Alþýðublaðið - 13.11.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1962, Blaðsíða 3
oregur samvmnu Briissel, 12. nóvember (NTB) NORÐMENN skýrðn ráðherra- nefnd Efnahagsbandalagsins svo frá í dag, að þeir samþykktu hina pólitísku samvinnu í Evrópu og þeir væru fúsir til að taka þátt í mótun þessarar samvinnu. Ilalvard Lange, utanríkisrád Iierra Norfegs, lýsti þessu yfir að loknum ráðherrafundi í Briissel í dag. Fundurinn stóð í 35 minút- ur. Lange kvað viðræðurnar hafa verið rnjög viðunandi. Dönum var skýrt frá því á fundi ráðherranefndarinnar í dag, að viðræðnum um fulla aðild yrði haldið áfram og lokið yrði viö' þær strax og eygja mætti lausn á viðræðunum við Breta. Per Hækkerup, utanríkisráð- herra Dana lýsti því yfir að lokn- um fundinum, sem stóð í eina og hálfa klukkustund, að fundurinn hefði verið jákvæður. Hann kvaö góðan grundvöll fyrir framhald viðræðnanna hafa myndazt. í Briissel er sagt, að ótvírætt sjónarmið Norðmanna sé athyglis vert og gleðilegt og rutt hafi verið úr vegi hugsanlegum misskiln- ingi meðál ríkjanna í EBE varð- andi áform Norömanna. Á fundinum var staðfest, að ekki hefðu orðið neinar breyting- ar á samskiptum efnahagsbanda- lagsins og Noregs óg haldið verði áfram samningaviðræðum um fulla aðild. Norska sendinefndin hefur feng ið ítarlegan spurningalista, sem einkum fjallar um sérstök land- búnaðarvandamál, fiskimál og vandamál í sambandi við að sam- ræma félagsmálalöggjöfina, og verður spurningum þessum svarað fyrir áramót. _ Ekki hefur verið ákveðið, hve- nær næsti ráðherrafundur Noregs Adenauer óánægð- ur með Kúbumálið BONN, 12. nóvember, (NTB- Reuter). Adenauer, kanzlari sagði í dag, að í rauninni hefði Krústjov, for- sætisráðherra komizt vel frá Kúbu málinu. Bandarikin vita ekki með vissu hvort Sovétríkin fjarlægja allar eldflaugar sínar fá Kúbu, sagði kanzlarinn við bandariska blaðamenn, sem buðu honum til Framliald á 14. siðu. og EBE fer fram, en samþykkt hefur verið að halda hann fyrir páska. Mikilvægasti árangurinn af við- ræðum Dana við EBE er loforðið um að Ijúka samningunum um fulla aðild er eygja má lausn á viðræðurium við Breta. Þar með er ljóst, að EBE mun ræða við Dani jafnhliða Bretum og að ákveða megi svo að ségja samtímis á hvaða grundvelli rík- in geti orðið aðilar að bandalag- inu. Af hálfu EBE var á það lögð á- herzla í viðræðunum, að engin breyting hefði orðið á samband- inu milli samningsaðilanna og að því verði haldið áfram að semja um fulla aðild Dana að EBE. Lange sagði í útvarpsviðtali í dag að norsk aðild að kol- og stálsamsteypunni og Euratom hlyti að verða eðlileg afleiðing af aðild að EBE. Norðmenn hefðu lýst yfir, að þeir hygðust sækja um aðild að þessum samtökum, en Stórþingið hefði ekki fjallað um málið. í viðtali við fréttaritara NTB sagði hann, að fiskimálin hefðu ckki beinlínis borið á góma á fundinum í dag. Lofað hefði ver- ið, að Norðmenn, Danir og Bret- ar fengju að senda fyrirhugaöri fiskimálaráðstefnu EBE greinar- gerð um sjónarmið sín. En enn sé ekki ljóst hvort ríkin þrjú fái einn ig að senda áheyrnarfulltrúa til ráðstefnunnar. INDLAND-KÍNA: Barizt á báð- um vígstöövum Refsiaðgerðir gegn Katanga í undirbúningi