Alþýðublaðið - 21.11.1962, Side 15
©ftfr Georges Simenon
Hún beið eftir að liann segði
nafn sitt.
„Beaupere."
„Hvað er klukkan, Monsieur
Beaupere?"
í stað þess að horfa á klukk-
una á arinhillunni, dró hann fram
silfurúrið sitt og þóttist vera
að ganga úr skugga um, að það
gengi. „Tuttugu og fimm min-
útur yfir tvö.”
„Eftir fimm mínútur, klukkan
hálf þrjú, kemur lögfræðingur
minn, Monsieur Guichard, hing-
að.“
Það voru þegar komnir tveir
lögfræðingar í málið, og nú bætt-
ist sá þriðji við.
„Getið þér ímyndað yður,
livers vegna hann kemur?“
Aftur þagði hann.”
„Hvað heitir lögreglustjórinn?“
„Monsieur Guillaiune.”
„Jæja, við ætlum, lögfræðing-
ur minn og ég, að heimsækja Mon
sieur Guillaume. Lögfræðingur
minn er sennilega þegar búinn
að biðja um viðtal.”
Hann sagði, svo barnalega, að
liún gat ekki varizt brosi:
„Þér þekkið hann, er það
ekki?“
„Hvern?”
„Monsieur Bouvet.”
„Eftir því sem ég get dæmt
um af myndinni, og einkum
vegna lýsingarinnar á örinu, þá
er hann bróðir minn.”
Hann hreyfði ekki legg né lið.
Smáskjálfti gleði og stolts fór
um bakið á honum, vegna þess að
hann, Monsieur Beaupere, hafði
komið aleinn og með sínum eig-
in aðferðum, vegna eigin rann-
sókna, í þessa íbúð.
„Vissuð þér það ekki?“
„Nei, frú.”
„Jæja, svona okkar á milli
sagt, segið mér nú, hvað þér
vissuð.”
Hann gat ekki almennilega
sagt „Alls ekkert.”
Hann sagði:
„Monsieur Bouvet sást standa
lengi fyrir framan þetta hús.”
„A, eruð þér viss? Hvað er
langt síðan?“
„Eg get komizt að því. Senni-
lega allmargar vikur.”
„Er það allt og sumt?“
„Eg komst lika að því, næstum
strax eftir að myndin hafði ver-
ið birt, fóruð þér til Quai de la
Tournelle.”
„Og sá einhver mig?“
„Húsvörðurinn sem þér toluð-
uð við.”
„Þekkti hún mig? Gaf hún yð-
ur heimilisfang mitt?”
„Nei, en ....”.
Hann fann, að hann hafði fall-
ið í gildru. En það skipti ekki
lengur neinu máli. A hverri
stundu mundi lögfræðingurinn
hringja að dyrum og binda endi
á þjáningar hans. Hvað sem öðru
leið, hafði hann fundið út hið
raunverulega nafn René Bouvet,
sem var Lamblot.
„Heyrið þér mig, Monsieur. .,
Hvað heitið þér aftur?”
„Beaupere.”
„Heyrið þér mig, Monsieur
Beaupere. Þetta er allt saman
miklu undarlegra en þér haldíð,
því að ég hef aldrei komið á
Quai de la Tournelle, og ég las
ekki blaðið fyrr en þá um kvöld-
ið í rúminu. Þar að auki hélt ég
að aðeins væri um svip að ræða,
því að ég hef ekki séð bróður
minn í mörg ár; siðast, þegar
talaff var um örið, að ég komst
að þeirri niðurstöðu, að þetta
væri sennilega hann, og þá
hringdi ég til lögfræðings míns.
Hann kom til mín í morgun, og
við ákváðum að ....”.
„Þér komuð ekki með fjólur?"
Hann beit i tunguna á sér. Eins
og hún væri kona, sem gengi
með húsveggjum, með fjóluvönd
í hendi, allt til Quai de la Tour-
nelle og afhenti vöndinn Ma-
dame Jeanne.
Dyrabjallan liringdi. Lögfræð-
ingurinn var stundvís.
