Alþýðublaðið - 13.11.1962, Blaðsíða 8
LEIKFÉLA G REYKJAVÍKUR FRUMSÝNIR:
Þriggja dálka myndin: Brynjólfur Jóhannesson (Jónatan) við „dútl-
iff“. Tveggja dálka myndin: Helga Valtýsdóttir (Áróra) og Steindór
Hjörleifsson (Stígur)- „Þig vantar konu, Stígur minn.“
EFTIR JÖKUL JAKOBSSON
í leikdómi sínum um Pókók,
leikrit Jökuls Jakobssonar, sem
Leikfélag Reykjavíkur sýndi ár-
ið 1961, sagði Ásgeir Hjartarson
meðal annars: -„Vona má, að
reynslan verði Jökli Jakobssyni
hollur skóli og hann gerist ör-
fátækri leikritun íslendinga dug-
andi liðsmaður." Þessi von Ás-
geirs hefur nú þegar ræzt, það
sannaði frumsýningin á verki
Jökuls í Iðnó á sunnudagskvöld,
En ég vil leyfa mér að fram-
lengja enn það, sem sagt hefur
verið um Jökul. Eg spái því, að
hann eigi eftir að bera hróður ís-
lenzkrar leikritunar út fyrir land-
steinana og teljast gjaldgengur
liðsmaður á víðari vettvangi, en
við getum boðið honum að reyna
krafta sína á.
Hart í bak - nefnir Jökull hið
nýja leikrit sitt. Furðulegt nafn
við fyrstu sýn, en gott áður en
leik er lokið.
Það, sem fyrst alls vekur at-
hygli, þegar farið er að gaum-
kæfa verk Jökuls, er það, hve
leikritið er gott leikhúsverk, hve
það er allt að því gjörsamlega
laust við byrjendagalla. Þar mun
og fleira koma til en hæfni Jök-
uls. Hann hefur, að því er ég bezt
veit fylgst með hverri einustu æf-
ingu leikritsins (og þær munu
orðnar margar) og leikritið mun
hafa tekið miklum stakkaskipt-
um frá upphafi í samráði við leík-
endur, leikstjóra og aðra þá, sem
unnið hafa að verkinu. En eigi
Jökull ekki allt það, sem leikrit-
inu má til gildis telja að þessu
sinni, þá er hitt og víst, að lær-
dómar þeir, sem hann hefur dreg-
ið af framvindu mála, munu reyn-
ast manni, sem tekur hlutverk
sitt jafn alvarlega og hann, gull-
náma.
Jökull beitir ekki „avant gar-
de“ stílbrögðum, leikritið rennur
að mestu fram í hefðbundnu
formi, án annarra effekta en
ofurvenjulegs talaðs máls, sem
er bundið í ofurvenjulegum sam-
tölum, nema þegar hann notar
samhliða viðræðutækni, með
allgóðum árangri.
Persónur hans eru yfirleitt
skýrt mótaðar og samúð sú, er
hann hefur með þeim er áberandi
og raunsönn.
Á yfirborðinu segir Jökull ein
falda raunasögu, en undir yfir-
borðinu renna þungir straumar,
raunasagan dýpkar og stækkar,
en án vonleysis, án þess að gefið
sé til kynna hið algjöra skipbrot.
Leikrit Jökuls er þjóðfélags-
ádeila, ekki hávær hið ytra, ekki
háværari en svo, að menn geta
gengið fram hjá henni allt þar
til í lokin, að hún geysist fram
í neyðarópi gamals manns. Þau
lok eru líka samboðin mjög góð-
um höfundi.
Eg vil enn taka þetta fram:
Við höfum eignast höf, er við get
um óhrædd tengt miklar vonir
við. Hart í bak er gott leikrit,
einfalt í sniðum, djúpt undir.
Hóglega upp byggt. Rikt af sam-
úð. Tímabær hugvekja.
í
Þessi upptalning leikritinu til
lofs, má þó ekki verða til þess
að menn haldi, að hér sé full-
komið listaverk á ferðum, því
svo er ekki. Gallar eru ýmsir,
en ef til vill ekki stórvægilegir.