Leopoldville og New York, 12. nóv. (NTB—Reuter) MIÐSTJÓRNIN í Kongó fór þess á leit við U Thant, aðalfram- kvæmdastjóra SÞ, að SÞ bindu strax enda á árásir Katangaflug- hers í Norður-Katanga. Bent er á fregnir um, að flugher Katanga- manna hafi á laugardag varpað 70 sprengjum á ýmsa staði á hinu um- deilda landssvæði í Norður- Kat- anga. í dag vísaði Katangastjórn fregnum þessum á bug og kvað þær lið í undirbúningi undir nýj- ar liernaðaraðgerðir af hálfu SÞ gegn hersveitum Katangamanna. Stjórnin í Leopoldville skýrði jafnframt svo frá, að hún hefði gripið til vissra ráðstafana til þess að vera viðbúin ef eitthvað kynni út af að bera. Hún staðfesti, að hún styddi á- ætlun U Thants um sameiningu Katanga og annarra hluta Kongó og hélt því fram, að árás Tshombe væri gerð rétt áður en frestur sá, scm settur hefði verið fyrir fram- kvæmd áætlunarinnar, rennur út. Þetta sýni, að Katangamenn séu staðráðnir í að framlengja ástand sem Tshombe geti hagnast á. Sagt er, að fyrstu fregnirnar um loftárásirnar hafi verið ýktar. SÞ-læknir, sem kom til bæjarins Sentery í Kasai-héraði, segir, að hann hafi aðeins rekizt á þrjá lítt særða menn, sem fluttir væru þangað. Fréttamenn í aðalstöðvum SÞ telja, að sennilega verði stungið upp á efnahagslegum refsiaðgerð- um gegn Katanga, ef héraðið held ur áfram að reisa skorður við sameiningu Katanga og Kongó. Allt á huldu um viðræöur við Sovétríkin LONDON, 12. nóvember (NTB- Reuter). VESTURVELDIN ráðfæra sig enn um ástand þaö í alþjóðamál- um, er risið hefur upp eftir Kúbu- deiluna og bráðabirgðarlausn hennar, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það, hvort þau skuli eiga frumkvæðið að nýjuni samningaviðræöum við Rússa, að því er haft var eftir áreiöanleguin heimildum í London í dag. Af opinberri hálfu er talið, að Rússar hafi enn ekki látið í ljós vilja til alvarlegri samningavið- ræðna um Berlín, afvopnun, bann við tilraunum með kjamorkuvopn o. fl. Bazar Bazar kvenféiags Alþýðu- flokksins: Konuv eru beðnar að mæta í kvöld kl. 8 á skrif- stofu Alþýðuflokksins í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu MtWUUMWmMMVmVMMUI Nýju Delhi, 12. nóv- (NTB^Reuter) Síðastliðinn sólarhring hafa bloss að upp bardagar að nýju með indverskum og kínverskum her- sveitum, bæði á austur- og vestur- vígstöðvunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá indverska landvarnaráðuneytinu í dag. Fimm menn hafa særst í liði Indverja. Fréttastofan Nýja Kína hermdi samtímis þessu, að indverskar her sveitir hefðu hreiðrað um sig á Walong-svæðinu austur árinnar Tawang á austurvígstöðvunum og skotárásir þungvopnaðs stórskota- liðs þeirra á vígstöðvar Kínverja héldu áfram. Kínverjar segja, að indverskar flugvélar hafi flogið í kínverskri lofthelgi, og mikið magn vopna hafLverið flutt til Walong svæð- isins, þar sem nýjar árásir séu sennilega i undirbúningi. Nehru hefur frá þvi skýrt, að Indverjar hafi beðið Bandaríkin um meiri vopn og vélar til vopna- framleiðslu. Frá því var skýrt á þingi í dag, að yfirvöldin hefðu nánar gætur á kínverskum stjórn arerindrekum á Indlandi og stjórn mála sambandið við Peking- stjórnina sé í athugun hjá stjórn- inni. Nfehru