Alþýðublaðið - 21.11.1962, Síða 2
j Kitstjórar: Gísli J. Ástþórssor (áb) og Benedikt Gröndal.— ASstoðarritstjóri
: Ejc.'g vin Guðmundssrn. ~ Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar:
14 900 — 14 902 - Í4 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: AlþýSuhúsið.
j — Prentsmiðja A.þýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjaid kr. 65.00
J 6 mánuði. 1 iausasöiu kr. 4.00 eint. Otgefandi: Alþýðuflokkurinn — Fram-
kvaemriastjóri: Asgeir Jóhannesson.
KAUPGJALDSBYLJING
ÞING hinnar vinnandi alþýðu á íslandi stend-
; rar yfir þessa daga —og byrjar á sögulegum átök-
am um þátttöku verzlunarfólks. Ef sleppt er deil-
ium um einstök atriði þess máls og litið á það frá
liærra sjónarhól, hlýtur hver maður að viður-
kenna, að launþegasamtök eins og verzlunarmenn
Mjóti’ að vera hluti af heildarsamtökunum og eigi
þar frekar heima en sum félög, sem þar eru nú.
Sú tíð er liðin, þegar unnt var að skipta hinum
vinnandi fjölda eftir því, hvort menn gengu með
flibha daglega eða ekki. Tæknin er að gerbreyfa
lífi fólksins og fyrir hennar tilstilli er meiri og
sneiri hluti hins vinnandi fólks ýmis konar skrif-
stofustarfsmenn, tæknimenn eða stjórnendur véla,
<Dg fer sú þróun óhjákvæmilega vaxandi. Margt
skrifstofufólkið hefur einnig búið við þau laun,
að það eru miklu meiri próletarar en margar hinna
eldri stétta innan ASÍ.
Mikil umbrot eru nú í landinu. Þjóðin virðist
sýnilega geta leyst þann vanda að tileinka sér
tækni nútímans, -auka framleiðslu, koma upp mikl-
’ um mannvirkjum og laga sig að nútíma lífi. Aðeins
«itt vefst alvarlega fyrir hennl. Það er skipting
þjóðarteknanna milli vinnustétta og einstaklinga.
Þetta vandamál er svo alvarlegt, að það getur ger-
r eyðilagt allan annan árangur og brotið niður þjóð-
íóiagið, ef ekki er gætt að.
Þrátt fyrir þessa miklu hættu er ekki unnt að
Sialda að sér höndum og verja það ástand, sem ver-
ið hefur. Verkalýðurinn og jafnaðarstefnan eru,
Sivað sem á gengur, öfl sem vilja BREYTA þjóð-
félaginu og BÆTA tekjuskiptinguna enn til muna.
Þess vegna verður að taka því, sem nú er að ger-
ast, en gæta þess jafnframt, að ábyrgðarlausir
kömmúnistar ekki geti notað þetta mál til að koll-
steypa þjóðfélaginu og kasta því í arma kommún-
! °
lísmans.
Það stendur yfir kaupgjaldsbylting í Evrópu.
Sá skilniíngur er að verða ráðandi, að fyrirtæki
V'erði að greiða mun hærra kaup en áður, og vel-
snegun þjóðanna byggist á miklum kaupmætti
Jiins breiða fjölda, en ekki ódýru vinnuafli. Fyr-
Srtækin mæta þessu með breyttum rekstri og auk-
' inni tækni. Þau hafa rétt 'tii að gera kröfu til meiri
Scunnáttu starfsfólksins til að geta hagnýtt nútíma
framleiðslu- og starfsaðferðir, en fá þá kunnáttu
því aðeins að þau greiði nútímakaup.
Þetta sama er að gerast hér á landi. íslenzkir
atvinnurekendur verða að skilja það og hjálpa á-
Ibyrgum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar til
að gera þessa byltingu friðsamlega. Öðrum kosti
snun kommúnisminn hrósa sigri og frelsi þjóðarinn
ar glatast.
