Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 15
eftir 27 þér. Það sem við erum að hugsa um, er að búa til einskonar saft eða meðal“. „Hvers konar meðal Halí?“ „Meðal, sem geri mennina stóra, hrausta og glaða og, sem veldur því, að menn finna ekki til ellinnar, stórkostlegt meðal, sem enginn hefur áður búið til“. „Það væri gott, búðu það þá til“. „Já, en það er ekki svo auð- velt, og þess vegna hugsum við svo mikið. Það er galli á meðal- inu“. „Hvers vegna?“ „Já, hvers vegna Tintin. Hvers vegna? Ég skal reyna að skýra það fyrir þér. Bæði menn og dýr hafa í líkama sínum nokkuð, sem nefnist kirtlar, einn í höfð inu, einn í hálsinum, einn í mag anum og þannig um allan lík- amann. Frá þessum kirtlum síast ögn af vökvum inn í blóðið, í hverjum kirtli er sérstök tegund. Nú hefur prófessorinn uppgötv- að, að frá einum þessara kirtla kemur vökvi, sem gcrir brnði menn og dýr hraúst, sterk og glöð, og yngir þau upp, og nú erum við að reyna að búa til þennan vökva. Þegar það hefur tekizt, getum við hjálþað öllum þeim mönnum, sem orðnir eru veiklaðir, hryggir og gamlir, og er það ekki gott Tintin?" ' „Jú, Emil verður lika að fá eitthvað af þessu meðali, — en ekki prófessorinn", sagði Tintin með hefnd í huga. Helena brosti. „En hvernig er þetta með mýsnar og marsvínin? Hvers vegna má ég ekki koma inn til Mitsúó frænda? Hvað er tilraun ir með dýr?“, hélt hann áfram og reyndi að komast sem lengst. „Hvers vegna grefur Fobían all- ar þessar dauðu mýs?“ bætti hann við og lagði höfuðið við gráa feldinn hans Péturs. Helena leit til hans rannsakandi, og lienni fannst hún horfa í augu Firileis úr ásýnd Tintins. „Þú mátt ekki verða liræddur Tintin, Mýsnar fara allar í músa himininn. Litlu mýsnar verða að hjálpa okkur, og þær eru til með það. Þær vilja það frekar en að vera étnar af kettinum". „Ó, Malí, verðið þið ekki bráð um búin að búa til saftina?“ spurði Tintin, og neðrivörin var strax bj'rjuð að titra. „Hvað margar smámýs eru núna búnar að hjálpa ykkur?“. „Þær eru orðnar margar. Prófessorinn hefur hugsað um þetta í 'fimm ár og fimm ár og fimm ár og fimm ár“, sagði Malí. Tintin lyfti litlu þriflegu hend- inni og horfði hugsandi á sína fimm útglenntu fingur sem hanr notaði til að reikna með. Svo stundi hann þungan. „Hvað lengi ætlið þið að hugsa og hafa ekki tíma til neins?" spurði hann. „Ég veit það ekki Tintin, ég veit það ekki”, og nú var það hún, sem stundi. Það verður ef til vill stutt, en það getur líka orðið mjög, mjög langt“. „Þá verð ég orðinn stór?“. „Það má vel vera, en maður má aldrei vera óþolinmóður“. Pétur lá og svaf með opin augu. Tintin lagði höfuð sitt að mjúkum feldi hans. Um stund sá hann hvíta kirtlinum bregða fyr ir annað slagið og heyrði tifið í klukkunni, svo varð tilrauna- glasið að manni með hindberja saft í maganum og svartan korkh. á höfðinu og svo sofnaði liann skyndilega uppgefinn af að liugsa. Helena stanzaði sem snöggvast og horfði á sofandi barnið. Bráðum var þessi dagur einnig að kvöldi kominn. Dokt or Mitsúró leit inn brosandi. Það er óskað eftir návist yðar uppi. Mikið stendur til. Það verður næt urvinna. Á ég að bera Tintin í rúmið?