Alþýðublaðið - 18.11.1962, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Qupperneq 7
Hraðfryst sild framleiðsla ■ markaðir í YFIRLITSRÆÐU sinni á aðalfundi SH s. 1. vor, komst Elías Þorsteinsson svo að orði, að honum kæmi ekki á óvart þótt það niagn, sem fryst hafði verið af síld haust- og vetrarvertíðina 1961 — 62, 18 þúsund tonn, myndi tvöfaldast á þessu ári. Voru það orð að sönnu, eins og sjá má af þeim samningum, sem þegar hafa tekizt um sölu hraðfrystrar síldar í haust. Samkvæmt þeim IiCfur þegar verið samið um sölu á jafn miklu magni og heildarútflutingurinn var haust- og vetrarvertíðina 1961—1962 eða um 20.000 tonn. Takist að fullnægja þeim samningum eins og ráð er fyrir gert, má búast við að unnt verði að selja enn meira magn um og eftir áramót, ef ekk- ert óvænt kemur fyrir. Þróunin í sölu hraðfrystrar síldar hefur verið mjög ör á síð- ustu árum og hefur svo til ein- göngu verið um að ræða fryst- ingu haust- og vetrarsíldar, sem veiðzt hefur í Faxaflóa og við SV-land. Samkvæmt framleiðsluskýrsl- um til SH og SÍS var heildarfryst- ing síldar í húsum innan þess- ara samtaka 3733 tonn árið 1960 og 18778 tonn árið 1961, þar af framleiddu hús innan SH 3104 tonn fyrra árið og 16891 tonn hið síðara. Framleiðsla SH-hús- anna til 30. júní í ár var 9074 tonn. Haustvertíð hefur enn ekki hafizt vegna deilu sjómanna og útvegsmanna um hlutaskipti og fleira. Haustið 9161 hófst frysting í október og var framleiðsla SH- húsanna sem hér segir, til ára- móta: Október 784,2 tonn November 3187,8 tonn Desember 5161,5 tonn Samtals 9133,5 tonn eða 91335 tunnur af síld upp úr sjó og er þá miðað við að 100 kg. fari í tunnuna. Af ofangreindum tölum má sjá, að hraðfrysting síldar var í fullum gangi um þetta leyti árs í fyrra. Að fenginni góðri reynslu af síldarfrystingu og þar ■ sem nýir og auknir markaðir virðast vera að opnast fyrir hraðfrysta síld, hófust margir hraðfrysti- húsamenn handa um að bæta og endurnýja frystitækjaútbún- að sinn og keyptu m. a. hin dýru og stórvirku tæki af gerð- inni Williams og Amerio, en þau munu henta vel fyrir síldar- frystingu. Hraðfrystihúsin eru nú mun betur undir það búin að hefja síldarfrystingu en nokkru sinni fyrr og er þess að vænta að deila sjómanna og útvegsmanna geti leystst hið fyrsta til þess að unnt verði að hefja fram- leiðslu og nýta dýr tæki á sjó og landi, jafnframt því sem tryggt verði að 1 við glötum ekki mörkuðum, sem unnið hefur verið að að afla með æmum kostnaði og fyrirhöfn. Undirbúningur að sölum á hraðfrystri síld, sem veidd yrði haust- og vetrarvertíðina 1962- 63 hófst á miðju sumri af hálfu SH, en náið og gott samstarf var haft við Sjávarafurðadeild SÍS, sem átti hlutdeild og aðild að þeim samningum, sem síðar voru gerðir. Af hálfu SH unnu þeir Bjöm Halldórsson, Arni Finnbjörnsson og Sturlaugur Böðvarsson út- gerðarmaður frá Akranesi að sölusamningum og náðust samn- ingar sem hér segir: 1. Stórsild: Tékkóslóvakía 2000 tonn Pólland 2500 tonn Austur-Þýzkal. 4200 tonn Vestur-Þýzkal. 4150 tonn Samtals 12850 tonn 2. SmásQd: Vestur-Þýzkal. 5450 tonn 3. SQdarflök: Vestur-Þýzkal. 