Alþýðublaðið - 18.11.1962, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Qupperneq 4
Jónas Ástráðsson, form. FUJ: ✓ Avarp íil æskunnar í Reykjavík FIMMTUDAGINN 8. nóvem- ber voru liðin 53 ár frá stofn- un Félagrs ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. I’ar sem tildrög að þeirri stofnun og saga félagsins hafa verið rakin hér í blaðinu, æíla ég ekki að rifja það upp, heldur segja frá starfi félagsins og því tak- marki, sem það hefur sett sér á þessum merku tímamótum. 19. marz 1961 urðu þáttaskil í starfi félagsins, þvl þá var Burst vlgð, en liún er félags heimili okkar eins og flestir vita og má segja, að liin mikla sókn hafi hafizt með tilkomu hennar. Þar hefur verið rekin fjölþætt æskulýðsstarfsemi sem hefur heppnast mjög vel og verið mjög fjölsótt. Ilefur verið dansað, spilað, teflt og sungið af miklu f jöri auk stjórn málanámskeiða, sem hafa ver- ið vikulega og tekizt vel. í vetur verður allt með líku smði og I fyrra, en ýmsar nýj- ungar verða teknar upp til fróð Ieiks og skemmtunar. f vetur verðum við með vikulega mál- fundi, tafl og bridge klúbb, spilakvöld og tómstundaklúbb, auk þess sem ýmsir menn inn- an Alþýðuflokksins munu flytja erindi liálfsmánaðarlega um ýms efni. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikið starf hjá félaginu og nú, og aldrei hefur félagið verið eins vel undirbúið að taka við því hlut- verki sem því er ætlað. í stjórn félagsins og trúnaðarráði eiga allflestar launþegastéltirnar sinn fulltrúa og eru þeir allir tilbúnir til þess að hefja loka- sóknina að því takmarki sem þeir hafa sett sér. En margar Framhald á 13. síðu. Jónas Ástráðsson Stjóm S.U.J. Sitjandi frá vinstri: Hörður Zophoniasson, Sigurður Guðmundsson og Ásgeir G. Jóhannesson. Standandi frá vinstri: Jóhann Þorgeirsson, Unnar Stefánsson, Sigþór Jóhannesson, Hrafnkell Ásgeirsson, Örlygur Geirsson, Karl Steinar Guðnason, Þórir Sæmundsson, Gunnlaugur Gíslason og Eyjólfur Sigurðsson. Hér fer á eftir ályktun menntamálanefndar 19. sambandsþings SUJ 1962. Þingið fagnar því, að Kennaraskóli Islands skuli nú geta tekið til starfa I nýjum húsakynnum og væntir þess, að ekki verði þess langt að bíða að tilraunaskóli við Kennara- skólann komizt upp. Jafnframt varar þingið við hinni geig- vænlegu hættu, sem þjóðfélag- inu er búin af kenparaskort- inum, og hvetur til þess að launakjör kennara verði þann- ig, að þau stuðli að því að góðir og hæfir menn veljist í þessi ábyrgðarmiklu störf. — Bendir þingið sérstaklega á óréttmæti hinna lágu byrjunar launa kennara og telur brýna þörf skjótra úrbóta í því efni. Þá telur þingið brýna nauð- syn til þess að auka sálfræði- þjónustu skólanna, þannig, að sálfræðingum á vegum skól- anna verði fjölgað, og a.m.k. sumir þeirra ferðist milli skól- anna út um landið og veiti þeim ráð og leiðbeiningar. Þingið telur nauðsynlegt, að starfsfræðsla verði tekin inn í skyldunámið, þannig að sér- hver nemandi í skyldunámi eigi kost á leiðbeiningum og ráðleggingum um val á fram- tíðarstarfi sínu með tilliti til hæfileika sinna. Þingið þakkar það átak, sem þegar hefur verið unnið í bygg ingum skóla fyrir landsmenn og væntir þess, að markvisst verði unnið að því, að ekki þurfi að margsetja í skólana. Einnig skorar