endurtók í viðtali við er- lenda blaðamenn í dag, að Rúss- ar hefðu lofað að senda þotur af gerðinni MIG-21 til Indlands og reisa verksmiðju til framleiðslu á slíkum flugvélum. Aðspurður kvað Nehru Rússa augsýnilega vera komna í erfiða aðstöðu þar sem Kínverjar væru bandamenn þeirra og Indverjar vinir. Matvælaráðherra Indlands, S. K. Patil skoraði í útvarpsræðu í dag á bændur landsins að auka framleiðslu matvæla til þess að tryggja sigurinn. Kennedy ræðir Kúbu-deiluna Washington, 12. nóv. (NTB —Reuter) KENNEDY) forseti ræddi við helztu ráðunauta sína í þjóðar- öryggisráðinu, þ. á m. Adlai Ste- venson og John Mc Cloy, um Kúbudeiluna. Ekki var gefin út tilkynning um fundinn. Rætt var um gang viðræðna Stevensons og Mc Cloys við fulltrúa Rússa hjá SÞ. Talið er, að fyrst og fremst hafi Kennedy og ráðunautar hans rætt um brottflutning sovézkra eld- flauga frá Kúbu og hvernig mið- að hefði í viðræðunum um áætl- unina um, að Alþjóða Rauðikross- inn skuli hafa eftirlit með skip- um, sem flytja farm til Kúbu. — Einnig mun hafa verið rætt um kröfu Bandaríkjamanna um eftir- lit með eldflaugastöðvunum. Bandaríkjamenn halda fast við þessa kröfu til þess að úr því fá- ist skorið, hvort brottflutningur árásareldflauga Rússa og sprengju flugvéla af Iijusjin-gerð sé fram- kvæmdur. Adenauer ver enn Spiegel-aðgerðir BONN, 12. nóvember, (NTB- Reuter). Konrad Adenauer, kanzlari, sagði blaðamönnum í dag að hann væri ánægður með að sjá Volk- mar Hopf, ráðuneytisstjóra í land- varnarráðuneytinu aftur á skrif- stofu sinni. Hopf var vikið úr embætti um óákveöinn tíma fyrir viku, þar eð hann hafði tekið á sig ábyrgðina á því, að Wolfgang Stammberger, dómsmálaráðlierra, var ekki fyrir fram skýrt frá lögregluaðgeröjjm gegn tímaritinu Der Spiegel. Adenauer varði aðgerðir lög- reglunnar í Spiegel-málinu, en játaði, að Vestur-Þjóðverjar hefðu beðið álitshnekki erlendis vegna málsins. Formælandi ríkisstjórnarinnar í Karlsruhe sagði í dag, að búast mætti við, að fleiri hermenn yrðu liandteknir í sambandi við Spie- gel-málið, en alls hafa sex menn verið handteknir, ofursti, útgof- andi tímaritsins og fjórir starfs- menn þess, grunaðir um landráð. Ofurstinn, Adolf Wicht, starfaöi í leyniþjónustunni, sem heyrir beint undir kanzlarann. Stammberger, dómsmálaráð- herra ræddi í 4 tima við Gerhard Westram, saksóknara f dag. Rudolf Augstein segir S grein, sem hann skrifaði í fangelsinu og birtist í Der Spiegel í dag, að hann krefjist þess enn, að Franz- Josef Strauss, landvarnaráðherra, segi af sér. Hann sakar hann um að fórna öðru fólki, til þess að koma scr sjálfum áfram í stjórnmálum. Þá er staðhæft, að ráðherrann hafi ekki komið rétt fram í mörgum tilvikum. Formælandi flokks Frjálsra demókrata sagði í kvöld, að um- mæli kanzlarans um Hopf kynnu að merkja að ástandið hefði breytzt. Útskýra yrði þctta mál í viðræðnm milli aðilanna að sam- steypustjórninni hið fyrsta. FLOKKURINN Stokkseyri Alþýðuflokksfélag Stokkscyrar heldur aöalfund í kvöld kl. 8:30. Auk aðalfundarstarfa verður kos- inn fulltrúi á flokksþing. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. nóv. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.