Alþýðublaðið - 13.11.1962, Blaðsíða 2
i
LllWtjórar: Gísll J. Astþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—AOstoBarritst)ön
BJörgvin Guómtmdsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjáimarsson. — Slmar:
1.4 800 — 14 902 — 14 903. fi uglýsingasími: 14 900 — Aösetur: Alþýöubúslö.
— Prenlsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 65.00
fi mánuði. 1 lausasöiu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurina. — Pram-
kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Sigur verzlunarfólks
, ÞAU tíðindi spurðust um hádegið í gær, að Fé-
iagsdómur hefði kveðið upp þann dóm, að Alþýðu-
sambandi íslands iværi skylt að veita Landssam-
bandi íslenzkra verzlunarmanna inngöngu í Al-
þýðusambandið. Er dómur þessi mikill sigur fyrir
verziunarfóik en jafnframt ósigur fyrir kommún-
ista, sem barizt hafa gegn því með öllum ráðum, að
samtök verzlunarfólks fengju aðild að heildarsam
Cökum verkalýðsins.
Alþýðublaðið hefur alla tíð stutt kröfur LÍV um
aðild að ASÍ og talið, að LÍV ætti ótvíræðan rétt
til aðildar að Alþýðusambandinu. Kommúnistar
Iiafa sjálfir viðurkennt í verki, að verzlunarmenn
eigi heima í heildarsamtökum verkalýðsins. Það
bafa þeir gert með því að taka inn í Alþýðusam-
bandið einstök félög verzlunarmanna. Alþýðusam-
bandið gerir ráð fyrir því í lögum sínum, að lands-
sambönd geti átt aðild að ASÍ. Má sem dæmi um
S.lík sambönd nefna Sjómannasamband íslands og
Landssamband vörubifreiðastjóra, sem bæði eru
aðilar að ASÍ. Eftir að verzlunarmannafélögin
böfðu bundizt samtökum og myndað landssamband
tvar að sjálfsögðu eðliJegt, að það sækti um upptöku
í ASI og ef kommúnistar hefðu verið sjálfum sér
samkvæmir hefðu þeir átt að samþykkja upptöku-
foeiðni LÍV án nokkurs mótþróa. En í staðinn hafa
þeir kosið að berjast hatrammlega gegn verzlunar-
iólki og því reyndist nauðsynlegt að fara með mál
þess fyrir Félagsdóm. Dómurinn hefur orðið á þann
bátt, er lýðræðissinnar reiltnuðu alltaf með. Rétí-
lætið hefur sigrað.
Kommúnistar eru sjálfsagt ekkert ánægðir með
mðurstöðu Félagsdóms. Þeir hefðu sjálfsagt kosíð.
að dómurinn hefði orðið á annan veg. Kommúnist
ar gera sér það Ijóst, að upptaka LÍV í ASÍ getur
þýtt endalok valda kommúnista í Alþýðusamband
inu og er þar raunar að finna skýringu þess, hvers
vegna kommúnistar hafa ekki mátt heyra það
nefnt, að LÍV væri tekið inn í ASÍ. En kommún-
istar þurfa ekki að halda það, að þeir geti til lengd
ar haldið völdum í alþýðusamökunum með því að
halda stórum hópi launþega utan við samtökin. Ef
kommúnistar hyggjast nú að hafa dóm Félagsdóms
1 að engu og neita LÍV um upptöku í ASI þrátt fyrir
dóminn eru þeir vísvitandi að kljúfa verkalyðshreyf
inguna. Lýðræðissinnar munu aldrei sætta sig við
slik bolabrögð kommúnista. Nú reynir því á það,
Jivort unnt er að starfa með kommúnistum í verka-
lýðshreyíingunni áfram eða ekki.
t Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
! er 14906
_ Electrolux NÝTT
VINSÆLASTI KÆLISKÁPURINN ELECTROLUX S-71 c fæst
nú hér á landi. Nýjungar rru: SEGULLÆSING — STERKARI
LAMIR — VARANLEGRI HILLUR. S-17 c er samt ódýrasti kæli-
skápurinn af þessari stærS: rúmar 210 lítra (7,4 cu.ft).
ELECTStOLUX-umfooðið, Laugavegi 69 sími 36200.