þingið á alþingi og ríkisstjórn að hraða sém kostur er, raunliæfri úrlausn í húsnæðismálum menntaskól- anna svo og Háskóla íslands. Þingið telur, að þegar verði að koma á fót fullkomnum verknsámskólum eða námskeið um sem víðast á landinu og starfsemi sú verði til að byrja með sniðin sem mest eftir þörf um aðalatvinnuvega okkar á bættu vinnuafli. Þingið álítur, að sem fyrst hefi að endurskoða fvrirkomu- lag prófa í menntaskólum og háskóla og miða skuli að skipt- ingu þungra yfirgripsmikilla heildarprófa í smærri áfanga- próf. Þá telur þingið nauðsyn á meiri sérhæfingu náms í menntaskólum, t. d. með stofn- un náttúrufræðideildar og sögu deildar. Þingið leggur til, að tónlistar- kennsla verði efld í skólum, teknar verði upp leiðbeiningar í mælskulist og framsögn, sem miðist við, að sem flestum einstaklingum sé fært að túlka skoðanir sínar í ljósu máli. Þá minnir þingið ennfrerr.Jir í/ danskennslu og leiðbeiningar í umgengnisháttum sem fasta grein í skólakerfinu. Þingið lýsir ánægju sinni yf- ir þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið með listkynningu í skólunum og hvetur til þess að sú starfsemi verði bæði efld og aukin. Þingið leggur áherzlu á, að öllum iðnskólum landsins verði breytt í dagskóla. Þingið telur nauðsyn þess áð íullkomnir Iðnskólar verði reistir sem víðast á landinu, t. d. í hverjum landsfjórðungi, þannig að komið verði á fáum fullkomnum iðnskólum í stað margra ófullnægjandi. Þá telur þingið nauðsynlegt, að sem allra fyrst verði komið á forskóla að Iðnskólanum í Reykjavík, sem yrði starfrækt- ur yfir sumartímann til kynn- inga á hinum ýmsu iðngrein- um. Þingið telur mikla þörf á, að tækniskóli ríki hér á landi sem fyrst og skorar á alþingi og ríkisstjórn að taka það mál til rækilegrar íhugunar. Það hefur frá upphafi AI- þýðuflokksins verið eitt af grundvallarstefnumiðum hans, að öllum þegnum þjóðfélagsins gefizt tækifæri til þess þroska og menntunar, sem hæfileikar þeirra og löngum standa til. Þess vegna skorar þingið á hæstvirt alþingi og ríkisstjórn að auka stórum hagstæð lán til langskólamanna, svo að hinir efnaminnstu meðal þeirra neyðist éigi til þess að hætta námi sínum sökum fjárskorts. Jafnframt skorar þingið á al- þingi og ríkisstjórn að athuga, hvort ekki sé tímabært að taka upp námslaun í stað námslána og styrkja. Þingið- vill vekja atliygli á vaxandi þörf þéttbýlisins á upp tölcuheimilum fyrir drengi og stúlkur, sem af ýmsum ástæð- um er nauðsynlegt að komast í slíkar stofnanir, ef þau eiga að verða að nýtum og góðum þjóðfélagsþegnum. Telur þingið að setja verði löggjöf um að slík heimili verði reist og rek- in á sama hátt og skólar lands- ins. Þingið hvetur ríkisvaldið til að veita öllu heilbrigðu æsku- lýðsstarfi, sem mestan stuðn- ing, svo að eðlisleg athafna- þrá æskunnar fái notið sín í uppbyggilegu starfi og haml- að þannig á móti vaxandi af- brotum ungmenna. Þingið hvetur alla góða menn til aukinna starfa að barna- verndarmálum og mælist ein- dregið til þess að eftirlit með kvikmyndahúsum, vínveitinga- húsum og dansstöðum verði aukið og endurbætt t. d. með Framh. ð 13. siðu 4 18.' nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ '/ '!»

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.