Alþýðublaðið - 18.11.1962, Side 10

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Side 10
Ritstiðri: ÖRN EIÐSSON Skíðakeppni er- lendis að hef jast ÞAÐ verður mikið um að vera hjá norskum skíðamönnum í vet- ur og það er skoðun forráðamann- anna, að sjaldan eða aldrei hafi undirbúningur þeirra verið. eins góður og nú. Leif Holm, formaður tækni- nefndar norska Skíðasambands- ins í skíðastökki er mjög bjart- sýnn eftir námskeið, sem haldið var nýlega með helztu stökkvur- um Noregs. Hann býst við miklu af norsku skíðastökkvurunum. Um næstu helgi verður haldið annað námskeið, sem stendur yfir í fimm daga. Fyrsta stórmótið í skíðastökki á þessum vetri er þýzk-austur- ríska stökkvikan, sem fram fer í lok desember, hefst í Oberst- dorf 28. desember. — Ýmis smærri mót verða áður og það fyrsta í Oresund, Svíþjóð um næstu helgi. Svissnesk stökkvika Vfcrður einnig og stendur yfir frá Sf7. janúar til 3. febrúar og fer fram í Untervasser, St. Moritz, A- m ' ' rosa og Le Locla. Keppni verður í Le Brassus 12.-13. jan. og þar verður einnig keppt í svigi og bruni. Stærsta mót á Norðurlöndum verða sænska Skidspelen 9.-10. febrúar, finnska Skidspelen í Lah- tis síðustu vikuna í marz og svo er það auðvitað Holmenkollen- mótið. I Innsbruck eiga að fara fram reynslu Olympíuleikar, keppnin í alpagreinum þeirra fer fram 15,- 17. febrúar. Svona er hægt að skrifa lengi um ýms alþjóðleg skíðamót um alla Evrópu, en þau verða geysimörg í vetur. Ekki höfum við neitt frétt af þátttöku íslenzkra skíðamanna í mótum þessum, eða hvort um slíkt verður að ræða. Ekki væri samt úr vegi að reyna að stuðla að þátt töku t. d. í reynslu OL, ef mögu- legt er. Einn íslenzkur skíðamaður Kristinn Benediktsson frá Isa- firði er nú staddur í Austurríki og hann mun áreiðanlega taka þátt í mótum ytra í vetur. Menntaskóla- Hálogalandi annaðkvöid Hið árlega íþróttamót Mennta- skólans í Reykjavík verður háð í íþróttahúsinu að Hálogalandi n.k. Framh. á 14. síðu Myndimar á síðunni eru frá leik KR og Fram í Heykjavíkurmeistaramótinu í handknattleik, en leikur- inn fór fram í fyrrakvöld. Á myndinni hér til hliðar er Erlingur, Fram, að skora af línu, Sigurður, KR, reyn ir að hindra það, en tekst ekki. Á hinni myndinni er Herbert, KR, í færi, en hann er á línu og hvort sem hann hefur skorað eða ekki, er markið ógilt. Ingólfur, Fram, fylgist með aðgerðum Herberts. ReykjavíkurmótiB í handknattleik: Fram vann KR örugg- lega í fyrrakvöld Átta leikir voru háðir í Reykja- víkurmótinu í handknattleik á föstudagskvöldið. Þar af fór einn fram í meistaraflokki kvenna og einn í mfl. karla. Ármann vann Víking i kvennaflokki og Fram KR í karlaflokki. ★ Ármannsstúlkurnar voru betrl. Þetta var fyrsti leikurinn í mfl ivenna í Rvíkurmótinu og Ármanns liðið kom vægast sagt á óvart með ágætum leik. Liselotte gerði fyrsta markið af nokkuð löngu færi, en áður höfðu liðin skipst á upphiaup um. Fimm sinnum hafnaði bolt- inn í marki Víkings í fyrrí hálfleik án þess að Víkingar gæ'.u svarað