Alþýðublaðið - 22.11.1962, Qupperneq 10
I
Hún sigraði
i listhlaupi
á skautum
LISTHLAUP á skautum cr
fögur íþrótt. Myndin er tekin
í keppni, sem nýlega fór
fram í Englandi. Keppt var
um svokallaðan Richmond-
bikar. Stúikan á myndinni,
' sem er frönsk og heitir Nic-
ole Hassler bar sigur úr být
um. Ungfrú Hassler varð nr.
6 í síðustu heimsmeistara-
keppnl.
EINS og skýrt er frá á
síðunni er keppnin í dönsku
knattspyrnunni mjög spenn
andi og fjölmörg lið í fall-
hættu, þó að aðeins ein um-
ferð sé eftir. Myndin er frá
leik B1909 og AB, en þeir
fyrrnefndu töpuðu 0-3 og eru
neðstir ásamt 3 félögum öðr-
um. Á myndinni reynir mark
vörður B1909, Svend Aage
Rask árangurslaust að verja
skot frá Volmer Ejrnæs.
A-Þjóðverjar
unnu íékka 2:1
í GÆR léku Austur-Þjóð-
verjar og Tékkar í bikar
keppni landsliða I knatt-
spyrnu. A.-Þjóðverjar sigr-
uðu silfurmennina frá síð-
ustu heimsmeistarakeppni
með 2 mörkum gegn 1. Öll
mörkin voru skoruð í síðari
hálfleik. Leikurinn, sem var
fyrri leikur landanna, fór
fram í Berlín.
Ritstióri: ÖRN EIÐSSON
Danska knattspyrnan:
KEPPNIN HEFUR
ALDREI VERIÐ
EINS SPENNANDI
KB 21 9 5 7 40-39 23
Vejle 21 9 2 10 50-45 20
Brönshöj 21 8 3 10 31-43 19
Köge 21 6 6 9 35-40 18
AB 21 6 5 10 29-46 17
B1903 21 5 6 10 29-46 17
B1909 21 4 8 9 28-40 16
OB 21 5 6 10 28-42 16
Fredrikshavn 21 6 4 11 21-37 16
NÚ er aðeins ein leikumferð í
dönsku deildakeppninni eftir og
þó útkljáð sé um meistara 1. og
2. deildar, er óvenjumikill spenn-
ingur um hverjir falla niður og
hvaða lið fylgi AB upp í 1. deild.
Nú eru fjögur lið með 16 stig á
botninum í 1. deild, en næstu fyrir
ofan hafa 17 og 18 stig svo ekki
veitir af að hafa sterkar taugar
um næstu helgi, en þá verða leikn
ir síðustu leikirnir og eru þeir
þessir í 1. deild:
OB — KB
Esbjerg — B1913
Brönshöj — Fredrikshavn
Köge — B1909
AGF — 7903
Vejle - AB
Þá er ekki síðri spenningurinn
í 2. deild. Fjögur stig skilja að nr.
2 og nr. 11 og er þetta mjög ó-
venjulegt í svo langri keppni. Ef að
líkindum lætur, geta tvö stig skil
ið að þann aðilann sem upp kemst
í 1. deild og hinn, sem fellur niður
í 3. deild. Leikirnir, sem eftir eru
í 2. deild eru þessir:
B1901 — AIA
Viborg — Od. KFUM
Frem — AB
Skovshoved — Horsens
Randers — HIK
Frem, Saksk. — B93
Leikir og staðan um helgina í 1.
og 2. deild:
1. deild.
B1903 3 — Köge 0
KB 0 — Esbjerg 2
Fredrikshavn 2 — OB 1
B1909 0 — AB 3
B1913 1 - AGF 1
Vejle 1 — Brönshöj 2
Esbjerg 21 18 1 2 61-15 37
AGF 21 11 5 5 58-39 27
B1913 21 12 3 6 -51-37 27
2. deild.
AIA 3 — Frem 1
B93 2 - Od. KFUM 0
AaB 1 — Skovshoved 2
HIK 4 — Horsens 2
B1901 3 - Viborg 1
Framh. á 11. siðn
Tyrkneska liðið Galatasaray tap
aði fyrir pólska liðinu Polonia
Bouthen í Evrópubikarkeppninni
á sunnudag með 1-0. Tyrkirnir
halda samt áfram keppni þar sem
þeir hafa betri markahlutföll 4-1.
HIÐ FYRRA sundmót skólanna
skólaárið 1962—’63 fer fram í
Sundhöll Reykjavíkur fimmtudag
inn 6. desember n. k. og hefst kl.
