Alþýðublaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 8
AÐAL BÓKSÖLUTIMI ári- ins er hafinn og bækurnar koma hver af annarri í bókabúðirn- ar. Um þetta leyti í fyrra ræddi Alþýðublaðið við Arnbjörn KriStinsson, prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda um bækur og útgáfustarf, en hann var þá ný kominn heim af mikilli bóka- sýningu, sem haldin var í Þýzka- landi. Nú vildi blaðið forvitnast um nýjungar og horfur um út- gáfu bóka, en Arnbjörn er ný kominn heim frá Bandaríkjun um. — Við hittum svo á, að hanu var önnum kafinn og vinnu- klæddur, þvi hann stjórnar ekki aðeins hinu tvöfalda fyrirtæki sínu, prentsmiðjunni og bóka- útgáfunni heldur vinnur hann í prentsmiðjunni þegar hann get- ur komið því við. — Hvað er nú helzt tíðanda i bókaútgáfunni? STAÐIÐ í STAÐ í ÁRATUG. „Mér kemur það helzt til hug ar“, segir Arnbjörn, að hér á landi hefur bókaútgáfa staðið í stað í hálfan annan áratug. Ég efast um, að fólk hafi gert sér þetta ljóst, en staðreynd er þetta samt sem áður. Bókatitlar eru í útgáfu jafnmargir nú og þeir voru árið 1946, eða um 350. Þeir skiptast þannig: Frumsamdar ís- lenzkar bækur: 150, þýddar bæk ur 130, barna- og unglingabæk ur 70. Af þessum barna og ungl- ingabókum voru 15 íslenzkar og 55 þýddar af erlendum mál um. Á síðastliðnu ári voru þessar tölur þannig: Frumsamdar ís- lenzkar bækur 150, þýddar bæk- ur 100, barna- og unglingabæk- ur 100, þar af voru 20 frum- samdar, en 80 þýddar. — Þá sýnir það einnig stöðnunina í bókaútgáfunni, að upplög bók- anna hafa síðasta áratuginn minnkað þrátt fyrir það að þjóð inni hafi fjölgað mikið. Fyrir 10 árum var það algegnt að góð sölubók var gefin út í 2700 ein- tökum, en nú er góð sölubók varla gefin út £ stærra upplagi en 2200 þó að þar séu nokkrar undantekningar." — Hvaða skýringu gefur þú á þessari öfugþróun? ERLENDAR BÆKUR VERÐLAUNAÐAR „Nærtækasta skýringin er sú, að löggjafinn hefur í raun og veru verðlaunað ínnflutning erlendra bóka og tímarita á kostnað innlendrar útgáfii semi. En ég skal aðeins : þrjú meginatriði: 1. Upp inu 1950 varð gífurleg aul á tímarita- og smáritaú hér. 2. Dagblöðin hafa á síðustu árum batnað mji efni og útliti og birta nú í ara mæli efni, sem áður v eins að finna í bókum. 3. aðalatriðið, að innflutn erlendra bóka og tímarita verið gífurlegur, og notið 1 sérréttinda, að vera toll samtímis því sem allt ef bókagerðar hefur verið tollað. Með þessu er ver verðlauna erlendar bæk kostnað innlendrar bókaið Þetta eru tvímælalaust j ástæðurnar fyrir þeirri stt sem orðið hefur.“ ATHYGLISVFRÐ þi VESTAN HAFS — Þú ert nýkominn frá ) ríkjunum? „Já, — og ég kynnti nokkuð ameríska bókaú Þar er þróunin á annan v hér. Á árinu 1961 voru i út 11% fleiri bókatitlar ei áður, en á síðasta áratug útgáfustarfsemin aukist hvorki meira né mini 114%. Viðtal v/ð Arnhjörn Kristinsson prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda SÚ staðreynd er alkunn, að mat- og neyzluvörur í Sovétríkj- unum eru margfalt dýrari en í löndum, þar sem verzlunin er frjáls. Landbúnaðurinn staðnar, en þungaiðnaðurinn vex hraðar að tiltölu en í hinum gömlu „kapital- isku löndum“ og með hagræðingu þjóðarteknanna