fyrir sig. Sigríður Kjartansdóttir gerði 2 mörk af línu, það síðara mjög skemmtilega eftir að hún hafði leikið sig fría. Hin mörkin tvö gerðu Jóna Þorláksdóttir og Ása Jörgensdóttir. Síðari hájfleikur var Víkings- stúlknanna, þær skoruðu þvívegis en nú tókst Ármanni ekki að skora. Mörk Vikings gerðu Hall- ióra Jóhannesdóttir, Elín Guð- mundsdóttir og Guðrún Helgadótt- ir. Sigur Ármanns var verðskuldað jr, þær voru ákveðnari og sýndu 'jölbreyttari leik, áberandi var ivað þær voru hreyfanlegri og TÍskari. Lið Ármanns er jafnt, en irndís í markinu vakti athygli fyrir igætan leik. Iið Víkings var ósam tætt og sigurviljann vantaði. )ómari var Gunnlaugur Hjálmars- on og dæmdi veL ★ KR veitti Fram harða mót- spyrnu — en Fram vann 17:14 Leikur Fram og KR í mfl. karla var skemmtilegur, þó að sigur Fram væri aldrei í hættu. KR-ingar börðust eins og ljón frá upphafi og sýndu ágæt tilþrif á köflum. Fyrstu mínúturnar ,voru beztar. Fram skorar fyrst (Guðjón), Karl jafnar fyrir KR með snöggu skoti, enn nær Fram forystu með góðu marki Ágústar Þ.. Karl Jóh. var í essinu sínu í fyrrakvöld og hann skcrar tvö mörk af miklum glæsibrag og KR hefur yfir, 3:2. Ingólfur jafaar fyrir Fram en KR nær aftur for-1 ystu, én Reynir skorar í gegn um vörn Fram, sem var nokkuð opin í upphafi. Eftir þetta fór að halla á ógæfuhlið fyrir KR, síðari hluta hálfleiksins sýndi Fram styrk- leika sinn og skoraði 7 mörk gegn 1 marki KR og þannig var staðan í hálfleik 10:5 fyrir Fram. Bilið hélt áfram að breikka í byrjun síðari hálfleiks og komst mest í 15:8, en þá fór KR að vinna á og í lokin munaði aðeins 3 mörk um, 17 gegn 14. Þó að munurinn væri ekki meiri var greinilegt hvort liðið var sterk ara og sigur Fram var fyllilega verðskuldaður. Lið Fram var mjög jafnt í leik þessum, en hjá KR-ing um bar Karl af öðrum leikmönnum og skoraði 7 af mörkunum. Daníel Benjamínsson dæmdi leikinn af myndugleik. ★ Aðrir leikir kvöldsins í 2. flokki kvenna vann KR Val 4:3 og segja verður það, að KR- stúlkurnar voru heppnar, í síðari hálfleik átti Valur a.m.k. 4 stangar skot. í 3. flokki karla (B) vann Víkingur Val með 5:3. ÍR sigraði Þrótt i 3. flokki (A) með 9:4 og í liði beggja eru góð efni. Ármann og Þróttur áttust við í 2. flokki (A) og þeirri viðureign lauk með jafn- tefli 5:5 sanngjörn úrslit. Loks fóru fram tveir leikir í I. Framh. á 13. síðu Númer á keppnisbúninga í handknattleik Eitt er það mál, sem kem- ur sér illa og alveg sérstak- lega fyrir þá scm skrifa um handknattleiksmótin, en það er, að nnmer vantar á keppn isbúninga flestra félaga. Er ekki nokkur leið að kippa þessu í lag? Helzt ætti að setja nöfn þeirra leikmanna sem leika í meistaraflokki í leikskrá ásamt númeri. Þetta er gert í körfuknattleiknum og meira að segja hæð og aldur leikmanna fylgir. Við skorum á HKRR að skylda félögin til að gera þetta fyrir íslandsmótið. 10 18. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |J,|; :.lf í u,í: :í;:: ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.