Skulu þó hér upp taldir þessir:
Stúlkan Árdís, sem er afar
hugnanleg persóna útaf fyrir sig
á það til að hafa þjóðsöguleg á-
MÉR er það skylt og Ijúft að
senda Félagi ungra jafnaðar-
manna afmæliskveðju á 35 ára
afmæli þess. Segja má, að ég
hafi átt mestan þáttinn í
stofnun þess og starfi fyrstu
árin. Eg vona að gamlir félag-
ar mínir misvirði ekki, þó ég
segi þetta.
Það var Jón Baldvinsson,
sem kallaði mig til viðtals einn
dag snemma sumars 1927 „til
þess að tala við mig um þýð-
ingarmikið mál.“ Og þegar ég
kom til hans horfði hann á
mig dálitla stund og bar svo
upp erindið: að stofna til fé-
lagsskapar meðal ungs fólks,
sem aðhylltist jafnaðarstefn-
una og stefnuskrá Alþýðu-
flokksins.
Og ég beið ekki boðanna,
safnaði um mig nokkrum ung-
um mönnum og ræddi við þá
og hóf svo að skrifa um þetta
í blaðið og hvatti aðra til þess
að skrifa. Þetta vakti athygli
og Morgunblaðið hæddist að
okkur, en það var bara betra.
Við vildum ekki stofna fé-
lagið fyrr en við ættum mynd-
arlegum hóp á að skipa. Við
vorum að hugsa um að stofna
félagið á afmæli rússnesku
byltingarinnar, en hættum við
það af hugsjónalegum ástæð-
um — og stofnuðum það dag-
inn eftir, eða 8. nóvember,
— með, að mig minnir, 44 fé-
lögum og það var stór hópur.
Og FUJ starfaði vel. Það fjölg
aði ört í því, og við reyndum
að fá öllum verk að vinna. Við
skoruðum íái Íhnldskrakkaína,
að taka þátt í kappræðufundi
og margir slíkir voru haldn-
ir og þá var ekki tæpa á orð-
um eða slegið undan, vesalings
gamla Varðarhúsið lék á reiði-
skjálfi. Við héldum jafnvel
útifundi um miðnætti og það
átti sér stað, að við streymdum
í einum hóp inn í Hótel Borg
að afloknum fundi eftir að
hafa marsérað syngjandi um
Miðbæinn. Jafnframt gáfum
við. út blað,. bæklinga, settum
á fót kvöldskóla, fórum í
skemmtiferðir, sem þá voru
næstum óþekktar, og gerðum
allt, sem við gátum til þess
að efla jafnaðarstefnuna á ís-
landi.
Klofningur verkalýðshreyf-
ingarinnar hófst í Félagi
ungra jafnaðarmanna. Okkur
tókst að halda því, svo og
Sambandi ungra jafnaðar-
manna, en þá var naumt á
mununum, en það stafaði ein-
göngu af því, að við vorum of
saklausir, vöruðum okkur ekki
á hreinum og beinum lygum
og svikum. Hefðum við verið
svolítið varari um okkur, þá
hefðu kommúnistar ekki rið-
ið feitum hesti frá þeim við-
skiptum. Við vorum hug-
sjónamenn, umburðarlyndir og
hrekklausir, en hinir voru
skólaðir í klækjum. Þetta eru
hörð orð — en þau eru sönn.
Og Félag ungra jafnaðar-
manna hefur lifað og dafnað.
Það hefur aldrei lagt árar í
bát. Unga fólkið hefur unnið
drengilega — og þó átt stund-
um við mikla erfiðleika að
etja. Það hefur verið fórnfúst
og ekki skirrzt við að ganga
fram fyrir skjöldu. Sú glæsi-
mennska, sem síðasta þing
Sambands ungra jafnaðar-
manna sýndi, gladdi mig' mjög.
Stofnendur FUJ voru synir
og dætur blásnauðra verka-
manna og sjömanna — og fæst-
ir þeirra höfðu nóg að borða,
og sárafáir góð spariföt. En
eldurinn brann í hug þeirra.
Hugsjónin um bætt kjör til
halda alþýðunni, barátta við
hliðina á meginsamtökum
fólksins: Alþýðuflokksins.
Nú á æskufólkið nóg til allra
hluta. Fjölmargir synir og
dætur launþega geta veitt sér-
hvaða menntun sem vera skal.
Nú þarf ekki að kvíða atvinnu
leysi. Tímarnir eru gjörbreytt-
I '•
8 13. nóv. 1962 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
)