3
21. nóv. 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ
Ilér er á ferðinni skemmtilegr nýjungr, sem grleðja mun smekklegrar húsmæður, sem
vanda vilja sem bezt til heimilis síns. — SÓLÓ eld-húsgögnin eru nú með
KÓNÍSKUM stálfótum. Komið - sjáið - hringið - spyrjið
ELECTROLUX-UMBOÐIÐ
Laugavegi 69. — Sími 36200.
HANNES
Á HORNINU
k Framtak Ragnars Jóns-
sonar.
•k Engir trúðu, — nema
hann.
k Bezta landlcynningin.
•k Kæling mjólkurinnar.
RAGNAR JÓNSSON grerir það
ekki endasleppt í bókaútgáfunni.
Það var í mikið ráðizt, er hann
g-af út málverkabækurnar um ár-
ið ogr fáir trúðu á það, að það
fyrirtæki myndi blessast. En hann
er bjartsýnn og duglegur, bókin
um Ásmund Sveinsson, sem út
kom í fyrra, var mikið stórvirki.1
Það er einn mesti bókardýrgripur,
sem við eigum og er jafnvel mikil-
virkara kennslutæki, ef svo má að
orði komast, fyrir almenning að
geta tileinkað sér hina háu List Ás-
mundar en verk hans sjálfs inn-
an veggja eða á berangri.
NÚ HEFUR RAGNAR enn ráð-
ist í stórvirki. Hann hefur gefið
út nýja bók um Ásgrím Jónsson,
og verður ekki annað séð en að
hún sé vandaðri að allri gerð, en
hinar bækurnar. Þarna er og rit-
gerð Tómasar Guðmundssonar um
listamanninn. — Það er sagt, að
þróunin í bókaútgáfu stefni ákveð-
ið í þá átt, að auka útgáfu fræðslu
bóka fyrir almenning — og hér
hefur Ragnar sannarlega gerzt
brautryðjandi í útgáfu listaverka-
bóka.
ÞESSAR BÆKUR kosta mikið í
útgáfu og því er það ekki nema
eðlilegt, að þær séu dýrar þegar
maður fer að borga þær. Þess
vegna er hætt við að almúginn
eigi erfitt með að eignast þær. En
það, sem fyrst og fremst gerir út-
gáfur mögulegar, er að þær eru
mjög mikið keyptar til útflutnings.
Einstaklingar og fyrirtæki kaupa
þær í allstórum stíi til þess að
gefa þær erlendum vinum og kunn
ingjum. Þess vegna eru þessar
bækur svo mikilvirk landkynning,
enda er mér kunnugt um það, a3
þær auka oft kynningu á menningu
og listum olcar íslendinga.
RAGNAR JÓNSSON hefur all-
lengi undanfarið dvalið í sjúkra-
húsi og er þar enn. Hann stjórnar
útgáfu sinni úr sjúkrahúsinu, en
honum reynist, ef til vill létt, það
sem öðrum reynist erfitt. Ég vil
i þakka honum framtakið Það er
ekki aðeins unnið fyrir daginn l
dag, heldur og fyrir framtíðina.
HÚSMÓÐIR SKRIFAR: „Ég
hef litið svo til, að Mjólkursam-
salan leggi á það áherzlu að var-
an, sem hún dreyfir til neytend-
anna, sé í sem beztu ástandi. Og
í raun og veru hef ég yfirleitt góða
reynzlu af þessu. En það er eitt,
sem mér líkar ekki. Það er ekki
nema stundum, sem mjólkin er
nógu kæld frá Samsölunni, eða frá
búðarborðinu. Tvisvar sinnum
núna á skömmum tíma, hef ég
keypt ókælda mjólk.
FYRIR NOKKRUM dögum fékk
ég að vita það, að kæliskáparnir í
mjólkurbúðinni séu alltaf að bila
Framhald á 11. síffn.
HAFNARFIRÐI. 17. nóv. 1962.
Þakka vinsemd mér sýnda jsjötugum.
Góðar stundir.
Gunnlaugur Síefánsson.