Alþýðublaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 7
Framhald af 16. síðu. en einum lista.. Óskar sagði, að miðstj. Alþýðusambandsins hefði fallizt á sjónarmið Steingríms Að- alsteinssonar og ritað Frama bréf þar um en ekki væri að finna í því bréfi eitt einasta orð til rökstuðn . ings því að reikna bæri saman at- j kvæðin er umræddir tveir Fram j sóknarmenn ó B- og C-lista fengu. Óskar sagði, að við kosningarnar í Frama hefði B-listi verið borinn fram af Framsóknarmönnum og C-listi hefði verið borinn fram af kommúnistum. Hefði það komið fram af yfirlýsingu er umræddir tveir menn hefðu gefið í Þjóðvilj- anum og Tímanum að nöfn þeirra hefðu verið sett á C-listann án vilja þeirra, en hins vegar hefðu þeir verið á B-listanum samkvæmt eig in ósk. Óskar sagði, að Tíminn hefði skorað á sína menn að kjósa B-listann og berjast gegn kommún- istum og Þjóðviljinn hefði skorað á sitt fólk að kjósa C-listann og koma þar með í veg fyrir að hægri menn framsóknar kæmust inn á ASÍ-þing. M.a. af þessum ástæðum hefði orðið um hreina listakosn- ingu að ræða og kæmi því ekki til mála að reikna atkvæði manna er verið hefðu á tveim listum saman. — Hermann Guðmundsson tók til máls og var þeirrar skoðunar að taka bæri öll vafakjörbréf gild. — Jón H. Guðmundsson tók einnig til máls og kvað einsýnt um að hreina listakosningu hefði verið að ræða og því væri ekki unnt að reikna atkvæði saman. Guðmundur Björns son frá Stöðvarfirði, leiðtogi fram- sóknarmanna á þinginu lýsti yfir stuðningi við sjónarmið Snorra Jónssonar. — Kjörbréf fulltrúa Frama eins og þau höfðu verið send samkvæmt úrskurði miðstjórnar ASÍ voru síðan borin upp undir atkvæði og samþykkt með 183:123 atkvæðum. Næst var kjörbréf Svavars Gests fulltrúa FÍH tekið fyrir. Snorri Jónsson sagði, að ekki væri unnt að samþykkja kjörbréfið þar eö\ fundur sá er kjörið fór fram á hefði ekki verið boðaður með lög- legum fyrirvara. Óskar Hallgríms- son sagði, að ítrekaðar tilraunir hefðu verið gerðar til þess að boða aðalfund í félaginu með viku fyrir vara eins og lög félagsins gerðu ráð fyrir, en er það hefði ekki tekizt hefði fundur verið boðaður með tvegga sólarhringa fyrirvara vegna fulltrúakjörs. Var þá senn runninn út frestur til fulltrúakjörs á þing ASÍ og vegna ótta um að miðstjórn ASÍ kynni að úrskurða kosningu í FÍH ógilda óskaði FÍH eftir að fá framlengdan frest til að láta fulltrúakjör fara fram svo að unnt væri að boða fund með viku fyrirvara en þeirri ósk FÍH synjaði stjórn ASÍ. Sagði Óskar að á sama tíma hefði mið- stjórn ASÍ verið að veita öðrum fé- lögum frest og væri það því furðu- Leiðrétting í GREIN, sem birtist hér í blað- ínu fyrir skömmu, um alþjóða mjólkuriðnaðar ráðstefnu, sem haldin var í Kaupmannahöfn, féll niður nafn þess, er sótti ráðstefn- una af íslands hálfu og jafnframt skrifaði fyrrnefnda grein, en það var Kári Guðmundsson, mjólkur- eftirlitsmaður. Er hann hér með beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. legt að ASÍ skyldi hafna ósk FÍH um frest. Taldi Óskar rétt að sam- þykkja kjörbréf Svavars. — Er kjörbréfið var borið undir atkv. var það samþykkt með 143:126 atkv. — Svavar tók til máls nokkru seinna og sagði, að sennilega hefði seta hans á þinginu mætt svo mikilli