Einhvers staðar annars staðar
var önnur gömul kona meff véika
fætur, sem ....
VI. KAFLI.
Þegar farið var frá aðailög-
reglustöðinni yfir í tæknideiTd-
ina uppi undir þaki í Dómhöll-
inni, var það eins og að fara úr
matsal stórs veitingahúss inn í
eldhúsið. Og almenningi var ekki
frekar hleypt þangað en inn í
eldhúsið. Þar var hægt að vinna
á skyrtunni og tala dægurmál
starfsins.
Fyrir mönnunum á neðri hæð-
unum, mönnunum á aðallögreglu-
stöðinni, var dauði maðurinn frá
Quai de la Tournelle, með öllu
þeim vandamálum, sem hann
hafði í för með sér, og öllum
rannsóknunum, böivaður ó-
þurftarpési.
Fyrir mönnunum uppi á loft-
inu var hann „góðgæti", sem gaf
þeim tækifæri til að helga sig
ýmsum smástörfum, sem sum
hver voru vandmeðfarin, næstum
listræn, og þeir höfðu gaman
af. Sérfræðingarnir höfðu þegar
eytt miklum tíma í hvíta hús-
inu, en þeir höfðu kunnað illa
við sig þar, þeir gátu ekki notað
öil tæki sín og plássið var ófull-
nægjandi.
„Eruð þið ekki búnir með
skrokkinn minn enn?”spurði öku
maður sendiferðabílsins, sem
kom inn við og við. Hann átti að
flytja Monsieur Bouvet í lík-
geymsluna.
í hvert skipti liorfði hann
kvíðinn á liann, því að það var
heitt þennan dag, og hann var
hræddur um, að líkið færi að
rotna. Frá því um morguninn
hafði það verið Ijósmyndað frá
öllum hliðum, í öllum stelling-
um, allsnakið og í ýmsum föt-
úm, sitjandi og liggjandi.
Listrænasta aðgerðin hafði
verið sú, er liann hafði verið
„sminkaður" eins og hann lilaut
að hafa litið út tuttúgu árum áð-
ur. Þeir höfðu farið alveg eins
að „smínkarar" og hárkollu-
menn í leikhúsi fara að við gamla
leikara.
Það var satt, að þetta var allt
saman farið að „reyna á“ líkið.
Rétt í þann mund, er Monsieur
Beaupere var að fara frá Vosges
torgi, fengu þeir náunganum frá
líkgeymslunni skrokkinn, og það
var þegar tími til kominn. Kjálk
inn var fallinn niður aftur, og
nú, þegar ekki þurfti að taka
fleiri myndir, hirtu þeir ekki um
að halda honum uppi, og likið
virtist allt orðið feitara.
Þeir lögðu það á börur og báru
út, þó ekki án þess að einn þeirra
hrópaði góðlátlega:
„Uss, hvílík lykt héma!“
Gluggarnir voru opnir. Flestir
sérfræðingarnir höfðu borðað ná
degisverð á meðan þeir voru að
störfum. Fyrstu myndirnar birt-
ust í blöðunum, en þeir ætluðu
að framkalla fleiri, nákvæmari
myndir, sem voru eins konar end
urútgáfur af Monsieur Bouvet á
ýmsum lífsskeiðum.
Madame Lair og lögfræðingur
hennar höfðu ekki boðið Monsie
ur Beaupere að koma með sér
til lögreglustöðvarinnar. Úr því
að þau áttu stefnumót við lög-
reglustjórann, hefur þeim vafa-
laust þótt óviðeigandi að taka
réttan og sléttan leynilögreglu-
mann með sér. Monsieur Beaup-
ere hringdi til yfirmanns síns frá
tóbakssalanum á homi Francs-
Bourgeoisgötu. Hann hafði ekk-
ert að segja lionum, sem hann
vissi ekki fyrir, en hann vildi
gera það ljós, að hann hefði sjálf
ur og aleinn grafið sannleikann
upp, hvaða aðferðum, sem hann
hafði nú beitt til þess.
