Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 4
hókai’i 4 27, október 1962 - ALÞÝÐUBLA0IÐ Sextugur í dag: 4tWMVWWMWMMWMMWMMMWMiWW>MWiWHWW*HWHWMWWmWMMW»WM Þegar Mai komst á þing EINS og við sögðum frá í fyrra- ilag', licimsótti Mai Zetterling þingið og tók heilmikla kvik- mynd af þingmönnum okkar í óða önn að stjórna landi og þjóð. Hún kvikmyndaði af þing- pöllum, og er myndin tekin við það tækifæri. Bæjarbíó hóf í gær sýningar á rússneskri | mynd, sem lieitir Blindi tónsniliingurinn. Myndin er byggð á sögu eftir V. K orolenko, sem komið hefur út á ísienzku. Hér er um að ræða heillandi músík mynd í litum, sem óhætt er að mæla með fyrir alla. í DAG er Halldór Magnús Sig- urgeirsson, bókari hjá Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleiðenda, sejjtugur að aldri. Halldór fæddist í Hafnarfirði 27. október 1902 og liefir átt þar heimili allt frá fæðingu til þessa dags. Foreldrar hans voru heið- Tirshjónin María Jónsdóttir frá Unnarliolti í Hrunamannahreppi í Árnesssýslu Oddssonar bénda þar -og Sigurgeir Gíslasor. frá Xlálf- íiolti í Iloltum í Rangárvallasýslu Halldórssonar ættuðum af Skeið- Tim. Sigurgeir var löngum vega- vinnuverkstjóri og síðar spari- sjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði. Foreldrar Halldórs voru þekkt HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON og annáluð í Hafnarfirði og víðar um land fyrir dugnað, myndar- brag og fclagsmálaforystu. Þau eignuðust þrjú börn og er Halídór yngstur þeirra. Að auki ólu þau upp fósturson. Heimili Marínar og Sigurgeirs þótti með íádæmum til fyrirmynd- ar um gott uppeldi og reglusemi. í slíku umhverfi og andrúmslofti ólst Halldór upp og hef.ir frá barnæsku fylgt dyggilega hinu fagra fordæmi sinna ágætu og ást- kæru foreldra. Þegar bamaskólanámi Iauk, lá leið Halldórs í Flensborgarskólann. Þaðan lauk hann brottfararprófi 1921 með ágætri einkunn. Honum sóttist námið auðveldlega, enda er Halldór haldgóðum og farsæl- um gáfum gæddur. Námið sótti liann bæði af kappi og forsjá og einstakri skyldurækni. Eftir skólavist í Flensborg fór Halldór utap til námsauki í Eng- landi. Þegar heim kom, stofnaði hann í Hafnarfirði, ásamt Kristni And- réssyni, magister, en þair voru skólabræður í Flensborg, kvöld- skóla fyrir unglinga. Var það ný- lunda þar í bæ í þá tíð Mæltist Ijún vel fyrir og var aðsókn mikii að skólanum sem var í miklum metum mcðal bæjarbúa. í nokkur ár starfaði Halldór að verkstjórn með föður sí.ium og félögum hans að margskonar störfum við höfnina í Hafnarfirði. Árið 1929 voru honum faliu skrif- stjórastörf Kaupfélags Hafnarfjarð ar. Þann starfa haíði Halldór með höndum þar til kaupfélagið hætti störfum. Eftir það starfaði hann um hríð í Sparisjóði Hafaarfjarð- ar í forföllum föður síns, en gerð- ist síðar gjaldkeri hjá úcgerðar- ! fyrirtækjunum Vífli og Akurgerði. | Árið 1950 réðist Halldór í þjón- ustu Sölusambands íslenzkra fisk-' framleiðenda og hefir verið bók- ari þar síðan. Hvert starf, sem Halldór hefur tekið sér fyrir hendur, hefir hann rækt af heilum huga og hollustu. Ávallt hafa komið í ljós þær eig- indir, sem sannan og góðan dreng prýða, trúmennska, vinnugleði ng samvizkusemi. Halldór hefir komið raikið við sögu félagsmála í Hiifnarfirði, fyrr og síðar, og jafnan lagt heil- brigðum félagssamtökum lið sitt og störf. Ungur tók hann mikinn þátt í íþróttum og var meðal fræknustu knattspyrnumanna bæjarins. Skautamaður var hann ágætur. í sönglífi Ilafnarfjarðar tók Halldór um langa hríð drjúgan og góðan þátt. Var árum saman virk- ur félagi í