Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 15
eftir Georges Simenon Þeir voru ekki lengur með stein borð, sem naktir líkamir voru hindra þá í að rotna. Ef til vill var það verra. Nví settu þeir þá í númeraðar skúff ur í risastórum frysti. Sardot litli grét ekki, og það gerði hún heldur eki. „Þér megið ekki vera reið við okkur. Við erum að gera skyldu okkar.“ Þetta var of mikið. Hann virt ist fara enn meir hjá sér. „Má ég fara upp og taka til í herbergjunum?“ „Ég varð að innsigla dyrnar.“ „Og allt er enn á rúi og stúi?“ „Það gerir ekkert til, trúið mér. Ég kem sennilega aftur. Sjá ið þér til, þetta er mjög flókið mál, sem kann að hafa eftirköst.“ Monsieur Bouvet hafði farið einn í sendiferðabíl, sem var ekki einu sinni líkvagn, og húsið tæmd ist á svipstundu; blaðamennirnir . héngu þarna stundarkorn enn og spurðu nokkurra spurninga að lokum og vonuðu að hafa upp á einhverjum hálfgleymdum upp lýsingum. Ferdinand slagaði út á stétt- inni, og hún varð að fara út að sækja hann og láta hann fara í rúmið. Þetta var í fyrsta sinn, sem svo margt fólk hafði tekið liann alvarlega. Hann hafði talað við það um Monsieur Bouvet, eins og hann hefði alltaf þekkt hann, eins og þeir hefðu verið nánir vinir. Guð mátti vita, hvaða vitleysu hann hafði sagt því. Átti. maður eftir að lesa það allt í blöð unum? „Vertu kyrr á meðan ég er að taka af þér skóna.“ Hann var hræddur við hana og hann vissi. að hún gat lamið hann, en hann var staðráðinn í að komast undan, fá sér nokkra drykki í viðbót og segja liinar dásamlegu sögur sínar á kránum í ngrenninu. Bráðlega, liann var næstum viss um það — að minnsta kosti höfðu þeir lofað honum því — mundi mynd hans birtast í blaðinu. ,;Svona, karl. Skelfing er að sjá þig! Og þú getur verið viss um, að þú færð eitt af köstunum þín um bráðlega." Hún setti skóna hans í skáp- inn og læsti honum, svo að hann gæti ekki komizt út, þó að .hún kynni að þurfa að bregða sér frá. Aftur sá hún gamla m'ann- inn út um gluggann, hann gekk framhjá og flöskustútur stóð upp úr vasa hans. Hún yrði að skrifa húseigand- andum um allt þetta, en hann var í sumarleyfi í Biarritz, en fyrst varð hún að fá sér eitthvað að borða, sitjandi við borðsend- ann. Hún lét sér nægja ostbita, brauð og kaffi, og hún var ekki hálfnuð með máltíðina, þegar Ferninand var farinn að hrjóta. * Frú Marsh, sem eyddi mestu af tíma sínum á börum á Champs Élysées með grannvöxnum, ung um mönnum, hafði sagt við lög- fræðing sinn, Rigal: „Kongó gerði hann brjálaðan, skiljið þér? Ég er viss um, að hann vissi ekki lengur hvað hann var að gera eða hver hann var.“ Rigal hafði ekki mótmælt, þar eð það er óviturlegt að rífast við skjólstæðing, sem kann að verða ríkur, en hann hafði sat sína eigin skoðun á málinu. Að vísu ekki mjög nákvæma skoðun. Hann átti konu, börn og tals- vert umfangsmikla starfsemi; ár- um saman hafði hann haldið hjá konu, sem hafði bakað honum endalausa erfiðleika, og það höfðu komið fyrir nætur, þegar hann lá í rúmi sínu og langaði til að hlaupast burtu frá öllu sam an. En það var allt mjög