í stórfelldari mæli en áður hefur þekkzt hefur sovétstjórnin náð athyglisverðum árangri á sviði hergagna- og eld- flaugasmíði. Þessi hagræðing þjóðarteknanna þ. e. flutningur fjármagns milli sviða framleiðslunnar, hefur orð- ið þess valdandi að einstaka hag- fræðingar líta á Sovétríkin sem velferðarríki. En í raun og veru eru Sovét- ríkin mjög langt frá því að vera neitt velferðarríki. Hagræðing þjóðarteknanna felst ekki í því að skattleggja þá ríku til að miðla síðan hinum fátæku, heldur felst hún í því að hinir fátæku eru skattpíndir elnna harðast í þeim tilgangi . að efla vald einræðis- herranna. Hin dæmigerðu velferðarríki Stóra-Bretland og Norðurlanda ríkin — hafa skapað hagkerfi, sem kalla mætti dreifikerfi, en sam- kvæmt því er þjóðartekjunum dreyft eftir þörfum atvinnulífsins. Sovétríkin undir stjórn Stalins fundu upp áætlunarbúskap, sem í framkvæmd hans á sér enga hlið- stæðu í veraldarsögunni, hvað snertir ruddalegt tillitsleysi gagn- vart þörfum þjóðarinnar. Frá sjónarhóli þjóðhagfræðinn- ar, er hagkerfi Norðurlandanna gjörólíkt hinu sovézka í grund- vallaratriðum. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna tekur ekkert tillit til. félagslegra réttinda fólksins í efnahagspólitík sinni. Undir for- ystu Krjústovs hefur að vísu ver- ið slakað nokkuð til í mörgum at- rlðum, en ef á heild er litið má segja, að hagkerfi Stalins sé enn allsráðandi. í haust hafa blöð og útvarp birt merkilegar fréttir um fyrir- hugaðar breytingar á hagkerfi Sovétíkjanna. Tillögur um slíkar breytingar voru bornar fram i heilu lagi í Pravda þann níunda september síðast liðinn. Það var prófessor Jevsej G. Lieberman frá Kharkov-háskólanum, sem greinina skrifaði. Hann lagði til að skipulaginu yrði breytt þannig, | að í staðinn fyrir allt hið mikla skrifstofubákn, sem þarf í Sovét til að reka eitt fyrirtæki (þ. e. að- alstjórn kommúnistflokksins og síðan ótal skrifstofur, sem hvert mál þarf að fara í gegnum til afgreiðslu) ætti að koma takmörk- uð sjálfstjórn fyrirtækjanna. Fyr- irtækin ættu sjálf að fá að ráða, hvernig þau skipulögðu starfsemi sína í þeim tilgangi að auka hagn- aðinn, hvernig fyrirtækið notaði vinnukraft sinn og fjármuni tll að bæta reksturinn. Þessar áætlanir eru óneitanlega bæði ósigur flokksins og hug- myndafræði kommúnismans í hagfræðilegum efnum. Einræði flokksins í öllum hagmálum, sem m.a. hefur 'komið fram í því, að flokkurinn hefur úrslitávald í málefnum einstakra fyrirtækja, er í raun og veru leyst af hólmi með éinræði talnanna. Hér um að fæða byltingu miðað við núverandi á- stand málaúna í Sovét. Til að undirstrika hiriar nýju áætlanir, birtist önnur -grein í Pravda 25. október eftir frægan rússneskan hagfræðing,- Axel I. Berg, prófessor og meðlim vísinda- akademíunnar. í þeirri grein legg ur prófessorinn til, að kerfi það, sem nú gildir um fastákveðna verð lagningu verði lagt niður, þannig að verð vörunnar sé í réttu sam- ræmi við það, hvað kostar að framleiða hana. Þessi tillaga pró- fessorsins felur í sér að Sovét- stjórnin hefur ekki verðlagt vör- ur í samræmi við tilkostnað þeirra ■ 8 21. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.