Karlakórnum Þröstum. í stjórn Kaupmannafélags Hafn- arfjarðar var hann um árabil. Einn af stofnendum Bílaverkstæð is Hafnarfjarðar J939 og lengi gjaldkeri fyrirtækisins. Hluthafi í Dvergi er liann og fleira mætti upp telja. Þó munu engin félagssamiök hafa tekið hug Halldórs fastari tökum um æfina eða nokkru sjani átt djúpstæðari áhrif á hann en góðtemplarareglan. Þá hugsun drakk hann í sig með móðurmjólk- inni. Halldór hefir í þeim efnum fetað í fótspor foreldra sinna, er báru merki þeirrar reglu einna hæst á íslandi. Framhald á 14. síðu. HERFERÐ GEGN TÖFRALÆKNUM BLANXYRE, NYASALAND: Mesti töfralæknir allra töfralækna landsins hefur verið hantítekinn. Ilann heitir Chikanga og er 35 ára gamall. Þessi handtaka ei fyrsti liður stjórnarinnar til að útrýma töfralæknum, sem eru miKÍIs megn ugir í landinu og hafa deytt fjölda manns með forneskju sinni í stað þess að lækna þá. í mörg ár hafa yfirvöld'in farið mjög varlega í þessum málum og reynt að hindra og útrýma töfra- læknum á leynilegri máia til að vekja ekki reiði íbúanna, sem margir hverjir trúa á helgi þess- ara töfralækna. En nú hefur stórt skref í fram- faraátt verið tekið, með handtöku Chikanga, og munu fleiri fylgja á eftir. Beita varð brögðum til að handtaka „lækninn“, til þess að íbúarnir byggjust ekki til varnar. Honum verður brátt stefnl fyrir rétt og vonast yfirvöldj í til að geta sannað áhangendum töfra- lækna, hversu fánýt „vizk.j" þeirra er, með réttarhöldunum og þannig dregið úr þeim áhrifum, sem þess- ir menn hafa í landinu. Chikanga þess er ekk: einn þeirra töfralækna, sem nota und- arleg meðul og seyði. Hann lækn- ar með særingum, sem standa oft sólarhringum saman. Sjúkiingar streymdu til hans frá öllu afrík- anska meginlandinu, svo mikil). var orðstír lians. Oft neituðu menn að láta aðra lækna líta á sig, en dóu heldur, án þess að hafa náð tali af „lækninum mikla“. Fleiri hundr uð manns hafa dáið úr hungri, vegna Chikanga, sem oft skipar Framhald á 14. slðu. Varðbergsnefnd kynnir sér EBE TÍU manna íslenzk sendinefnd á vegum Varðbergs kom til Briis- sel 21. október til þess aff kynna sér Efnahagsbandalag Evrópu. Sendinefndina skipa þessir : Einar Benediktsson, lögfr. Einar Benediktsson, hagfr. Hagnheiður Helgadóttir alþm. Björgvin Guðmundsson aðstoð- arritstjóri, Sigurður Guðmundsson, frkvst. Eyjólfur K. Jónsson ritstjóri, Björgvin Vilmundarson, við- skiptafræðingur, Bjarni Beinteinsson lögfr. Jón Skaftason alþm. Heimir Hannesson lögfr. Stefán Sörensen, lögfr. Islendingarnir hafa rætt við ýmsa af fulltrúum EBE í aðaistöðv um bandalagsins í Briissel. A mánudaginn ræddi sendinefndin við dr. Richard Mayne um sam- band EBE við önnur ríki og við- ræðurnar við Breta. Dr. H. von Hanstein skýrði frá viðskipía- stefnu EBE og von Istendall greindi frá félagsmálum í lönd- um sameiginlega markaðsins. Auk þess var sendinefndinni skýrt frá störfum kola og stálsamsteypunn- ar. Dr. Richard Mayne, sem nefnd- ur var hér á undan, er Breti, sem unnið hefur hjá EBE frá stofnun þess. Hann hefur nýlega gefið út bók um EBE sem heitir „The Com munity of Europe", og hefur bók- in vakið gífurlega athygli í Bret- landi. Frá Briissel halda íslendingarnir til Parísar og heimsækja OECD og NATO. Þaðan verður farið til Evrópuráðsins í Strassburg, og síðan til Bonn í boði stjórnar V- Þýzkalands. Aðalmarkmið farar- innar er að kynna sér EBE. — Nefndin fór fyrst til Lundúna, og ræddi þar við fulltrúa brezka ut- anríkisráðuneytisins um viðræður Breta við EBE. — B.G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.