andstöðu vegna þess, að hann væri ekki nógu vinstri sinnaður En hann kvaðst geta huggað vinstri sinnana með því, að hann væri örfhentur. — Var hlegið dátt í þingsalnum að þessari fyndni Svavars. Næst voru tekin fyrir kjörbréf HÍP. Óskar Hallgrímsson mælti fyrir því að kjörbréfin yrðu tekin gild. Sagði hann að fulltrúakjörið í félaginu hefði farið fram með sama hætti og áður síðan 1954 og með sama hætti og stjórnarkjör hefði verið í félaginu í 4 áratugi. Óskar sagði, að í lögum HÍP væru ákvæði um allsherjaratkvæða- greiðslur sem fram færu með sér- stökum hætti. Hann sagði, að þegar ASÍ hefði sett reglugerð um alls herjaratkvæðagreiðslur í verkalýðs félögunum hefði verið, ákveðið, að sú reglugerð skyldi eklci ná til þeirra félaga er þá höfðu í lögum sínum ákvæði um aílsherjarat- kvæðagreiðslur. Slík ákvæði hefði HÍP haft í sínum lögum eins og öll önnur stofnfélög ASÍ og því hefði HÍP ekki þurft að breyta sínum kosningaaðferðum þrátt fyrir hina nýju reglugerð ASÍ. Óskar sagði einnig að er HÍP hefði fyrst tekið upp allsherjaratkvæðagreiðslu við fulltrúakjör 1954 hefði miðstjórn ASÍ beinlínis mælt svo fyrir að kosningar skyldu fara fram með sama hætti og áður hefði verið við stjórnarkjör.. Og þannig hefðu fulltrúakjör farið fram 1954,1956, 1958 og 1960 án þess að kommún- istar, sem á því tímabili hefðu ráð- ið ASÍ, hefðu gert nokkrar athuga semdir, en fyrst nú vildu þeir að HÍP breytti kosningafyrirkomulag inu. — Óskar sagði, að kosninga- fyrirkomulagið í HÍP væri hið lýð ræðilegasta. Vinnustaðirnir væru gerðir að kjörstöðum og allir gætu tekið þátt í kjörinu. Óskar sagði, að það væri móðgun við stofnfélag ASÍ ef farið væri að víta eða sam- þykkja með skilyrðum kjörbréf fulltrúa HÍP. Snorri Jónsson lagði til, að kjör i í trausti þess, að félagið mundi j bréf fulltrúa HJP yrðu samþykkt ' framvegis haga allsherjaratkvæða- greiðslum sínum samkvæmt lögum ASÍ og reglum. Óskar Guðnason formaður HÍP tók til máls og sagði að fulltrúar HÍP mundu ekki taka sæti á þingi ASÍ nema þeir fengju skilyrðislausa setu. Hann sagði, að kosningafyrirkomulag í HÍP væri hið lýðræðilegasta í alla staði og hið sama og hjá prenturum t.d. í Danmörku. Sigurður Eyjólfsson ! tók til máls og sagði, að prenturum hefði með kosningafyrirkomulagi sínu tekizt að koma í veg fyrir að pólitík flæddi inn í félag þeirra- , eins og inn í önnur verkalýðsfélög. j Snorri Jónsson lýsti því nú yfir eftir að hafa heyrt yfirlýsingu Ósk 1 ars Guðnasonar mundi hann draga tillögu sína til baka og flytja til- lögu um að kjörbréf HÍP fulltrú- anna yrðu felld. En nokkru síðar j tók Guðmundur Bjömsson til máls ' og lýsti því yfir að hann tæki fyrri tillögu Snorra upp ásamt Guð- mundi J. Guðmundssyni og Jóni Snorra Þorleifssyni. Tók Snorri Jónsson þá síðari tillögu sína einn ig til baka. Barst nú breytingartil laga frá Pétri Sigurðssyni og Her manni Guðmundssyni um að veita iWMWWMWWW»WWWWWvMWMM%WWMWMWMWVW» SÖFNUNIN Frh. af 5. síðu. Þ. 160 iff hafði til daghlaffsins S. E. 100 Vísis. H. G. 100 Listi yfir söfnunina þessa ÁBL 500 daga. fer hér á eftir: N. N. 500 Stína og Ella 500 Söfnunarfé 16. til 19. nóv. Lína og Bjarni 300 Sjálfsæðiskonur í Kópav. 