“ „Ég vil helzt sjálf koma hon- um í rúmið, gerið svo vel að segja, að ég komi eftir augna- blik. Svo verður Fobían að taka glykogenupplausnina út úr dauð hreinsunartækinu eftir 23 mín- útur og kalla á mig“. Hún tók barnið í fangið. Mit- súró losaði kanínuna með var- fæmi úr fangi barnsins. Fuglam ir í garðinum byrjuðu allir að syngja og í’obían sótti slönguna úti á múrnum og setti hana í kassann sinn. Fyrstu perlumóður litu kvöldskýin líða hægt upp á himninum, sem enn var að öðru leyti bjartur og tær. „Eruð þér þreytt?" spurði doktor Mit- súró. „Já, ef til vill eitthvað", svar- aði hún og bar bamið upp stig- ann er lá að herbergi licnnar í þakhæðinni. „Þér ættuð að reykja, það hressir," sagði Japariinn bros- andi. „Ég nota kóla eins og stendur". „Shwa hefur á laun ákveðið að fá sprautuna sjálfur“, sagði Mitsúró lágt. „Það reyna flestir að standa á fótunum eins lengi og stætt er“. „Já, Mitsúró”. Helena stanz- aði frarnan við dyrnar að her- bergi sínu með barnið á hand- leggnum. „Getið þér í raun og veru skilið, að til skuli vera menn, sem borða um miðjan dag inn og sofa um nætur? Ég skil það ekki“. Doktor Mitsúró stóð neðan við stigann með kanínuna í fanginu. Ljósið endurkastaðist úr gleraug um hans og hann brosti með ó- ræðubrosi Asíubúans. „Þolinmæði", sagði hann. „Þol inmæði", þolinmæði*. Þetta orð endurtekið þrisvar sagði heila ævisögu. —0— Byggingar hlutafélagsins „Efnasmiðjur Suður-Þýzkalands“ liggja eins og geisilegt bákn á sléttunni nokkuð utan við borg ina. Þar gnæfa við -himinn stór ar hallir, tumar og þök. Skor- steinarnir teygjast langt upp í reyk og rykmettað loftið. Korn- hlöður standa hingað og þangað meðfram járnbrautinni og við hafnarhverfin, en stórir kranar sjást sífellt að verki eins og há- fætt og hálslöng járndýr. Brýr, stigar og gangstígir er bp.rna livað innan um annað, og meðfram múrvegginum liggja pípur af alls konar víddum. Margs konar hljóð og ýms konar lykt bland- ast þarna saman á hinn furðuleg asta hátt. Melena Willfuer, sem vetrar- dag einn gekk gegnum steypu- járnshliðið inn á lóð efnasmiðj- unnar, staðnæmdist sem snöggv ast yfirkominn af öllum hávað- anum og hinu f jölþætta lífi í húsa garðinum. Hún var í dökkri yf- irhöfn og með lítinn látlausan flókaskinnshanzka, og hún bar sig eins og heldri kona. „Doktor Botstiber á von á mér“, sagði hún við dyravörðinn, sem ákvað að bera höndina upp að húfunni, og skömmu síðar fór annar maður með hana að pínu litlum járnbrautarvagni sem not aður var til að flytja fólk milli hinna ýmsu bygginga á öllu verk smiðjusvæðinu. Helena reisti höf uðið og lét hið svala loft leika um andlit sitt á leiðinni, og þeg ar hún fann hina gamalkunnu lykt af alls konar efnablöndum fylla vitin á ný, brosti hún. Yfir dyrum aðalbyggingarinnar voru tvær líkneskjur gerðar af sand- steini, þær voru með geisilegum vöðvum og áttu að tákna vinn- una, þaðan lá leið hennar um dúk lagða ganga, sem alltaf urðu fínni og hljóðari, þar til þau komu að grænum bólstruðum dyrum, og innan við þær greindi hún andlit nokkurra manna í revkjarmóðu Botitiber forstjóri, sem hún bar kennsl á, stóð þegar upp af stóln- um og gekk á móti henni. Hann líktist helzt hinum ameríkanska Góethe 20. aldarinnar. Hinir mennirnir risu einnig á fætur og heilsuðu með stuttri hnitmiðaðri beygingu. Helena heyrði nokkur nöfn og titla, án þess að skynja nánar. Einn af mönnunum hafði hún hitt áðurT það var doktor Sandhægen formaður lyfjafræði deildarinnar, — langur, maður