Alþýðublaðið - 21.11.1962, Qupperneq 13
Framh. úr opnu
Sovét miðað við þjóðartekjurnar.
í USA gefa þeir upp að fjárfest-
ingin sé 17,4% af þjóðartekjunum
árið 1956 og 14% fyrir meðaltal
áranna 1929—59. í Sovét segja
þeir að fjárfestingin fcafi verið
19,5% á árunum 1927—29, 26,9%
árið 1932 og 26% árin 1940, 1950
og 1959.
En svo segja þeir að ef litið sé
á hinar raunverulegu tölur sé
fjárfestingin í Sovét raunverulega
tvisvar og hálfum sinnum meiri í
Sovét en USA. Það þýðir það, að
í raun og veru er hún 35%.
Erlendir sérfrœðingar höfðu
fyrr verið búnir að komast að
sömu niðurstöðu, en nú hafa sov-
ézkir hagfræðingar sjálfir viður-
kennt það. Það sem merkilegast er
við grein þeirra félaganna í Kom-
munist er það, að þeir viðurkénna
að þær tölur, sem stjórnin géfur
út séu langt frá því að vera réttar.
Þetta sýnir að rúblan hefur
mismunandi gildi, eftir þvi, hvort
hún er notuð til að kaupa vörur
þungaiðnaðarins, eða neyzluvörur.
Við getum bezt útskýrt þetta
með orðum A. Bergsons,- þegar
hann skýrir frá því, að kaupmáttur
rúblunnar séu tveir og hálfur
dollar, þegar Sovétstjórnin not-
ar hana til að kaupa vörur til
hernaðarþarfa. En þegar hinn sov-
ézki borgari ætlar að kaupa fyrir
hana neyzluvörur, falli hún nið-
ur í 65 cent miðað við dollarann.
Þannig er rúblan raunverulega
tvær myntir, vegna þess, að verð-
lagningin helzt ekki í hendur við
framleiðslulcostnaðinn.
Afleiðingar þessara uppljóstrana
sovézku hagfræðinganna eru, að
við getum betur gert okkur grein
fyrir tölunum i fjárlögum Sovét-
stjórnarinnar, hinni gífurlegau
fjárfestingu og ýmsu öðru. Nú
vitum við t. d. að hinar gífurlegu
framfarir og vöxtur í þungaiðnað-
inum, er ekki því að þakka eins
og Rússar hafa viljað halda fram,
að „Kommúnisminn er ofjarl ka-
pitalismans", heldur eingöngu, að
fjárfestingin er svo geysileg til
þungaiðnaðarins að þeir þora
ekki að birta hinar réttu tölur.
En fyrst og fremst getum við nú
skilið, hvernig hin sovézka hag-
fræði er í raun og veru og hvers
vegna sovézkir hagfræðingar eru
hlynntir svo róttækum breyting-
um og boðaðar eru í Pravda.
Hin sentraliseraða áætlunarhag-
hagfræði var eki gagnrýnd á ógn-
ardögum Stalins. En þegar Krúst-
jov reynir að bæta efnahaginn og
treysta þannig aðstöðu sína, þá
koma gallar hennar í ljós.
Hagkerfi sem aflar fjár með
því að okra á matvörum, getur
ekki aflað nóg, ef skortur er á
matvörum. Þess' vegna hefur
matvörukreppan orðið kreppa alls
áætlunarkerfisins. Hinar djarf-
legu tillögur um róttækar breyt-
ingar sýna bezt, hve slíkar breyt-
.ingar eru nauðsynlegar einmitt
nú. Flokkseinveldið verður að taka
ákvarðanir um, hve mörgum af
hinum gömlu valdatækjum þess
það vill sleppa til þess að skynsam
legra efnahagskerfi verði komið
á í landinu.
Unglingaklúbbtir
á Patreksfirði
M. s. Esja
fer austur um land í hringferð
27. þ. m.
Vörumóttaka í dag og á morg-
un til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar-
fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð-
ar, Seyðisfjarðar, Vopnafjarðar.
Raufarhafnar og Húsavíkur.
Farseðlar seldir á mánudag.
NÝJA BÍÓ: Sprunga í speglin-
um. Amerísk mynd, ein sú at-
hyglisverðasta sinnar tegundar,
sem hér hefur sézt lengi.
í þessari mynd fara þrjár mann-
eskjur með sex hlutverk. Við
kynnumst þríhyrningnum Eponine,
Hagoline og Larnier, sem búa við
cymdarkjör í fátækrahverfi. Öðru
sinni kynnumst við þríhyrningn-
um Florence, Lamorciere og
Claude, sem lifa við allsnægtir.
Eponine og Larnier elskast, en
Eponin er gift Hagolin, Florence
og Claude elskast, en Florence cr
gift Lamorciere.