óskýrt. Öðrum hlaut líka að hafa dott- ið það í hug. Hver veit, nema slíkir draum ar geti á einhverjum tíma tekið á sig fastara form hjá sumú fólki? - Costermans gekk beinna til verks. Fyrst yrðu þeir að sánna, að frú Marsh ætti ekki neinn rétt til arfsins og síðan ganga úr skugga um, að Cornelius hef|i gert allar varúðarráðstáfánir, að Ouaginámur h.f. lentu ekki í vandræðum. Lucas skildi ekki næturinnbrot ið, sem honum sýndist ekki neitt venjulegt innbrot og hafði verið framkvæmt með furðulegum glæsibrag. Og það hafði verið vandlega undirbúið, eins og það sannaði, að næturgesturinn hafði látið taka sig fyrir harmoníkuleikar- ann. Satt var, að Madame Je- anne var ekki viss um, að hann hefði sagt nafn sitt, þegar hann fór framhjá. Það gerði ekki mikið til. Hann hafði valið sinn tíma, sannfærð- ur um, að húsvörðurinn, nýsofn- uð, mundi ekki verða hrædd. Hann hafði opnað dyrnar að í- búðinni án þess svo mikið sem rispa þær og hann hafði ekki skilið eftir eitt einasta fingra- far. Þegar hann fann gullpeninga, hafði hann ekki tekið þá. Hafði hann tekið nokkuð annað? Ein spurning kom upp, sem fróðlegt hefði verið að fá svar við: var það Monsieur René Bou- vet, fæddur í Wimille, sem hafði komið til að ræna, eða var það Samuel Marsh frá Santa Cruz og Oauginámunum? „Ég er hræddur um, að við séum ekki farnir að sjá fyrlr end ann á þessu ennþá, kæri Lucas,“ sagði lögreglustjórinn. Fyrir hann hafði þetta þýtt aukastarf og óþægilega ábyrgð á þeim tíma, þegar allar deildir lögreglunnar voru yfirhlaðnar verkefnum vegna sumarleyfanna. Það voru nú þegar komnir tveir lögfræðingar í málið, lögfræðing ur frá frú Mai’sh og Flæming- inn frá Antwerpen, sem trítlaði á eftir Costermans. Lucas útskýrði: „Síðdegis í dag byrja blöðin að birta fyrstu myndimar. Hús- vörðurinn veit ekkert. í íbúðinni er ekki til nokkur vísbending, ekki einn einasti hlutur til að koma okkur á sporið. Fötin, lín- ið, skónir, allt hefur verið keypt í París. Lituðu eftirlíkingarnar eru frá árbakkanum eða bóksöl unum á Vinstribakka." „Monsieur Beaupere hefur yf- irheyrt umrenning, sem ekki veit neitt meira um þetta.“ Þeir fóru til hádegisverðar, annar heim til sín, hinn í Brass- erie Dauphine, steinsnat&frá Quai des Orfevres, og Monsiéur Boau- pere hélt áfram að vinna á sinn hátt, þar til hann yrði tekinn burtu úr rannsókn málsins, sem var að verða of mikilvægt fyr- ir liann. Hann var fátækur maður, sem aldrei reyndi að fá heildaryfirsýn yfir málin, hvað þá að kafa nið- ur í þau. Hann hafði lært starf sitt af samvizkusemi, í sveita síns andlitis — og fóta sinna — og það gerði hann að veigamikl- um manni í fjölskyldu sinni og meðal nágrannanna. Af þvi sem umrenningurinn hafði sagt honum um morguninn hafði liann sett á sig aðeins einn hlut, einu áþreifanlegu staðreynd ina, og liann var þegar kominn til Vosgestorgs og stóð fyrir fram an húsið á horni Francs-Bourgeo isgötu. Húsvörðurinn þar var ekki af sömu manngerð og sú á Quai de la Tournelle. Þetta var kona með gleraugu, klædd svörtum silkikjól. Hún hafði átt við erfið leika að stríða og gerði sér upp penpíusvip. Hann sýndi henni lögreglu- skjöldinn. „Ég efast um, að það sé nokk uð í þessu húsi, sem þér getið haft áhuga á.