ALLIR SEM FERÐAST til ann-
arra landa vitna þegar þeir eru
komnir lieim. Vitnisburðir þeirra
eru allir á eina lund, að hvergi sé
eins gott að vera og á íslandi,
hvergi'sé efnalegur jöfnuður eins
mikill, hvergi önnur eins velmegun
Jafnvel nienn, sem gist hafa vel-
ferðarríki, segja að afkoma manna
sé betri liér en þar. Að vísu bæta
þeir því oft við, að margt mætti
betur fara — og þá fyrst og fremst
samfélagsskipan í ýmsum málum.
ÉG ER SANNFÆRÐUR UM, að
þessir vitnisburðir eru réttir. En
þaö vcldur því, að maður hryggist
því meir yfir taumlausu kapp-
hlaupi, viðstöðulausum kröfum
allra gegn öllum, blindni manna
fyrir þjóðfélagslegri ábyrgð, til-
finningaleysinu fyrir því, að við
erum allir í sama bátnum, að ef
við vinnum saman, berjumst saman
skiljum það að við erum allir hver
á sinn hátt þátttakendur í þjóðar-
búskapnum, þá fer vel, en annars
ekki.
FJÖLDI LÆKNA hefur hlaupið
frá sjúkrabeðum og skiliö sjúkling
ana eftir upp á von og óvon. Silfur
fiskurinn syndir við landssteinana
hundruð milljóna króna liggja við
fætur okkar, en við neitum að
taka til höndunum vegna þess að
kröfum okkar er ekki fullnægt. Út
gerðarmenn scm nær alltaf hafa
lifað á þjóðarheildinni með átvinnu
veg sinn, samþykkja verkbann
nema að kjörin séu lækkuð — og
bátasjómenn, sem ekki eru nema að
litlu leyti heilsteypt stétt, standa
fast á sínu. Það virðist vera deilt
um háifí til heilt prósent. Ekki
meira, aðeins það.
IIARALDUR BÖDVARSSON og
sjómennirnir á Akranesi hafa leyst
málið. Þeir hafa samið — og bát-
arnir fara allir á veiðar strax og
það gefur. Hér felldu báðir miðlun
jartiilögu sáttasemjara í síðustu
viku — og á sunnudag stóð fundur
í tólf klukkustundir, án þess að
samkomulag tækist. Þetta er það,
sem danskurinn kallar „Det glade
vanvid“ — Það er alveg sama hvaða
skoðanir við höfum á stéttarbarátí
unni, maður 'hlýtur að fordæma
svona ástand, og það því fremur,
sem þjóðfélagið er nú gjörbreytt
frá því sem áður var.
ÞAÐ ER EKKI HÆGT að sjá
annað en að framkoma ríkisstjórn
arinnar við læknana mánuðum
saman hafi orðið til þess að koma
verkfalli þeirra af stað. Hvað sem
leið kröfum þeirra um breytingar
á launakjörum, er það ekki nema
skiljanlegt, að þeir gætu ekki þol
að það lengur að þeim væri í engu
sinnt, að ekki væri svarað bréfum
þeirrá né þeir kallaðir til viðræðna
Þetta voru mikií mistök. En nú virð
ist þessi deila vera að leysast, osj
hefði þó verið hægt að leysa hana
fyrr. Manni léttir sannarlega víð
þau tíöiiuii.
ÞAÐ ER FURÐULEGT að í þjóð
félagi, þar sem öllum líður þolan-
lega eftir því sem þjóðfélagsleg&r
aðgerðir geta ráðið um líðan fólks
skuli allt loga í deilum — og hundr
uð milljón af dýrmætu hráefni
fara þcss vegna forgörðum. Það er
ekki hægt að sjá annað cn að sjálf
skipan málanr.a sé orðin úrelt. Þjóð
félagsheildin virðist verða að sctja
nýjar reglur. í fáum oröum sagt,
er ekki hægt að sjá aðra heppilegrf
lausn en þá. ef aðilar hafa ekki
komið sér saman innan ákveðlns
tíma, skuli kjaradómur skera úr.
Deilurnar eru ekki einkamál þeirra
starfshópa, sem deila. Þær snerta
afkomu allra þegna þjóðfélagsins
jafnt.
Hannes á horninu.
13. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