Fótæku elskendurnir drepa eig-
inmanninn og lenda í fángelsi, ríku
elskendurnir kokkála eiginmann-
inn og halda áfram að lifa í dýr-
legum fagnaði dag hvern
Lamorciera og Claude eru báðir
virtir lögfræðingar og dag nokk-
urn er Claude beðinn að verja
mál Eponine. Þannig fléttast þri-
liyrningarnir saman.
Handrit þessarar myndar er
Patreksfirði 14. nóv.
N Ý L E G A hefur æskufólk á
Patreksfirði stofnað með sér
skemmtiklúbb. Er markmið
klúbbsins að halda vikulega eða
hálfsmánaðarlega skemmtisam-
komur fyrir meðlimi sina. Frétta-
maður Alþýðublaðsins átti nýlega
stutt samtal við formann klúbbs-
ins Sigþór Ingólfsson verzlunar-
mann.
Eru margir félagar í þessum
samtökum ykkar, Sigþór?
mjög gott, óvenjulega gott. Og
það bragð framleiðenda myndar-
innar að láta sömu persónur leika
báða þríhyrningana eykur stórlega
á spennu hennar og myndræn á-
hrif.
Þau þrjú, sem við sögu koma
eru Orson WeUes, sem leikur
snilldarlega, bæði Hagolin, ógeðs-
legan, gamlan karlfauskinn, sem
myrtur er af eiginkonu og elsk-
huga hennar, svo og lögfræðing-
inn Lamorciere, sem fær nógu
snemma að vita um svik konu
sinnar til að dæma kynsystur
hennar og hliðstæðu til þyngstu
refsingar.
Juliette Greco, sem leikur bæði
Eponine og Florence af furðulegu
innsæi og nautn.
Bradford Dillman.sem leikur
Larnier og Claude af skynsemi og
mjög snoturlega.
Myndin er mjög athyglisverð,
þrungin spennu og næmu auga
fyrir uppsetningu einstakra at-
riða. H. E.
í klúbbinn hafa innritast um 40
meðlimir, og getur allt æskufólk
á staðnum fengið inngöngu í hann
á aldrinum 15—20 ára.
Eru einhverjar sérstakar reglur
sem þið hafið fyrir starfsemi ykk-
ar?
Já, ein höfuð regla okkar er að
áfengi sé ekki haft um hönd á
fundum okkar og skemmtikvöld-
um, einnig að setja okkur að hafa
góða umgengnishætti, og skemmti
kvöld okkar mega verða okkur til
sóma og að því hyggjum við stefna
Hver félagsmeðlimur á að vera
sem virkastur þátttakandi í starf-
seminni, og skiptumst við á að sjá
um skemmtikvöldin.
Hafið þið tryggt ykkur hús-
næði undir þessa starfsemi.
Já, við liöfum fengið loforð fyr-
ir að halda okkar fundi og
skemmtisamkomur í veitingastof-
unni Ösp, og erum nú þegar bú-
in að halda tvö slík skemmtikvöld,
sem tekist hafa vel.
Hafið þið sjálf unnið að stofn-
un þessa klúbbs.
. Að nokkru leyti. En hugmynd-
ina munu þau eiga frú Ingveldur
Magnúsdóttir, sem hefur verið
okkur inpanhandar með húsnæði,
og sóknarpresturinn séra Tómas
Guðmundsson, sem hefur verið
okkur leiðbeinandi um stofnun-
ina, og hefur mætt á samkomum
okkar.
Hvernig er stjórn klúbbsins
skipuð?
Formaður er Sigþór Ingólfs-
son, og aðrir í stjóminni Sigþrúð-
ur Ingimundardóttir og. Gunnar
Friðriksson.
Lengra gat samtalið ekki orðið
að þessu sinni því formaðurinn
var að fara á fund næstu skemmti-
nefndar, er sat að störfum við
undirbúning næstu skemmtisam-
komu. Á. P.
Sextugur í dag
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
verkamaður, Akranesi
ÞAÐ dettur stundum í Alþýðu-
flokksmenn á Skaga að taka lagið
á samkomum sínum, og bregzt þá
sjaldan, að Kristján Guðmundsson,
verkamaður verði fyrir vali sem
forsöngvari. Hann færist aldrei
undan slíku hlutverki og kryddar
þá jafnan sönginn með nokkrum
vel völdum spaugsyrðum á undan
og eftir, með þeim árangri sem til
var stofnað að allir komast í betra
skap.
Kristján þarf ekki að fara í
sparifötin til þess að verða hrókur
alls fagnaðar. Hann er jafn glað-
lyndur á vinnustað, þar sem hann
er allra manna skemmtilegastur
vinnufélagi. Hann hefur fengið þá
öfundsverðu guðsgjöf að geta lit-
ið veröldina með augum kj'mn-
innar og látið liggja velá sér, hvað
sem á dynur.