og aisköllóttur. Helena, sem þekkti hann að miklum dugnaði, rétti honum vin gjarnlega hanzkaklædda hend- ina, og þrýsti hann mjög lotning arfullur hönd hennar, svo var hún, áður en varði, setzt í djúp- an stól og farin að reykja vind- ling og beið þess fálát að heyra, hvað hér yrði sagt við hana. Hafi hún verið taugaóstyrk, varð það ekki merkt á neinu. Doktor Willfuer sat hér meðal hinna leið andi manna við stærstu efna- smiðjur Þýzkalands, og persóna hennar öll bar vott um svo mík- ið jafnvægi og stillingu, að engu var líkara en þetta væri hvers- dags-viðburður fyrir hana. Botstiber forstjóri, sem var mannþekkjari athugaði vilja- styrkinn í andliti hennar og tók jafnframt eftir þeim merkjum um ofreynslu, sem þar mátti lesa. Hann skildi þegar, að rauðu rendurnar umhverfis augun stöf uðu af ofmikilli vinnu í óhollu ljósi. Hann lagði saman athug- anir sínar og komst að þeirri nið urstöðu að þessi Willfuer væri ó- metanlegur vinnukraftur, sem ó- hjákvæmilega yrði að tryggja verksmiðjunum. „Við höfum beðið yður að I koma“, byrjaði hann „til þess að við getum rætt einstaka liði þess samnings, sem við óskum að gera við yður. Með yðar leyfi vil ég fyrst skýra herrunum frá þeim viðræðum, sem þegar hafa farið fram milli okkar. Eins og herr- arnir vita, þá er hér um að ræða hið nýja efni yngingarlyfið, sem við höfum keypt einkaleyfi á af prófessor Köbellin". Hann lét hvern þeirra fá lítinn pésa fyrir siðasakir, því herrarnir í djúpu stólunum voru fyrir löngu búnir að kynna sér innihaldið, og með alið var þegar búið að vekja nægi lega athygli meðal liinna sér- fróðu. „Eins og þér sjáið“, hélt hann áfram, „er hér um að ræða með al, sem hefur svipaðar verkanir og þær, sem komu fram við hinar svonefndu Steinach-tilraunir og mest var talað um á sínum tíma nema áhrif þessa meðais eru ekki eins takmörkuð og b^'ggja vellíðan sjúklingsins alveg upp frá rótum, ef ég má komast ein- faldlega að orði. Annars er hér uppkast að ritlingi, og það væri, ef til ,viU auðveldast að lesa út- drátt úr honum fyrir yður. Doktor Sandhagen. Viljið þér gera svo vel og — “ Doktor Sandhagen hóf lestur- inn með sínum fjærsýnu augum. Yngingarlyfið er lepóíð, sem dokt- or Köbellin hefur með aðstoð dokt- ors Mitsúos og doktors Helenu Willfúer tekizt að vinna úr frum- um í heiladinglinum og hefur sam setning þess og myndun nú loks lánast eftir fjortán ára tilraunir. Það hefur ekki aðeins yngingar- mátt, heldur örfar í heild lífs- starfsemina, flýtir. fyrir frumu- myndun líkamans og eykur lífs- Helanca crepe SOKKA- BUXUR á börn á 1. ári og til 14 ára aldurs. * Verð frá kr. 82,45. íella Bankastræti 3. Ódýrar stretchbuxur n'iminfnn, limituiium. NntiMimtTiú ;iiirimimiuM .MmiiiiiimimimmimwiimtummimimmimnHi.. M*NMtuui*tliilUiiHUuniiiMtmii»iumuummuiinnmM«Éi. JmluMm ».' ÍkÉíSKHN«!MwSn iummiimiiJ Tlmmiiímml M.M.MAM.M.M.MMJI |mim»um»M llilKIIIIIIIIMN 1»II»»IIII»IH BKKUIMIIIIH' .............. it -.-.imimiiMMr *NIV»i»iW»iPfWi»i»m»i»»immimWJ|,ww*im»iNÍS!i^ ••••mtuiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiMiiiiuiiiiiiiiiiitiiiiiMiii*1' Miklatorgi. GRANNARNIIjt — Mýsla og ég viljum gjarna heilsa upp á hvítu, litlu mús ina þína, Palli! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. október 1962 1$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.