en kosningalögunum verði breytt til samræmis við lög um aðrar almennar kosningar. Tveir fundarmanna greiddu atkvæði með tillögu um það, að prestskosning skyldi ekki fara fram, ef 3/4 safnaðarstjórna væri einhuga um einn umsækjenda eða um köllun , prests. Tillögur þessar höfðu áður ver- ið bornar undir safnaðarfundi í sóknum prófastsdæmisins og yfir- leitt hlotið svipaða afgreiðslu þar. Þá var og þessi tillaga samþykkt einróma á héraðsfundinum: „Fundurinn lýsir yfir hryggð sinni vegna niðurlægingar og van- hirðu Viðeyjarkirkju og skorar á biskup að hann beiti sér fyrir því, að hið bráðasta verði gjörð ar á henni nauðsynlegar endur- bætur. A fundinum var kosin þriggja manna nefnd, er í samráði við próf ast kanni möguleika og gjöri á- ætlun um byggingu sumarbúða á vegum safnaðanna innan próf- astsdæmisins. Rætt var um endurreisn hins forna Kálfatjarnarprestakalls með Kálfatjarnar- og Njarðvíkursókn- um. Taldi fundurinn ekki tíma- bært að gjöra ákveðna tillögu um breytingu frá því sem nú- er, en samþykkti eftirfarandi tillögu: „Fundurinn skorar á kirkjustjórn ina, að koma nú þegar á fastri prestsþjónustu á Keflavíkurflug- velli fyrir þá íslenzku starfsmenn, er þar dveljast og skyldulið þeirra“ ! Prestshjónin í Keflavík huðu fundarmönnum til kaffidrykkju á heimili sínu og sóknarnefnd Kefla víkursafnaðar bauð þeim til kvöld verðar að fundi loknum. Leiðbeiningabók og kvik- mynd til Neytendasamtaka Neytendasamtökin í Bandaríkj- unum — Consumers Union — hafa enn sýnt systursamtökunum íslenzku þá rausn að senda þeim upplag: af leiðbeiningarb'ik þeirra um vöruval, er þau gefa út árlega. Er þar úrdráttur úr greinum um niðurstöður samanburðarrann- sókna á neyzluvörum hvers konar, er birzt hafa í mánaðarritum sam- takanna á hverju ári. Eínnig cru þar almennar leiðbeiniugar um vöruval í hinum ýmsu vöruflokk- um. Bókin, sem er nau- 400 bls. að stærð, er því eins konar iiand- bók fyrir neytendur, en þess ber að gæta, að hinar sömu vörur eru að nokkru leyti ávallt liér á mark aði. Meðlimum Neytendasamtakanna gefst nú kostur á að fá bókina á skrifstofu samtakanna í Austur- stræti 14 fyrir aðeins kr. 25,—, sem er þriðjungur útsöluverðs í Bandaríkjunum. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 5—7 e. h. nema laugardaga. Meðlimasími samtakanna er 1 97 22. Þá hafa Neytendasamtökin í Bandaríkjunum sent samtökunum hér litkvikmynd, sem gerð var í tilefni 25 ára afmælis hinna banda- rísku, en þau eru hin langelztu í Framhald á 14. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. október 1962 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.