í dag mun reyna á Kristján að
finna hæfileg orð til að lýsa þeim
tíðindum, að hann skuli sjálfur
vera orðinn sextugur. Ekki mun
honum verða skotaskuld úr því, þar
sem kýmni hans og gamansemi er
ekki innantóm, heldur býr á bak
við djúp og glögg greind og næm-
ur skilningur á mannlífinu.
Kristján Guðmundsson fæddist
í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði
21. nóvember 1902. Foreldrar hans
voru Kristín Aðalsteinsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson, bóndi
og sjómaður. Guðmundur fórst á
I DjTafirði á heimleið frá ísafirði
1912 og allir sem með honum voru
á bátnum.
Kristján ólst upp í Höll í
Haukadal hjá Ástríði Eggertsdótt
ur og Jóni Guðmundssyni. Stund-
aði hann sjómennsku strax og
hann komst á legg, og var lengi
vel á skútum eða vélbátum.
Kristján hefur nú um langt ára-
bil verið búsettur á Akranesi.
Hann kvæntist 1932 Margréti
Bjarnadóttur frá Kirkjubóli í
Dýrafirði og eiga þau einn fóst-
urson.
Kristján hefur lengi verið ein-
lægur fylgismaður Alþýðuflokks-
ins og áhugamaður um verkalýðs
hreyfinguna. Hann hefur lengi
verið ýmist í stjórn verkalýðs-
félagsins á Akranesi eða sjómanna
deildar þess, og mörgum trúnaðar-
störfum hefur hann gegnt fyrir
Alþýðuflokkinn um dagana.
Fyrir þá, sem stunda stjórnmál-
in í skrifstofuheimi höfuðstaðar-
ins, er ómetanlegt að halda kunn-
ingsskap og tengslum við menn
eins og Kristján.
Mér er minnisstæður Alþýðu-
flokksfundur á Akranesi eitt sinn,
þar sem kaupgjalds- og verðlags-
mál voru mikið rædd, en þau mál
virtust þá sem oftar vera að setja
allt á annan endann. Höfðu menn
miklar áhyggjur og þótti þrengj-
ast liagur hinna lægst launuðu,
ef fram héldi sem útlit var fyrir.
Þá kvaddi Kristján sér hljóðs
og benti á, að þjóðin mætti ekki
einblína á brauðstritið og gera
það að brjáluðu kapphlaupi. Slíkt
mundi fyrr eða síðar granda menn
ingu þjóðarinnar. — Þarna hafði
verkamaðurinn, sem skipar út
sementi í Akranesshöfn, sagt þau
orð, sem breyttu svip umræðn-
anna og gáfu nýja vun, sem byggð-
ist á heilbrigðri skynsemi ís-
lenzkrar alþýðu.
Hinir mörgu vinir og félagar
Kristjáns senda honum í dag
beztu árnaðaróskir, þakka honum
skemmtilega samfylgd að sextugs-
markinu og vonast cftir, að sú
samfylgd verði löng enn.
Benedikt Gröndal.
Kennaraþing
Framhald af 4 siðu
að safhið gæti þess að eiga
jafnan nægilega mörg eintök af
hverri fræðslumynd.
að skýringar og leiðbeiningar
um notkun séu látnar fylgja
hverri, mynd.
að í myndaskrá sé bent á, hvaða
aldursflokk myndin hafi, ásamt
greinargóðu yfirliti um efni mynd-
arinnar.
að gerðar verði kvikmyndir af
fyrirmyndarskólum og kennslu-
störfum á íslandi.
— ★ —
Stjóm Kennarafélags Suður-
lands skipa: Bergþór Finnbogason,
Selfossi, formaður; Óskar Þór Sig-
urðsson, Selfossi, gjaldkeri og
Friðbjörn Gunnlaugsson, Stokks-
eyri, ritari.
Skilningsleysi
Frh. af bls. 4.
breytt gæti stefnunni til hins
betra, er ekki barátta fyrir eða
gegn einhverjum trúarbrögðum,
ekki barátta fyrir eða gegn ein-
hverri stjórnmálastefnu,, heldur
aukin þekking og skiiningur á til-
verunni. Björgunin frá hinni yfir-
vofandi glötun væri framar öllu
faiin í því, að menn næðu að sætt
ast fyrir það að liafa betur en áð-
ur komizt að hinu rétta, hvað
snertir skilning þeirra á heimi og
lífi, og svo að þær sættir sköpuðu
þeim aukin sambönd við góða og
máttuga íbúa annarra hnatta. —
Björgunin er með öðrum orðum
falin í því, að mönnum auðnist að
fallast á kenningar Nýals og færa
sér þær í nyt.
Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstöðum.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. nóv. 1962 13