5000 Svana og Páll 500 Kvennaskólastúlkur safnaff á G. Jensson 100 bögglauppboði 2350 Finnur og Helga 200 Affalh. Guðmundsd. 500 E. S. 200 H. Ólafsson & Bernh. 500 Safnaff af Guffbjörgu E. Ás- Ingibjörg 200 geirsd. og Kristborgu Har- Guffrún Erna 60 alds í Stykkishólmi 11.660 Frá Hafnarfirffi: Arndís Jónsdóttir 100 Vigdís Jónsd. 100 K. Á. 500 Ragnh. Jónsd. 100 O. Á. 200 Inga D. Húb. 100 Bryndís, Hlíf, Áslaug og Sig. Arason 100 Guðmundur Stefán 300 Finnbogi Arnd. 100 Frá ísafirffi 500 Kristj. Gamalí. 100 Tvær gamlar stúlkur 300 Finnb. Jónsson 100 Afhent söfnunarfé frá Þór. Sigurffss. 100 Dagbl. Vísi 5500 Steiney Ketils. 100 Starfsf. Alþýffublaffsins 4850 Magnús Eyj. 100 Helga og Rannveig 100 Björn Árnason 200 Kristinn Ingi 200 Guðl. Björnsd. 100 Jón Sigurffsson 200 1200 Ó. B. 100 Þ. Á. 100 Sigríffur Gissurard. 100 Fjölskylda í Langagerffi 100 Guffm. Einarsson 100 V. G. 250 Helga 100 G. D. 200 R. B. 100 Kvenf. Alþ.fl. Hafnarfirffi 2000 Herdís Bjarnadóttir 100 N. N. 100 Sigrún og Kristján Guffm. N. N. 100 Hafnarfirði 500 Þ. H. 500 Skátafélagiff Vogabúar Guffjón Selfossi 600 V atnsley sustr önd 2425 H. G. 100 Nemendur Brunnastaffaskóla í. J. 300 Vatnsleysuströnd 3600 I. G. 100 Samtals 49.361.00 fulltrúum HÍP skilyrðislausa þing setu. Óskað var eftir nafnakalli við atkvæðagreiðslu um tillögurnar. Hannibal, sem var í forsæti lýsti því yfir að tillaga-Péturs Sig. kæmi fyrst til atkvæða. En Eðvarð Sig- urðsson gerði þá atliugasemd við það og taldi að tillaga Péturs væri ekki breytingartillaga heldur sjálf stæð tillaga. Var nú deilt lengi um þingsköþ en að lokum féllst forseti á tillögu Björns Jónssonar um aíT láta breytingartillöguna koma til atkvæða fyrst og, að ef hún yrði felld mundi síðari tillagan, þ.e. frá þeim Guðmundi Björnssyni o. fl. skoðast samþykkt Tillaga Péturu var felld með 168:152 atkv. og því lýst yfir að þar með væri síðari til lagan samþykkt, þ.e. tillagan um að veita fulltrúum HÍP rétt til þingsetu með skilyrðum. (JTBOÐ Tilboð óskast í smíði á 30 fermetra vatnskatli fyrir Sparfc* sjóð Hafnarfjarðar. Lýsinga má vitja í skrifstofu Sparisjóðsins, milli kl. 10 og 12. gegn kr. 500.00 skilatryggingu. Tilboðum sé skilað á sama stað, þriðjudaginn 27. nóv. og verða þau þá opnuð kl. 11 árd. — HeimUt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sparisjóður Hafnarfjarffar. Tilkynning Vér viljum hérmeð vekja athygli heiðraðra viðskiptavina vorra á því, að vörur sem liggja í vörugeymsluhúsum vorum eru ekki tryggð- ar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og liggja því þar á ábyrgð vöru~ eigenda. ' H.F. Eimskipafélag íslands. Hjúkrunarkona \ vantar nú þegar á sjúkrahúsið á Hvammstanga og aðra um miðjan desember. Laun samkvæmt launalögum eða samj» komulagi. Séríbúð. Upplýsingar hjá formanni sjúkrahússtjórnar, Ingólfi Guðna-* syni, hreppstjóra', Hvammstanga. Sjúkrahússtjórnin. Frú Aðalbjörg Jakobsdóttir ekkja Gísla Péturssonar héraðslæknis, andaðist 19. þ. m. á heimitt dóttur sinnar Skúlagötu 58. Affstandendur. iWWWUWWWWWWWtWWWWWWWWWWWWW Útför mannsins míns Ingvars Guðmundssonar Strandgötu 45, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni fimmtudaS* inn 22. þ. m. kl. 2. Guðrún Andrésdóttir. ALÞ’ÍÐUBLABIÐ 21. nóv. 1962 7 . ■■■! .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.