“ „Þekkið þér mann að nafni Monsieur Bouvet?" „Aldrei heyrt um hann.“ „Eða mann að nafni Marsh?“ „Það býr maður að nafni Marc hal á fjórðu hæð. Hann liefur bú ið hér í tuttugu og fimm ár og dóttir hans giftist í síðastliðinni viku.“ Dagblaðið hjálpaði alltaf, með mynd ameríska stúdentsins. „Hafið þér nokkurn tíma séð þennan mann?“ Hún horfði nákvæmlega á myndina, skipti jafnvel um gler augu, en hristi síðan höfuðið. „Búa margir hér?“ „Þrjátíu og tveir. Flestir í sum arfríi." „Getur verið að meðal þeirra sé gömul lcona, gömul piparmey, sem klæðist svörtu?“ „Getur verið, að þér eigið við Madame Lair?“ „Er hún í París?“ „Hún hefur ekki farið úr bæn um í þrjú ár.“ „Hver er Madame Lair?“ „Mjög virðuleg kona, upphaf lega norðan úr landi, sem býr í stóru íbúðinni vinstra megin á fyrstu liæð. Hún hefur búið hér í fimmtán ár.“ „Hefur hún stórt, fremur fölt andlit?“ „Hún er fremur föl, já, einkum þegar hún er með verkina." „Er hún fótaveik?" „Eins og allar gamlar konur. Og það eru ekki bara konur, sem verða fótaveikar?“ Hún sagði þetta um leið og hún horfði á risastóra skó leyni lögreglumannsins. „Er hún heima núna?“ „Hún fer eiginlega aldrei út.“ „Vitið þér, hvort hún fór út í fyrradag, síðdegis?" „Ég njósna ekki um leigjend- urna.“ „Tefur hún þjónustustúlku?“ „Hún hefur matreiðslúkom}. og stofustúlku, Madame Lair er rífe. D'ætur hennar eru giftar. Fytir stríð hafði hún líka cinkabil- stjóra.“ r Monsieur Beaupere hikaði,. á- kvað að gera skyldu sína, bjó sig undir dónalegar máttökur, lagði af stað upp stigann og stakk upp í sig brjóstsykursmola, eiginlega eins og hann væri að stinga p.en ing í sjálfsala. , Stigagangurinn var dimmur ng handriðið úr útskornum viði, dyrnar fornfálegar, mjög háar, mjög breiðar, með tveim spjöld um, eins og í ráðuneytum. Hann tók í koparhnúðinn. Homrmt fannst það óvenjulegt að heyra fótatak nálgast svo langt að, eins og einhver þyrfti að ganga gegn- um heila röð af herbergjum, áð- ur en hann kæmist til dyra. Og það var nákvæmlega þanri ig. Hann sá tvær risastórar stof- ur, síðan bókaherbergi, engu minni, og hin fertuga kona, sem opnaði dyrnar fyrir honum, var með flauelishúfu á höfði. „Býr Madame Lair hér?“ „Er yðar vænzt?“ , T „Ja, ég . . . ég . . „Madame Lair er ekki heima.,, Hann varð næstum of seinn til að setja fótinn fyrir hurðina, og með sorgarsvip á andlitinu Qg viss um hvers mátti vænta í við skiptum við fólk af þessari stétt, tók hann fram lögregluskjöld sinn aftur. í pöntunar- listunum: Ódýr barnaleikföng. %'j ' -tKi Póstverzlunin. '' jmsL Biíiiiiiiimhiim BiiiiiiiitiimMi jillllllllllllHIH illlllHIMIIIHM Rimiiiiiiiiihim BiiiiiiiiHimr .............. ___________gililllHHMNf iiiúiiii*iiniiiiiiii»iinWWI."WW"HH.mr ,Hn»MMI»ll»UM»UIM»***ll»»*»UH»****** Miklatorgi. í - QRANNARNIIR Ég er hrædd um að þeim sé kalt! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. nóv. 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.