1900 tonn Samsvara þessar sölur um 220.000 tunnum af síld upp úr sjó. I samningunum er gert ráð fyrir, að mikill hluti umsamins magns sé afgreitt fyrir áramót, og er afar áríðandi að unnt verði að fullnægja þessum samnings- ákvæðum, þar sem hér er um að ræða stórauknar síldarsölur ef framangreindum samningum er, að Islendiiigar haldi. Góðar horfur eru á að unnt verði að selja enn meira magn af framangreindum samningum verður fullnægt, auk þess sem búast má við sölum til Sovét- ríkjanna. Framh. á 13. síðu ÞESSI tvö litlu börn eru fædd sama dag, sama árs í Danmörku. Annað er eðlilegt barn, en hitt er minnsta barn sem fæðst hefur í helmfnum og lifað hefur. Það er aðeins 1 mörk að þyngd, en til samanburðar má geta þess að barnið við hlið ina er 14 merkur, en það er venjuleg þyngd á korna barni. Litli kranginn er stúlka, og henni heilsast ágætlega undir góðu eftirliti hjúkrunarkonunnar á sjúkrahúsinu þar sem hún fæddist. ÚTVARP FYRIR UNGT [sidSlÍ Hljómleikar Sinfóriíuhljómsveitarinnar fara nú að hefjast, þeir fyrstu verða 26. og 27. þ.m. í Háskólabíói. Hefur verið haldinn sameiginlegur fund- ur skólastjóra og útvarpsmanna til að undirbúa þá. Þar verða fyrst sýnd og skýrð einstök hljóðfæri og siðan leikin ýmis létt og auð- skilin lög og loks sérstök verkefni fyrir ungt fólk. Lög unga fólksins eru á þriðjudögum, með alls kon ar nýrri og léttri tónlist, en kiase- iskir tónlistarþættir fyrir ungt fólk á mánudögum. Aðrir þættir sem ætla mætti að ungt fólk hefði áhuga á, eru tónlist á atómöld, stund fyrir stofutónlist, jazzþættir og harmonikuþættir og loks er danskennsla á laugardögum. í Taiwan og Malagasy. spurningakeppni unga fólksins á mánudögum er líka tónlist. Barnatímar eru nú á hverjum degi, oftast 29 mínútur í senn, en 45 mínútur á laugardögum og 50 mínútur á sunnudögum. Sv(mudagstímarnir eru ætlaðir öllum aldursskeiðum. Á mánudögum er þjóðlegt efni fyr ir nokkuð stálpuð börn, á þriðju dögum tónlistartími, á miðvikudög um og laugardögum útvarpssaga,, á fimmtudögum efni fyrir yngstu hlustendurna, á föstudögum ýmis- legt sögulegt íslenzkt efni. „Þeir sem gerðu garðinn frægan,“ og eru írásagnir um merka íslendinga, einkum frá síðari öldum. Á laugar dögum er, auk útvarpssögunnar, tómstundaþátturinn. Sögur: Byrjað er nú að lesa sögu Thom as Mann: Felix Krull og þýðir og les Kristján Árnason. Þetta er síð asta sagan sem Thomas Mann samdi, en hann sagðist lengi hafa haft hug á að semja slíka gaman- sama sögu. Hún er miklu léttari og fjörmeiri í frásögn en hinar stóru eldri sögur hans, ag segir frá marg víslegum flækingi og ævintýrum söguhetjunnar. Thomas Mann var öndvegis skáldsagnahöfundur síns samtíma fékk m.a. Nóbelsverðlarui in og bætist þarna enn ein saga í hóp þeirra öndvegisrita úr heims bókmenntunum, sem útvarpið hef ur látið þýða og flytja. Einnig er flutt sérstök saga í kvennatímanum, Við sem heima sitjum: Úr endurminningum Schi aparelli, sem Svandís Jónsdóttir les. Fyrir þá, sem vilja hlusta á sögur, aðrar en skáldsögur, er les in saga Rothschildættarinnar eftii^ Morton, og flytur hana Hersteinn. Pálsson. Þá er, eins og óður, út- varpssaga barnanna tvisvar í viku. Loks er ný saga í leikformi, eða frmhaldsleikrit, Lorn Dún, í sjö- köflum. Þýðandi er Þórður Einars-- son og leikstjóri Hildur Kalman. Leikrit. Á laugardögum er þ. 11. 17. og- 25. nóv ember flutt hið mikla leik' rit Bernard Shaw: Menn og ofur~ menni, í þýðingu Árna Guðnasorv ar, en undir leikstjórn Gísla Hall— dórssonar. Þetta er eitt af höfuð-- verkum Shaw og flutt í útvarpifk allt og óstytt, í þremur köflum- Ýmis fleiri stór leikrit eru í und-» irbúningi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. nóv. 1962 T -- Sðlí Vð'f .Si'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.