„Systir hans og lögfræðingur-
inn eru nýfarin af stað.“
„Töluðuð þér við hana? Hvern
ig lítur hún út?“
„Virðuleg gömul kona.“
„Hafið þér nokkuð annað að
gera?“
„Ég þarf að finna aðra gamla
konu hér í grenndinni. Nenma
einhver annar eigi að taka við
málinu."
„Þér getið haldið áfram, Monsi
eur Beaupere."
Þeir vildu forðast að særa
hann. Málið var nú orðið svo viða
mikið, að veigameiri ráðstafana
var þörf, og þeir höfðu ekki
mikla trú á, að leyfa gamla leyni
lögreglumanninum með dapur-
lega andlitið að halda rannsókn
inni áfram.
Það var nóg fyrir hann. Nú
gat hann haldið áfram að ganga
um, fara inn í litlar búðir, inn
í stúkur húsvarða, sauðþrár, með
eilífar spurningar, eins ómót-
tækilegur fyrir frávísunum og
ryksugusali.
„Þekkið þér mjög feita gamla
konu með tungllaga andlit,
klædda heldur illa í svart, sem
er fótaveik og gengur í flókainni
skóm?“
Fólk yppti öxlum, eða þá að
það starði forvitnislega í andlit
honum eða þá að það sendi liann
til einhverrar piparmeyja á
sjöttu eða sjöundu hæð.
Hann var þekktur að því að
hafa lialdið slíkum rannsóknum
áfram vikum saman, án þess að
láta hugfallast, og hann fékk þá
hugmynd að spyrja líka konurn-
ar, sem selja blóm úr litlum hand
vögnum, til að finna þær, sem
seldu fjólur.
Allir voru þyrstir nema hann.
Fólk þaut inn á krárnar, þurrk-
aði svitann framan úr sér, drakk
hvítvín eða bjór og sýndi öll
merki fróunar við þá iðju. Það
var ekki til einn einasti auður
stóll á stéttunum utan við veit-
ingahúsin, og börn hengu í mæðr
um sínum og sleiktu ís.
Það sem bjargaði lionum, og
hafði alltaf bjargað honum, var,
að hann hafði aldrei haft þá tii-
finningu, að leit hans væri til-
gangslaus. Hvaða máli skipti það,
þó að hann væri aðeins smáhjól
í lögregluvélinni? Hann bar svo
mikla virðingu fyrir henni, a8
virðing hans gaf persónuleika
hans sjálfs lit, hverri hegðnn
hans og hreyfingu. Kona hahs
hjálpaði honum, þegar hún tál-
aði við fólk um hann sem „Mað
urinn minn, leynilögreglumaður-
inn.“
Lögfræðingurinn, Monsieur
Guichard, var aldraður maður,
kaldur og virðulegur í framkomu,
sem hafði kysst á hönd Madame
Lair, þegar liann kom inn í her-
bergið. Hann var áreiðanlega kom
inn yfir sextíu og fimm ára ald
ur, og Monsieur Beaupere, sem
var aðeins fimmtíu og tveggja
ára, varð hugsað til þess, að allt
þetta fólk var lifandi, þegar hann
fæddist.
Monsieur Bouvet var sjálfur
fullvaxta maður, þegar leynilög-
reglumaðurinn var en vælandi
krakki. -
Þetta var allt miklu marg-
slungnara, en það virtist vera.
Er hann leit kringum sig á göt
unum, sá hann sjálfan sig með
augum annarra, ímyndaði sér veg
farendur klædda samkvæmt tízk-
unni um 1900 eða fyrr, leigu-
hestvagna, strætisvagna með hest
um fyrir og gasljós.
I næsta
pöntunarlista
Nælonsokkar með saum að-
eins 15 krónur li
I 1
■z’l'
Póstverzlunin
MHIiHNt.
IIIIIOTHMN.
MlllMllllltU.
ummmtHVto
'lllltlllllllMtU
ii(iiiitimiHH
iiriiiiiiiiiiMti
Miklatorgi.
Þú verður að hjálpa mér að handsama
sandeðlurnar í baðkerinu — þær eru alltaf
salamöndrurnar og
að smjúga frá mér.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. nóv. 1962 |,5