20:30. Forstaða mótsins er í
hönd'um íþróttabandalaga fram-
haldsskóla í Reykjavík og ná-
grenni (ÍFRN).
Sundkennarar skólanna eru ÍFRN
til aðstoðar um undirbúning og
framkvæmd mótsins. Sundkennar-
arnir munu koma sundhópum
skólanna fyrir til æfinga, sé haft
samband við þá. Gætið þess að
geyma ekki æfingar fram á síð-
ustu daga.
ÍÞRÓTTAKENNARAR, ræðið
mótið og æfingar við nemendur
þá, sem þér kennið.
NEMENDUR, fáið íþróttakenn-
ara skólans til þess að leiðbeina
um æíingar, val sundfólks og nið-
urröðun liða.
Frá því 1938 hefur sá háttur
verið hafður á þessu móti, að
nemendur í unglingabekkjum (1.
og 2. ,bekk unglinga-, mið- eða
gagnfræðaskólá) kepptu sér í ungl-
ingaflokki og eldri nemendur þ.
e. þeir, sem lokið hafa unglinga-
prófi éða tilsvarandi prófi, kepptu
sér í- Eldri flokki. Sami háttur
verður hafður á þessu móti og
tekið fram, að unglingum úr ungl-
ingabekkjum verður ekki leyft að
keppa í eldra flokki, þótt skólinn
sendi ekki unglingaflokk. — Er
þetta gert til þess að forðast úr-
val hinna stóru skóla og hvetja til
þess að þátttaka verði meiri.
Keppt verður í þessum boðsund-
um: -
I. U?íGLINGAFLOKKUR:
A. stútkur: Bringusund 10x33tá
m. (Bezta tíma á G. Keflavíkur
5.05,5; meðaltími einstaklings 30,5
sek.) Nö keppt um bikar ÍFRN frá
1961, sem Gagnfræðaskóli Hafn-
arfjarðar vann í fyrra á tímanum
5:13,1..
B. Piltar: Bringusund 20x33%
m. Keppt um bikar ÍFRN, sem
unnin var af Gagnfræðaskóla
Hafnarfjarðar 1958 (tími 9:36,8),
1959 af Gagnfræðadeild Laugar-
nesskóla (tími 9:28,5), 1960 af
sama skóla (tími 9:28,5), og 1961
af Gagnfræðaskóla Hafnarfjarðar
(tími 9:20,8). Bezti meðaltími hvers
manns um 28 sek.
II. ELDRI FLOKKUR:
A. stúlkur: Bringusund 10x33%
m. Bikar ÍBR vann Gagnfræðaskóli
Hafnarfjarðar til eignar 1961
(5:12,9). Nú keppt um ný verðlaun.
Beztan tíma á þessu sundi á Gagn-
fræðaskóli Keflavlkur, 4:58,7, eða
meðaltíma einstaklinga 29,8 sek.
B. piltar: Bringusund 20x33%
m. Bikar ÍFRN vann sveit Mennta
skólans í Reykjávík til eignar 1961
(tími 8:28,7 eða meðaltími 25,4 sek).
Beztan tíma í þessu sundi á Iðn-
skóli Reykjavíkur (tími 8:09,9, eða
meðaltími einstaklings 24,5 sek.).
Nú keppt um ný verölaun.
VARÚÐ:
Kennarar og nemendur varizt
að setja til keppni þá, sem eru ó-
hraustir eða hafa ekki æft.
ATH.:
Aðeins unnt að taka þær sveitir
til keppninnar, sem tilkynnt hefur
verið um fyrir kl. 16, miðviku-
daginn 5. desember.
SPURNING: ■i‘
Kennarar og nemendur eru
beðnir að athuga, vegna hins síð-
ari sundmóts skólanna.hvort unnt
sé að efna til þess móts í lok fe-
brúar. í þessu sambandi þarf að at-
huga um miðsvetrarpróf, árshátíð-
ir og keppni skóla, t.d. í hand-
knattleik og körfuknattleik.
Erfitt verður að koma þessu móti
á I marz eða apríl vegna skíðaferða
skól og keppni skóla í knattleikj
um.
TII.KYNNINGAR um þátttöku
sendist sundkennurum skólanna
í Sundhöll Reykjavíkur fyrir kl. 16
þann 5. desember.
Sænska landsliðið í knattspyrnu
heldur áfram keppnisför sinni um
Austurlönd. Svíar sigruðu Thai-
land í síðustu viku með 8-1, en
leiknum gegn Malaja var hætt eft
ir 20 mín. vegna skýfalls.
10 22. nóv. 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